Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorsteinn ArnarAndrésson bif- reiðastjóri fæddist á Saurum í Hraun- hreppi 2. maí 1933. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi 1. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Guðmunds- son frá Ferjubakka, bóndi á Saurum, f. 26.júní 1900, d. 16. apríl 1985, og Lilja Finnsdóttir frá Arn- bjargarlæk, húsfreyja á Saurum, f. 17. september 1905, d. 19. mars 1998. Systkini Þorsteins eru Guð- mundur Ragnar, f. 29. mars 1926, d. 14. janúar 1984, Hervald, f. 26. mars 1927, d. 7. mars 2002, Óskar, f. 26. apríl 1928, d. 21. janúar 2003, Unnur, f. 1. maí 1929, Guðrún, f. 12. júní 1930, d. 29. ágúst 1983, Drengur (andvana fæddur), f. 1931, Guðbjörg Stefanía, f. 24. jan- úar 1941, Ragnhildur, f. 7. sept- ember 1947, Bragi, f. 4. apríl 1949. hennar Íris Amal Masaid, f. 18. febrúar 2003. 3) Alda starfs- mannastjóri, f. 30. apríl 1965, maki Vignir Pétursson framkvæmda- stjóri, f. 13. maí 1964. Börn þeirra eru: a) Íris Dögg, f. 26. ágúst 1988, maki Logi Jóhannesson, f. 28. maí 1985. Sonur þeirra er Alexander Ívar, f. 18. maí 2005. b) Andri Heimir, f. 5. ágúst 1992. Einnig ólst upp hjá þeim að hluta til fyrstu æviárin Friðrik Hrafn Páls- son, f. 16. febrúar 1989. Þorsteinn flutti til Reykjavíkur árið 1956, starfaði m.a. við bygg- ingarvinnu og hjá Landssímanum en fljótlega fór hann að vinna sem bifreiðastjóri og starfaði við það út starfsævina. Hann vann lengst af hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur í rúm 12 ár og síðan hjá Eimskip við vöruflutninga í 25 ár er hann lét af störfum sökum veikinda. Lengst af bjuggu Þorsteinn og Friðbjörg í Melgerði í Kópavogi en fluttu í Mosfellsbæ árið 1993. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hinn 5. nóvember 1960 kvæntist Þor- steinn Friðbjörgu Óskarsdóttur leið- beinanda, f. í Reykja- vík 7. september 1941. Foreldrar hennar voru Ingi- björn Óskar Guð- mundsson, trésmiður í Kópavogi, f. 7. maí 1901, d. 13. júlí 1991, og k.h. Jófríður Magnúsdóttir hús- freyja, f. 10. júlí 1902, d. 18. febrúar 1993. Börn Þorsteins og Friðbjargar eru: 1) Lilja hjúkrunarfræðingur, f. 5. febrúar 1960, maki Á. Snorri Árnason vélfræðingur, f. 25. júní 1959. Dóttir þeirra er Hulda, f. 17. maí 1988. 2) Kristín skrif- stofustjóri, f. 22. júní 1961, maki Aðalsteinn Leví Pálmason bifvéla- virki, f. 11. mars 1959. Börn þeirra eru a) Arnar Leví, f. 25. apríl 1982, maki Lilja Vilborg Hafsteins- dóttir, f. 18. október 1981. b) Guð- rún Lára, f. 21. júlí 1984. Dóttir Nú ert þú búinn að kveðja og kom- inn til lands frelsis og kærleika. Frelsið er þér kærkomið, náttúru- barninu sem þú varst allt þitt líf. Lausnin frá þeim harða förunaut Alz- heimer, sem fylgdi þér og okkur síð- ustu 15 árin. Okkar samleið er þó búin að vera mun lengri eða 48 ár. Sit ég nú hér og rifja upp líf okkar sem hefur skipst á með skini og skúrum en aldr- ei var lognmolla yfir þessum árum. Finn ég í hjarta mínu mikið þakklæti fyrir þá göngu því þú varst minn mikli kennari á leið minni og leit „Hver ég væri“ og hjálpaðir mér og ekki hvað síst þessi 15 ár í veikindum þínum, til að velja „Hver ég vildi vera“. Ég væri ekki að segja sannleikann ef ég við- urkenndi ekki að sú ganga reyndi stundum á allar mínar tilfinningar og þrek en við áttum þrátt fyrir það ótrú- lega margar djúpar gleðistundir sam- an. Við ein og einnig með fjölskyldu okkar. Sit ég því hér á þessum tíma- mótum með þakklæti í hjarta og huga fyrir þá lífsgöngu sem við áttum sam- an. Ég finn fyrir djúpu þakklæti fyrir þá reynslu sem þú færðir inn í líf mitt og upplifi ég mig margfalt ríkari að leiðarlokum. Þú skilur eftir endalaus- ar minningar í hugum okkar fjöl- skyldu þinnar. Hin langþráða hvíld þín er orðin að veruleika og þó alltaf fylgi því sökn- uður þegar kvatt er, finnum við fjöl- skylda þín fyrir miklu þakklæti bæði fyrir að hvíldin er komin og einnig all- ar þær minningar sem við eigum um þig. Þessa dagana þegar við erum saman að rifja upp hin ýmsu prakk- arastrik þín í gegnum árin. Þú varð- veittir svo vel barnið í þér og varst allt þitt líf til í að gantast og ekki var það verra að láta okkur hrökkva svolítið við, sem skapaði oft mikinn hlátur. Fyrstu árin þín á Eir var ekki djúpt á grínaranum í þér. Oft þegar ég kom að heimsækja þig varst þú með starfsfólkið í kring um þig og varst að segja þeim einhverjar sögur af skemmtilegum uppákomum úr lífi þínu og naust þess að láta þau hlægja. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri bú- in að leika þig illa varðveittir þú allan tímann léttleikann sem þú bjóst yfir og ekki eru margir dagar frá því þú gast hlegið með okkur. Þó ekki séu margir dagar frá því þú kvaddir okk- ur vorum við að ræða það, fjölskyld- an, hvað okkur fyndist erfiðleikarnir langt að baki. Reyndar eru mjög mörg ár síðan ég hætti að tala um erf- iðleika heldur reyndi alltaf að líta á það sem tækifæri í leit minni að sjálfri mér. Hvernig eigum við að finna hina raunverulegu Ég, ef við fáum ekki áskoranir í lífinu að takast á við og uppgötva hvað í okkur býr. Ég get fullyrt að við öll upplifum okkur ríkari eftir þá reynslu sem þú færðir inn í líf okkar. Þó léttleikinn væri svo sterkur í persónuleika þínum varst þú líka sterkur í skoðunum þínum og lést engan snúa þér eftir að þú hafðir tek- ið einhverja ákvörðun. Þessi styrkur í persónuleika þínum kom vel í ljós þegar einhver áföll eða erfiðleikar steðjuðu að. Þú varst þá ætíð eins og klettur í hafinu og mátti ganga að þér vísum þó þú værir ekki margorður á slíkum stundum, en nærvera þín var sterk. Stundum segi ég í gríni og al- vöru að ég væri ekki sú þolinmóða kona sem ég held réttilega að ég sé í dag hefði ég ekki haft þig sem minn besta kennara. Nú sit ég hér eldsnemma að morgni dags áður en erill dagsins byrjar og finn eingöngu hjarta mitt fullt af þakklæti. Þó mörgum tárum hafi verið úthellt í gegn um árin þegar þú varst smátt og smátt að hverfa sem sú sterka persóna sem þú varst en sjúkdómurinn tók alltaf meiri og meiri toll af og einnig þau tár sem féllu við viðskilnaðinn, er þó núna þakklætið efst í huga og hjarta. Það er ekki síst sú samheldni fjölskyld- unnar sem kemur fram við slíkar að- stæður og eru allir fjölskyldumeðlim- ir að leggja eitthvað af mörkum til kveðjustundarinnar þinnar sem verð- ur í dag. Er öll þín fjölskylda sem einn maður í þeirri viðleitni sinni. Er mitt þakklæti því af mörgum rótum sprottið. Er ég mjög rík kona af því sem mikilvægast er í lífinu. Elsku Steini minn, ég vil þakka þér fyrir gönguna sem við gengum saman og legg þig nú í Guðs hendur og veit ég í hjarta mínu að þar bíður þín góð ganga. Ég er óskin, aleiga hins snauða, bænin heilaga, hjartarauða, umvafin fegurð og ást í lífi og dauða. Ég var og ég er. Kynslóð kemur og kynslóð fer. Ungir og gamlir unna mér. Ég er óskin, ákallið hljóða, bæn hins veika og vegamóða: friður á jörðu og frelsi allra þjóða. (Gestur Guðfinnsson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín eiginkona. Elsku pabbi. Nú ertu orðinn engill hjá Guði eins og litla prinsessan okkar sagði þegar við sögðum henni að þú værir mikið veikur: „Hann langafi minn ætlar að verða fallegur engill hjá Guði.“ Nú líð- ur þér vel og heilinn er ekki að hrekkja þig eins og þú sagðir oft þeg- ar við vorum að spjalla saman meðan þú varst enn heima. Við fengum dýrmætan tíma með þér, elsku pabbi, og mikið hefur þú kennt okkur í gegnum árin, ekki síst eftir að þú veiktist. Eitt af því sem ekki var til í þinni orðabók var „ég get þetta ekki“ og er það eitt af því sem þú hefur skilað til afkomenda þinna. Það er bara að reyna og reyna þangað til það tekst. Á þessum tímamótum renna fyrir hugskotssjónum okkar minningar um þig, elsku pabbi. Við drógum fram gamlar myndir og voru rifjuð upp öll ferðalögin hvort sem var á hestum eða vélfákum. Mikið var brallað og mikið hlegið og aldrei voru prakkarastrikin langt undan. Þú sást til þess að við systurnar þekktum öll bæjarnöfn og örnefni á leiðinni frá Reykjavík að bænum Saurum þegar við vorum að fara í sveitina til ömmu og afa og bjóst til leik svo þetta festist í minninu. Þú hafðir unun af að segja sögur og syngja og ekki síst fyrir ungu kynslóðina sem hlustaði með andakt og hökuna niðri á bringu því þú lifðir þig svo inn í textann sem þú varst að syngja, t.d. þegar „Kiddi á Ósi“ var sunginn þá mátti sjá tár renna niður kinnarnar á þeim litlu. Góð eftirherma varstu, hvort heldur sem þú hermdir eftir fólkinu í sveit- inni eða dýrunum, svo unun var að hlusta á. Við kveðjum þig með þökk í hjarta fyrir samveruna. Elsku mamma, systur og fjölskyld- ur megi Guð passa og styrkja okkur í sorginni. Kristín. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem) Með þessum orðum langar mig að kveðja pabba. þetta á vel við nú þegar hann fær hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Hann var mikilmenni í mín- um huga, svo sterkur kall, harður í horn að taka, svakalegur stríðnispúki en óendanlega mjúkur og blíður líka. Allt þetta hefur komið upp í hugann nú síðustu daga þegar við höfum setið saman fjölskyldan, skoðað myndir og rifjað upp pabbasögur og hlegið sam- an þrátt fyrir sorgina sem í hjartanu býr. Við erum búin að vita lengi í hvað stefndi, fara í gegnum mörg sorgar- stig, en samt átt alltaf gleðina með þér líka. Oft hefur verið gert grín að því í gegnum tíðina að þú hafir gefist upp við að reyna að eignast strák þeg- ar ég fæddist, þriðja stelpan þín, og alið mig upp eins og strák, en líka var ég litla prinsessan þín og skvettan þín eins og þú kallaðir mig oft. Þú gerðir mig að snillingi í sjómanni, æfðir mig í hnúa og krumlu, við tókumst á og slógumst mikið, kútveltumst um gólf- in mömmu oft til skelfingar. Ætlarðu að ganga frá henni, var oft viðkvæðið hjá henni en við hlógum bara að þessu. En mjúkar hliðar áttir þú svo sannarlega líka, ekkert var betra en að skríða í pabba holu þegar þú lást á bekknum í eldhúsinu. Alltaf sást þú um að gefa okkur að borða þegar við vorum litlar, þá sátum við á lærinu á þér því engan barnastól þurfti á okk- ar heimili, hvorki fyrir okkur systurn- ar né barnabörnin. Jólabaðið sem þú útbjóst handa mér, það var leyniupp- skrift að svakalega góðu freyðibaði sem þú vildir aldrei segja frá. En að- allega varstu nú stríðnispúki, elsku pabbi, alltaf tilbúinn í hrekk af ein- hverju tagi. Lást í felum heima þegar við komum heim og stökkst svo fram með öskrum og látum, renndir vöru- bílnum hljóðlega að okkur þegar við vorum að labba heim úr skólanum, lagðist svo á loftflautuna þannig að undir iljarnar á okkur sást. Ég sá við stríðninni í þér þegar við Vignir byrj- uðum saman, þú stóðst í stofuglugg- anum bara til að reyna að ergja mig en ekki datt þér í hug að ég myndi draga hann inn svona fyrsta daginn og kynna hann formlega fyrir þér, – þú áttir ekkert mótsvar við því. Þú varst ótrúlegur barnakall sem gast líka séð ótrúlega fljótt á konum þegar þær voru ófrískar, það voru fáar sem gátu falið það fyrir þér en það tókst mér þegar ég var með laumufarþeg- ann eins og þú kallaðir það stundum. Það kom alltaf sérstakur glampi í augun á þér þegar börn voru annars vegar og hélst sá glampi alla tíð og alltaf var sérstakt samband á milli þín og barnabarnanna þrátt fyrir veikind- in þín og var alveg dásamlegur tími sem við áttum saman uppi í Húsafelli, þvílík gæfa að kaupa þessa bústaði saman og fá þessi ár með þér þar elsku pabbi og hvað það gaf krökk- unum mínum mikið að fá að vera með þér þar. En nú kveð ég þig elsku pabbi í þeirri vissu að þér líði miklu betur, getur hlaupið um tún og móa. Hvíl í friði og guð geymi þig. Þín dótt- ir Alda. Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund. Þótt ég viti að þér líði betur núna og sért laus frá þeirri hömlun sem þessi sjúk- dómur er er það samt sárt að þurfa að kveðja. Síðustu ár hafa verið þér og öllum í kringum þig mjög erfið en all- ar góðu minningarnar sem þú hefur gefið okkur hafa hjálpað mikið. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og að dóttir mín fékk að kynnast þér áður en sjúkdómurinn hertók þig að fullu. Ég man ennþá öll lögin sem þú söngst fyrir mig sem krakka og lögin sem við hlustuðum á í bílnum. Þau munu alltaf minna mig á þig, afi minn. Ég veit að þú ert nú í góðum hönd- um og ábyggilega syngjandi og trall- andi. Þú munt alltaf eiga mjög sér- stakan stað í hjarta mínu. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi minn. Guðrún. Í dag kveðjum við Steina frænda sem svo lengi átti heima í Kópavog- inum, rétt hjá kirkjunni þar sem var svo gott að koma til hans og Fífí. Steini var alltaf hress og kátur þegar maður hitti hann. Hann var mikið fyr- ir að fíflast við okkur systkinin þegar hann kom í heimsókn. Ég man meira að segja að mér fannst hann algert hrekkjusvín þegar ég var lítil, hann var alltaf að stríða okkur en einhvern veginn sóttum við samt í hann aftur og aftur. Sennilega af því að fíflagang- urinn endaði yfirleitt með því að mað- ur hvíldi í fangi hans og fann þá hlýju sem streymdi frá Steina frænda. Þeg- ar ég varð eldri hélt þessi góðlátlega stríðni áfram þegar maður hitti prakkarann hann Steina. Annars var Steini hvers manns hugljúfi og gaman að ræða við hann um heima og geima enda var grínið aldrei langt undan og þannig er minning mín um þig Steini minn. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar mæðgna og fjölskyldna. Hvíl þú nú loks í friði, elsku bróðir, mágur og frændi. Raggý, Bói og af- komendur. Björk Ölversdóttir. Elsku afi, það sem ég man eftir þér áður en þú veiktist er ekki mikið en samt verðugt. Ég man alltaf þegar þú varst að raka þig, þá rakaðir þú mig í leiðinni. Eitt skipti þegar við vorum í Húsa- felli þá átti hann afi fótbolta sem hann gaf mér og hann fór út með mér í fót- bolta og elti mig út um allt og við skemmtum okkur báðir, held ég, jafn mikið. Honum fannst alltaf gaman að segja sögur og þær voru margar, ef ekki allar, mjög skemmtilegar og komu manni til að hlæja. Alltaf þegar við vorum í göngu- túrum sagði hann mér svo mikið af sögum og það voru góðar stundir hjá okkur. Bless elsku afi, nú getur þú hlaupið á eftir hestum frjáls og hlegið hátt. Þinn Andri Heimir. Í hugum okkar er það framandi til- finning að finna fyrir létti þegar vinir kveðja. Þannig var því þó farið þegar lát Steina fréttist, því síðustu árin voru þungbær og efast ég ekki um að hann eigi betri vist framundan. Þegar ég kynntist tengdafjölskyldu minni var þar margt vaskra karla og kvenna. Einum kynntist ég fljótt. Sá var brosmildur, góðlegur, snar í snún- ingum og fljótur til ef einhvers staðar þurfti aðstoðar við. Þannig var Steini. Eins og aðrir af kynslóð Steina ólst hann upp við að hesturinn var þarf- asti þjónninn. Líkt og hjá mörgum frænda hans varð hesturinn í huga hans annað og meira en bara vinnu- dýr. Ekki gáfust mörg tækifæri til að sinna þessu áhugamáli á þeim árum sem fjölskyldan var að koma sér fyrir og dæturnar ein af annarri að komast á legg. Skömmu eftir að ég kynntist Steina keypti hann jarpan prýðisgóðan hest sem eigandinn var stoltur af og átti eftir að njóta vel í nokkur ár. Ég á skýra mynd í huga mér af Steina og Ingólfi föðurbróður hans þar sem þeir stigu á bak görpum sínum á björtum vetrardegi. Hugðust þeir taka sér góðan reiðtúr upp í Heiðmörk. Þeir voru stoltir og gleðin skein af þeim. Þegar gaman var hjá Steina geislaði hann allur. Meðreiðarsveinninn, Ing- ólfur Guðmundsson, var kunnur hestamaður og helsta fyrirmynd Steina í faginu, því ósjaldan vitnaði hann í hvernig Ingólfur gerði hlutina. Steini var einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn og þess nutu mörg skyldmenni. Hann var fljótur að bregðast við og þá gátu bílarnir fund- ið fyrir því ef snögglega þurfti að bregða sér af bæ til að rétta hjálp- arhönd. Gilti þá einu hvort það var rauða Bjallan, bláa Nóvan eða annar vélfákur. Þeir þurftu allir að búa við það að eigandanum gat legið á. Með árunum fjölgaði hestunum hjá Steina og fyrr en varði var hann búinn að festa kaup á myndarlegu hesthúsi í Víðidalnum. Þá áttu fleiri fjölskyldu- meðlimir þess kost að taka þátt í sportinu með húsbóndanum. Eftir- minnileg er vel heppnuð hestaferð Steina og Friðbjargar í Gnúpverja- hrepp. Sjálfsagt hefur Steini fengist við járningar á Saurum með föður sínum og bræðrum. Þá iðju iðkaði hann tölu- vert eftir að hann fór að stunda hesta- mennsku og eiga margir honum góð handarverk að þakka og þeirra á meðal er undirritaður. Steini var nokkuð fastheldinn og lét ekki tískusveiflur hafa mikil áhrif á hestmennsku sína, reið gjarnan út með tvo eða þrjá til reiðar og ævin- lega með svipu annað hvort í hendi eða ofan í stígvélinu. Margar góðar stundir áttum við Steini saman tengd- ar hestum. Á haustin var farið til þess að ná í hey til vetrarfóðrunar. Eitt haustið sást að breyting var orðin á aksturslagi og meira hik í allri fram- göngu. Greina mátti einkenni sjúk- dómsins sem átti eftir að marka djúp spor í meira en áratug. Að leiðarlok- um þökkum við góðum dreng sam- fylgdina. Fjölmargar minningar tengdar Þorsteini Andréssyni frá Saurum munu lifa um ókomin ár. Friðbjörgu og fjölskyldunni er vottuð innileg samúð. Jón Bjarnason. Þorsteinn Arnar Andrésson  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Andrésson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Íris Dögg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.