Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 43 ÞAÐ er fyrir löngu kominn tími til að auka réttindi og áhrif ungs fólks í samfélaginu. Einn þáttur í því er að allir 16 ára og eldri fái að kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir og á Alþingi, það er aukið lýðræði. Með þessu yrði ábyrgð ungs fólks aukin og því gert kleift að taka þátt í mót- un samfélagsins eins og það á réttmæta kröfu til. Árið 1984 var al- mennur kosningaaldur á Íslandi lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Nú er tími til að auka enn þátttöku ungs fólks í lýðræðinu og færa kosningaaldur í 16 ár. 16 ára ein- staklingur í íslensku samfélagi er orð- inn virkur þátttakandi í þjóðfélaginu, hefur lokið grunnskóla og ætti að vera tilbúinn til að taka á sig þá ábyrgð sem felst í því að kjósa sér fulltrúa á Alþing og í sveitarstjórnir. Það ætti einnig að vera sjálfsagður réttur þessa unga fólks. Frumkvæði í lýðræði Í nágrannalöndum okkur er verið að kanna þessi mál og það væri ósk- andi að Íslendingar tækju frumkvæði í því að auka lýðræði og þátttöku ungs fólks í þjóðfélaginu. Kosninga- réttur allra eldri en 16 ára er í athug- un í Bretlandi og hefur Græniflokk- urinn í Englandi og Wales sett þessa kröfu í stefnuskrá sína og það sama hafa Frjálslyndir demókratar í Bret- landi og Þjóðarflokkurinn í Skotlandi gert. Í Finnlandi hefur Miðjuflokkurinn lagt til að tilraun verði gerð á einstökum svæðum í næstu sveitarstjórn- arkosningum, sem verða 2008, þar sem 16 ára Finnar fengju að kjósa. Í Svíþjóð hefur Umhverfisflokkurinn haft það á stefnuskrá sinni að lækka kosn- ingaaldur niður í 16 ár til þess að freista þess að auka þátttöku ung- menna í pólitískri um- ræðu. Í Noregi hefur Frjálslyndi flokkurinn sett þetta mál í stefnuskrá sína og það sama má segja um flokka á hollenska þinginu, í Kanada, Ástr- alíu og í Austurríki, svo nokkur lönd séu nefnd. Nú þegar hafa 16 ára ungmenni kosningarétt í löndum eins og í Bras- ilíu, Níkaragúa og á Kúbu. Í Króatíu, Serbíu og Svartfjallalandi hafa ung- menni á vinnumarkaði, sem eru orðin 16 ára, einnig kosningarétt. Norski félagsfræðingurinn Stein Ringen hefur fjallað um þátttöku ungs fólks og barna í lýðræðinu (Citi- zens, Families and Reform, Clarend- on Press, Oxford 1997) og Torfi H. Tulinius prófessor við Háskóla Ís- lands hefur einnig fjallað um málið á áhugaverðan hátt. Rök með og á móti Helstu rökin fyrir því að 16 ára ein- staklingar hljóti kosningarétt eru þau að það muni smám saman leiða til breyttra áherslna í landsmálunum þar sem kjörnir fulltrúar landsins myndu leitast við að verja hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar. Kosninga- réttur hefði þroskandi áhrif á ungt fólk og það yrði að ábyrgum þátttak- endum í samfélaginu. Rök gegn því að ungt fólk fái kosn- ingarétt eru til dæmis þau að börn og unglingar búi ekki yfir vits- munaþroska til að taka afstöðu í þjóð- málum eða sveitarstjórnarmálum, að þau láti tilfinningar ráða fremur en dómgreindina og séu líklegri til að verða fórnarlömb áróðursmeistara. Öll þessi rök lýsa vantrausti á ungt fólk og hafa reyndar einnig verið not- uð á liðnum tímum til að koma í veg fyrir að konur, eignalausir, undir- okaðir kynþættir og jafnvel almenn- ingur hljóti kosningarétt! Krafa okkar í upphafi 21. ald- arinnar hlýtur að vera sú að allir 16 ára og eldri fái kosningarétt. Ungt fólk fái að kjósa Hlynur Hallsson fjallar um kosningarétt ungs fólks »Krafa okkar í upp-hafi 21. aldarinnar hlýtur að vera sú að allir 16 ára og eldri fái kosn- ingarétt. Hlynur Hallsson Höfundur er varaþingmaður Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 284,2 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 32 fm bílskúr. Sér 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð. Glæsileg ca 100 fm verönd með skjólvegg og heitum potti til suðurs. Á efri hæð er forstofa, tvö svefnherbergi, bað- herbergi, stofur og eldhús. Á neðri hæð er sjónvarpshol, tvö svefn- herbergi, baðherbergi, saunaklefa og þvottahús. 8048. V. 68,0. Skógarhjalli - Með auka íbúð 254,4 fm glæsilegt raðhús/tengihús á tveimur hæðum með bílskúr á góðum útssýnisstað í Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið verður fullbú- ið að utan, steinað í ljósum lit. Lóðin verður tyrfð og bílaplan hellu- lagt götumegin. Að innan verður húsið afhent fullbúið án gólfefna, flísar verða þó á aðalbaðherb. Húsið verður með gólfhita. Möguleiki er á breytingum í innréttingavali ef kaupendur koma með þær tím- anlega. V. 55-56,9 m. Hamrakór – Raðhús 89,1 fm 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í nýbyggingu við Klappar- stíg í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í anddyri/gang, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Íbúðin afhendist fullbúin með eikarparketi. Laus við kaupsamning. 5576. V. 32,2 m. Klapparstígur – Laus strax 126 fm mjög góð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í nýlegu þriggja hæða fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni. Íbúðin skiptist í anddyri, rúmgóða stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, baðher- bergi og þrjú svefnherbergi. Í kjallara er sér geymsla. Sér inngang- ur. 7972. V. 28,9 m. Kristnibraut – Laus strax 168,6 fm glæsilegt endaraðhús á fallegum útsýnisstað við Fjallalind í Kópavogi. Húsið sem stendur innst í botnlanga skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, hol, stofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnher- bergi, þvottahús og fataherbergi. Húsið er á þremur pöllum. Mikil lofthæð er á efri hæð. Hiti í plani. Opið hús verður á morgun mánu- dag milli 17.00 og 19.00. 8059. V 49,9 m. Fjallalind – Glæsilegt 89 fm mjög góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi fyrir 55 ára og eldri. Húsið er glæsilegt og er byggt árið 1992. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, lítil geymsla og baðher- bergi. Í húsinu er húsvörður. Stutt er í skóla, þjónustu, miðbæinn og heilbrigðisþjónustu. Snorrabraut - 55 ára og eldri – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – EIGNIR ÓSKAST FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR Húsakaup auglýsir eftir ákveðnum eignum fyrir trausta aðila. Góðar greiðslur og rúmur afhendingartími. • 200-300 fm einbýlishús í Grafarvogi. • Íbúð í húsi fyrir eldri borgara í Reykjavík. • 2ja herbergja íbúð í nálægð við Háskóla Íslands. • 100-150 fm íbúð/sérhæð í hverfi 101 eða 105. • Einbýli, raðhús eða sérhæð í Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. • Einbýli eða raðhús í hverfi 105, verð á bilinu 40-55 milljónir. • Einbýli með aukaíbúð í Reykjavík eða Kópavogi, verð allt að 45 millj. • Raðhús í Reykjavík, verð allt að 38 millj. • Góð 3ja-4ra herbergja íbúð í hverfum 101, 105, 107 og 108. • Góð 2ja-3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi í Smárahverfi. • 3ja herbergja íbúð í Hlíðarhverfinu, má þarfnast standsetningar. • 350-500 fm geymslu-/lagerhúsnæði. • 2500 fm verslunarhúsnæði í Reykjavík. • 100 fm skrifstofuhúsnæði í hverfi 105. • 350 fm vandað verslunarhúsnæði, miðsvæðiðs í Reykjavík. • 2000-2500 fm lagerhúsnæði m. góðri lofthæð og útisvæði á höfuðborgarsvæðinu. • Fjársterkir aðilar óska eftir byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. • Höfum einnig trausta kaupendur að öllum gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar veitir Albert Björn Lúðvígsson í síma 840-4048. Halldór I Andrésson lögg. fasteignasali Sagt var: Aðsókn var tólf prósent meiri en í fyrra. Rétt væri: Aðsókn var tólf prósentum meiri en í fyrra. Gætum tungunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.