Morgunblaðið - 07.02.2007, Side 29

Morgunblaðið - 07.02.2007, Side 29
mamma vorum að skoða gamlar myndir frá jólunum þegar ég var yngri og vorum að rifja upp hvað þú gafst mér alltaf sniðugar og fallegar jólagjafir; t.d. gula búðarkassann sem var til í mörg mörg ár og svo bangsann með sláandi hjartað en hann á ég ennþá og ætla alltaf að eiga, hann er á sínum stað uppi á ofni við rúmið mitt. Ég man þegar ég sá þig í síðasta sinn, þá komstu heim til okkar að ná í eitthvert dót og svo hjálpaði Davíð þér að bera upp sjónvarpið þitt sem var að koma úr viðgerð. Ef ég bara hefði vitað að þetta væri síðasta skiptið sem ég sæi þig, þetta er svo ótrúlega skrýtið og ósann- gjarnt. En ég er svo glöð hvað við áttum góð jól saman, við fjölskyld- an; borðuðum svo góðan mat og spiluðum fram á rauðanótt dag eftir dag. Svo er svo ánægjulegt að þú skulir hafa fengið alnafna, litla fal- lega Gunnar Friðrik Ólafsson. Ég trúi því að nú sért þú í hlýjum faðmi afa Óla og ef ég þekki ykkur rétt eruð þið að spila bridds akkúrat núna og hlæja saman. Elsku Gunni minn, þín verður alltaf sárt saknað og minning þín lifir með okkur. Þín Agla. Það var kalt og dimmt úti þegar ég var við vinnu, ennþá tveir tímar í dagsbirtu. Allt í einu hringir síminn og Óli bróðir segir: „Sæll Siggi minn.“ Á þeirri stundu vissi ég að það yrði slæmt símtal því hann tal- ar ekki þannig í símann. Hann sagði: „Gunni frændi er dáinn,“ og það einhvern veginn varð allt brenglað, ég gat ekki einbeitt mér að neinu. Dagurinn varð aldrei bjartur, hann var bara svartur og kaldur og tómur. Gunni minn, ég hafði talað við þig aðeins fjórum dögum áður og ég sé virkilega eftir því að hafa ekki sagt meira við þig, eins og „mér þykir svo vænt um þig“, enda hefur þú alltaf reynst mér svo vel. Það er svo sárt að vita að ég get ekki séð þig eða heyrt í þér, elsku Gunni minn. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig að sem frænda, þú varst sá allra besti og ég mun aldrei gleyma þér, elsku hjartans vinur. Megi ljós guðs og englar vísa þér leiðina í faðm afa og þeirra sem fall- ið frá okkur hafa og bið ég fyrir elsku ömmu, mömmu, Gunnu, Frið- jóni og Önnu á þessum sorgartíma. Margt er það sem gleður guma hjarta á góðum degi er sólin skín á tún. Dýrðarljóma sér hann dalinn skarta er dreginn lítur Íslands fána að hún. Við leik og starf hann stendur einsog maður, með styrkri hönd hann plægir fósturjörð. Morgun hvern hann vaknar viss og glaður og lætur ei sig kúga kjörin hörð. Góður sonur unnir okkar storði og ætíð vinnur fólki sínu gagn. Hann hátt á lofti heldur Drottins orði og hugsar ei um lífsins gæðamagn. (Höf. ók.) Sigurður og fjölskylda. Elsku Gunni. Þegar ég fékk símtalið á þriðju- dagsmorguninn vissi ég að eitthvað væri að, en ekki að besti frændi minn og barna minna væri dáinn. Gunni minn, þú reyndist okkur Nínu vel, það var ekkert sem stopp- aði þig við að veita hjálparhönd þegar þú gast það. Nína var vön að borða kvöldmat með þér heima hjá ömmu í fjarveru minni, þú varst alltaf með þinn skemmtilega húmor og alltaf fékkst þú okkur til að hlæja. En í kvöld komum við að vestan og það var ekkert við það sama, því þú ert ekki hér með okkur. Börnin okkar eru búin að missa einn besta og skemmtilegasta frænda sem þau hafa átt. Ef óskir rættust í alvöru þá mundum við óska eftir því að hafa þig enn hér með okkur, því þú ert of ungur til þess að yfirgefa þennan heim. Við skírðum son okkar í höfuðið á þér og þegar við horfum á Gunna litla þá sjáum við þig og hugsum til þín alla ævi. Elsku Gunni, megi guð geyma og varðveita þína sál. Við vitum að þú ert hjá afa núna og þá ertu í góðum höndum. Kær kveðja Ólafur, Nína og börn. Í dag kveðjum við góðan dreng, Gunnar Friðrik Ólafsson. Gunnar kvaddi þennan heim langt um aldur fram, hann var hjartahlýr, gaman- samur og góður drengur og besti vinur hennar mömmu, hennar ömmu Huldu. Á hverjum degi kom hann til mömmu og annaðhvort drakk með henni kaffi eða borðaði með henni hádegismat og fyrir konu á 95. ald- ursári voru þessar stundir ómet- anlegar og getum við börnin hennar verið Gunnari innilega þakklát fyrir þessa umhyggju. Það eru margar skemmtilegar sögur sem tengjast Gunnari og verða þær okkur ljúfar minningar sem koma til með að ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Hanna systir, Hulda, Guð- rún, Anna og Friðjón, missir ykkar er mikill, og sorgin sár, tíminn deyf- ir en minningarnar lifa. Við biðjum góðan guð að taka vel á móti Gunnari og umvefja ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sólveig og Júlíanna. Í dag kveð ég æskuvin minn, Gunnar Ólafsson. Þar sem mömmur okkar voru vinkonur höfum við sjálfsagt alltaf þekkst, en það var í 6 ára bekk sem við urðum bestu vinir og hélst sú vinátta út barna- skólann. Ég á varla æskuminningu frá þessum árum sem ekki tengist Gunna á einhvern hátt. Hver dagur bar með sér ný ævintýri, því að þessi litli gutti var uppátektarsam- ur og hafði ímyndunaraflið í lagi. Hann var með risavaxna réttlæt- iskennd sem oft kom honum í vand- ræði, því hann hikaði ekki við að rífa kjaft við kennara eða aðra full- orðna, ef honum fannst einhver órétti beittur. Óhikað óð hann inn í hóp af miklu stærri strákum, til að koma einhverjum minni máttar til bjargar, sem orðið hafði fyrir að- kasti stóru strákanna. Oftar en ekki stóð ég á hliðarlínunni og horfði á þennan hugumstóra litla riddara í aðdáun og lotningu og óskaði þess að ég gæti verið svona hugrökk líka. Það er einmitt óbilandi tryggð við vini, mikið örlæti og rík réttlæt- iskennd sem mér þótti alltaf vera mest afgerandi þættir í skapgerð Gunna. Hann ætlaði sér að gera heiminn svo miklu betri þegar hann yrði stór, lemja alla vondu kallana sem voru í stríði og gefa öllum svöngu börnunum að borða. Betri, tryggari og ósérhlífnari vin gat lítil stelpa ekki fengið. Í einu bekkjarpartíinu í tólf ára HT, fannst okkur bekkjarsystkin- unum við vera það fullorðin og þroskuð að það væri aldeilis kominn tími til að fara á fast. Liðið var því parað saman eftir hentugleika og auðvitað lá beinast við að við sem höfðum alltaf þekkst, yrðum kær- ustupar. Samningurinn var innsigl- aður með rembingskossi, beint á munninn. Ekki brást riddara- mennskan heldur þá, því alla þá viku sem þessi ótímabæra tilraun stóð yfir, hljóp Gunni út í bakarí í frímínútunum og eyddi aleigunni í kakómjólk og snúð handa kærust- unni. Eftir að ég flutti úr Hafnarfirði rofnuðu tengslin á milli okkar, en alla tíð, þegar við hittumst á förnum vegi, rifjuðum við upp æskuárin og ég fann að gamla vináttan og vænt- umþykja okkar til hvors annars stóð ennþá jafn sterk og tengdi okkur ævarandi böndum. Ég mun á meðan ég lifi bera í hjarta mínu hlýja minningu um besta strák í heimi. Elsku Hanna mín, Anna, Friðrik, Hulda og Guðrún, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Brynhildur Jónsdóttir. Þegar mér barst sú fregn að æskuvinur minn Gunnar Friðrik Ólafsson væri dáinn setti mig hljóð- an og ég fór að hugsa um allt það sem við Gunni höfðum brallað sam- an í gegnum tíðina. Minningarnar streymdu fram um þennan öðling- sdreng. Við Gunni vorum jafnaldrar og ólumst upp í Hafnarfirði. Við gengum báðir í Lækjarskóla og vor- um alla okkar skólagöngu þar í sama bekk. Vinátta okkar risti mjög djúpt á þessum árum og fram undir tvítugt en þá fjarlægðumst við, eins og gengur og gerist, en innst inni vorum við alltaf samt miklir vinir þrátt fyrir að við hefðum ekki hist núna í mörg ár. Ég held mér sé óhætt að segja að Gunni var skemmtilegasti maður sem ég hef þekkt um ævina. Gríðarlega mikill húmoristi, skarpgreindur og fljótur að átta sig á hlutunum og sá alltaf það spaugilega í öllu. Samt innst inni alvörugefinn og þenkjandi. Þær eru ófáar stundirnar sem við sátum heima hjá honum á unglingsárunum og ræddum um lífið og tilveruna og drauma sem bærðust í brjósti okk- ar. Já og síðan var stutt í glens og grín. Gunna verður sárt saknað af mörgum veit ég og eiga ættingjar hans og vinir nú um sárt að binda. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til allra hans ættingja, sérstaklega til móður hans, ömmu og systkina. Minningin um öðling- inn og æskuvininn Gunna Ólafs mun alltaf lifa hjá mér. Gísli Jens Snorrason. Það væri auðvelt að sleppa sér út í það að vera væminn í fáum minn- ingarorðum um Gunnar. Hann var einn af þessum fágætu mönnum sem gáfu allt og öllum í kringum sig af sjálfum sér. Ekki vegna þess að hann væri þeirra viðhlæjandi, spil- aði með og vildi vera hrókur alls fagnaðar. Nei, hann var alltaf hann sjálfur og hefði aldrei þolað ein- hverja lofrullu og hetjusögur af sjálfum sér í aðalhlutverki. Það sem honum var einkar lagið var einmitt að gantast af eigin verk- um og sérkennum og benda á það smáa í mannlegu eðli sem gerir hvert og eitt okkar sérstakt. Á sama tíma og hann gat verið ögr- andi í samskiptum var hann alltaf að kalla eftir því sem aðrir höfðu raunverulega að segja. Hann var snillingur í því að opna gáttir. Þess vegna áttu menn svo erfitt með að taka því alvarlega þegar veikindi hans bar á góma. Hann gat talað í mesta gríni um dauðans al- vöru, veikindin sín. Þá hlógu menn með honum en enginn meira en hann. Auðvitað var MS-sjúkdómur- inn ekkert grín og hjartaþræðing- arnar allar saman. Gunnar var fjölhæfur. Hann var vel að sér á svo mörgum sviðum. Sletti sér fram í umræðuna um hin ólíklegustu mál en kom einatt með óvæntasta flötinn. Og hann gat ver- ið svo hnyttinn og hárfínn í sínum „sálgreiningum“ að menn hröktust í burtu með fussi og sveii. En það gerðu engir sem þekktu hann. Ögrunin var Gunnari eðlislæg og hún bar vott um bæði gáfur hans og gæði. Tilgangur hans var ekki að særa aðra, heldur að kalla eitthvað fram sem gat varpað skýrara ljósi á umræðuefnið og fært það á annað plan. Hann var því listamaður í lífinu sjálfu og sjaldan skein húmorinn meira úr augum hans en þegar ein- hver reyndi að setja sjálfan sig á háan stall og gera sig breiðan – án innistæðu. Ég kynntist ekki fjölskyldu Gunnars, heldur bara honum, þess- um einstaka manni sem bar mikla virðingu fyrir öðrum og sýndi af sér náungakærleika og elsku. Ég efast ekki um að hann naut góðs af öllum þeim sem komu að uppeldi hans og héldu utan um hann í erfiðleikum og kættust með honum á gleði- stundum. Ég votta hans nánustu dýpstu samúð og kveð góðan dreng. Kristján Þorvaldsson.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Friðrik Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Lísa og Björgúlfur, Sunna og Hallur Helga- son. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 29 ✝ Kristín Sig-urjóna Þor- steinsdóttir fæddist í Hrísey 7. febrúar 1932. Hún andaðist 8. nóvember 2004. Foreldar hennar voru hjónin Þor- steinn Valdimars- son, f. 3. desember 1903, d. 22. maí 1968 og Lára Sigurjóns- dóttir, f. 17. júlí 1905, d. 24. mars 1997. Systkini Krist- ínar eru Valdís, f. 7. febrúar 1932, drengur, f. 17. júlí 1935, d. 14. september 1935, Stein- ar, f. 9. janúar 1943 og Þóra, f. 23. maí 1952. Hinn 29. október 1957 giftist Kristín Jóhanni Guðmundssyni, f. 16. febrúar 1930, d. 16. október 2006. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Solveig Jóhannssdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 1. júlí 1957, giftist Herði Zophanías- syni. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hrönn, f. 3. maí 1974, sambýlis- maður Þorsteinn Lýðsson. Börn þeirra eru Solveig Þóra, f. 24. ágúst 2002, og Jökull Ernir, f. 28. nóv- ember 2005. b) Erna, f. 2. maí 1983. 2) Þorsteinn Jóhannsson, jarðfræð- ingur, f. 14. janúar 1963, kvæntur Katrínu Sigurðardóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 5. apríl 1969. Börn þeirra eru Kristín, f. 9. september 1991, Páll f. 28. desember 1993 og Pétur f. 16. október 1997. Kristín var jarðsungin frá Ár- bæjarkirkju 16. nóvember 2004. Elsku systir, mig langar að skrifa til þín litla afmæliskveðju, vegna þess að þessi dagur er ekki minn dagur eða þinn heldur dagurinn okkar. Minning mín um daginn okkar er að það var ævinlega haldið upp á daginn með heljar veislu og sátum við í öndvegi á tvíburabekknum okkar sem við átt- um, og margir gestir, en eftir veisluna var jólatréð tekið niður. Þetta var í barnæsku okkar, síðan þá höfum við reynt að vera saman á stórafmælum þótt væri langt á milli okkar, en það hefur aldrei verið lengra en nú. Ég veit að það voru bara vistaskipti hjá þér þegar þú fórst og við eigum eftir að slá upp veislu þegar ég kem til þín. Um langt árabil áttir þú við mikið heilsuleysi að stríða af völdum hjarta- áfalls sem svipti þig öllu þreki svo þú gast ekki starfað sem áður, en þú tókst því með svo miklu æðruleysi og þolgæði að eftir var tekið. Þú varst tengd eyjunni okkar og komst hingað þegar tími var til og hafðir mikið gam- an af. Ég ætla aðeins að stikla á stóru í þínu lífshlaupi, þú varðst stúdent frá MA árið 1952 og varst tilbúin að halda áfram námi, fórst í Háskóla Íslands í viðskiptafræði og laukst því 1953 um vorið, þú fórst til Þýskalands veturinn 1954–55 í bókasafnsfræði síðan fórstu til Danmerkur í frekara nám. Auk þess sóttir þú síðar námskeið og ráð- stefnur um bókasafnþjónustu og læknisfræðibókasöfn bæði hérlendis og erlendis. Þú varst bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur frá 1958 um nokkurra ára skeið, en lengst varstu sem yfirbókavörður við Læknisfræðibókasafn Landspítalans frá 1968–86, loks varstu bókavörður við Rannsóknarstofnun Háskólans í meinafræði á Keldum þar til þú veikt- ist. Þú varst ansi úrræðagóð og stóðst þig vel að koma skikkan á bókasöfnin sem þú komst að. Við höfðum báðar brennandi áhuga á ættfræði og sakna ég þess ætíð að geta ekki hringt og spurt um hina og þessa samtíðarmenn. En það bíður betri tíma og rúms hjá okkur, ég fer nú að kveðja þig, elsku Lilla mín, og vertu ætíð Guði falin. Valdís (Lóa). Kristín Sigurjóna Þorsteindóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát THEÓDÓRU ARNDÍSAR BERNDSEN, Blönduósi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Knútur V. Berndsen. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför KOLBRÚNAR HAFSTEINSDÓTTUR. Magnús Gunnar Baldvinsson, Tinna Ýr Ingólfsdóttir, Stefán Yngvi Finnbogason, Hólmfríður Árnadóttir, Leifur Stefánsson, Tone Marit Torgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.