Morgunblaðið - 07.02.2007, Side 27

Morgunblaðið - 07.02.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 27 ✝ Haukur Ingi-mundarson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1921. Hann lést á líknardeild LHS í Kópavogi 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Auðbjörg Árnadótt- ir, f. 22. október 1889, d. 26. júní 1926, og Ingimund- ur Ögmundsson, f. 16. apríl 1881, d. 28. maí 1968. Systkini Hauks eru Árni, f. 1911, d. 1994, Sigurbjörg, f. 1913, d. 1923, Erlingur, f. 1914, d. 1993, Ingvi Jens, f. 1917, d. 1948, Odd- geir, f. 1919, d. 1923, Sigurgeir, f. 1924, Þórunn, f. 1926, d. 1999, og Auðbjörg, f. 1926, d. 1997. Dætur Ingimundar og Jóhönnu Sigríðar Jónsdóttur, f. 1892, d. 1980, eru Halldóra Sigríður, f. 1930, d. 1999, Magdalena Soffía, f. 1932, og Auðbjörg, f. 1934. Haukur kvæntist 17. júní 1944 Valgerði Jóhannsdóttur, f. 1. apríl 1922. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Sigríður Guðjónsdóttir, f. 1890, d. 1987, og Jóhann Kr. Jóns- son, f. 1896, d. 1993. Börn Valgerðar og Hauks eru: 1) Jó- hanna flugfreyja, f. 8. júlí 1947, maki Þórður Helgason cand. mag., f. 5. nóv. 1947. Þau skildu. Sonur þeirra er Haukur arkitekt, f. 3. júní 1977, sam- býliskona Tinna Ólafsdóttir kennari, f. 19. ágúst 1976. Sonur þeirra er Ólaf- ur Dagur, f. 18. sept. 2000. 2) Atli Jóhann tæknifræð- ingur, f. 30. júlí 1952, maki Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður, f. 31. mars 1956. Dóttir þeirra er Auður verkfræðinemi, f. 16. okt. 1981. Eftir gagnfræðapróf frá Hér- aðsskólanum á Núpi lærði Haukur klæðskeraiðn hjá Árna bróður sín- um á Akranesi og vann sem klæð- skeri alla sína starfsævi. Fyrstu ár- in á eigin saumastofu en síðar hjá fataverksmiðjunni Gefjuni og síð- ustu árin hjá Sólinni. Útför Hauks verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Haukur tengdafaðir minn er látinn. Ég hitti Hauk fyrst árið 1975 þegar ég kom heim með Atla. Þau hjónin Haukur og Valgerður tóku afskaplega vel á móti mér þegar einkasonurinn kom með mig heim. Haukur tók fljótlega fram málband til að mæla mittismál tilvonandi tengdadóttur! Á þeim bæ voru það mikilvægar upplýsingar. Á næstu ár- um voru það ófáar flíkurnar sem voru saumaðar á mig; frakkar, jakkar, pils og buxur. Klipptar voru myndir úr frönskum hátískublöðum og efni valin. Allt sem Haukur saumaði passaði vel og var einstaklega vel útfært. Sjálfur var hann alltaf vel klæddur. Ég sá hann aldrei í gallabuxum, hans föt voru klæðskerasaumuð og hann var ávallt klæddur í föt sem hæfðu stað og stund. Þegar Haukur hætti að sauma og Atli uppgötvaði að hann hafði ekki fengið ný jakkaföt í einhvern tíma, þá horfði hann á mig og spurði: Hvar kaupir maður jakkaföt? Við nutum þess svo sannarlega að eiga Hauk að. Allt sem hann gerði gerði hann lista- vel og af áhuga. Hann tók þátt í lífi okkar og barnabörnin nutu þess svo sannarlega að eiga Hauk sem afa. Afa sem naut þess að hlusta, spila og spjalla. Hann átti alltaf tíma fyrir þau Hauk og Auði. Haukur var mikill jólamaður og átti alltaf stærsta jólatréð. Það eru ekki mörg ár síðan við fundum hann uppi í stórum stiga við að skreyta húsið að utan með jólaljósunum sínum. Haukur var einstaklega heilsteypt- ur maður og öllum leið vel í návist hans. Hann var alltaf jákvæður og bjartsýnn og þannig var hann til síð- asta dags. Ég minnist hans með hlýju og þakka honum fyrir að hafa verið tengdafaðir minn. Hafdís. Hauki Ingimundarsyni, tengdaföð- ur mínum, kynntist ég fyrir rúmum fjórum áratugum. Mér er minnisstætt hversu mjög mér fannst mikið til mannsins koma og síðar átti ég eftir að kynnast því að það var ekki aðeins á ytra borðinu og við fyrstu sýn. Haukur var sannkallað glæsimenni, hávaxinn og beinvaxinn, og svo stæltur og íþróttamannslega vaxinn að eftir var tekið. Því hélt hann lengur er flest- ir menn aðrir. Og Hauki var sannarlega meira gef- ið en ytra útlit. Hann var einstaklega flinkur við allt það sem hann tók sér fyrir hendur, og það var margt og margvíslegt. Allt virtist leika í höndum hans enda féll honum sjaldan verk úr hendi. Haukur nam klæðskeraiðn og við hana vann hann alla starfsævi sína og þar naut sín smekkvísi hans og hæfi- leikar til fulls. Það var ekki í kot vísað að leita til hans þegar gömlu fötin voru úr sér gengin. Ég veit að margir munu nú minnast Hauks með þakk- læti í huga fyrir það að hann lagaði spegilmynd þeirra á örlagastundum ævinnar. Það lýsir eljumanninum Hauki harla vel að hann lagði ekki frá sér klæðskeratólin fyrr en hálfáttræður orðinn og mér fannst hann vera treg- ur til þess. Að verkalokum sýndist mér Haukur um skeið vera líkt og eirðarlaus, enda umskiptin mikil. En sem betur fer er líf að atvinnuums- vifum loknum og ekki leið á löngu þar til Haukur fór að sækja starf eldri borgara í Kópavogi af mikilli elju, enda hafði hann þangað mikið að sækja og margt að gefa. Þar spilaði hann árum saman og tefldi, söng í kórum og púttaði og fór í eftirminni- legar ferðir. Og skyndilega fór hann að yrkja vísur, ekki síst bráðsmellnar limrur, til að stytta sér stundir. Kona Hauks er Valgerður Jó- hannsdóttir og lifir hún mann sinn. Hjónaband þeirra var farsælt og stóðu þau saman sem einn maður í flestu því sem lífið bauð þeim, súru og sætu. Haukur var valmenni, jafnlyndur og hjartahlýr, reiddist sjaldan en reyndi þvert á móti að bera klæði á vopnin er ágreiningsmál risu. Mér og mínum reyndist hann ávallt framúr- skarandi vel í hvívetna. Góðri heilsu hélt Haukur þar til fáum mánuðum fyrir andlátið, enda lifði hann hollu lífi. En sláttumaður- inn slyngi kemur ávallt um síðir og þegar að Hauki kom lauk hann verki sínu hratt og örugglega. Það er ljúft að eiga minningar um mann sem lifði lífi sínu þannig að vart ber skugga á. „Orðstír deyr aldregi“. Þórður Helgason. Hjá afa og ömmu í Víðihvamminum var ég heimagangur. Amma hljóp jafnan til og sótti gotterí á meðan við afi settumst inn í sjónvarpsherbergi. Afi var ekki bara afi minn, hann var líka vinur minn. Hann fylgdist alltaf vel með hvað ég tók mér fyrir hendur og studdi ávallt við bakið á mér. Afi var alltaf brosmildur, glaður, hjálpsamur, duglegur og hann var alltaf fínn í tauinu enda klæðskera- meistari með meiru. Eftir að afi hætti að vinna tók hann mjög virkan þátt í félagsstarfi aldr- aðra í Kópavogi. Hann söng í kórum, stjórnaði púttklúbbum og mætti á spilakvöld og í ferðalög. Verðlauna- gripirnir eru orðnir margir eftir golf- mót, púttmót og spilamennsku. Líf afa var þó ekki alltaf dans á rós- um. Þegar hann var fimm ára lést mamma hans og skildi eftir sig níu börn. Sögurnar hans afa voru ævin- týralegar og ég lagði við hlustir. Afa var komið fyrir í fóstur á Seltjarn- arnesi. Í hvert skipti sem gesti bar þar að garði faldi hann sig. Í nokkur ár var hann viss um að það væri ein- hver að sækja sig. Og einn daginn var hann sóttur og sendur einn með skipi til Ísafjarðar þar sem ókunnug skyld- menni tóku á móti honum. Síðar fundu afi og amma hvort ann- að og þau gengu í hjónaband á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1944. Í mínum huga hefur 17. júní ávallt verið dagur afa og ömmu. Og svo verður áfram. Ég kvaddi afa fyrir þremur vikum og hélt til Kanada. Hugur minn er nú heima hjá ömmu sem stendur ein eft- ir tæplega 63 ára langt hjónaband þeirra afa. Ég mun sakna afa. Auður. Haukur Ingimundarson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RANNVEIG JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- heimilið Höfða. Sigurjón Hannesson, Guðlaug Bergþórsdóttir, Guðbjörg Fanney Hannesdóttir, Heiðar Jóhannsson, Þjóðbjörn Hannesson, Kristrún Líndal Gísladóttir, Guðríður Hannesdóttir, Jóhann Þóroddsson, Guðbjartur Hannesson, Sigrún Ásmundsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, JÓHANNES ÓLAFSSON (áður Olsen), Klapparhlíð 3, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtu- daginn 8. febrúar kl. 13:00. Unnur Finnbogadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK JÓNSSON bóndi, Brekku, Eyjafjarðarsveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Þórðardóttir, Þórður Friðriksson, Aðalheiður Skúladóttir, Jón Þorgrímur Friðriksson, Kathleen Carrol, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, Árni Friðriksson, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sverrir Friðriksson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVEINA B. KARLSDÓTTIR, Fellsmúla 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi, sími 543 1159. Hrönn Ísleifsdóttir, Jón Tryggvi Helgason, Anna Guðrún Ísleifsdóttir, Gissur Ísleifsson, Linda Ingvarsdóttir, Karl Ísleifsson, Margrét Nanna Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR, Hraunvangi 3, (áður Þúfubarði 12), Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 5. febrúar Eygló Þorláksdóttir, Michael Mather, Erla Þorláksdóttir, Erling Ásgeirsson, Sigurður G. Þorláksson, Ragnhildur Harðardóttir, Petra Þorláksdóttir, Örn Arnarsson, Ægir Þorláksson, Sólveig Stefánsdóttir, Særún Þorláksdóttir, Guðjón B. Sverrisson, Vignir Þorláksson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Anna María Þorláksdóttir, Rafn A. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri ÁSGEIR ÁRMANNSSON bókbindari, Ásgarði 63, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir, sem vilja minnast hins látna, eru beðnir um að láta Minningarsjóð Víkings njóta þess, sími 581 3245. Lára Herbjörnsdóttir, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Magnús Bjarnason, Guðbjörn Ásgeirsson, Nanna Þórðardóttir, Árný Ásgeirsdóttir, Sigurþór Jóhannesson, Einar Ásgeirsson, Súsanna Sigurbjargardóttir Forberg, Kjartan Sveinsson, Anna María Elíasdóttir, Ásgeir Sveinsson, Helga Sævarsdóttir, Hanna Lára Sveinsdóttir, Áróra Lind Biering, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORMÓÐUR PÉTURSSON, Lautasmára 3, Kópavogi, andaðist á heimili sínu mánudaginn 5. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jóninna Guðný Steingrímsdóttir, Steingrímur Þormóðsson, Guðbjörg Egilsdóttir, Helga Ingileif Þormóðsdóttir, Ingibergur Sigurðsson, Pétur Þormóðsson, afa- og langafabörn. afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.