Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
eeee
Þ.Þ. Fbl.
eeee
Blaðið
FRÁBÆR GAMANMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ BEN
STILLER OG ROBIN WILLIAMS
FYRSTA
STÓRMY
ND
ÁRSINS
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
eee
S.V. - MBL
eeee
MHG - FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
H.J. - MBL
eeee
LIB - TOPP5.IS
ATH: EKKERT HLÉ Á MYNDUM GRÆNA LJÓSSINS OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. sem besta mynd ársins4
eee
V.J.V. - TOP5.IS
ÍSLENSKT TAL
eeee
VJV TOPP5.IS
eeeee
BAGGALÚTUR.IS
eee
(D.Ö.J. - KVIKMYNDIR.COM)
eeee
-ROKKLAND Á RÁS
FRÁBÆR BARNA-OG FJÖLSKYLDUMYND
FRÁ HÖFUNDI STÚART LITLA.
ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
HJÁLPIN BERST
AÐ OFAN
Night at the Museum kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10
Little Miss Sunshine kl. 6 og 8 B.i. 12 ára
Köld slóð kl. 4 B.i. 12 ára
Apocalypto kl. 10 B.i. 16 ára
Charlotte´s Web m/ensku tali kl. 1, 3.10, 5.20, 7.30 og 9.40
Vefur Karlottu m/ísl. tali kl. 1, 3.10, 5.20
Night at the Museum kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20
Night at the Museum LÚXUS kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20
Apocalypto kl. 8 og 10.55 B.i. 16 ára
Köld slóð kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 12 ára
Artúr & Mínimóarnir kl. 1.30, 3.40
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
staðurstund
Leikfélag Hafnarfjarðar hefur nú hafið aft-ur sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra,
einu vinsælasta gamanleikriti síðustu aldar.
Verkið var frumsýnt fyrir jól við góðar und-
irtektir og var mikið hlegið. Ráðskona Bakka-
bræðra fjallar á gamansaman hátt um sam-
skipti bræðranna á Bakka við ráðskonu sem
þeir ráða úr Reykjavík. Þarna er skopleikurinn
upp á sitt besta og hláturtaugar áhorfenda kitl-
aðar til hins ýtrasta. Leikstjóri er Lárus Vil-
hjálmsson.
Leikfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir afar
fjölbreyttri og gróskumikilli leikstarfsemi í
Hafnarfirði og hefur á undanförnum þremur
árum sett upp 10 verk í fullri lengd. Ráðskona Bakkabræðra er sýnd í
Gamla Lækjarskólanum við Lækinn í Hafnarfirði. Næstu sýningar eru
sunnudaginn 28. janúar, laugardaginn 3. febrúar og sunnudaginn 4. febr-
úar. Sýningarnar byrja allar kl. 20.Hægt er að panta miða í síma 555 1850
og í leikfelagid@simnet.is.
Leiklist
Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir
Ráðskonu Bakkabræðra
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Myndlist
101 gallery | Stephan Stephensen, aka
president bongo. If you want blood… You’ve
got it! Sýningin stendur til 15. febrúar.
Artótek Grófarhúsi | Opnuð hefur verið
sýning á verkum Guðrúnar Öyahals mynd-
listarmanns í Artóteki, Borgarbókasafni. Sjá
nánar á www.artotek.is Café Mílanó | Flæð-
armálið – Ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörð
á Café Mílanó, Faxafeni 11.
Gallerí Auga fyrir auga | Ljósmyndasýning
Davids McMillan á myndum frá Chernobyl.
Opið miðvikud. og föstud. kl. 15–19 og laug-
ard. og sunnud. kl. 14–17.
Gallerí Úlfur | Sýning Þórhalls Sigurðs-
sonar í Galleríi Úlfi á Baldursgötu 11. Sýn-
inguna kallar hann Fæðingu upphafs og
stendur hún til 20. febrúar. Opið mán.–föst.
kl. 14–18. Laug. og sun. kl. 16–18.
Gallery Turpentine | Yfirlitssýning á verk-
um Jóns Gunnars Árnasonar í Gallery Tur-
pentine, frá 19. janúar til 3. febrúar.
Gerðuberg | Guðrún Bergsdóttir sýnir út-
saumsverk og tússteikningar í Boganum í
Gerðubergi.
Hrafnista, Hafnarfirði | Olga Steinunn
Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2.
mars.
Kaffi Sólon | Erla Magna Alexandersdóttir
sýnir málverk. Hægt er að kaupa verk með
Visa/Euro-léttgreiðslum. Til 2. febrúar.
Kling og Bang gallerí | Sirra – Sigrún Sig-
urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís
Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson sýna
í Kling & Bang galleríi, Laugavegi 23.
Listasafn ASÍ | Jóhann Ludwig Torfason
sýnir „Ný leikföng“: tölvugerð málverk af
skálduðum leikföngum.
Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum
Jóns Óskars – Les Yeux de L’ombre Jaune
og Adam Batemans.
Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard
Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í
upphafi 20. aldar
Leiðsögn sunnudag kl. 14 í fylgd Rakelar
Pétursdóttur safnafr. um sýningarnar Frels-
un litarins og Jón Stefánsson – nemandi
Matisse og klassísk myndhefð.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gull-
pensillinn sýnir ný málverk undir samheit-
inu Indigo í Gerðarsafni. Boðið er upp á leið-
sögn listamanna á sunnudögum kl. 15.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning Hlað-
gerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys
Sverrissonar í sýningarsal Listasafns
Reykjanesbæjar í Duus-húsum.
Nýlistasafnið | Sýning Kolbeins „Still drink-
ing about you“ er einstakt tækifæri fyrir
gesti til að skyggnast inn í íveru listamanns-
ins. En hún fjallar einnig á fordómalausan
hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins. Opin frá
kl. 13–17 til 31. janúar.
Skaftfell | Melkorka Huldudóttir sýnir
„Beinin mín brotin“ á Vesturvegg Skaftfells
í janúar. Sýningin er opin um helgar frá 13–
18 eða eftir samkomulagi. www.skaftfell.is
Framköllun, sýning Haraldar Jónssonar,
hefur verið framlengd til 20. febrúar. Sýn-
ingin er opin frá kl. 13–17 allar helgar eða
eftir samkomulagi. www.skaftfell.is
Þjóðarbókhlaðan | Sigurborg Stefánsdóttir
sýnir bókverk í Þjóðarbókhlöðunni 25. jan-
úar–28. febrúar. Bókverk eru myndlist-
arverk í formi bókar, ýmist með eða án let-
urs.
Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð-
minjasafninu stendur yfir jólasýning með
myndum tvíburabræðranna Ingimundar og
Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga
anda jólanna á sjöunda áratugnum. Margt í
þeim ætti að koma börnum í jólaskap og
fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina
sönnu jólastemningu bernsku sinnar.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Myndasal Þjóð-
minjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr
safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í
Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferða-
málafrömuðar. Myndirnar tók hann við störf
og ferðalög á tímabilinu 1946–60. Þær eru
eins og tímasneið frá miklu umbrotaskeiði í
sögu þjóðarinnar.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins stendur yfir sýning á útsaum-
uðum handaverkum listfengra kvenna frá
fyrri öldum. Sýningin byggir á rannsóknum
Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræð-
ings. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt,
m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld for-
tíðarinnar.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð-
leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og
sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið-
ir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Landnámssýningin Reykjavík 871±2, Að-
alstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar
vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst-
arinnar. Opnað að nýju 3. mars.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð-
deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög-
um til Íslands í gegnum aldirnar. Sjá nánar á
heimasíðu: www.landsbokasafn.is
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Spari bækur. Sýning Sigurborgar Stef-
ánsdóttur Bókverk eru myndverk í formi
bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar,
svo sem umfang, band, síður, og svo fram-
vegis notaðir í myndlistarlegum tilgangi.
Bókverkin eru einstök verk eða framleiddar
í takmörkuðu upplagi.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning Upp á Sigurhæðir – Matthías Joch-
umsson. Matthías Jochumsson var lyk-
ilmaður í „þjóðbyggingu“ 19. aldar. Menn
þekkja best sálmana, þjóðsönginn og
Skugga-Svein en skáldpresturinn skildi eftir
sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn-
ingin stendur út febrúar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið: Menj-
ar tímans – Sissú. Sýningin fjallar um áferð
og athafnir sem verða til við breytingar í
umhverfi mannsins og eru myndirnar
brotabrot af menjum og tímasveiflu í
byggðu umhverfi á Reykjavíkursvæðinu. Til
20. febr.
Víkin, Sjóminjasafnið í Reykjavík | Í Sjó-
minjasafninu eru nú sýningarnar Síldin á
Sigló og Úr ranni forfeðranna, en þær munu
standa fram í miðjan febrúar. Þá er sýningin
Togarar í 100 ár í aðalsal safnsins. Sjóminja-
safnið er opið um helgar frá kl. 13–17. Sjá
nánar á www.sjominjasafn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl-
breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning-
arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun,
með fatalínum frá níu merkjum eða hönn-
uðum í samhengi við íslenska náttúru. Berl-
in Excursion, bókagerðarlist frá forlagi rit-
höfunda og myndlistarmanna frá Berlín.
Fyrirheitna landið og Handritin að auki.
Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um
grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er æv-
intýralegt ferðalag gegnum 1.200 ár sem
hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flug-
höfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar,
fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna.
Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihús.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður fé-
lagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
sunnudaginn 28. janúar kl. 14. Fyrsti dagur í
þriggja daga keppni.
Húnvetningafélagið í Reykjavík | Laugard.
3. febrúar er þorrablót í Húnabúð, Skeifunni
11, 3. hæð (lyfta) í samstarfi við Húnakórinn,
m.a. leikur hljómsveit kórsins fyrir dansi.
Húsið opnað kl. 19.30, borðhald hefst kl. 20,
veislustjóri sr. Hjálmar Jónsson, allir vel-
komnir. Miðapantanir í síma 895 0021.
Miðasala í Húnabúð fimmtud. 1. febr. kl. 20–
21.
Skemmtanir
Málaskólinn LINGVA | Málaskólinn LINGVA
bíður upp á skemmtileg tungumála-
námskeið á vormisseri 2007. Ítalska,
spænska, enska, þýska og franska. Góðir
kennarar, góður og persónulegur andi.
Kennt í Faxafeni 10. Skráning í síma
561 0315 eða á www.lingva.is
Uppákomur
Thorvaldsen bar | Áhugaljósmyndarinn
Kristján Eldjárn er með ljósmyndasýningu á
Thorvaldsen bar, Austurstræti 8–10, Rvík.
Um er að ræða 8 svarthvítar ljósmyndir
prentaðar á álplötur, 1,10x1,50 að stærð. Til
15. febrúar.
Kvikmyndir
MÍR | Síðari hluti (4. og 5. þáttur) saka-
málamyndarinnar „Mótstaðnum verður
ekki breytt“ verður sýndur í MÍR, Hverf-
isgötu 105, sunnud. 28. jan. kl. 15. Vysotský
fer með aðalhlutverkið. Myndin gerist
skömmu eftir stríðslok 1945 og lýsir að-
gerðum lögreglu í baráttu við bófaflokka.
Aðgangur ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Askja v/Sturlugötu, salur N-132 | Næsta
erindi Hins íslenska náttúrufræðifélags
verður mánudaginn 29. janúar kl. 17.15 í
Öskju. Þá mun dr. Sigurður H. Magnússon,
plöntuvistfræðingur, flytja erindi sem hann
nefnir; Gróðurframvinda í Surtsey – út-
breiðsla tegunda og dreifingarmynstur. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Fræðslu-
fundur um skjalaflokkunarkerfi verður hald-
inn á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur,
Félags um skjalastjórn, Lykils og Þjóð-
skjalasafns hinn 30. janúar kl. 9–12 í Gróf-
arhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir. Skráning:
magnus.lyngdal.magnusson@reykjavik.is
Hallgrímskirkja | Málþing um Porvoo-
samstarfið í Hallgrímskirkju kl. 16. Að-
alræðumaður David Hamid, biskup í Evr-
ópustifti Ensku biskupakirkjunnar. Sýnd
verður mynd um Porvoo-samstarfið og
áhrif þess á aðildarkirkjur. Góður tími er fyr-
ir almennar fyrirspurnir og umræður. Allir
velkomnir. Sjá dagskrá á www.kirkjan.is
Skaftafellsþjóðgarður | Hinn heimsfrægi
fjallavistfræðingur Jack Ives heldur fyr-
irlestur í Hótel Skaftafelli, Freysnesi, Öræf-
um, þriðjudagskvöldið 30. janúar nk. kl. 20.