Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 59
Hljóðfæri Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
www.hljodfaeri.is R. Sigurðsson.
Hljóðfæri, bassar, gítar, fiðlur, við-
gerðir www.hljodfaeri.is - 699 71 31
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 5691100
VENSELIN Topalov hefur náð að
hrifsa til sín efsta sætið á Corus-
mótinu í Hollandi en úrslitin þar
munu ráðast um helgina. Teimour
Radjabov sem skaust á toppinn með
frábærri frammistöðu í fimm fyrstu
umferðunum hefur aðeins gefið eftir,
tapaði með hvítu fyrir Armenanum
Aronian í sjöundu umferð en hefur
gert jafntefli í öðrum skákum. Topa-
lov lagði Ponomarion í sjöundu um-
ferð, Anand í áttundu umferð og Van
Wely í tíundu. Hann hefur greinilega
náð að hrista af sér ólundina eftir ein-
vígið í Elista sl. haust, hefur vinnings
forskot á Radjabov og mætir erki-
fjanda sínum Kramnik í næstsíðustu
umferð og hefur hvítt. Á dögunum
lagði Topalov fram áskorun á hendur
Kramnik um annað heimsmeistara-
einvígi en samkvæmt nýjum reglum
FIDE á hver sá skákmaður sem er
með 2.700 Elo-stig eða meira rétt á að
skora á ríkjandi heimsmeistara.
Kasparov gagnrýndi Kramnik harð-
lega í nýjasta hefti af New in chess og
benti m.a. á tækifærissinnaða fram-
komu við ýmis tækifæri. Líklegt þótti
að Kramnik myndi sniðganga átta
manna heimsmeistaramót FIDE
næsta haust en hann hefur nú flestum
á óvart tilkynnt þátttöku sína. Svo
einkennilega vill til að Topalov hefur
ekki þátttökurétt á því móti en getur
verið með árið 2008.
Staðan að loknum tíu umferðum
var þessi:
1. Topalov 7½ v. 2. Radjabov 6½ v.
3. Aronian, Anand, Kramnik og Svid-
ler allir með 6 vinninga. 7.–8. Ponom-
ariov og Karjakin 5 v. hvor. 9. Nav-
ara, 4½ v. 10.–11. Motylev og
Tiviakov 4 v. hvor. 12. Van Wely, 3½
v. 13.–14. Carlsen og Shirov 3 v. hvor.
Mótið í Wijk aan Zee virðist sýna
og sanna að Topalov stendur feti
framar öðrum skákmönnum. Sigur-
vilji hans er geysilegur og keppnis-
harkan meiri en hjá kollegum hans.
Bestu skákir hans eru líklega geysi-
lega skemmtilega tefldar og standast
jafnvel samanburð við sumt af því
besta sem Kasparov var að gera. Lít-
um á sigur Topalovs yfir norska
undrabarninu Magnúsi Carlssyni í tí-
undu umferð:
Venselin Toplov – Magnus Carlsen
Nimzoindversk-vörn
Topalov bregður frá alfaraleiðum
með 8. dxc5. Skiptamunsfórn hans í
byrjuninni hefur sést áður en það má
heita eitt aðaleinkenni Topalovs um
þessar mundir hversu gjarn hann er
að láta skiptamun af hendi í byrjun
tafls fyrir óljósar bætur. Magnus
bregst við með því að fórna manni til
baka en hefði betur valið 16. … Bd7 í
stað 16. … Be6. Varnarleikir Topa-
lovs eru hárnákvæmir og þegar hann
hefur komið skipulagi á liðsafla sinn
gefst Magnus upp án þess að berjast
frekar. Staðan var tæknilega töpuð.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5 0-0 7. e3 c5
8. dxc5 Rbd7 9. Hc1 Da5 10. a3
Bxc3+ 11. Hxc3 Re4
Sjá stöðumynd 1
12. b4 Rxc3 13. Da1 Da4 14. Dxc3
a5 15. b5 Rxc5 16. Dxc5 Be6 17. Dc1
Hfc8 18. Da1 Dc2 19. Be2 Dc1+ 20.
Dxc1 Hxc1+ 21. Bd1 Ha1 22. a4 Hc8
23. Rd4 Hc4 24. 0-0 f6 25. Bf4 Bf7 26.
h4
Indverjinn Anand átti slæman
kafla um miðbik mótsins en komst
aftur á beinu brautina með því að
vinna Ponomariov og Van Wely. Fyr-
ir þá sem muna eftir skákum „eitraða
peðsins “ frá einvíginu ’72 er þessi
skák athyglisverð. Fischer mætti 12.
e5 nokkrum sinnum á ferlinum og
hafði jafnan sigur. En mikið vatn hef-
ur runnið til sjávar síðan og nýjasti
snúningurinn er einmitt leikurinn 12.
e5 sem var afskrifaður fyrir um 40 ár-
um! Anand vann Motyelv með hvítu í
2. umferð og þessi skák fylgir þeirri
viðureign fram í 20. leik eða þar til
Wan Wely leikur 20. … Rc6 í stað 20.
… Hd8 sem Anand valdi. Það getur
verið að leikur Van Wely sé betri,
a.m.k. fékk hann teflanlega stöðu, en
hann tapaði skákinni og Anand náði
þar með að slá tvær flugur í einu
höggi.
9. umferð:
Wisvanathan Anand – Van Wely
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4
Db6 8.
Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. e5 h6 11.
Bh4 dxe5 12. fxe5 Rfd7 13. Re4 Dxa2
14. Hd1 Dd5 15. De3 Dxe5 16. Be2
Bc5 17. Bg3 Bxd4 18. Hxd4 Da5+ 19.
Hd2 0-0 20. Bd6
Sjá stöðumynd 2
21. … Rc6 21. Bxf8 Rxf8 22. 0-0
Bd7 23. Rd6 Re5 24. Rxb7 Dc7 25.
Rd6 f6 26. c4 Bc6 27. Ha1 Rfd7 28.
Dd4 a5 29. Rb5 Db6 30. Dxb6 Rxb6
31. Hd6 Rbd7 32. Rd4 Be4 33. Rxe6
a4 34. Rc7 Ha5 35. Ha6 Hxa6 36.
Rxa6 Bc6 37. c5 Bb7 38. Hc1 Rc6 39.
Rc7 Rd4 40. Bc4+ Kf8 41. Hd1
svartur gafst upp.
Sigurbjörn Björnsson efstur fyr-
ir síðustu umferð á Skákþingi
Reykjavíkur
Þegar ein umferð var eftir á Skák-
þingi Reykjavíkur 2007 var Sigur-
björn Björnsson einn efstur með 7
vinninga af átta mögulegum. Ýmis
óvænt úrslit hafa einkennt mótið,
Þannig hefur eini stórmeistarinn,
Henrik Danielssen, átt erfitt upp-
dráttar en hefur sótt í sig veðrið og
gat komist upp við hliðina á Sigur-
birni með sigri í innbyrðis viðureign í
skák þeirra í gærkvöldi. Þá vekur
gott gengi Sævars Bjarnasonar
nokkra athygli en dálítill tröppugang-
ur hefur verið á frammistöðu hans
undanfarið. Sigurbjörn Björnsson á
alveg áreiðanlega mikið inni á skáksv-
iðinu. Hann hefur beittan stíl en
skortir nokkuð á öryggi. Virðist hann
standa jafnfætis flestum þeim ungu
skákmönnum sem hafa teflt í landsliði
Íslands á Ólympíumótum undanfarið.
Fyrir lokaumferðina var staðan þessi:
1. Sigurbjörn Björnsson 7 v.
2. Sævar Bjarnason 6½ v.
3.–5. Bragi Þorfinnsson, Henrik Danielsen og
Guðmundur Kjartansson allir með 6 vinn-
inga.
6.–7. Kristján Eðvarðsson og Omar Salama
5½ v. hvor.
8.–15. Þorvarður Ólafsson, Ingvar Þór Jó-
hannesson, Sverrir Örn Björnsson, Guðni
Stefán Pétursson, Björn Jónsson, Júlíus
Friðjónsson, Jóhann Ragnarsson og Harald-
ur Baldursson allir með 5 vinninga.
Í lokaumferðinni átti Guðmundur
Kjartansson að tefla með hvítu við
Braga Þorfinnsson og Omar Salama
var með hvítt á Sævar Bjarnason.
Topalov efstur í Wijk aan Zee
Skák
Sigurbjörn leiðir Skákþing
Reykjavíkur
Skákþing Reykjavíkur 7.–26. janúar
Corus-mótið 12.–28. janúar
Helgi Ólafsson.
Heimsmeistari aftur? Topalov ( t.v.) með liði sínu, umboðsmanninum Silv-
io Danailov and þjálfaranum Ivan Cheparinov
helol@simnet.is
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
STJÓRN Náttúrulækningafélags
Reykjavíkur hefur veitti Eymundi
Magnússyni og fyrirtæki hans,
Móður Jörð, viðurkenningu fyrir
frumkvöðlastarf í ræktun matvæla
í sátt við umhverfið, vöruþróun og
kynningu með framsýn manneld-
ismarkmið að leiðarljósi.
Náttúrulækningafélagið hefur
áður veitt m.a. Yggdrasil, Grænum
kosti, Brauðhúsi Grímsbæjar og
Ástu Einarsdóttur grasalækni slíka
viðurkenningu.
Eymundur, sem stundar lífræna
ræktun á búi sínu í Vallanesi á
Fljótsdalshéraði, þykir hafa sýnt í
starfi og verki að alúð og metnaður
er lagður við framleiðsluferlið allt
frá ræktun til manneldis. Hjá fyr-
irtæki hans Móður Jörð hafa líf-
rænar aðferðir verið notaðar um
langt árabil og var býlið í hópi
þeirra sem fyrst hlutu alþjóðlega
viðurkenningu Vottunarstofunnar
Túns á framleiðsluna í ágústmánuði
1996.
Náttúrulækningafélagið segir
starfsemi Móður Jarðar einkennast
af því að þar sé að öllu leyti beitt líf-
rænum aðferðum, öll fram-
leiðsluferli séu vottuð lífræn sam-
kvæmt alþjóðlegum stöðlum,
snyrtimennsku, góðu skipulagi og
tillitssemi við vistkerfi og náttúru,
vaxandi fullvinnslu heimafenginna
hráefna með stöðugri vöruþróun og
nýsköpun og virku kynningarstarfi
meðal neytenda.
Hafi Eymundur unnið ötullega að
því að þróa nýjar afurðir og kynna
neytendum kosti hráefna úr ís-
lenskum matjurtum. Meðal þess
merkasta sem hann hafi lagt af
mörkum í þeim efnum sé lífræn
ræktun og úrvinnsla á byggi, eink-
um til manneldis. Gríðarlegt starf
liggi að baki í vöruþróun og kynn-
ingu á bygginu – sem Eymundur
nefni stundum hrísgrjón norðurs-
ins. Hann hafi þróað úr því brauð
og ýmsa tilbúna rétti, kennt al-
menningi að nota byggið og gefið
út sérstaka uppskriftabók.
Eymundur í Vallanesi
heiðraður fyrir
lífræna ræktun
Morgunblaið/RAX
Viðurkenning F.v. Brynja Gunnarsdóttir, Eymundur Magnússon, Ingi Þór
Jónsson, Bjarni Þórarinsson, Ásthildur Einarsdóttir og Auður Guðmunds-
dóttir við athöfn sem efnt var til á Egilsstöðum síðastliðinn fimmtudag.
Garðfuglaskoðun
um helgina
FUGLAVERND stendur fyrir garð-
fuglaskoðun nú um helgina, sem er
einn af árvissum viðburðum sem fé-
lagið stendur fyrir.
Markmið garðfuglaskoðunar er
að fá sem flesta til þess að skoða
fugla í görðum sínum og vekja
áhuga á fuglaskoðun og hversu
auðvelt það er að stunda hana. Fá
fólk til þess að fóðra fugla, vekja
áhuga á fuglum og töfrum þeirra.
Ennfremur er markmiðið að afla
upplýsinga um fugla í görðum
landsmanna, hvaða tegundir eru til
staðar og í hve miklu magni. Nán-
ari upplýsingar um garðfugla-
skoðun; leiðbeiningar og eyðublað
er að finna á vef Fuglaverndar
http://www.fuglavernd.is/. Þar má
líka finna upplýsingar um fóðrun
fugla að vetrarlagi, http://
www.fuglavernd.is/html/
vetrarfodrun.html.
Fyrirlestur
um konur
í raunveruleika
FYRSTI hádegisfyrirlestur Rann-
sóknastofu í vinnuvernd á þessu ári
verður mánudaginn 29. janúar kl.
12:00–13.00 í Háskóla Íslands, Lög-
bergi, stofu 103. Þá mun Herdís
Sveinsdóttir, prófessor í hjúkr-
unarfræði, halda fyrirlestur sem
hún nefnir: Af konum í íslenskum
raunveruleika: Heilsufar og vinnu-
aðstæður hjúkrunarfræðinga,
kennara og flugfreyja.
Herdís er prófessor í hjúkr-
unarfræðideild Háskóla Íslands.
Rannsóknin sem hún kynnir er
hluti af stærri rannsókn sem hefur
það markmið að kanna líkamlega,
andlega og félagslega líðan hjúkr-
unarfræðinga, flugfreyja og grunn-
skólakennara og tengsl við vinnuá-
lag og starfsaðstæður. Ennfremur
að varpa ljósi á hvort mismunur er
á líðan og heilsufari þessara
þriggja hópa.
Sjá nánar um dagskrá hádeg-
isfyrirlestra Rannsóknastofu í
vinnuvernd á heimasíðunni
www.riv.hi.is
Kynnir námskeið
GUÐJÓN Bergmann heldur ókeyp-
is kynningarfyrirlestur þriðjudag-
inn 30. janúar um námskeið sitt Þú
ert það sem þú hugsar á Grand Hót-
el Reykjavík.
Rúmlega 180 manns hafa sótt
námskeiðið á síðustu mánuðum. Á
námskeiðinu kennir Guðjón m.a.
aðferðir til að takast á við streitu,
efla sjálfstraust og jákvæðni og
koma lífinu í betra jafnvægi. Kynn-
ingin tekur u.þ.b. klukkustund og
hefst kl. 20:00.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón
Bergmann, gudjon@gbergmann.is,
690-1818