Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 32
|miðvikudagur|7. 2. 2007| mbl.is staðurstund Þrír úr Rolling Stones hafa lít- inn skatt greitt undanfarin 20 ár og notast við fyrirtæki skráð í Karíbahafinu. » 35 fólk Þröstur Helgason segir Íslend- inga vilja sögur um samtíma sinn og samfélag í bókum og bíómyndum. » 33 af listum Rás 1 stendur fyrir stór- tónleikum fyrir alla í Listasafni Reykjavíkur á Vetrarhátíð í lok mánaðarins. » 33 tónlist Ég elska þig Elvis nefnist ný hljómsveit sem ætlar að leika saman í fyrsta og kannski síð- asta sinn annað kvöld. » 35 tónleikar Ef einhver var að velta fyrir sér hvað Drew Barrymore ætlar að gera á valentínusardaginn ligg- ur það nú ljóst fyrir. » 40 fólk Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ var í draumasmiðjunni Holly- wood, í nóvember 1947, sem tón- skáldið Ígor Stravinskí og skáldið W.H. Auden settust fyrst niður til að ræða smíði óperunnar Rake’s progress, eða Flagara í framsókn eins og hún heitir á íslensku. Það merkilega og óvenjulega við óperutextann er að hann var hvorki frumsmíði, né byggður á sögu eða leikriti eins og algengast var, heldur á myndverki. Auden fékk það verkefni að semja óp- erutexta um átta litógrafíur eftir málarann William Hogarth frá 1735, en Hogarth var fyrsti enski málarinn til þess að túlka mannlíf um sína daga í samfelldum mynd- röðum. Myndirnar lýsa falli hins unga Tom Rakewell. Aldous Huxley var guðfaðir flagarans Stravinskíj sagði svo frá fyrir fyrstu uppfærslu óperunnar í Bandaríkjunum 1953: „Ég fór á sýningu í Chicago fyr- ir sex árum, á enskri málaralist. Það sló mig að myndraðir Williams Hogarths mátti allt eins sjá sem senur í óperu. Skömmu síðar ræddi ég hugmyndina við vin minn og nágranna Aldous Huxley, sem verður að teljast guðfaðir óp- erunnar, en það var hann sem stakk upp á því að fá Wystan H. Auden til að skrifa óperutextann. [...] Ópera í hefðbundnum skilningi Í nóvember kom Auden til mín til Hollywood, og við ákváðum að verkið skyldi verða þriggja þátta mórölsk saga, byggð á myndröð- inni Rake’s Progress, kortlögðum hugmyndir okkar að plottinu, sen- ur og persónur. Þegar Auden var aftur kominn til New York réð hann Chester Kallman sér til að- stoðar við libretto-smíðina. Í mars 1948 fékk ég frá þeim hinn feg- ursta óperutexta. Eftir það tók smíði tónlistarinnar mig þrjú ár. […] Rake’s Progress er fortaks- laust ópera – ópera með aríum, sönglesi, kórum og samspili. Upp- bygging verksins, samsetning og samspil formþáttanna – jafnvel tó- nal tónmálið, er í anda klassísku hefðarinnar.“ Þannig lýsti Stravinskí tilurð verksins síns, og athyglisvert að lesa í niðurlagi textans hve mikla áherslu hann virðist hafa lagt á að verkið væri algjörlega í anda óp- eruhefðarinnar. Margt sótt í óperuhefðina En það er fleira sem bendir á hefð og tilvísanir í eldri óperur eru margar. Það er ekki að ástæðulausu að flagarinn minni óneitanlega á þann frægasta slíkrar sortar, Don Giov- anni. Báðar hefjast óperurnar á trúlofun, og í báðum er það tengdafaðir söguhetjunnar sem lýsir sig mótfallinn ráðahagnum. Stúlkurnar bera svo báðar nafnið Anna, Donna Anna og Anna Tru- love. Beggja söguhetjanna, Don Giovannis og Tom Rakemans bíður glötun. En tilvísanirnar í hefðina eru víðar. Óperutexti Audens þræðir ekki myndröð Hogarths í smáatriðum, og skáldið leyfir sér ýmiss konar frávik og viðbætur til að þjóna óp- erunni. Þótt ólifnaðurinn á Rake- well sé ærinn, er hann ekki sá for- herti saurlífisseggur sem Hogarth lýsir í sínu verki. Auden sýnir til- finningasemi hans til dæmis, þegar flagarinn er staddur í miðri orgíu á hóruhúsi og minnist þar stúlk- unnar sem hann trúlofaðist, Önnu Trulove, og heitanna sem hann sjálfur hefur svikið. Hjá Hogarth er fall flagarans fyrst og fremst fólgið í undanláts- semi við fýsnir holdsins, en Auden skapar fleiri þætti sem freista og gerir persónuna þar með flóknari og dýpri. Vildi ítalskan mozartstíl Auden skapar reyndar persónu í þeim tilgangi að leiða flagarann á vegferðinni til andskotans. Persóna Nicks Shadows er sköpunarverk Audens og Stravinskís, eins konar alter egó flagarans, aðstoðarmaður og samviska – eins og Leporelló er Don Giovanni – djöfull, eins og Mefistófeles er Fást, „hitt sjálfið“, Mr. Hyde andspænis Dr. Jekyll – og þarf ekki annað en nöfn persón- anna til að sjá líkindin. Stravinskí var ákaflega ánægður með óperutexta Audens, og sagði í samtali við vin sinn Nikolas Nabo- kov, að svona texta myndi hann vilja setja í ítalskan Mozartstíl. „Ég mun reyra hverja aríu þétt í korselettið,“ hefur Nabokov eftir tónskáldinu í endurminningum sín- um. Flagari í framsókn hefur frá upphafi verið meðal vinsælustu ópera 20. aldar og hefur notið vin- sælda fram á okkar daga. Hún var frumsýnd í Feneyjum árið 1951 með hljómsveit og kór Scala- óperunnar í Mílanó, og stjórnaði Stravinskí sjálfur. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp á Ís- landi. Reyrir hverja aríu þétt í korselettið Orgían Þriðja myndin í syrpu Williams Hogarths. Flagarinn í dyngju gleðikvennanna á Rósukrá í Covent Garden. Óperan Rake’s Progress, Flagari í framsókn, eftir Ígor Stravinskí frumsýnd í Óperunni á föstudags- kvöld. Óperutextann samdi W.H. Auden eftir myndverki, en Aldous Huxley var guðfaðir óperunnar. Flagarinn Gunnar Guðbjörnsson í hlutverk flagarans, Toms Rakewells. Eftir Ígor Stravinskí Óperutexti: W.H. Auden Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky. Leikstjóri: Halldór E. Laxness. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Dansar: Estelle Daniere. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Tom Rakewell: Gunnar Guðbjörnsson. Anne Trulove: Hulda Björk Garðarsdóttir. Nick Shadow: Ágúst Ólafsson. Trulove: Jóhann Smári Sævarsson. Baba: Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Gæsamamma: Sigríður Aðalsteinsdóttir. Selim: Eyjólfur Eyjólfsson. Flagari í framsókn Tónskáldið Ígor Stravinskí ÓPERAN hefst þar sem ungi mað- urinn, Tom Rakewell, trúlofast Anne Trulove, þrátt fyrir að faðir hennar hafi áhyggjur af því hvernig Tom ætli að sjá fyrir henni. Tom vill láta slag standa og teysta á að heppnin verði sér hliðholl. Þá birtist Nick Shadow sem tjáir honum að hann hafi erft allmikil auðæfi eftir óþekktan frænda og býðst til að ger- ast þjónn hans. Tom bítur á agnið en vegferð hans liggur eftir það til glöt- unar þar sem freistarinn í líki Nicks kynnir hann fyrir heimsins löstum og sífellt hallar undan fæti. Nick fær hann til að kvænast skeggjuðu kon- unni Böbu aðeins til að skemmta skrattanum. En Anne hefur aldrei hætt að elska hann og að lokum finn- ur hún hann á geðveikarahæli þar sem hann heldur sig vera Adonis og að hún sé Venus. Hún syngur hann í svefn og yfirgefur hann síðan hljóð- lega og þegar hann verður var við að hún er farin þá deyr hann. Söguþráður óperunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.