Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.02.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 33 menning Það hefur verið nóg að gerast ííslenskum bókmenntum und-anfarin ár og gaman að lifa. Fyrir tuttugu árum var mest talað um endurkomu sögunnar í íslensk- um skáldskap en sumir mótmæltu því og sögðu að bækur þess tíma gerðust ekki síður í tungumálinu, væru ljóðrænar og myndríkar í frá- sögn sinni, skapandi endurmat á módernismanum. Fyrir tíu árum var talsvert rætt um póstmódern- isma en margir voru á móti því tali. Aðalatriðið virtist vera að allt væri leyfilegt, að segja sögu eða ekki, blanda saman sögu og ljóði eða mis- munandi sagnaformum, skáldsögu, ævisögu, sjálfsævisögu, sagnfræði, heimspekilegri ritgerð, vera undir áhrifum poppmenningar og sjón- varps og markaðarins um leið og fjallað væri um þessi fyrirbæri, ár- þúsundaskiptin voru framundan og margir kepptust við að skrifa eins konar aldarfarslýsingar, samtíminn var málið og í loftinu hékk krafa um að komast til botns í menningar- ástandinu áður en þúsund ára tíma- bili lyki hreinlega og þar með jafn- vel bókmenntunum líka, og kannski var það fyrst þá sem sagan kom „aftur“ til sögunnar í íslenskum skáldskap með krimmanum, raunsæislegri sagnagerð um sam- tímann. Og núna tíu árum seinna hangir menningarástandið enn í lausu lofti en bókmenntirnar halda velli, einmitt með krimmann sem einhvers konar markaðslegt akkeri en kannski líka lýsandi dæmi um það hvað lesendur vilja lesa, sögur um samtímann og samfélagið sem þeir búa í – eða er enn verið að leita að skýringum á ástandinu eða stendur kannski sjálfsrýni árþús- undamótanna enn yfir?    Það má hugsanlega ekki notahugtakið samfélagslegt raunsæi um þessa tilhneigingu í bókmenntum samtímans en hana er reyndar líka að finna í öðrum list- greinum, í kvikmyndum er Mýrin, Blóðbönd, Börn og Foreldrar góð og glæný dæmi, í sjónvarpi eru danskir þættir eins og Nikolaj og Julie, Örninn, jafnvel Krónikan lýs- andi vitnisburðir um þetta og norski þátturinn Við kóngsins borð, en líka gríðarlegur fjöldi glæpaþátta frá Bretlandi og Bandaríkjunum sem leggja sífellt meira upp úr raunsæ- islegri, jafnvel smásmugulega raunsæislegri og líffærafræðilegri nálgun, og svo Sopranos og auðvit- að Aðþrengdar eiginkonur og Nip Tuk. Þessa þróun má einnig sjá í ís- lensku leikhúsi en síður í íslenskri myndlist sem virðist alltaf hverfa meira og meira innan í sig en það er reyndar líka einn af meginþráð- unum í íslenskum bókmenntum síð- ustu ára, metafiksjón eða sjálfsögur – bókmenntir sem fjalla um bók- menntir – hafa verið íslenskum rit- höfundum mjög hugleiknar eins og það hafi verið þörf á mótsögn við hið raunsæislega og samfélagslega. Og eitt þema hefur reyndar verið mjög áberandi í þessum bókum en það er ritstuldur, þjófnaður á ann- arra manna skáldskap. Hermann Stefánsson hefur fjallað um þetta efni í skáldsögum sínum, Níu þjófa- lyklum og Stefnuljósi, og þetta var umfjöllunarefni Braga Ólafssonar í Sendiherranum og Eiríks Guð- mundssonar í Undir himninum. En svo myndin sé ekki einfölduð um of þá eru allar þessar bækur mjög næmar á samtíma sinn og samfélag, ofríki lyginnar, þjófnaði og ekki síst stolnar sjálfsímyndir, svikular yf- irhafnir sem fólk og jafnvel þjóðir bera á herðunum, og síðan þetta undarlega sambland af í senn of- vexti og eyðingu eða dreifingu sjálfsverunnar sem Eiríkur gerir að umtalsefni í skáldsögu sinni þar sem snertifletir höfundar og sögu- persónu eru grundvöllurinn að fléttunni en mynda jafnframt svik- sama blæju milli höfundarins og les- andans.    Þessi sviksama blæja er kannskiuppfinning skáldævisögunnar og þó, líklega eru allar bókmenntir skrifaðar á bak við þessa blæju eða hálfgagnsætt tjald, stundum kemur lítil rifa og þá verður vanalega allt vitlaust og menn taka til við að lykla táknin sem streyma í gegn. Blekk- ing ævisögunnar er þó enn í fullu gildi, á síðustu tíu árum eða svo hafa Íslendingar tekið ástfóstri við það form og sérstaklega íslenskir fræðimenn sem hafa margir fundið sér nýjan tilverugrundvöll í ritun ævisagna. Á sama tíma hafa sam- talsbækur svo að segja horfið af markaðnum enda flestar af- spyrnuvondar og lesendum til leið- inda. Bókmenntirnar halda velli Foreldrar Það sem fólk vill eru sögur um samtímann og samfélagið sem þeir búa í. AF LISTUM Þröstur Helgason » Og núna tíu árumseinna hangir menn- ingarástandið enn í lausu lofti en bókmennt- irnar halda velli, einmitt með krimmann sem ein- hvers konar markaðs- legt akkeri ... RÁS 1 býður til stórtónleika á Vetr- arhátíð sem haldnir eru að frum- kvæði tónlistarþáttarins Hlaupanót- unnar. Tónleikarnir verða haldnir í Listasafni Reykjavíkur föstudags- kvöldið 23. febrúar og fram koma nokkrir af áhugaverðustu tónlist- armönnum landsins sem eiga það sammerkt að hafa fjölbreytilegan bakgrunn og vinna náið með stórum hópi alls kyns tónlistarmanna. Ókeypis er inn á tónleikana sem einnig verða sendir út beint á Rás 1. Hildur Ingveldardóttir Guðna- dóttir, sellóleikari og tónskáld, sem búsett er í Stokkhólmi um þessar mundir kemur sérstaklega til lands- ins af þessu tilefni en hún sendi frá sér fyrstu sólóplötu sína á síðasta ári þar sem hún magnar upp mikinn tónaseið úr sellóinu sínu. Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost, sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið, býður upp á glænýtt verk fyrir sex gítarleikara, tónlist í anda þeirrar sem hljómar á afar áhrifamikilli plötu Ben, Theory of Machines sem kom út fyrir síðustu jól. Þeir Eiríkur Orri og Valdimar Kolbeinn munu sameina krafta sína sérstaklega fyrir þessa tónleika en báðir eru þeir tvímælalaust á meðal athyglisverðustu tónlistarmanna landsins af yngri kynslóð sem hafa komið víða við í tónsköpun sinni, starfað með Múm, stórsveit Nix Nol- tes, tríóinu Flís, trommaranum Han Bennink og fleirum. Sigurður Hall- dórsson sellóleikari og söngvari leik- ur Egófóníu eftir Svein Lúðvík Björnsson, þar sem sellóleikarinn spilar og syngur á móti hljóðritun af eigin spilamennsku. Ólöf Arnalds mun svo flytja eigin lög og ljóð en innan tíðar kemur út fyrsta plata Ólafar á vegum Tólf tóna, platan Við og við sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Hér verða því á ferð einstaklega spennandi tón- leikar í Listasafni Reykjavíkur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Kemur heim Hildur Guðnadóttir verður á meðal þeirra sem fram koma í Listasafni Reykjavíkur 23. febrúar næstkomandi í Listasafni Reykjavíkur. Rás 1 blæs til tónleikaveislu Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. Lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu Starfsmenntaráð hvetur umsækjendur til að sækja um verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur: 1. Starfsþróun á vinnustað og nýliðaþjálfun 2. Kennsla í íslensku fyrir útlendinga í vinnustaðatengdu námi 3. Kennsla í verslunar- og ferðaþjónustugeiranum 4. Opinn flokkur Forgangs við úthlutun njóta verkefni sem falla undir ofangreindar áherslur Starfsmenntaráðs. Að venju er ráðið samt reiðubúið að meta umsóknir um mikilvæg verkefni sem falla utan áherslna ráðsins. Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Starfsmenntaráðs. www.starfsmenntarad.is Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Starfsmenntaráðs Styrkir vegna starfsmenntunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.