Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Landsbókasafn Íslands –háskólabókasafn og Nor-rænn vettvangur bóka-varðafélaga standa, í sam- starfi við Upplýsingu – Félag bókasafns- og upplýsingafræða og bókasafns- og upplýsingafræðiskor Háskóla Íslands, fyrir ráðstefnunni Cataloguing 2007. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli í Reykjavík dagana 1. og 2. febrúar. Hildur Gunnlaugsdóttir er for- maður undirbúningsnefndar: „Nú stendur yfir endurskoðun á alþjóð- legum reglum um skráningu gagna í bókasafnskerfi, en þær viðamiklu breytingar sem unnið hefur verið að undanfarin ár taka gildi 2009,“ segir Hildur. „Íslensk bókasöfn þurfa að fylgja þessari þróun enda fer miðl- un upplýsinga milli landa vaxandi og gagnasöfn tengjast í auknum mæli yfir landamæri, en til að fylgj- ast með þeim breytingum sem eru á döfinni höfum við fengið hingað til lands valda sérfræðinga á þessu sviði.“ Þær breytingar sem Hildur minn- ist á miða einkum að því að bjóða upp á notendavænna leitarumhverfi og auðvelda yfirsýn: „Segja má að horfið sé frá spjaldskrársjónarhorni og gögnum sé frekar smalað saman frá þrívíðu sjónarhorni,“ segir Hild- ur. „Fólk er orðið vant auðveldum leitum á netinu, og er verið að leita í svipað leitarumhverfi, sem gefur á auðveldan og auðskiljanlegan hátt yfirlit yfir þau hugverk sem leitað er að. Tæknin leyfir mjög fjöl- breytta leitarmöguleika, en aðal- umræðuefni ráðstefnunnar eru þær aðferðir sem notaðar eru við að skrá inn í bókasafnskerfi þau gögn sem eru til reiðu, enda kemur gott leit- arkerfi að litlu gagni ef grunn- upplýsingarnar eru í ólagi.“ Ráðstefnan hefur vakið mikinn áhuga bókasafns- og upplýsinga- fræðinga víða um heim: „Við eigum von á talsvert á þriðja hundrað þátt- takenda frá um 30 löndum, en hart- nær tveir þriðju ráðstefnugesta koma erlendis frá,“ segir Hildur. „Á ráðstefnunni er viðfangsefnið rætt frá fræðilegu, tæknilegu og mann- legu sjónarhorni. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Barbara B. Til- lett, forstöðumaður þeirrar deildar bandaríska þingbókasafnsins sem ber ábyrgð á stefnumótun í gagna- skráningu og framsetningu hjálp- argagna, en hún mun gefa heild- arsýn á framtíðarsýn skráningar og leitarheimta.“ Meðal annarra fyrirlesara má nefna fulltrúa frá þjóðbókasöfnum Þýskalands, Danmerkur og Bret- lands. „Framlag Íslands er erindi Sigrúnar Hauksdóttur, forstöðu- manns Kerfisþjónustu Landskerfis bókasafna, sem mun kynna fyr- irkomulag gagnaskráningar bóka- safna á Íslandi,“ segir Hildur. „Sér- staða okkar og einn helsti styrkleiki er að bókasöfn landsins, bæði al- menningsbókasöfn sem og skóla- og sérfræðisöfn, eru öll skráð í sama gagnagrunninn, Gegni, sem að- gengilegur er á vefnum á slóðinni www.gegnir.is.“ Ráðstefnan Cataloguing 2007 fer fram á ensku. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á slóðinni www.congress.is/ cataloguing2007. Upplýsingafræði | Ráðstefnan Cataloguing 2007 verður haldin í Reykjavík 1. og 2. febrúar Framtíð gagna- skráningar  Hildur Gunn- laugsdóttir fædd- ist á Akureyri 1947 en ólst upp í Norður- Þingeyjarsýslu. Hún lauk kenn- araprófi 1968 frá Kennaraskól- anum og BA- prófi í bókasafns- og upplýs- ingafræði frá Háskóla Íslands 1995. Hildur starfaði við prófarkalestur um langt skeið. Hún hefur starfað hjá Landsbókasafni Íslands – há- skólabókasafni frá árinu 1994 og er nú gæðastjóri skráningar. Hildur er gift Páli Steinþórssyni skrif- stofumanni og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Litli Svalur © DUPUIS ÞAÐ ER RÉTT! HEFÐIR ÞÚ EKKI GERT ÞAÐ... ...ÞÁ HEFÐUM VIÐ SÉÐ EFTIR ÞVÍ ALLA ÆVI SAMT SEM ÁÐUR... VAR ÞETTA MJÖG HÆTTULEGT JÁ! ÉG MAN EFTIR ÞVÍ. ÖLL LÆTIN Í KJÖLFARIÐ... HAHAHA! MÉR ER ENNÞÁ ILLT! EN ÞETTA VAR SAMT BRÁÐSKEMMTILEGT NÍNU FANNST ÞAÐ LÍKA ÞÚ HÆKKAÐIR TÖLUVERT Í ÁLITI HJÁ HENNI EFTIR ÞETTA, GAMLI RÆFILL. HÚN VAR NÚ ANSI SÆT STELPA ÞENNAN DAG TÓK ÉG RÉTTA ÁKVÖRÐUN PÚFF! YKKAR VEGNA ÞÁ VONA ÉG AÐ ENGINN TAKI ÞAÐ AÐ SÉR AÐ GERA MIG AÐ FÍFLI ELLI- HEIMILI 2049 Kalvin & Hobbes ÞAÐ HEFUR EINHVER SKILIÐ TUSKU-TÍGRISDÝRIÐ SITT EFTIR Á GRASINU... ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HUNDUR HAFI VERIÐ AÐ NAGA ÞAÐ... EKKERT SEM TEBOÐ MEÐ DÚKKUM OG ÖÐRUM TUSKUDÝRUM GETUR EKKI LÆKNAÐ Kalvin & Hobbes HOBBES! HOBBES! HVAR ERTU?! KALVIN, VILTU KOMA Í TEBOÐ TIL MÍN? NEI! ÉG ER AÐ LEITA AÐ BESTA VINI MÍNUM SEM VAR RÆNT AF BRJÁLUÐUM, SLEFANDI HUNDI MÉR FINNST KALVIN HAFA VERIÐ MJÖG DÓNALEGUR... HVAÐ MEÐ ÞIG HERRA TÍGRISDÝR? VILL EINHVER MEIRA TE? Kalvin & Hobbes KANNSKI AÐ ÉG ÆTTI AÐ SEGJA SOLLU AÐ HAFA AUGUN OPIN FYRIR HOBBES SOLLA ÉG... ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HOBBES... TAKK FYRIR, TAKK FYRIR... TAKKTAKK TAKKTAKKTAKKTAKKTAKK TAKKTAKKTAKKTAKK ROSALEGA VAR KALVIN MIKILL HERRAMAÐUR... HVER TÓK ALLAR SMÁKÖKURNAR MÍNAR?! LEIKKONAN Sara Ramirez, til vinstri, stillir sér hér upp með skemmti- kraftinum Troy Woodcroft þegar hún mætti á sýningu á myndinni Priscilla Queen of the Desert í Los Angeles á dögunum. Margir mættu uppáklæddir á sýninguna, sem var haldin til að fagna því að leikverk byggt á myndinni hefur nú verið sett upp í Ástralíu. Reuters Eyðimerkurdrottningin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.