Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 52

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 52
52 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA K veikjan að sálminum alkunna „Hærra minn Guð til þín“ er frásagan um draum Jakobs ættföður í Betel, um stigann sem náði frá jörðu til himins. Um hana má lesa í fyrstu Mósebók, 28. kafla, vers- unum 11–14. Skáldið er kona, en það var óvenjulegt á þeim tíma að birtur væri skáldskapur kvenna. Sara Flower Adams hét hún og var fædd í Harlow í Essex-héraði í Englandi 22. febrúar 1805. Faðir hennar, Benjamín Flower, var kunnur maður, frjálslyndur og róttækur. Hann gaf út og rit- stýrði bæði blaði og tímariti og þótti hvass penni. Fyrir skrif sín um frönsku stjórnarbyltinguna 1789 lenti hann í fangelsi. Þá var kona hans látin fyrir nokkru, en með henni átti hann tvær dætur, þær Söru og Elísu. Seinna giftist hann aftur konu sem tók að heim- sækja hann í fangelsið og hafði með honum mikla samúð. Syst- urnar voru góðum gáfum gæddar og mjög samrýndar. Sara orti en Elísa samdi lög. Söru er þannig lýst: Hún var hávaxin og fögur, göfugmannleg, sviphrein, glað- sinna og gædd þægilegri kímni- gáfu, og hún hafði mikla persónu- töfra til að bera. Andans menn þeirra tíma töldu hana mikla merkiskonu, einstaka í hugsun og með hjartað á réttum stað. Á unga aldri hafði Sara mikinn áhuga á leiklist og kom nokkrum sinnum fram á leiksviði í Lund- únum. Hún hafnaði þó fljótlega leiklistinni og sneri sér að rit- störfum. Kom tvennt til: 1) Elísa systir hennar fékk brjósttæringu og hjúkraði Sara henni af mikilli alúð og fórnfýsi til dauðadags. En hún smitaðist og dó úr tæringu tveimur árum eftir systur sinni, árið 1848, aðeins 43 ára. 2) Auk þess að vera heilsutæp féll henni ekki andrúmsloft leikhúsanna. Hún giftist 1834 bókmennta- sinnuðum verkfræðingi og bjó með honum þessi fáu ár í farsælu hjónabandi. Ung fór hún að yrkja og hélt því áfram til dauðadags. Hún gaf út bæði leikrit og ljóða- safn sem hún tileinkaði börnum. Hún reit og margar blaðagreinar bæði um trúmál og samfélagsmál og talaði jafnan máli lítilmagnans enda hjartahlý og mikill mann- vinur. Árið 1841 komu út eftir hana 13 söngvar og sálmar, er hún orti fyrir söfnuð nokkurn. Þar á meðal var sálmurinn „Hærra minn Guð til þín“. En hún var einmitt á leiðinni yfir Atl- antshafið árið áður, er hann varð til. Og vel má hugsa sér, að þá hafi hún setið og rifjað upp draum Jakobs í góðu næði. Íslendingurinn séra Matthías Jochumsson var staddur á heims- sýningunni í Chicago árið 1893. Þá komst hann í kynni við sálm- inn og þýddi hann. Var sálmurinn birtur í tímaritinu Sameiningunni í Winnipeg sama ár. Það er þó ekki fyrr en 1945 sem sálmurinn kemur inn í íslensku sálmabókina og er eini sálmur Söru Adams þar. Hann hafði þó oft verið sung- inn við athafnir hérlendis áður. Geta má þess, að sálmurinn var einmitt uppáhaldssálmur Abra- hams Lincolns Bandaríkja- forseta. Er hann var skotinn til bana 1865 söng hann sálminn á dauðastund. Er hann var jarð- sunginn hljómaði sálmurinn um alla Ameríku. Einnig var hann sunginn við út- för MacKinleys Bandaríkja- forseta, 1901, er hann hafði verið skotinn til bana. Ekki fer á milli mála, að þá þegar hafði sálmurinn víða vakið verðuga athygli. Margir halda enn í dag að sálm- urinn hafi fyrst orðið næstum heimsfrægur eftir hið hörmulega sjóslys, er glæsilegasta farþega- skip þess tíma, Titanic, fórst á leið frá Englandi til N-Ameríku árið 1912 og með því yfir 1.500 manns. Enginn trúði því að skipið gæti sokkið, því var það alls ekki búið nægum björgunarbátum og var það meðal annars ástæða þess að svo margir fórust. Sagt var að undir það síðasta hafi hljómsveit skipsins leikið lag Dr. Lowells Masons við sálminn, nokkrir far- þegar tekið undir en aðrir kropið í bæn. Eftir það var sálmurinn þýddur á að minnsta kosti 141 tungumál. En það var löngu eftir þýðingu sr. Matthíasar á íslensku. Sálmurinn er nr. 375 í Sálma- bók íslensku þjóðkirkjunnar. Mörg dæmi eru til um þá bless- un er sálmurinn hefur leitt af sér. Verður hér aðeins nefnt eitt. Í borgarastyrjöldinni miklu milli Suður- og Norðurríkjanna fór Marvin biskup eitt sinn um eyðimörk Arkansas. Hann var mjög niðurdreginn, því að banda- menn höfðu neytt hann til þess að yfirgefa heimili sitt. En þegar hann átti leið framhjá gömlu og hrörlegu húsi heyrði hann titr- andi rödd syngja: „Hærra minn Guð til þín“. Hann fór af baki hesti sínum og gekk inn í húsið. Þar sat gömul fátæk ekkja og söng. Aðbúnaður hennar var svo fátæklegur, að annað eins hafði hann aldrei augum litið. Þetta hafði svo djúp áhrif á biskupinn, að hann hélt áfram ferð sinni end- urnærður af nýjum kjarki, glaður yfir þeirri reynslu, sem Guð hafði gefið honum. Hærra, minn Guð sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þær eru ekki marg- ar konurnar í hópi sálmaskáldanna, þótt vissulega megi finna undantekn- ingu þar á. Sigurður Ægisson leitaði inn á vef elli- málanefndar þjóð- kirkjunnar og fann þar t.a.m. eftirfar- andi frásögn. MINNINGAR Elsku Jói minn, þú munt alltaf vera í huga mínum og hjarta. Við áttum margar góðar og ógleymanlegar stund- ir saman á uppvaxtarárum okkar. Ýmislegt var brallað sem seint gleymist. Þú fórst alltaf fremstur í flokki, enda hafðirðu mikinn metn- að í því sem þú gerðir. Fyrirmynd- ardrengur. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Ég sendi hugheilar samúðar- kveðjur til allra sem þekktu Jóa og þó sérstaklega til fjölskyldu hans. Þinn vinur Ólafur Magnússon. Kæri vinur. Það sem virðist stundum vera erfiðast í lífinu, það er að kveðja fólk, einkum góða vini. En ég veit að í huga okkar verðurðu áfram hjá fjölskyldunni og okkur vinum þínum. Það er nú margs að minnast, við vorum að hefja okkar níunda samstarfsár. Við náðum strax vel saman og samstarfið og vinskapurinn var traustur og góður og var mér mikils virði. Okkur gekk vel að vinna saman, skiluðum góð- um verkum og kaffitímarnir voru oft fjörugir. Við tókum stundum upp á því að yrkja vísur og skrá nið- ur í kaffinu ef sá gállinn var á okkur en við gátum líka verið á alvarlegu nótunum og rætt málin. Þannig varstu traustur og góður vinur. Það var löngu orðinn fastur liður á vorin að fara í garðyrkjuna hjá Jóa garð, eins og við kölluðum þig stundum, og þakka ég þér allt traustið í gegn- um árin. Því fátt er betra en að vinna hjá manni sem er traustur, góður, samviskusamur, faglegur, listfengur og hefur gaman af því sem verið er að gera. Mig óraði ekki fyrir því að samtal okkar um daginn yrði okkar síðasta. Því mörg voru þau innihaldsrík og gefandi eins og góðra vina er von og vísa og erfitt er að venjast þeirri til- hugsun að lenda ekki aftur á góðu spjalli við Jóa garð. En minning- arnar lifa og ævinlegt þakklæti fyr- ir vináttuna er mér nú ofarlega í huga. Ég votta því Ragnheiði eiginkonu hans, börnum, foreldrum, systkin- um, tengdaforeldrum og öðrum að- standendum mina dýpstu samúð og legg það í hendur almættisins að þau, í minningu góðs drengs, megi brosa á ný mót hækkandi sólu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Finnbogi Þorkell Jónsson. Ótrúlega ljúfur sumardagur, gestirnir stikluðu á þúfum í lopa- peysum. Strax að fallegri athöfn lokinni dró hinn nýgifti, hann Jói okkar, fram skóflur, hríslur og skít. Og allir lögðust á eitt að koma á legg skógi á Uppsölum í tilefni dagsins. Margir höfðu orð á því að þessi dagur fékk mann til þess að elska og kreista makann sinn enn meir. Ástin og hamingjan endur- kastaðist af Röggu og Jóa. Minn- ingar okkar um Jóa samtvinnast lífi Jóhann Pálmason ✝ Jóhann Pálma-son fæddist í Reykjavík 17. júlí 1969. Hann lést í Reykjavík 17. jan- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 26. janúar. þeirra beggja síðast- liðin ellefu ár. Hæg- láti og ljúfi drengur- inn sem horfði með blíðlegu bliki til Röggu sinnar sem endurgalt það marg- falt til baka. Sólar- geislarnir Askur, Alfa, Hlynur og Egill endurspegla allt það fallega í Jóa. Maður- inn sem var svo mikið náttúrubarn, og kenndi okkur að sjá fegurðina í illgresinu. Við vorum öll svo samstiga í lífinu, gjöful fortíð og minningarnar sem verða ekki frá okkur teknar. Þær eru fjölmargar og varðveitast. Það fór ekki fram hjá Emilíu þeg- ar Jói fór að venja komur sínar til þeirra Röggu í litlu íbúðina á Laugaveginum. Dag einn birtist Jói með lítinn kettling sem ætlaður var elskunni en svo fór að hún Pollý varð eftir hjá Emilíu og er ein af fjölskyldumeðlimum hennar í dag. Björg og Eyþóra voru ánægðar með val Röggu á fyrrverandi Kóp- vogsbúa, enda var Jói aðalgæinn í hverfinu á áttunda áratugnum í sín- um loðnu kuldaskóm með hjóla- bretti í hendi. Tóka átti eftirminni- legar stundir með Jóa, auk þess að útskrifast með honum úr MHÍ ásamt Jónu og Fríðu úr vinahópn- um vann hún einnig með honum í garðyrkjunni eitt sumar. Eftir- minnilegastur var tíminn með Jóa og Röggu þegar hún heimsótti skötuhjúin í 10 daga til Bourges í Frakklandi. Það var sameiginleg ákvörðun þeirra að þennan tíma myndu þau nýta til að listsköpunar, drekka rauðvín og borða osta og það var nákvæmlega það sem þau gerðu og þvílík sköpunargleði hefur ekki verið svona mikil síðan. Það að Jói væri garðyrkjumenntaður þótti Fríðu áhugavert. Hún sá þetta líf í hillingum, að stunda myndlist og taka svo tarnir í garðyrkjunni á sumrin. Hún fór alvarlega að hug- leiða garðyrkjunámið að myndlist- arnáminu loknu, en hætti svo snar- lega við þegar hún var minnt á af Alla sínum hve afleit hún væri í að sinna eigin garði. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Með þessum sálmi kveðjum við góðan vin og félaga með sárum söknuði. Okkar hugsanir og tilfinningar eru hjá þér elsku Ragga okkar og fjölskyldu þinni. Megi allar góðar vættir vera með ykkur og styrkja á þessum tímum. Emilía, Eyþóra, Björg, Fríða, Jóna, Sara, Stella, Tóka og fjölskyldur. Þegar vetrarmyrkrið var sem mest og frostið beit ólgaði svart- nættið í brjóstinu og bar bátinn þinn á öldufaldi kvíðans og brotnaði við kolsvart klettastálið. Sporin voru þung en þú fórst þá einu leið sem þú sást. Myrkrið sem hreif þig á braut settist að okkur hinum þeg- ar spurðist. Það var sem sólinni væri vikið um stund. Ákvörðun þín var ekki einföld, ekki auðveld. Þú tókst hana einn og vilja þinn ber okkur að virða þótt niðurstaðan svíði. Þú steigst um borð í sólfarið sem hélt með þig þangað þar sem gleðin ein ríkir, engir skuggar, enginn harmur og beygurinn farinn. Þú fórst samt ekki án þess að kveðja. Eftir standa minningarnar um góðan dreng og glaðsinna verk- mann og einkum minningin um ást- ríkan föður. Sorgina milda fjórir sólargeislar sem halda myrkrinu frá okkur og lýsa daginn. Í hugskoti þeirra lifir það góða, það skemmti- lega, væntumþykjan og gleðin. Við ætlum að gæta þeirra. Þú átt það inni. Eiríkur Baldursson. Hamraklifin opnast, hrímgrá og köld blasir auðnin við, öx stjarnanna hrynja glóhvít í dautt grjótið og þungfæran sandinn. Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Ég kynntist Jóa þegar ég var níu ára gömul og byrjaði í Snælands- skóla í Kópavogi. Það er alltaf dálít- ið ógnvænlegt að koma inn í nýjan bekk og 3.H var þar engin undan- tekning. Miklir töffarar í bekknum og maður þurfti að berjast með kjafti og klóm til að ná sér í status. Ein af mínum fyrstu minningum eftir að ég flutti í Kópavoginn er þegar Sveinbjörg systir Jóa til- kynnti mér þar sem ég var á rölti í nýja hverfinu, ekki alveg búin að merkja mér svæðið, að Jóa fyndist ég jú dálítið sæt. Ég fór auðvitað hryllilega hjá mér, roðnaði og blán- aði til skiptis, allt svona tal var jú frekar vandræðalegt fyrir litla stúlku sem finnst hún bara klossuð. En innst inni fannst mér þetta auð- vitað heilmikil upphefð. Jói var nefnilega sætasti strákurinn í bekknum, allar stelpurnar voru skotnar í honum. Hann var bestur í fótbolta, klár, skemmtilegur, glað- lyndur, frjór og hæfileikaríkur en umfram allt svo óumdeilanlega góð- ur. Það var einhver birta yfir hon- um. Það bjó í honum dálítill Jónatan Ljónshjarta. Hann var einhvern veginn fullkominn. Mér fannst hann geta allt. Á unglingsárunum urðum við miklir vinir. Hann kom oft heim með hinum krökkunum. Stundum voru haldin partí þegar maður var að passa og ég man alltaf hvað hann var góður og blíður við litla bróður minn, nennti endalaust að fara í bílaleik á meðan hinir voru að hlusta á Smiths í botni og fikta við að reykja enda barngóður mjög. Ég veit að hann hefur verið börnum sínum frábær faðir. Mér fannst Jói alltaf svo skyn- samur og réttsýnn. Hann varði allt- af þá sem voru minni máttar. Og þegar maður var í miðri gelgjunni að drepast úr sjálfhverfu og frekju, valtandi yfir allt og alla, þá hafði hann einhvern veginn lag á að vinda ofan af manni. Maður tók mark á honum. Á menntaskólaárunum fórum við hvort í sína áttina og misstum dálít- ið sjónar hvort á öðru eins og geng- ur. Ég flutti til útlanda og það var ekki fyrr en eftir að hann eignaðist elsta son sinn Hlyn með stjúpsystur minni að við hittumst aftur. Hann var ennþá jafn blíður þó að ef til vill væri komin meiri alvara í augun á honum. Ég man hvað mér fannnst æðislegt að hann ynni við garð- yrkju, fannst það lýsa honum svo vel. Ég er þess fullviss að hann hef- ur notið þess að horfa á blóm og tré dafna og vaxa, honum þótti vænt um gróðurinn eins og manneskjurn- ar sem hann umgekkst. Þannig vil ég minnast hans. … úr moldinni myrku úr myrkrinu kalda til sólar (Ingibjörg Haraldsdóttir) Elsku Hlynur. Ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu sam- úð. Megi minningin um ljúfan og fallegan dreng lifa að eilífu. Arndís Hrönn Egilsdóttir. Það var erfitt að sætta sig við þá frétt að besti vinur okkar væri lát- inn langt um aldur fram og hafa síð- ustu dagar verið óraunverulegir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.