Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 25 SÁ MEÐBYR sem Háskóli Ís- lands hefur notið að undanförnu hef- ur styrkt von nemenda og starfs- manna skólans um að langtímamarkmið hans náist, þ.e. að Háskóli Íslands skipi sér á meðal hinna 100 bestu í heimi. En til að þessu háleita markmiði verði náð þarf aukinn metnað fyrir rann- sóknum, kennslu og síðast en ekki síst aðstöðu, því þetta helst vissu- lega allt í hendur. Mikið hefur verið skeggrætt um fyrstu tvo þætti þess- arar þrenningar en einhverra hluta vegna virðast aðstöðumál hafa setið á hakanum. Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta við Háskóla Ís- lands, hefur á undanförnum miss- erum markað sér skýra stefnu í aðstöðumálum og þá sér í lagi í hús- næðismálum stúdenta. Staðan í þeim málaflokki í dag er algerlega óviðunandi – yfir 700 manns eru á biðlista eftir íbúðum og sá listi leng- ist með hverju árinu. Algengt er að stúdentar þurfi að bíða vel á annað ár eftir að fá inni á Stúdentagörðum. Einnig virðast allar leiðir til að for- gangsraða stúdentum á þessum bið- lista fela í sér einhvers konar mis- munun. Leiðin sem Vaka hefur bent á til að leysa vandamálið er einfald- lega að reisa fleiri stúdentagarða. Vaka vill minnka biðlista Í erlendum háskólum er það al- gengt viðmið að hægt sé að bjóða um 15% stúdenta íbúðir á stúd- entagörðum. Hérlendis er þetta hlutfall einungis um 8%. Það er því ljóst að mikið verk er fyrir höndum og þurfa allir hlutaðeigandi aðilar að bretta upp ermar og láta verkin tala. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006 gáfu öll framboð í Reykjavík vilyrði fyrir fleiri lóðum undir Stúd- entagarða, eftir að Stúdentaráð Há- skóla Íslands reisti glæsilegt skilti til að minna stjórnmálamenn á þenn- an vanda. Þeir sem vel þekkja til málsins vita að Félagsstofnun Stúd- enta skortir ekki fé til bygginga- framkvæmda og þar er viljinn einnig svo sannarlega til staðar. Það eina sem hefur vantað eru byggingalóðir. Hugsum í lausnum – ekki vandamálum Vaka hefur verið dugleg að benda á mögulegar staðsetningar fyrir nýj- ar stúdentaíbúðir. Þar má til dæmis nefna lóðir á horni Suðurgötu og Hjarðarhaga, nágrenni fyrirhugaðra Vísindagarða, nærri Gamla garði og Nýja garði, ýmsar lóðir í miðbænum og svo mætti lengi telja. Vaka hefur sýnt það í verki að hún er traustsins verð í þessum mála- flokki og hefur einbeitt sér frekar að því að bæta stöðuna en að benda einungis á hversu slæm hún er. Vökuliðar vinna í þess- um málaflokki eins og öllum öðrum út frá því að farsælla sé fyrir Háskólann og stúdenta að Stúdentaráðsliðar hugsi í lausnum frekar en vandamálum. Oddviti Vöku og borgarstjóri skrifa undir viljayfirlýsingu Síðastliðinn mánudag undirrituðu Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku og formaður Stúdentaráðs, og Vilhjálmur Vilhjálmsson borg- arstjóri viljayfirlýsingu þess efnis að húsnæðisvandi stúdenta verði leystur á næstunni. Í viljayfirlýsing- unni kemur fram vilji borgaryf- irvalda til að byggja upp stúd- entagarða á þremur svæðum í Reykjavík – Vatnsmýrinni, við Sléttuveg og Lindargötu. Þetta er mjög mikilvægur áfangi og þegar til framkvæmda kemur mun það bæta úr húsnæðisvandanum svo um mun- ar. Það er því ósk okkar að stúdentar við Háskóla Íslands fjölmenni á kjörstað í dag og á morgun og veiti þar Vöku brautargengi til þess að leiða stúdentaráð á næsta skólaári og tryggi það að verkin verði látin tala. Húsnæðismál stúdenta Lilja Erla Jónsdóttir og Krist- ján Freyr Kristjánsson fjalla um stúdentaíbúðir » Vaka, félag lýðræð-issinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, hefur á undanförnum misserum markað sér skýra stefnu í aðstöðu- málum og þá sér í lagi í húsnæðismálum stúdenta. Kristján Freyr Kristjánsson Lilja Erla er Stúdentaráðsliði Vöku og Kristján Freyr skipar 4. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. Lilja Erla Jónsdóttir Morgunblaðið bendir réttilega á í leiðara sínum þann 5. febrúar að „… enginn efnislegur munur [sé] á því, hvort miðhálendi Íslands er eyðilagt með virkjanafram- kvæmdum, vegaframkvæmdum eða hótelbyggingum. Það gildir einu hver framkvæmdin er. Fram- kvæmdir sem hafa áhrif á hina ósnortnu náttúru miðhálendisins eiga ekki að vera til um- ræðu.“ Þessi afstaða blaðs- ins er lofsverð og til marks um þær breyt- ingar sem orðið hafa á umræðu um nátt- úruvernd frá því Nátt- úruverndarsamtök Ís- lands voru stofnuð fyrir tæpum tíu árum síðan. Morgunblaðið studdi Kára- hnjúkavirkjun með ráðum og dáð en segir nú í umræddum leiðara að „Í kjölfar hinna miklu umræðna um Kárahnjúkavirkjun má segja að það hafi skapazt nokkuð víðtæk sam- staða um að miðhálendi Íslands yrði látið í friði. Andstaða gegn framkvæmdum í Þjórsárverum var og er mjög almenn. Það fer ekki á milli mála að Þjórsárverin verða ekki snert.“ Heimamenn í Gnúpverjahreppi og náttúruverndarhreyfingin á Ís- landi geta þakkað sér þann sigur. Við bíðum nú eftir að umhverf- isráðherra lánist að stækka frið- landið í Þjórsárverum með mynd- arlegum hætti. Tilefni leiðara Morgunblaðsins eru hugmyndir Kaupfélags Eyfirð- inga, Jóhannesar Jónssonar í Bón- us og fleiri fjársterkra aðila um lagningu Kjalvegar. Leiðarahöf- undur blaðsins áréttar að „Morg- unblaðið hefur lagzt mjög eindregið gegn slíkum framkvæmdum og vakið athygli á því, að þar með yrði hin ósnortna náttúra þessa lands- hluta eyðilögð. Morgunblaðið hefur líka barizt hart gegn hugmyndum um byggingu hótels við jaðar Lang- jökuls.“ Morgunblaðið hefur á und- anförnum misserum tekið æ fram- sæknari afstöðu í umhverfismálum. Miklu framsæknari en sá flokkur sem blaðið styður, Sjálfstæð- isflokkurinn, sem enn hefur ekki sett fram neina trúverðuga stefnu í umhverf- ismálum. Fyrir utan stuðning við verndun hálendisins gagnvart vega- og virkjanagerð hefur Morgunblaðið lýst andstöðu sinni við hvalveiðar, áréttað nauðsyn ábyrgrar fisk- veiðistefnu og varað við loftslagsbreytingum af mikilli einurð. Það kemur því á óvart að Morg- unblaðið kjósi nú að agnúast út í þau samtök og einstaklinga sem hafa um lengri eða skemmri tíma unnið að verndun hálendis Íslands. Blaðið spyr: „Hvar er Framtíðarlandið nú? Hvar eru náttúruverndarsamtökin nú? Skilja þessir aðilar ekki sinn vitjunartíma? Þeir töpuðu slagnum um Kárahnjúkavirkjun en þeir geta unnið þessa orrustu, sem nú er augljóslega að hefjast. Hvar er Andri Snær nú? Hvar er Ómar Ragnarsson nú? Snýst barátta þessa fólks bara um virkjanir? Er þeim alveg sama þótt hálendi Ís- lands verði eyðilagt með malbik- uðum vegum?“ Í tilefni af þessum orðum vilja Náttúruverndarsamtök Íslands upplýsa að samtökin hafa alla tíð barist gegn lagningu vega á hálendi Íslands. Það kom fyrst fram í ít- arlegri umsögn samtakanna um svæðisskipulag miðhálendisins. Náttúruverndarsamtökin beittu sér gegn lagningu Vatnaheiðavegar á Snæfellsnesi, samtökin lögðust gegn lagningu Háreksstaðaleiðar, þau lögðust gegn Gjábakkavegi og þau lögðust gegn vegi um Teigs- skóg. Síðast en ekki síst hafa Nátt- úruverndarsamtök Íslands beitt sér í umræðu um loftslagsmál, auk þess að árétta mikilvægi frjálsra fé- lagasamtaka í umræðu um um- hverfismál. Þó að Náttúruverndarsamtökum Íslands hafi ekki gefist enn ráðrúm til að svara vel undirbúinni kynn- ingu hagsmunafélags um lagningu vegar yfir Kjöl, sunnudaginn 4. febrúar áður en Morgunblaðið gerir það í leiðara daginn eftir, er ekki þar með sagt að þau séu að gefa hugmyndunum þegjandi samþykki sitt. Náttúruverndarsamtök Íslands munu að sjálfsögðu halda áfram að berjast af öllu afli gegn skemmdum á náttúru miðhálendisins svo sem þau hafa gert svikalaust frá upp- hafi. Morgunblaðið varð í þetta sinn fyrst til að andmæla fyrirhugaðri vegalagningu um Kjöl. Það gefur blaðinu hins vegar ekki rétt til þeirra frýjunarorða sem það við- hafði í fyrrgreindum leiðara. Frýjunarorð Morgunblaðsins Árni Finnsson svarar leiðara Morgunblaðsins »Náttúruvernd-arsamtök Íslands munu að sjálfsögðu halda áfram að berjast af öllu afli gegn skemmdum á náttúru miðhálendisins. Árni Finnsson Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR stuttu var ég beðinn að taka þátt í und- irbúningi fram- boðs aldraðra. Á fyrsta fundinum gerði ég tillögu um samvinnu við Framtíðarlandið, Ómar Ragn- arsson og ör- yrkja. Á þeim næsta var ég kosinn fundarstjóri þar sem mér tókst með naumindum að setja niður deilur ósammála hópa og koma í veg fyrir að menn rykju reiðir á dyr. Þar gerði ég mönnum grein fyrir að án samstöðu næðist ekki árangur. Á fundi með öldnum og öryrkjum í Sjálfsbjargarhúsinu fluttum við Arnþór Helgason framsöguræður og komu svo aðrir á eftir, þar á meðal Helgi Hjörvar. Hann hvatti menn til að hætta við framboð því farsælla væri að koma sínum málum fram innan flokkanna. Ég bað fólk að taka þingmanninn ekki alvarlega því hann væri þarna fyrst og fremst fyrir flokk sinn. Vitað væri hvernig R-listinn hækkaði öll þjónustugjöld þeirra verst stöddu og hefði verið lítið betri en Framsókn, versti óvin- ur aldraðra og öryrkja. En heil- brigðisráðherra ynni í mörgum mál- um gegn hagsmunum öryrkja. Hún léti til dæmis viðgangast að Trygg- ingastofnun krefði fólkið mán- aðarlega um óbærilegar endur- greiðslur á svokölluðum ofgreiðslum, en slíkt varðar trúlega við lög. Á þessum fundi var við- ræðunefnd kosin til að ræða við aldraða. Ég gerði ráð fyrir að sam- staða næðist og samþykkti því að vera í undirbúningshópi um fram- boð og kom ekki til hugar að þau yrðu tvö. Þegar svo tveir foringjar sammála hópa voru komnir í Kast- ljós án þess eiginlega að vita af hverju þau voru þar, þá gerði ég mér grein fyrir að framboðið yrði vonlaust. Þörf aldraðra og öryrkja fyrir sér velviljaða þingmenn nú, þegar þeir eiga nær enga að á Al- þingi, er meira aðkallandi en fyrr- verandi landlæknir telur vera. Eftir yfirlestur Jóns B. Hannibalssonar um hvernig þjóðin er hlunnfarin af bönkum og stjórnvöldum, má láta á reyna hvort hann hefur breyst til batnaðar. Eina von aldraðra nú, er að Framtíðarlandið og Ómar og jafnvel Jón Baldvin, stofni fé- lagssinnaðan umhverfisflokk sem gæti stórbætt kjör þeirra. Ef ekki, liggur beinast við að kjósa VG. Því segi ég mig hér með frá stuðningi við framboð aldraðra og öryrkja, með von um að betur takist til næst, þurfi til þess að koma. ALBERT JENSEN, trésmíðameistari, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Misheppnað framboð aldraðra og öryrkja Frá Alberti Jensen: Albert Jensen Sagt var: Þegar þú stendur á hæsta tindi fjallsins, undrast þú víðsýn- ið. Betra væri: Sá sem stendur á … undrast … Eða: Þegar staðið er á hæsta tindi … vekur víðsýnið undrun. Gætum tungunnar MARTA Eiríksdóttir kennari skrifaði grein sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag undir yf- irskriftinni ,,Hvalneskirkja hverfur“ titillinn á þó ekki nema að litlu leyti við það sem kom fram í greininni. Marta er fyrst og fremst í grein sinni að andæfa uppbygginu fyr- irhugaðs álvers í Helguvík. Ástæða þess að ég sé mig knúna til að setja línu á blað til andsvara eru hinar ótrúlegu dylgjur sem Marta setur fram í grein sinni um áhrif álvera á líf og heilsu einstaklinga. Eftir tal um loftmengandi stór- iðju snýr Marta sér að heilbrigð- ismálum starfsmanna álvera og einstaklinga sem búa í nágrenni þeirra. Steininn tekur úr þegar hún dylgjar um slæm starfsskil- yrði starfsmanna og kastar síðan fram spurningunum: ,, Er kannski hvítblæði og krabbamein algeng- ara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar?“ Hvert skyldi markmið Mörtu vera með þessum spurningum í grein sinni? Væntanlega að skilja lesandann eftir með þá tilfinningu að álver sé hættulegur vinnu- staður, þar sem illa er búið að starfsmönnum og líkur á að þeir fái alvarlega sjúkdóma eins og hvítblæði eða krabbamein séu meiri en gengur og gerist vegna starfsumhverfis þeirra. Marta skrifar undir greinina sem kenn- ari, ég vona að hún fjalli um mál er snúa að kennslu af meiri þekk- ingu og yfirvegun en hún gerir um starfsumhverfi álvera í grein sinni. Undirrituð er leiðtogi heilbrigð- ismála hjá Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, fyrir þá sem þekkja til vinnuaðstæðna starfsmanna álvers eins og þess sem rekið er í Straumsvík eru dylgjur eins og þær er Marta set- ur fram vægast sagt ósvífnar, órökstuddar og byggðar á aug- ljósri vanþekkingu og sleggjudóm- um. Staðreyndin er sú að vinnu- umhverfi starfsmanna er mjög gott. Það er tryggt að starfsum- hverfi þeirra sé ekki á neinn hátt hættulegt heilsu þeirra og að fyllsta öryggis sé gætt í þeirra daglegu störfum. Að dylgja um auknar líkur á alvarlegum veik- indum starfsmanna er ógeðfellt og ekki málstað andstæðinga stóriðju til framdráttar. HILDUR ATLADÓTTIR, næringarfræðingur og leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi hf., Straumsvík. Dylgjum um starfs- skilyrði starfsmanna í álverum svarað Frá Hildi Atladóttur: Hildur Atladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.