Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 4
GEÐLÆKNAR sem rannsökuðu sextán ára pilt sem reyndi að drepa nánast ókunnugan mann með því að stinga hann með hnífi í bakið sögðu fyrir dómi að engin haldbær skýr- ing á verknaðinum hefði komið fram. Árásin væri ráðgáta og alls ekki væri hægt að setja þessa hegð- un piltsins í rökrétt samhengi við fyrri hegðun hans. Pilturinn var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til mannsdráps af Héraðsdómi Reykja- víkur. Árásina framdi pilturinn aðfara- nótt 7. september sl. en skýringin sem hann gaf á henni var sú að hann hefði viljað prófa að drepa ein- hvern. Hann hefði því ákveðið að fara á netið til að komast í kynni við mann með það í huga að drepa hann og valið að leita eftir samkynhneigð- um manni þar sem auðveldara yrði að koma á fundi við slíkan mann. Eftir að hafa rætt við tiltekinn mann á spjallþræði á betra.net mæltu þeir sér mót og á þriðja fundi þeirra stakk pilturinn mann- inn í bakið þar sem hann var að kasta af sér vatni í Laugardal í Reykjavík. Maðurinn komst til kunningja síns sem ók honum á slysadeild. Fram kom í matsgerðum geð- lækna að pilturinn ætti við þroska- skerðingu að stríða, hann hefði ekki náð fullum vitrænum þroska og ætti auk þess við sértæka máltruflun að stríða. Þá væri hann félagslega ein- angraður og hefði jafnvel lítil sam- skipti við fjölskyldu sína og hefði m.a. greint frá því að hann hefði ekki borðað kvöldmat með fjöl- skyldu sinni frá 14 ára aldri. Það væri áhyggjuefni að pilturinn hefði ekki sýnt veruleg merki iðrunar en segðist nú ekki ætla að gera svona aftur vegna þeirrar frelsisskerðing- ar sem verknaðurinn hefði í för með sér. Fangelsi gerði illt verra Geðlæknarnir tóku fram að fang- elsisrefsing myndi ekki gagnast piltinum eða samfélaginu og myndi jafnvel gera illt verra. Hætta væri á að dvöl í fangelsi innan um fanga sem margir væru háðir fíkniefnum og með persónuleikaraskanir myndi hafa skaðleg áhrif. Einn geðlækn- irinn lýsti áhyggjum yfir því að pilt- urinn hefði ekki getað lofað afdrátt- arlaust að hann myndi ekki gera eitthvað svipað aftur og nauðsyn- legt væri að hann fengi meðferð og aðstoð. Aðspurður sagðist hann ekkert hafa á móti því að hann yrði vistaður samkvæmt samkomulagi Fangelsismálastofnunar og Barna- verndarstofu og tóku aðrir geð- læknar undir það. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er þess beðið að ljóst verði hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, og þá hvort rétturinn muni dæma piltinn til refsingar, áður en ákvörðun verður tekin um hvar hann afpláni refsingu sína. Erlendur S. Baldursson, af- brotafræðingur hjá Fangelsismála- stofnun, benti á að heimild væri til þess að láta svo unga fanga afplána á meðferðarheimili í samvinnu við Barnaverndarstofu og sá kostur yrði kannaður fyrst. Í niðurstöðu dómsins segir að í ljósi geðrannsókna sé ljóst að mjög löng refsing hljóti að teljast skaðleg piltinum. Ekki var ákveðið hvar hann skyldi afplána, enda slík ákvörðun ekki í valdi dómsins. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti málið og Guðrún Sesselja Arnar- dóttir hdl. var til varnar. Sandra Baldvinsdóttir kvað upp dóminn. Engin skýring á manndrápstilrauninni 16 ára piltur dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stinga mann í bakið           !"#$    %            Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hafn- ar hugmyndum Landsnets um að há- spennulínur verði lagðar um endi- langa Miðnesheiði vegna flutnings raforku frá virkjunum til hugsanlegs álvers við Helguvík. Bæjarstjórnin getur ekki sætt sig við þau umhverf- isspjöll sem slík lína veldur auk þess sem hún setji hömlur á framtíðar- uppbyggingu bæjarfélagsins. Til greina kemur að leggja línuna um sæstreng úr Njarðvík til Helguvík- ur. Unnið er að tillögugerð um breyt- ingar á aðalskipulagi Reykjanesbæj- ar og Sveitarfélagsins Garðs vegna álvers við Helguvík sem staðsett verður á mörkum sveitarfélaganna. Jafnframt er Landsnet að undirbúa frummatsskýrslu um áhrif flutnings- mannvirkja á umhverfi. Þrjár leiðir eru taldar mögulegar til að flytja þangað raforkuna. Hefðbundin há- spennulína í lofti þyrfti að liggja frá spennistöð á Njarðvíkurfitjum og krækja vestur fyrir Keflavíkurflug- völl og færi þar með um land Sand- gerðisbæjar. Ekki er talið rétt að leggja loftlínu meðfram Reykjanes- brautinni, milli Keflavíkurflugvallar og byggðarinnar í Keflavík og Njarðvík, vegna nálægðar við íbúða- byggð. Þar er hins vegar mögulegt að leggja jarðstreng. Þriðja leiðin er að leggja streng sjóleiðis frá spenni- stöðinni í Njarðvík þvert yfir fjörð- inn til Helguvíkur eða úr Vogum til Helguvíkur. Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsnets, segir að hagkvæmast og öruggast sé að leggja loflínu og leiðin vestur fyrir flugvöllinn sé eini möguleikinn á því. Sæstrengur komi þó til álita. Raskar áformum Sandgerðinga Landsnet óskaði fyrr í vikunni eft- ir því við Sandgerðisbæ að há- spennulínur vestur fyrir flugvöllinn yrðu teknar til skipulagslegrar með- ferðar og lega þeirra færð inn á að- alskipulag bæjarfélagsins. Því hefur bæjarstjórn nú hafnað en telur þó rétt að ræða áfram við Landsnet. Fram kom á bæjarstjórnarfundi að bærinn hefði lengi beðið eftir því að skipuleggja svæðið milli byggð- arinnar í Sandgerði og flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli fyrir flug- sækna starfsemi í tengslum við alþjóðaflugvöllinn. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir að háspennulína muni helga sér að minnsta kosti 200 metra belti. Um er að ræða tvær samliggjandi línur og möstrin yrðu 25 metra há með að minnsta kosti 50 til 100 metra milli- bili. Fram kemur í bókun bæjar- stjórnarinnar að slíkt mannvirki myndi koma í veg fyrir uppbyggingu þeirra svæða í Sandgerðisbæ sem tengjast starfsemi flugvallarins til framtíðar litið. Þórður Guðmundsson segir að vinna við umhverfismat sé á byrjun- arstigi og ýmsir óvissuþættir fyrir hendi vegna þess að ekki sé vitað hvar virkjað verði. Landsnet hafði í gær ekki fengið svör Sandgerðis- bæjar og því hafa næstu skref ekki verið ákveðin. Þórður segir nauðsyn- legt að ná samkomulagi við sveitar- félögin um hvaða lausn sé möguleg og þeirri vinnu verði haldið áfram. Sandgerðingar hafna há- spennulínu um Miðnesheiði Til greina kemur að leggja sæ- streng að álveri 4 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRÍÐARLEGA góð þátttaka var á málþingi samtakanna Sjónarhóls í gær þar sem fjallað var um skóla- göngu barna með sérþarfir og vel- ferð þeirra. Yfir 600 gestir mættu til málþingsins sem var að sögn Guðríðar Alexandersdóttur for- manns Sjónarhóls betri þátttaka en búist var við. Á málþinginu var fjallað um skólamál út frá sjónarhóli þeirra, sem nýta sér þjónustu við börn með sérþarfir og var á annan tug fram- söguerinda flutt af einstaklingum með sérþarfir, aðstandendum barna með sérþarfir og fagfólki. Guðríður segir málþingið hafa heppnast ákaflega vel og hreyft var við mörgum áhugaverðum mál- um. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru fullorðnir einstaklingar sem höfðu í æsku haft sérþarfir og fjöll- uðu þeir um skólagöngu sína fyrr á tíð. Þá fluttu erindi foreldrar barna með sérþarfir, auk fræði- manna. Sérþarfir barna ræddar Morgunblaðið/Ásdís HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann, Tryggva Lár- usson, í sex ára fangelsi fyrir að flytja 7,7 kíló af amfetamíni til lands- ins árið 2004 ásamt fjórum öðrum einstaklingum. Hæstiréttur taldi ekki sannað, að ákærði hefði sjálfur keypt efnin í Hollandi en talið var sannað að hann hefði að öðru leyti staðið að kaupunum. Aðrir þeir sem áttu aðild að mál- inu voru sakfelldir árið 2005 en þætti ákærða, Tryggva, var vísað aftur heim í hérað þar sem mótsagnir þóttu vera í héraðsdómi um þátt hans í kaupum á fíkniefnunum. Héraðsdómur taldi m.a. sannað, að Tryggvi hefði í fylgd með óþekkt- um vitorðsmanni annast kaup á um 8 kílóum af amfetamíni af óþekktum seljendum í lok júní 2004 í Roosen- daal í Hollandi. Hæstiréttur taldi hins vegar ekki, að ákæruvaldið hefði sannað nægilega að Tryggvi hefði sjálfur keypt efnin þótt hann hefði annars staðið að kaupunum. Staðfesti Hæstiréttur þó dóm hér- aðsdóms varðandi refsingu. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækj- andi Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Smyglari með sex ára dóm STJÓRNARNEFND Landspítala- háskólasjúkrahúss hvetur til þess að starfslýsingar yfirlækna verði end- urskoðaðar þannig að öll tvímæli séu tekin af um valdsvið þeirra hvað starfs- og ábyrgðarsvið varðar. Stjórnarnefndin fjallaði í gær um álit umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þriggja yfirlækna á LSH um stöðu og ábyrgð yfirlækna spít- alans. Í bókun nefndarinnar er álitinu fagnað en það skýri stjórn og stöðu stjórnenda innan sjúkrahússins. Staðfest sé að stjórnendur sjúkra- hússins hafi í öllum meginatriðum farið að lögum og fyrirmælum við val sviðsstjóra hvað varðar starfs- lýsingar og umboð þeirra. Stjórnarnefnd hvetur fram- kvæmdastjórn spítalans til að kynna starfsmönnum niðurstöður álits- gerðarinnar og vinna að breytingum á starfslýsingum og erindisbréfum sviðsstjóra til samræmis við álit um- boðsmanns, einkum er varðar sam- ræmingu orðalags starfslýsinga og framkvæmdar. Öll tvímæli verði tekin af ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.