Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 9. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Jóhann skoraði 13 stig í framlengingunni>> 3 SPÁNVERJAR BJARTSÝNIR SEGJAST HAFA SÝNT ÞAÐ GEGN ENGLENDINGUM AÐ ÞEIR GETI LAGT DANI OG ÍSLENDINGA AÐ VELLI >> 4 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Snorri vakti mikla athygli á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti, ekki síst í Danmörku þegar hann skoraði 15 mörk í spennuþrungnum leik Ís- lands og Danmerkur í fjórðungsúr- slitum í Hamborg. Thomas Mogensen, leikstjórnandi GOG, flytur sig um set yfir landa- mærin til Flensborgar í sumar og því leita forráðamenn GOG að eft- irmanni hans. „Það eru víða þreifingar í gangi og þær hófust strax að loknu heims- meistaramótinu en á þessari stundu er best að ég segi sem minnst. Meðal annars hafa dönsk félög sett sig í samband við umboðsmann minn en einnig félög í öðrum lönd- um. Viðræður eru ekki komnar á neinn skrið ennþá, það standa allar dyr opnar, engum hefur verið lok- að,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Fyrst og fremst langar mig að leika í góðu liði, hvar svo sem það er í Evrópu,“ sagði Snorri ennfremur en vildi ekki gefa meira út á samningamál sín á þessu stigi. Snorri er laus undan samningi við GWD Minden í lok júní á þessu ári og áður hefur komið fram að hann hefur ekki í hyggju að framlengja þann samning. Snorri segist vilja taka skref fram á við og leika með sterkara liði en GWD Minden, sem er í botnbaráttu þýsku 1. deildarinn- ar annað árið í röð, en Snorri er nú á sinni annarri leiktíð hjá félaginu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu forraáðamenn Celje Lasko í Slóveníu og þýska liðsins Lemgo vera á meðal þeirra sem sýnt hafa Snorra áhuga. Einnig mun vera áhugi hjá félögum á Spáni. Snorri Steinn Guðjónsson undir smásjánni hjá GOG „ÞAÐ er best að segja sem minnst á þessu stigi málsins en ég get þó staðfest að fleiri en eitt danskt fé- lag hefur haft samband við mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska fyrstudeildarliðs- ins GWD Minden, spurður um fregnir danskra fjölmiðla í gær þess efnis að danska úrvalsdeild- arliðið GOG frá Svendborg hafi Snorra undir smásjánni um þessar mundir. Morgunblaðið/Günter Schröder Fimmtán Snorri Steinn Guðjónsson skorar hér eitt af fimmtán mörkum sínum í HM-leiknum gegn Dönum í Hamborg. BIRGIR Leifur Hafþórsson verður á meðal keppenda á Evr- ópumótaröðinni í næstu viku þegar keppt verður í Indónesíu. Búið er að uppfæra keppendalistann á mótinu en í byrjun vikunnar var Birgir í 11. sæti á biðlista fyrir mótið. Í gær hófst keppni á móti í Malasíu á Evrópumótaröðinni en Birgir er ekki á meðal keppenda þar. Robert Pack frá Englandi er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á sex höggum undir pari. Þekktustu kylfingar mótsins, Lee Westwood frá Englandi og Michael Campbell frá N-Sjálandi, eru báðir á þrem- ur höggum yfir pari eftir fyrsta keppnisdaginn. Þeir eiga það á hættu að komast ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu enda eru þeir í 85. sæti. Danski kylfingurinn Thomas Björn er í 54. sæti en hann lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Birgir fær að taka þátt í 20 mótum Evrópumótaraðarinnar í það minnsta á þessu ári en alls eru mótin 50 í Evropumótaröðinni. Að loknu mótinu í Indónesíu er mót í Bandaríkjunum sem Birgir fær ef- laust ekki keppnisrétt á. Í byrjun mars verður keppt í Taílandi í Evrópumótaröðinni og þar á eftir í Singapúr. Fyrsta mótið sem fram fer á golfvelli í Evrópu verður á portúgölsku eyjunni Madeira 22.–25. mars. Birgir Leifur fer til Indónesíu Celje Lasko og Lemgo hafa einnig spurst fyrir um leikstjórnanda íslenska landsliðsins í handknattleik KRISTJÁN Örn Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, er eftirsótt- ur þessa dagana en forráðamenn norska liðsins Brann staðfestu í gær að þeir hefðu þegar hafnað einu til- boði í hann. Það tilboð var frá sviss- neska félaginu Sion. Kristján lék mjög vel með Brann á síðasta ári, sem miðvörður, og þótti einn af bestu varnarmönnum norsku úrvals- deildarinnar. Björn Dahl, stjórnarmaður hjá Brann, sagði við netmiðilinn iBer- gen.no að tilboð Sion hefði verið of lágt. „Það var bara skiptimynt sem þeir voru tilbúnir til að borga, ég held að við höfum ekki einu sinni svarað þeim og höfum ekki heyrt frá þeim frekar. Við viljum helst hafa Kristján áfram í okkar röðum, hann er góður leikmaður og mikilvægur fyrir Brann,“ sagði Dahl. Netmiðillinn kveðst jafnframt hafa heimildir fyrir því að belgísk fé- lög séu með Kristján undir smá- sjánni en hann hefur til þessa ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Brann og hafnaði tilboði félagsins á dögunum. „Við vinnum áfram í mál- inu og vonumst til þess að leggja nýtt tilboð fyrir Kristján innan fárra daga,“ sagði Roald Bruun-Hansen, framkvæmdastjóri Brann. Fram kemur að Ólafur Örn Bjarnason sé tilkippilegur til að semja að nýju við Brann en samn- ingur hans við félagið rennur út að þessu tímabili loknu. Brann hafnaði tilboði frá Sion í Kristján Örn Yf ir l i t                 ! " # $ %      &     '() * +,,,         Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Staksteinar 8 Umræðan 32/34 Veður 8 Bréf 34 Úr verinu 15 Minningar 35/45 Viðskipti 16/17 Brids 47 Erlent 18/19 Menning 48/51 Menning 20/21 Leikhús 50 Höfuðborgin 22 Myndasögur 52 Akureyri 22 Staður og stund 54 Landið 23 Bíó 54/57 Austurland 23 Víkverji 56 Daglegt líf 24/29 Velvakandi 56 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent Mæður og feður barna á biðlista legudeildar barnageðdeildar Land- spítalans BUGL fóru ólíkar leiðir til að mæta álagi vegna veikinda barna sinna, að því er rannsókn Þórdísar Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings sýnir. Mæðurnar sóttu frekar út á við eftir stuðningi en feðurnir drógu sig fremur í hlé heima fyrir til að safna kröftum. » Baksíða Borið hefur á því að fullorðnir karlmenn hafi reynt að setja sig í samband við börn í gegnum vinsæl- an tölvuleik á Netinu. Hluti leiksins er sérstaklega merktur við hæfi 6-8 ára barna. Ingvar Þór Gylfason, annar eigandi síðunnar Leikjalands, segist vilja vara foreldra við og biðja þá að fylgjast með tölvunotk- un barna sinna. » Forsíða Arna Sigríður Albertsdóttir skíðastúlka frá Ísafirði er nú í end- urhæfingu á Grensásdeild Landspít- alans eftir alvarlegt skíðaslys í Geilo í Noregi þann 30. desember sl. Hún rakst á tré er hún lenti utan skíða- brautar og hryggbrotnaði. Hún seg- ist muna óljóst eftir slysinu og at- burðum næstu daga á eftir. Samdægurs gekkst hún undir að- gerð í Noregi. »Forsíða og 14 Erlent Tvær helstu fylkingar Palest- ínumanna, Hamas og Fatah, náðu samkomulagi á fundi í Mekka í Sádi-Arabíu í gær um að slíðra sverðin og mynda þjóðstjórn. Ham- as-liðinn Ismail Haniyeh verður sem fyrr forsætisráðherra en óháðir sérfræðingar munu annast mik- ilvæg ráðuneyti utanríkismála og fjármála. Óljóst er hvernig deilan um tilverurétt Ísraels var leyst. Liðsmenn Hamas og Fatah hafa átt í mannskæðum átökum síðustu vik- urnar og var samkomulaginu ákaft fagnað á hernumdu svæðunum í gær. »19 Viðskipti Seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreytt- um, 14,25%. Viðbrögð við ákvörðun bankans voru ekki mikil, enda ákvörðunin í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja. » 17 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is YRÐI bönkum og fyrirtækjum bannað að hafa milligöngu um greiðslur af kreditkortum til er- lendra spilavíta á netinu er nánast öruggt að Íslendingar myndu að mestu hætta að spila í erlendum netspilavítum. Þó kann að vera að breyta þurfi lögum eða reglugerð ef raunveru- legur áhugi er fyrir því að framfylgja banni um spilavíti á Íslandi. Þetta kemur fram í grein- argerð sem birt er á vef Samtaka áhugafólks um spilafíkn (SÁS). Þar segir að vart sé hægt að greiða fyrir vöru á netinu nema með milli- göngu eða aðstoð fjármálastofnana og korta- fyrirtækja. Því hljóti skorður við slíkum greiðslum að beinast að þessum fyrirtækjum. Bann reyndist áhrifaríkt vestanhafs Ljóst sé að tækni sé ekki vandamál í þessum efnum, enda reki fyrirtækin öflug hugbún- aðarkerfi sem tryggja örugga heimildagjöf og miðlun færslna. Nánast allar heimildabeiðnir um færslur á kort, sem Íslendingar reyna að nota á erlendum vefsíðum séu meðhöndlaðar í tölvukerfum íslensku kortafyrirtækjanna áður en heimild er veitt. Einfalt sé að sjá hvort heimildarbeiðni komi frá erlendu eða innlendu fyrirtæki og skilgreina mætti bannlista yfir fyrirtæki sem ekki má veita heimild á eða jafn- vel flokkunarkóða fyrir fyrirtæki. Í greinargerðinni segir að þar sem rekstur spilavíta sé bannaður á Íslandi gefi auga leið að netútgáfa starfseminnar hljóti einnig að vera bönnuð. Það virðist hins vegar ekki hafa verið skilningur banka og kreditkortafyr- irtækja hingað til að svo sé. Ennfremur segir að líklegt sé, að bann við því að bankar og kreditkortafyrirtæki aðstoði við greiðslu- miðlun til erlendra spilavíta á netinu verði mjög áhrifaríkt. Reynsla Bandaríkjamanna, sem lögleiddu slíkt bann í október, bendi ein- dregið til þess. Gengi hlutabréfa í netspilavíta- fyrirtækjum sem Bandaríkjamenn stunduðu áður en bannið tók gildi hafi hríðfallið. Þórður Jónsson, sviðsstjóri kortaútgáfu hjá Visa-Ísland, segir fyrirtækið ekki fylgjast sér- staklega með því hvernig viðskiptavinir noti kort, svo framarlega sem fólk fari ekki fram úr úttektarheimildum og samningar við greiðslu- viðtakanda hafi verið gerðir. „Við höfum ekki mikil afskipti af því hvernig kort eru notuð, hjá hverjum og hvar í heim- inum. Allir sem bjóða upp á viðtöku korta eru með samning við einhvern þjónustuaðila: banka eða kortafyrirtæki,“ segir Þórður. Sömu reglur og skilmálar gildi í samningum við íslenska söluaðila og erlenda. Þórður segir það fara eftir upphæðum hvort leitað sé eftir úttektarheimild þegar viðskipti í gegnum kreditkort eiga sér stað. „Ef um hærri fjár- hæðir er að ræða er yfirleitt alltaf leitað eftir úttektarheimild, en ekki fyrir smærri upp- hæðir,“ segir hann. Þá geti kort verið þannig útgefin að alltaf sé leitað eftir heimild þegar þau eru notuð. Þórður segir að Visa telji það ekki í sínum verkahring að hafa eftirlit með notkun korta. „Það er einkamál viðskiptavina í hvað þeir nota sín kort.“ Yrðu sett lög um þessi mál hér á landi myndi fyrirtækið hlíta þeim. Komið í veg fyrir notkun kreditkorta Morgunblaðið/Kristinn Netspilavíti Fólk nýtir kreditkort til þess að skipta við erlend spilavíti á netinu Lausn á vanda netspilafíkla að banna milligöngu um kreditkortagreiðslur til erlendra spilavíta Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SÍMANUM verður framvegis skylt að veita öðrum fyrirtækjum sem hyggjast veita GSM-fjarskiptaþjón- ustu aðgang að fjarskiptaneti sínu fyrir GSM. Þetta kemur fram í nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar (PFS) sem byggð er á viðamik- illi greiningu á aðgangsmarkaði fyrir GSM. „Við vonumst til að þetta verði til þess að fleiri sjái sér hagsmuni í því að bjóða upp á farsímaþjónustu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Stofnunin vann að greiningu á heildsölumarkaði fyrir aðgang og upphaf símtala annars vegar í GSM farsímanet og hins vegar í NMT far- símanet. Á grundvelli niðurstaðna úr henni hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að Síminn sé með umtalsverðan markaðsstyrk á báð- um mörkuðum og lagt á fyrirtækið kvaðir á markaði fyrir aðgang og upphaf símtala í almennum farsíma- netum. Það er jafnframt niðurstaða PFS að Vodafone sé ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á þess- um hluta farsímamarkaðarins. Hrafnkell segir að vegna þeirrar niðurstöðu að Síminn sé með umtals- verðan markaðsstyrk, beri fyrirtæk- inu að veita þeim sem þess óska með eðlilegum hætti aðgang að sínu neti. „Þetta getur haft þær afleiðingar, ef markaðsaðilar bregðast við, að fleiri fyrirtæki geti veitt GSM farsímaþjónustu í eigin nafni en á radíóbúnaði og tæknikerfi Símans.“ Leggur stofnunin þær skyldur á Símann að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang að GSM farsímaneti og þjónustu á heildsölustigi. PFS hefur nýlega boðið út fjar- skiptatíðni fyrir GSM 1800 farsíma- kerfi og útboð tíðna fyrir þriðju kyn- slóð farsíma stendur einnig yfir. Hafa bæði innlendir og erlendir að- ilar óskað eftir að eiga kost á því að koma inn á markaðinn, að sögn Hrafnkels. Ákvörðun PFS gæti auð- veldað þeim að semja um einhvers- konar aðgang. Símanum gert að veita aðgang að GSM-neti Vodafone ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk Í HNOTSKURN »PFS leggur þær skyldur áSímann að verða við eðli- legum og sanngjörnum beiðn- um um aðgang að GSM far- símaneti og þjónustu á heildsölustigi. »Símanum er gert skylt aðbirta viðmiðunartilboð fyr- ir aðgang að GSM farsímaneti. Á FIMMTA hundrað aðilar frá 17 löndum taka þátt í ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic sem sett var í gærkvöldi í Listasafni Reykjavíkur. Kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkj- unum og Evrópu. Hún stendur til 11. febrúar og fer fram í anddyri nýju og gömlu Laugardalshall- arinnar. Morgunblaðið/ÞÖK Kaupendur og seljendur tengdir Framtíðin er í okkar höndum 09.02.2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.