Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 55 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð, vinarhug og styrk sem þið veittuð okkur vegna fráfalls okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður og afa, MAGNÚSAR ÞÓRS MAGNÚSSONAR dr. ing. rafmagnsverkfræðings, Barðaströnd 20, Seltjarnarnesi, sem lést föstudaginn 29. desember. Hrefna M. Proppé Gunnarsdóttir, Áslaug María Magnúsdóttir, Haukur Birgisson, Þorsteinn Ingi Magnússon, Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Katrín Lillý Magnúsdóttir, Gylfi Þór Þórisson, Margrét O. Magnúsdóttir, Stefán Hreiðarsson og barnabörn. ákaflega vel saman. Stofnuðu þau hér sitt heimili og Svanhildur hóf störf á Sjúkrahúsi Akraness. Svo nátengd urðu þau að Svanhildur hætti hjúkr- unarstörfum á Sjúkrahúsinu og hefur starfað með manni sínum á tann- læknastofunni síðastliðin þrettán ár. Lárus hefur einnig verið farsæll í einkalífi sínu. Þau Svanhildur eiga þrjú mannvænleg og góð börn sem nú styðja móður sína og hvert annað við þeirra mikla missi og sólargeislinn, dótturdóttirin litla, sem gladdi og studdi afa sinn svo innilega í hans erf- iða lokastríði, er þeim nú ómetanleg- ur gleðigjafi í sorg þeirra. Þó að Lárus væri stór maður og stæðilegur var hann ekki mikið fyrir það að trana sér fram eða láta á sér bera. Hann var mikill íþróttaáhuga- maður og góður íþróttamaður sjálfur. Var hann einn helsti máttarstólpi blakfélagsins Bresa á Akranesi. Á blakvellinum sýndi hann enga hóg- værð, þar giltu aðrar leikreglur en í daglega lífinu og þar lagði keppnis- maðurinn allt í sölurnar fyrir leikinn. Þau hjón hafa einnig stundað mikið golf og hafa bæði setið í stjórn Golf- klúbbsins Leynis á Akranesi. Lárus var gleðimaður á góðri stundu, hnytt- inn í tilsvörum, söngmaður góður og tónelskur. Hann var hraustmenni og missti sjaldan úr vinnudag vegna veikinda. Segja má að líf hans hafi verið áfallalaust og hamingjuríkt. Í júlímánuði síðastliðnum um það leyti er hann var að fara í sumarfrí og var að undirbúa að fagna sextugsaf- mæli sínu í september, leitaði hann til læknis vegna smávægilegra óþæg- inda, sem hann nýlega hafði fundið fyrir. Greiningin, sem hann fékk úr þeirri læknisrannsókn, sem fylgdi, var að hann væri haldinn mjög ill- kynjuðu krabbameini og batahorfur væru ákaflega tvísýnar. Kom þá glöggt í ljós skapstyrkur hans og yf- irvegun. Í stað þess að örvænta og láta hugfallast hóf hann strax að gera ráðstafanir til að tryggja hag fjöl- skyldu sinnar og eins að sjá til þess að sjúklingarnir hans, sem hann hafði annast svo vel, fengju áfram að njóta eftirlits og tannlæknisþjónustu, þó að hann gæti ekki lengur veitt hana sjálfur. Hann gekk í gegnum mjög stranga og erfiða lyfjameðferð. Þótt árangur kæmi ekki í ljós, hélst æðruleysi hans og andlegur styrkur allt til loka. En hann stóð ekki einn í þessari baráttu. Svanhildur kona hans vék vart frá honum nokkra stund þá sex mánuði sem hann barðist við sjúkdóm sinn og börnin þeirra voru ávallt nærri þegar þau mögulega gátu. Lár- us var ákaflega þakklátur fyrir þá frábæru þjónustu sem Sjúkrahús Akraness og starfsfólkið þar veitti honum. Þakklæti og jákvæði en ekki biturleiki og sárindi ríktu í huga hans þennan erfiða tíma, tímann sem hann fékk til að gera upp líf sitt og kveðja. Að skilnaði vil ég þakka Lárusi fyr- ir að verja allri starfsævi sinni í sam- starfi við mig. Ég vona að það hafi styrkt okkur báða. Bestu þakkir. Ingjaldur Bogason. Sláttumaðurinn slyngi slær ekki slöku við og heggur nú enn í raðir okkar tannlækna. Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, félagi okkar Lárus Arnar Pétursson. Lárus var tannlæknir á Akranesi allan sinn starfsaldur. Vann með Ingjaldi Boga- syni og stóðu þeir vaktina, lengst af tveir, á þessum vaxandi stað. Lárus lauk námi frá Tannlæknadeild Há- skólans vorið 1972. Allir sem voru honum samferða í námi muna hann. Stór, stæðilegur, síðhærður, skeggj- aður. Glaðvær og gæfulegur. Seinn til vandræða.Yfir þessum stóra manni ríkti hlýja og ró, friður og öryggi. Mestu og bestu kostir þeirra er kjósa að lækna og líkna. Þekkt er í okkar stétt hversu vel tannlæknaárgangurinn frá 1972 hélt saman. Hann var þó einhver stærsti árgangur fyrr og síðar sem útskrif- aðist frá gömlu tannlæknadeildinni. Ekki brást að þeir félagarnir færu saman einu sinni á ári ásamt mökum sínum í ferð til að gleðjast. Til að rifja upp gömlu tímana. Gömlu, góðu tím- ana á deildinni. Ræða saman og hlakka til framtíðar, til næstu ferðar. Hittast. Þar var vinátta. Síðastliðið sumar hittist hópurinn á mínum heimaslóðum, Húsavík. Skarð var í hópnum. Einn félaginn, Ketill Högnason, kvaddur burt en engan ór- aði fyrir að í næstu ferð yrði enn einn auður stóll í hópnum. Lárus, sem ávallt mætti, yrði ekki með. Þar sann- ast hið forna að það veit enginn hvar við dönsum næstu jól. Ekki þarf aftur að mæla hæð Lárusar og lengd rúma til að finna gistirými sem hentaði. Það er miður. Það eru þessi litlu atriði sem gera lífið svo skemmtilegt. Svo eftirminnilegt. Lárus Arnar var einn þeirra sem sýndi félagi og stétt tannlækna sóma. Hann var yfirleitt mættur á fundi og fræðslu fyrstur manna. Hann var gæfumaður og drengur góður. Tann- læknafélag Íslands þakkar honum samfylgdina og vottar fjölskyldu hans samúð. Guð blessi minningu Lárusar Arn- ars Péturssonar. F.h. Tannlæknafélags Íslands, Sigurjón Benediktsson, formaður. Lárus vinur okkar er dáinn eftir snarpa og miskunnarlausa sjúkdóms- baráttu. Árið 1972 útskrifuðumst við skólabræðurnir frá tannlæknadeild Háskóla Íslands og hófum ævistarfið með tilhlökkun og gleði. Þá höfðum við unnið saman í sex ár að takmarki okkar í þröngum vistarverum deild- arinnar í kjallara Landspítalans og óhjákvæmilegt að við kynntumst vel kostum hver annars, skapferli og hugsjónum. Einn í þessum hópi var Lárus Arnar Pétursson sem kvaddur er í dag. Hann stóð upp úr á tvennan hátt, var tveir metrar á hæð og lauk samkeppnisprófum fyrsta ársins með langhæstu einkunn. Þegar leið á námið festum við félagarnir ráð okk- ar og eignuðumst fjölskyldur, en Lár- us naut þess að vera lífsglaður pip- arsveinn aðeins lengur, eða þar til örlög þeirra Svanhildar voru ráðin nokkru fyrir lokaprófið. Ætíð síðan fylgdust þau að, ólu upp börnin sín þrjú og komu að uppeldi dótturdótt- urinnar, eignuðust góða vini, unnu saman og áttu tómstundir saman. Áberandi var í fari þeirra ást og virð- ing hvers fyrir öðru og milli þeirra ríkti ávallt mikill kærleikur. Lárus var dagfarsprúður maður með einkar góða nærveru, glöggur og íhugull. Hann var fagurkeri og kunni vel að meta góðan mat og gæði víns. Hann hafði dálæti á tónlist og söng og í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var öflugur knatt- spyrnumaður og vann fræga sigra í þeirri grein á háskólaárunum. Seinna stundaði hann aðrar íþróttir og keppti um langt skeið í blaki með góð- um félögum af Skipaskaga, en í seinni tíð var golfið búið að ná yfirhöndinni. Að námi loknu flutti Lárus ásamt fjölskyldu sinni upp á Akranes og átti þar alla sína starfsævi, þó að hann ætti rætur sínar í Teiga- og Voga- hverfum í Reykjavík. Hann fylgdist vel með nýjungum í faginu, sótti nám- skeið og fyrirlestra og var farsæll tannlæknir og virtur af öllum. Við félagarnir höfum haldið þétt saman og hist reglulega alla tíð. Í ald- arfjórðung höfum við ferðast saman árlega með fjölskyldum okkar og not- ið þess að kanna nýjar slóðir innan- lands og utan. Í þeim hópi hafa Lárus og Svanhildur alltaf verið gleðigjafar og sannir vinir. Hann alltaf kátur og með gamanmál á vörum, söngvinn og skemmtilegur. Það hefur reynst okkur erfitt að fylgjast með baráttu Lárusar við sjúkdóminn og á stundu sem þessari er erfitt að tjá hug sinn eða lýsa þeim tilfinningum sem hrærast í brjósti við fráfall góðs vinar. Hugir okkar allra og fjölskyldna okkar eru nú hjá Svan- hildi og börnunum sem önnuðust Lárus af alúð og umhyggju og gerðu honum kleift að dvelja heima til hinstu stundar. Skólabræðurnir. Kæri vinur, þrátt fyrir hetjulega baráttu, lífsvilja og kjark varðstu að beygja þig fyrir þeim erfiða sjúkdómi sem þú stríddir við. Við höfum fylgst með þér í þessum veikindum og dáðst að styrk þínum, æðruleysi og bar- áttuþreki. Þrátt fyrir ítrekuð von- brigði þar sem sjúkdómurinn gekk stöðugt nær heilsu þinni, varstu keik- ur og vongóður. Svanhildur kona þín og fjölskyldan stóðu þétt við hlið þína og gerðu þér kleift að dvelja heima síðustu vikurnar eins og þú óskaðir. Það tók reyndar ekki langan tíma eða liðlega sex mánuði að heyja þetta stríð sem var svo ótímabært og nið- urstaðan svo endanleg. Lárus var hávaxinn og vörpulegur með skarpa andlitsdrætti og hélt við yfirskeggi alla tíð. Hann hafði góðar gáfur, las mikið og var manna fróð- astur einkum þegar kom að landa- fræði og sögu. Hann tók oft pólitíska afstöðu í samræðum og hafði ákveðnar skoðanir, en neytti sjaldan atkvæðisréttar síns í kosningum. Fannst lítið til þess koma. Ótal góðar minningar um áratuga- langa samfylgd birtast fyrir hug- skotssjónum. Fyrstu kynni okkar voru á Laugateignum og í Laugar- nesskólanum þar sem við vorum bekkjarbræður frá fyrstu tíð. Í MR áttum við enn samleið og fjölmargar minningar um skemmtilegar sam- verustundir í og utan skólans. Þar var kraftmikill hópur sem brallaði ýmis- legt á þeim fjórum árum sem við vor- um samvistum. Leiðir skildu síðan er við hófum háskólanám þótt við viss- um hvor af öðrum. Árið 1976 fluttum við á Akranes og hittum við þá Lárus og fjölskyldu hans fyrir. Síðan þá hafa samskipti okkar við Lárus og Svanhildi ekki slitnað og vinaböndin styrkst. Samverustundir okkar voru margar bæði hversdags og við hátíð- leg tækifæri. Fljótlega kom í ljós sameiginlegur áhugi á góðum mat og vínum og stofnuðum við ásamt öðrum hjónum matarklúbbinn Akranes Go- urmet Society. Þá áttum við einnig samleið í golfi og blaki en Lárus tók ástfóstri við blakíþróttina eftir að hann flutti á Skagann. Þótt hann væri almennt ljúfur í lund og íhugull var keppnisskapið mikið í blakinu og þótti sumum stundum nóg um. Fyrir tíu árum fórum við saman í frábæra fimmtugsafmælisferð og ætluðum að endurtaka leikinn í haust, sem þó ekki varð af vegna veikindanna. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Lárusi einlæga vináttu og ljúfar sam- verustundir á liðnum árum. Við vott- um Systu, Pétri, Lilju, Huldu, Láru litlu og Sólrúnu systur hans okkar innilegustu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorginni. Minning um góðan dreng mun lifa með okkur. Guðbjörg og Reynir. Saman liggja leiðir lífs um veg einn örlítinn spöl í ævi skammri þar sem tærir tónar taka völd ríkir sól í sál sérhvert kvöld. Munaður að muna minning góð er dýr vinur vina sinna er vinur alla tíð handan við flóann handan við skil finnum og vitum fjarlægðin er ekki til. Sigurður Rósarsson. Það var fyrir u.þ.b. 28 árum að nokkur hjón á Akranesi komu sér saman um að stofna matarklúbb, þar sem hver hjón byðu heim einu sinni á vetri. Þetta var tilvalin hugmynd fyr- ir þá sem ánægju höfðu af góðum fé- lagsskap, góðum mat og matargerð og góðum vínum, allt í hinu mesta hófi þó. Á þessum tíma þótti allur matur betri ef hann hét frönskum nöfnum – Cordon Bleu, Chateaubriand. Ís- lenska lambalærið með grænum baunum, rabarbarasultu og brúnni sósu þótti ekki lengur nógu spenn- andi, ef frá er talin sú byltingar- kennda hugmynd að troða hvítlauks- geirum inn í vöðvann fyrir steikinguna. Flóknara var með vínin. Þau hétu flest þessum erfiðu frönsku nöfnum, voru afgreidd yfir borðið, inn í þvöguna og það var eins gott að vera búinn að æfa framburðinn áður en maður skyldi gala nafnið á rauðvíninu út úr kraðakinu fyrir framan af- greiðsluborðið. Kom jafnvel fyrir að maður hafði gleymt nafninu og bað þá bara um Paul Masson til að verða sér ekki til skammar. Þau Lárus og Svan- hildur voru í þessum hópi og fljótlega kom í ljós að Lárus var ekki nýgræð- ingur þegar kom að umræðum um vín og vínmenningu. Ekki hafði hann bara á hreinu nöfn og framburð, held- ur einnig öll helstu héruð og flokkun innan þeirra, þrúguheitin og helstu eiginleika hverrar þrúgu, ásamt því hvar hún skilaði mestri og bestri af- urð. Það kom svo líka í ljós að þessi þekking var ekki tilkomin vegna þess að hann hefði legið í rauðvínsdrykkju allan sinn aldur, heldur vegna þess að maðurinn hafði stálminni. Það átti ekki einasta við um þetta léttvæga áhugamál hans heldur og allt sem vék að landafræði, síðari tíma sögu og þjóðfélagsmálum að ekki sé minnst á þekkingu hans á Íslandi, kennileitum og örnefnum. Lárus hafði sem sagt heitið sjálfum sér því að fara ekki að ferðast til annarra landa fyrr en hann gjörþekkti eigið land. Eins og Lárus hafði í raun frá mörgu að segja og miklu að miðla var oft aðdáunarvert að sjá hve litla þörf hann hafði fyrir að koma sínum vísdómi að og þótt hann hefði á flestum málum ákveðnar skoðanir hafði hann heldur enga sér- staka þörf fyrir að þrengja þeim upp á aðra. Í raun virtist hann oft fá nóga skemmtun út úr því að hlusta á aðra vaða reyk í þjóðfélagsumræðunni eða heimsmálapólitíkinni. Það var ekki fyrr en honum fannst samræðan komin út um víðan völl og helst til langt frá kjarna málsins, eins og oft vill verða, að hann lagði nokkuð til málanna og þá kom einmitt fram sér- stæður húmor hans. Þessi dásamlegi húmor fólst meðal annars í því að tala í upphöfnu máli, allt að því í kansellís- tíl, um léttvægt efni. Þannig gat hann slegið á hita umræðunnar með því að taka aukaatriðin og hefja þau í hæstu hæðir með orðmörgu bókmennta- máli, sem rann auðveldlega af vörum hans. Eins og títt er um mikla gáfu- menn virtist Lárus hafa endalausan áhuga fyrir að fræða sig og kynnast sér áður ókunnum hliðum mannlegs samfélags. Þannig má sjá að bóka- safn og geisladiskasafn hans og Svan- hildar samanstendur af verðmætum fræðiritum frá vísindum til sögu og tónlist frá endurreisn til dagsins í dag. Það er eitt að kynnast einstak- lingi á æskuárum og fá að vaxa og þroskast með honum til fullorðinsára og annað að kynnast persónu sem þegar er mótuð, en fá samt að læra að meta og reiða sig á mannkosti og vin- skap viðkomandi. Þótt við sem eftir lifum af hópnum séum öll á miðjum aldri og teljumst fullþroska einstak- lingar, þá er sársaukinn og söknuður- inn engu minni yfir svo miskunnar- lausu brotthvarfi góðs vinar. Og sé okkar missir sár má segja sér hví- líkur harmur situr nú í huga nánustu fjölskyldu, Svanhildi, börnunum þrem og ekki síst Láru litlu, sem kall- að hafði fram alveg nýtt lífsinntak hjá afa sínum. Við horfum til fjölskyld- unnar í fullkominni aðdáun á því hvernig hún hefur brugðist við að- stæðunum og tekist að gera óbæri- legar þjáningar ástvinar þolanlegri. Aldrei heyrðum við kvartanir af vörum vinar okkar, miklu frekar endalaust þakklæti fyrir það litla sem hægt var að gera fyrir hann. Það var ekki fyrr en síðustu dagana sem Lár- us lifði sem maður skynjaði að nú væri hann orðinn þreyttur á að berj- ast, jafnvel búinn að sætta sig við endalokin, sem ekki yrði lengur stað- ið gegn. Ljóst er að stórt skarð er höggvið í Akranes Gourmet Society eins og við nefndum okkar ágæta hóp. Fundirnir verða ekki eins og áð- ur. Frábærri samferð er lokið og við sem eftir stöndum vottum Svanhildi og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð á erfiðum tíma. Ágústa og Jón Karl, Þórdís og Hannes, Guðbjörg og Reynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.