Morgunblaðið - 07.02.2007, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar FriðrikÓlafsson smiður
fæddist í Hafn-
arfirði 12. maí 1965.
Hann lést á heimili
sínu 29. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Guðlaug
Hanna Friðjóns-
dóttir, f. 12. janúar
1937, og Ólafur
Ingimundarsson, f.
5. janúar 1933, d.
27. maí 2003. Systk-
ini Gunnars eru
Hulda Ólafsdóttir
Scoles, f. 14. febrúar 1955, Anna
Ólafsdóttir, f. 17. júní 1956, Guð-
rún Ólafsdóttir, f. 21. september
1958, og Friðjón Ólafsson, f. 13.
maí 1961.
Gunnar ólst upp í Hafnarfirði
og bjó þar lengstum. Hann lagði
gjörva hönd á margt, starfaði
meðal annars hjá Byko um nokk-
urra ára skeið sem og hjá Ísal. Þá
starfaði hann sem
kranamaður hjá SH
verktökum um hríð
en seinni ár vann
hann einkum við
smíðar og leik-
myndasmíðar ásamt
bróður sínum Frið-
jóni hjá fyrirtækinu
Meistaraverk sem
meðal annars hefur
annast gerð leik-
myndar Latabæjar.
Jafnframt starfaði
Gunnar sem dyra-
vörður á kránni
Grand Rokk. Þá tók hann virkan
þátt í ýmsum félagsstörfum svo
sem hjá skákfélaginu Hróknum
og íþróttafélaginu ÍH.
Árið 1998 greindist Gunnar
með MS-sjúkdóm og hjartasjúk-
dóm við lok síðasta árs.
Gunnar verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku bróðir, núna ertu farinn frá
okkur.
Söknuðurinn er svo sár að það
verður fátt um orð.
Þú ert
umvafinn kærleika Guðs.
Getur það verið?
Getur verið að ég,
eins og mér líður núna,
sé umvafinn kærleika Guðs,
umhyggju og blessun hans?
Já, ég trúi því að það sé rétt.
Guði þykir vissulega
vænt um börnin sín.
(Gunnar Hamnøy)
Guð geymi þig elsku bróðir.
Hulda systir.
Árið 2007 byrjar ekki vel.
Harmafregn. Kær vinur minn er
fallinn frá langt um aldur fram.
Áfall. Sannkallað áfall því Gunnar
Ólafsson var afbragðs maður. Hann
var smiður góður og greiðvikinn
þannig að ekki fór hjá því að fólk
leitaði til hans með eitt og annað
sem aflaga fór eða upp þurfti að
byggja. Leitaði til hans ekki ein-
ungis vegna þess hversu bóngóður
hann var og handlaginn heldur ekki
síður sökum þess að Gunnar var
öðrum mönnum skemmtilegri.
Reyndar einn af fyndnari sonum
Hafnarfjarðar, frábær félagsskapur
og hvers manns hugljúfi. Ávallt með
spaugsyrði á vör og varla nokkur sá
svo forpokaður að Gunnar gæti ekki
spjallað við hann. Gjarnan eftir að
hafa slegið þann hinn sama út af
laginu með einhverri athugasemd
sem gat verið fullkomlega óviðeig-
andi. Og þannig brotið ísinn, því
ávallt fylgdi smitandi skellihlátur.
Hann fór ekki í manngreinarálit og
var vinsæll.
Undir spaugseminni bjó svo
leiftrandi frjór og skarpur hugur.
Enda er það heimskra manna hátt-
ur að rugla saman því að séu menn
húmorískir að upplagi fylgi grunn-
hyggni með í kaupunum. Því er öf-
ugt farið. Gunnar velti sannarlega
fyrir sér flóknum tilvistarspurning-
um og gefandi að ræða við hann á
þeim nótum.
Þó Gunnar hafi verið ýmsum góð-
um gáfum gæddur var líf hans eng-
inn dans á rósum. Hann átti við sína
demóna að stríða. Fyrir nokkrum
árum greindist Gunnar með MS
sjúkdóm og olli þeim sem hann var
kær nokkrum áhyggjum með því að
fara alls ekki nógu vel með sig til að
mæta því. Vildi lítt sinna því að
draga úr vinnu þó sjúkdómurinn
drægi úr honum þrótt. Og hafði að
auki ekki eirð í sér til að safna
kröftum heima við þegar vinnudegi
lauk. Gunnar taldi þá réttara að
fara út á meðal fólks og blanda geði.
Hann var sá sem hann var: Gleði-
maður og vildi lifa lífi sínu lifandi. Á
sinn hátt. Félagslyndur og hafði
reyndar allt það sem prýða má
þann sem tekur sig vel út glaður á
góðri stundu: Gamansemi, góða
söngrödd og létta fætur á dansgólfi.
Ef til vill má hanga á því haldreipi
huggunar að þrátt fyrir erfiðan
sjúkdóm var hann vel virkur meðal
vina sinna og fjölskyldu allt þar til
yfir lauk og hjartað brast. En
Gunnar átti undir það síðasta við
hjartakvilla að stríða og beið að-
gerðar til að fá bót þeirra meina
sinna. Ekki átti fyrir honum að
liggja að vera bundinn við sjúkra-
rúm sem hefði átt sérlega illa við
mannblendinn mann sem hann.
Gunnars er sárt saknað. Blessuð
sé minning þess góða drengs. Lífið
er sannarlega fátæklegra án hans.
Ég vil nota þetta tækifæri og senda
fjölskyldu hans samúðarkveðjur á
þessari erfiðu stund.
Jakob Bjarnar Grétarsson
Elsku Gunni minn, þegar þetta er
skrifað eru liðnir 5 dagar síðan þú
fórst frá okkur og vonir mínar um
að vakna upp af vondum draumi
fara hverfandi en í staðinn hellist
þessi erfiða og óraunverulega stað-
reynd yfir mig. Gunni frændi er dá-
inn. Þessi yndislegi maður sem átti
allt það besta skilið. Ég sakna þín
svo mikið og það er svo tómlegt við
matarborðið hjá ömmu án þín. Þeg-
ar afi dó fyrir 3½ ári fékkst þú sæt-
ið hans við matarborðið en nú er
sætið autt. Það vantar svo hláturinn
og hlýjuna, og þú gerðir allt fyrir
alla. Langamma Hulda sagði mér
frá því um daginn að þú hefðir
bjargað lífi hennar, hvað hún hefði
verið heppin að þú hefðir verið hjá
henni. Þú varst besti vinur hennar,
„hann kom alltaf reglulega til þess
að athuga hvort það væri ekki allt í
lagi með mig“. Svo þegar þú hittir
okkur sagðirðu okkur frá því hvað
langamma væri nú alltaf hress og
skemmtileg og fyndin þrátt fyrir
háan aldur. En svo sagði langamma
við mig, „hann kemur víst ekki á
morgun“, það var svo sárt fyrir
hana og okkur öll að sjá þig fara.
Hvernig verða jólin án Gunna
frænda? Ég get bara ekki hugsað til
þess. Ekki getum við spilað Trivial
án þess að þú vinnir okkur, það var
bara árleg hefð. Það var ótrúlegt
hvað þú varst fróður og með þetta
myndavélarminni, ef maður spurði
þig hvernig þú vissir hitt og þetta
var svarið alltaf „æ, ég las þetta
bara einhvers staðar“. Ég var alltaf
að segja þér að skrá þig í Meist-
arann á Stöð 2 en þú vildir ekkert
með svoleiðis hafa, því þú varst líka
svo hógvær. Ég veit að ef þú hefðir
skráð þig þá hefðirðu sko farið alla
leið, enda sagði ég alltaf við þig
„Gunni, þegar ég fer í viltu vinna
milljón þá verður þú símtalið mitt“,
hver annar.
Þegar Sunna systir fór á spít-
alann varstu svo góður við hana,
komst mörgum sinnum í heimsókn
og oftast bara einn, oftar en ekki
með nammi og Simpsons-þætti og
svo sastu hjá henni og spjallaðir eða
horfðir með henni á sjónvarpið.
Alltaf svo hjartahlýr. Ég og
Gunnar Friðrik
Ólafsson
Elsku pabbi minn, í
dag hefðir þú orðið sex-
tugur. Ég sé fyrir mér
daginn – eins og hann
hefði orðið.
Myndlistarsýning,
opið hús þar sem öllum er boðið, rétt
eins og þegar þú varðst fertugur fyrir
austan á Vopnafirði. Aðalmaðurinn.
Eða þegar þú varðst fimmtugur og
kirkjukórinn kom og söng fyrir þig í
morgunsárið – opið hús í Tungusíð-
unni. Alltaf stór dagur, afmælisdag-
urin þinn. Í dag værir þú kominn á
fullt í lífinu að nýju, eftir mikla dýfu.
Búinn að mála fyrir Stóra daginn.
Helgi Jósefsson Vápni
✝ Helgi JósefssonVápni fæddist í
Reykjavík 7. febr-
úar 1947. Hann lést
3. desember 2005 og
var útför hans gerð
frá Laugarnes-
kirkju 15. desem-
ber.
Setja tilkynningu í
blöðin. Opið hús verður
í … En þetta er það
sem ég sé fyrir mér.
Raunveruleikinn er
annar. Aðalmaðurinn
er farinn en verður
ávallt í hjarta okkar.
Svo oft hef ég fengið að
heyra á undangengnu
ári: Já var Helgi pabbi
þinn, hann var góður
maður og/eða hann
reyndist mér/okkur
alltaf svo vel. Svo sann-
arlega er það rétt,
elsku pabbi minn, reyndist öllum svo
vel, trúr þínum vinum og kunningj-
um. Eða bara öllum þeim sem leituðu
til þín. En nú leitum við þín í bæninni,
því nú ertu, eins og Snæfríður Dögg
segir; afi sem er hjá Guði.
Til hamingju með daginn, elsku
pabbi minn. Ég elska þig og sakna
sárt. Þín
Sonja Dröfn.
Lokað
Múlaradíó ehf. verður lokað fimmtudaginn 8. febrúar vegna
útfarar SVEINU B. KARLSDÓTTUR.
Múlaradíó ehf.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar
BIRNU ÞÓRUNNAR AÐALSTEINSDÓTTUR,
Sigtúni,
Borgarfirði eystra.
Árni Björgvin Sveinsson,
Árni Bergþór Kjartansson, Petra Jóhanna Vignisdóttir,
Þröstur Fannar Árnason, Hólmfríður Jóhanna Lúðvíksdóttir,
Ragnhildur Sveina Árnadóttir
og barnabörn.
SÓLSTEINAR
Gæði
Góð þjónusta
Gott verð
Mikið úrval
i
j
i i l
Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566
www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is
15-50% afsláttur
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORSTEINN ARNAR ANDRÉSSON,
Bröttuhlíð 8,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
miðvikudaginn 7. febrúar, kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en bent er á minn-
ingarsjóð FAAS, Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga.
Friðbjörg Óskarsdóttir,
Lilja Þorsteinsdóttir, Snorri Árnason,
Kristín Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Leví Pálmason,
Alda Þorsteinsdóttir, Vignir Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
samúð og vináttu vegna andláts
BERTRAM HENRY MÖLLER,
Tunguvegi 24,
Reykjavík.
Guðríður Erla Halldórsdóttir,
Hákon Gunnar Möller, Linda Möller,
Guðrun Möller, Ólafur Árnason,
Sóley Halla Möller, Hjörtur Bergstað,
Einar Kári Möller
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR HÁMUNDUR VALDIMARSSON
fv. aðalvarðstjóri lögreglunnar
á Keflavíkurflugvelli,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
9. febrúar kl. 13.00.
Gunnar Björn Gunnarsson, Sigríður Birna Björnsdóttir,
Valdimar Ragnar Gunnarsson, Sjöfn Bjarghildur Eysteinsdóttir,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason,
Jóna Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför bróður okkar, mágs og
frænda,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Logafold 113,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Sigurðar Arnarsonar, prests í
London, fyrir mikla og góða aðstoð.
Tómas Guðmundsson, Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason
og frændsystkini.