Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tókýó. AP. | Þegar skærasta stjarnan í sumó- glímu, Mongólíumaðurinn Asashoryu, var að hljóta sess meðal sigursælustu súmóglímumanna allra tíma kom upp hneykslismál sem kempunni hefur veist erfitt að ryðja úr vegi. Asashoryu fékk Keisarabikarinn í tuttugasta skipti í janúar fyrir sigur á móti atvinnumanna í súmóglímu en hann er nú sakaður um að hafa haft svik í frammi. Vikublaðið Shukan Gendai hefur valdið miklu fjaðrafoki í súmóheiminum með ásökunum um að Asashoryu hafi borgað andstæðingum sínum fyrir að tapa fyrir honum. Sumóglímusamband Japans rannsakaði málið en segir að engir maðkar séu í mysunni og ætlar að höfða mál gegn blaðinu fyrir ærumeiðingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem súmóglímu- sambandið stendur frammi fyrir ásökunum um spillingu. Tveir súmóglímumenn héldu því fram um miðjan síðasta áratug að súmóheimurinn væri gegnsýrður af spillingu en þeir dóu með dul- arfullum hætti nokkru síðar. Shukan Gendai stendur við ásökunina um að Asashoryu hafi haft svik í frammi og segir hana byggjast á áreiðanlegum heimildum. Mark Buck- ton, ritstjóri tímarits um súmóglímu, efast um að ásökunin sé rétt. Hann segir að Asashoryu beri höfuð og herðar yfir aðra súmóglímumenn um þessar mundir og þurfi ekki að grípa til þess ráðs að múta andstæðingum sínum. Asashoryu hefur verið umdeildur meðal jap- anskra áhugamanna um súmóglímu frá því hann skaust upp á stjörnuhimininn í íþróttinni fyrir fjórum árum. Hann þykir framhleypinn og drýld- inn og eiga það til að ögra andstæðingum sínum. Hann ýtir oft andstæðingi sínum út fyrir hringinn þótt bardaganum sé lokið og starir ógnandi í augu andstæðingsins áður en bardaginn hefst. Þessi framkoma mælist illa fyrir í íþróttahreyfingu sem leggur mikla áherslu á auðmýkt og drengskap. Gremjan í garð Asashoryu kann einnig að stafa af því að hann er Mongólíumaður og Japanir hafa ekki átt stórmeistara, sem keppir í íþróttinni, frá því að glímukappinn Takanohana dró sig í hlé fyr- ir þremur árum. Asashoryu er eini stórmeistarinn sem keppir núna í íþróttinni. Hann er í fimmta sæti á lista yfir sigursælustu súmóglímumenn sögunnar. Kempan sökuð um vélabrögð AP Segist blásaklaus Mongólska súmókempan Asashoryu ber af sér allar ásakanir um svik. Róm. AFP. | Ítalska lögreglan yfir- heyrir nú sautján ára pilt sem grun- aður er um að hafa átt hlut að máli þegar lögreglumaðurinn Filippo Ra- citi var drepinn í óeirðum sem brut- ust út meðan á knattspyrnuleik Cat- ania og Palermo stóð á Sikiley sl. föstudagskvöld. Atburðurinn á föstudag varð til þess að öllum leikjum sem fram áttu að fara í ítölsku knattspyrnunni um liðna helgi var aflýst. Nú hefur ítalska ríkisstjórnin hins vegar ákveðið að leikið verði um næstu helgi. Aðeins þar sem ýtrustu örygg- isskilyrðum er fullnægt verður þó um áhorfendur að ræða og víða verður því leikið fyrir tómum áhorfendapöll- um. Hvar nákvæmlega áhorfendur verða heimilaðir mun ráðast af eft- irliti á vettvangi, sem gera átti í gær á öllum knattspyrnuleikvöngum. Framtíð boltans í húfi Átökin og skrílslætin í Catania á föstudag þóttu svo yfirgengileg að sjálf framtíð fótboltans á Ítalíu er tal- in í húfi. Eru öfgamenn sagðir svo áhrifamiklir í knattspyrnunni, að ekki verði auðvelt að snúa þróuninni við. Það er raunar um ár liðið síðan leiddar voru í lög breytingar til að hefta ofbeldi á ítölskum knattspyrnu- völlum. Aðgöngumiðar eiga nú að geyma nafn handhafa og heimilt er að leita á vallargestum til að koma í veg fyrir að þeir beri flöskur og flug- elda inn á viðkomandi leikvang. Nýju lögin hafa hins vegar litlu breytt fram til þessa, enda uppfylla ekki allir leik- vangar þær kröfur sem gerðar eru skv. lögunum. Sautján ára piltur yfir- heyrður ,#= 56 .LJL + =% "  "    ./001232405 78 8 # ! " . 8   9 . :  ; 6 # !!  8 ! 6   .   1 ,$L, #,J, , J #,# <",<<" ,J  # ,N,O "=<J #,J,!L=,% .LJL,?D ,J,+ =%,% 1 =%, ;6D #,J, < , =,# <" #$=,= &,6 ,, H , , , = L,J,E #=, ,$E ,L %  =  $L ,#$ ,C, ,# <" <<" ,P,# " , ,=, ,% ,,6 , ,C,K  , $ >  8#,   8   ?  $  8 # .   . ,   8  8  ,    FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRAM hafa komið merki um vax- andi óróa meðal almennings og þing- manna í Íran vegna framgöngu Mahmouds Ahmadinejads forseta í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana. Forsetinn hefur sætt vaxandi gagnrýni í Íran fyrir að bjóða Banda- ríkjastjórn og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna birginn með harðorðum yf- irlýsingum. Óróinn bendir einnig til þess að mörgum Írönum hrjósi hugur við því að þurfa e.t.v. að heyja stríð vegna deilunnar. Íranar hafa verið undir miklum þrýstingi vegna deilunnar á alþjóða- vettvangi síðustu mánuði. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sent flugmóðurskip inn á Persaflóa til að vara Írana við því að auðga úran sem hægt er að nota í orkuframleiðslu en einnig til að framleiða kjarnavopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hef- ur samþykkt refsiaðgerðir gegn Íran eftir að klerkastjórn landsins neitaði að stöðva tilraunirnar. Stjórnmálamenn, stjórnarerind- rekar og stjórnmálaskýrendur í Te- heran segja að vaxandi gagnrýni heima fyrir verði ekki til þess að klerkastjórnin í Íran falli frá þeirri stefnu að hagnýta kjarnorkuna í frið- samlegum tilgangi, það er til orku- framleiðslu. Óróinn heima fyrir geti hins vegar orðið til þess að stjórnin fallist að lokum á málamiðlunarlausn til að sjá virðingu sinni borgið. „Styðjum ekki öfgastefnu“ Gagnrýnin bendir einnig til þess að marga Írana hrylli við tilhugsuninni um nýtt stríð eftir átta ára styrjöld við Íraka 1980–1988. „Ef [Ahmadinejad] vill hefja nýtt stríð, hvar ætlar hann þá að fá her- mennina?“ hafði Los Angeles Times eftir Mohammad Atrianfar, þekktum stjórnmálaskýranda í Teheran og bandamanni Hashemis Rafsanjanis, fyrrverandi forseta, sem hefur reynt að beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilunnar á bak við tjöldin síðustu vik- ur. „Við styðjum ekki róttæka öfga- stefnu hans,“ sagði Atrianfar. „Við er- um í þessari stöðu vegna áróðurs Ah- madinejads.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma ályktun um refsi- aðgerðir gegn Íran 23. desember. Í ályktuninni er lagt bann við allri sölu á efnum og tækni sem Íranar geta notað til að framleiða vopn. Þá hafa eignir ákveðinna íranskra fyrirtækja verið frystar. Í ályktuninni er einnig varað við því að gripið verði til enn frekari aðgerða ef Íranar láta ekki af auðgun úrans. Nokkrir sérfræðingar í málefnum Írans telja að það hafi komið ráða- mönnunum í Teheran í opna skjöldu að Kínverjar og Rússar skuli hafa greitt atkvæði með ályktuninni. „Það var nokkurt áfall fyrir þá að ályktunin var samþykkt einróma og þeir gátu ekki reitt sig á Rússa og Kínverja,“ hafði Los Angeles Times eftir vest- rænum stjórnarerindreka í Teheran. „Þess vegna hefur nú hafist umræða um hvað þeir eigi að gera næst.“ Hafa þarf í huga að gagnrýnin þýð- ir ekki að margir Íranar séu andvígir þeirri stefnu að hagnýta kjarnorkuna. Jafnvel þeir stjórnmálamenn, sem hafa gagnrýnt framgöngu Ahmadine- jads, virðast vera sammála stjórninni um að Íranar hafi rétt á að hagnýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi og auðga úran. Khamenei vildi ekki ræða við forsetann Voldugasti leiðtogi landsins, ajatol- lah Ali Khamenei, er eindregið hlynnt- ur stefnu stjórnarinnar í kjarnorku- málinu en athygli hefur vakið að hann hefur ekki reynt að þagga niður í þeim sem hafa gagnrýnt Ahmadinejad. Blaðið Jamhouri Eslamic, sem var áður í eigu Khameneis og endurspegl- ar yfirleitt skoðanir hans, hefur reyndar tekið undir gagnrýnina. Blaðið birti forystugrein þar sem það sakaði forsetann um að notfæra sér kjarnorkudeiluna til að beina athygli almennings frá misheppnaðri stefnu hans í efnahagsmálum og framganga hans er sögð hafa dregið úr stuðningi almennings við stefnu stjórnarinnar í kjarnorkumálinu. Breska dagblaðið The Daily Tele- graph skýrði frá því í síðasta mánuði að Khamenei hefði synjað beiðni for- setans um fund með honum, að öllum líkindum vegna óánægju með fram- göngu Ahmadinejads í kjarnorkumál- inu. Að sögn blaðsins er þetta í fyrsta skipti sem Khamenei neitar að ræða við forsetann frá því að Ahmadinejad tók við embættinu árið 2005. Íranskir andstæðingar forsetans segja að Khamenei hafi þannig viljað láta í ljósi óánægju með framgöngu forset- ans. Áður höfðu 150 af 290 þingmönnum landsins, þeirra á meðal margir sem hafa stutt forsetann, undirritað bréf þar sem Ahmadinejad er gagnrýndur fyrir slælegan árangur í baráttunni gegn atvinnuleysi og verðbólgu. Fá- mennari hópur þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir að storka ör- yggisráðinu með harðorðum yfirlýs- ingum sem hafi orðið til þess að ráðið samþykkti refsiaðgerðirnar. Vaxandi órói í Íran vegna framgöngu forsetans Reuters Umdeildur Mahmoud Ahmad- inejad, forseti Írans. Málflutningur Ahmadinejads í kjarnorkudeilunni sætir gagnrýni Í HNOTSKURN » Stjórnarerindrekar Evr-ópuríkja sögðust í gær vona að hægt yrði að finna lausn á kjarnorkudeilunni í óformlegum viðræðum við að- alsamningamann Írans á ráð- stefnu um öryggismál í Þýska- landi um helgina. » Ehud Olmert, forsætisráð-herra Ísraels, kvaðst telja að hægt yrði að koma í veg fyrir kjarnorkuáform stjórn- valda í Íran án þess að gera árásir á landið. Reuters Samstaða Íranskir námsmenn haldast í hendur á Frelsistorginu í Teheran til að láta í ljósi stuðning við kjarn- orkuáætlun klerkastjórnarinnar í Íran. Íranar eru sammála um að þeir hafi rétt til að hagnýta kjarnorkuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.