Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 51 menning Hvað segirðu gott? Bara allt mjög gott, takk. Hefurðu stundað hugleiðslu? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Vík- ingi Heiðari Ólafssyni píanóleik- ara) Nei, ekki prófað það. Kanntu þjóðsönginn? Auðvitað. Hvað talarðu mörg tungumál? Þrjú; ensku, þýsku og íslensku. Tel mig reyndar góðan í dönsk- unni en það eru þó eitthvað skipt- ar skoðanir um það. Hvenær fórstu síðast til út- landa og hvert? Að búa erlendis tel ég ekki með þannig að síðasta sumar fór ég í frí til New York, það var magnað. Uppáhaldsmaturinn? Kalkúnn með öllu tilheyrandi á gamlárs klikkar aldrei. Bragðbesti skyndibitinn? Er tíður gestur á Eldsmiðjunni þegar ég kem heim til Íslands. Hvaða bók lastu síðast? Snáka og eyrnalokka eftir Hi- tomi Kanehara. Hvaða leikrit sástu síðast? Patrek 1,5, fór á það með félög- unum í janúar og skemmti mér mjög vel. En kvikmynd? The Black Dalia. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Hafdísi Huld, Dirty paper cup, og Lay Low, Please don’t hate me. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Kann ekki á útvarp. Besti sjónvarpsþátturinn? Friends, ekkert sem hefur topp- að það. Þú ferð á grímuball sem … Robbi Gunn. Minden eða Valur? Það kemur ekkert í staðinn fyr- ir Val. Helstu kostir þínir? Góður í fótbolta. En gallar? Robbi Gunn segir að ég taki of mikið til og tuði alltaf í sér! Fyrsta ástin? Kærasta mín, Marín Sörens Madsen. Besta líkamsræktin? Sund. Algengasti ruslpósturinn? Flestallt sem maður fær í pósti er rusl. Hvaða ilmvatn notarðu? Armani Mania. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á Íslandi? Væri til í að búa um tíma í Ástr- alíu, kemur sér samt ekki mjög vel fyrir handboltamann eins og mig. Ertu með bloggsíðu? Nei. Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Hvar er Robbi Gunn með tattú? Tekur of mikið til og tuðar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bolti Snorra Stein þykir gott að fá kalkún í matinn á gamlárskvöld. Aðalsmaður vikunnar er boltastrákur sem býr í Þýskalandi. Þar leikur hann með hand- knattleiksliðinu Mind- en en auk þess er hann leikstjórnandi Íslenska landsliðsins í hand- knattleik og stóð sig vel á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Íslenskur aðall | Snorri Steinn Guðjónsson MEÐ sex óskarsverðlaunatilnefn- ingar í farteskinu kemur spænska kvikmyndin Pan’s Labyrinth ask- vaðandi inn í bíóhús á Íslandi um helgina. Pan’s Labyrinth er ævintýramynd fyrir fullorðna og segir sögu Ófelíu, sem ferðast 10 ára gömul með óléttri móður sinni í sveitahéruð Norður- Spánar árið 1944, eftir sigur Fran- cos. Ætlunin er að setjast þar að með nýjum eiginmanni móðurinnar, en sá er hermaður og allt annað en ljúfur. Ófelía uppgötvar sinn eigin heim sem er fullur af skrýtnum verum, hættum og spennandi ævintýrum. Þar kemst hún að því hver hún er og hver örlög hennar eru. Óskarstilnefningar fær myndin fyrir besta handrit, myndatöku, tón- list, förðun, listræna stjórnun og sem besta erlenda myndin. Myndin hlaut auk þess tilnefningu til Golden Globe-verðlauna sem besta erlenda myndin, átta BAFTA-tilnefningar og er á yfir 130 topp tíu-listum gagn- rýnenda yfir bestu myndir ársins. Nýlega náði hún svo þeim áfanga að verða tekjuhæsta mynd með spænsku tali sem sýnd hefur verið vestra en Pan’s Labyrinth situr nú í 8. sæti bandaríska vinsældalistans. Með aðalhlutverk fara Ivana Ba- quero, Ariadna Gil, Segi López og Doug Jones. Leikstjóri er Guillermo Del Toro sem skrifaði einnig hand- ritið. Pańs Labyrinth eða El Laberinto del Fauno eins og myndin heitir á spænsku verður frumsýnd 9. febrúar í Regnboganum af Græna ljósinu, sem þýðir að ekkert hlé er gert á sýningum. Frumsýning |Pan’s Labyrinth Völundur Kvikmynd Del Toro hefur hlotið sex tilnefningar til Óskarsins. Ævintýramynd fyrir fullorðna ERLENDIR DÓMAR: Metacritic 98/100 The New York Times 100/100 Premiere 100/100 Rolling Stone 100/100 Washington Post 100/100 Los Angeles Times 90/100 Variety 80/100 (Allt skv. Metacritic) LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 2007 verður haldin dagana 10. til 26. maí. Dagskrá Listahátíðar var kynnt í Iðnó í gær og verður margt áhuga- vert um að vera eins og undanfarin ár. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, setur hátíð- ina í Listasafni Íslands og við það tilefni koma fram m.a. Hamrahlíð- arkórinn, afríski hópurinn Konono N°1 og Ghostigital. Upphafsdagar hátíðarinnar marka lok frönsku menningarkynn- ingarinnar „Pourqoui Pas? Franskt vor á Íslandi 2007“ með franska götuhópnum Royal de Luxe sem sýnir útiatriði af stærðargráðu sem hefur ekki sést hér áður. Reykvísk- um skólabörnum verður boðið í bæ- inn af því tilefni. Ballett frá San Francisco Margir stórir og glæsilegir við- burðir einkenna hátíðina í ár; þar ber hátt koma San Francisco ball- ettsins en Helgi Tómasson hefur sett saman sýningu sérstaklega fyr- ir Íslendinga sem byggist eingöngu á verkum sem hann hefur samið fyr- ir flokkinn. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands mun frumflytja, ásamt hér- lendum einsöngvurum, óperu Hafliða Hallgrímssonar Die Wält der Zwischenfälle og rússnesku barítónarnir Bryn Terfel og Dmitri Hvorostovsky koma fram í Há- skólabíói 20. maí. Fjörutíu tónlistarmenn frá Balk- anskaga, undir forystu hins heims- þekkta tónlistarmanns og tónskálds Gorans Bregovic, verða með fjör fyrir brúðkaup og jarðarfarir í Laugardalshöllinni í samstarfi við tónlistarhátíðina Vorblót. Leikið í varðskipi Sviðslistum er gert hátt undir höfði á hátíðinni og leikið verður á götum úti, í varðskipi, í heima- húsum, í Þjóðleikhúsinu og víðar. Leiklistin teygir sig einnig út á land, barnasýningin Les Kunz fer norður í Samkomuhúsið á Akureyri og í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Einn þekktasti enskumælandi leikflokkur heims, Cheek by Jowl, kemur hingað í samstarfi við Þjóð- leikhúsið með glænýja sýningu á Cymbeline eftir Shakespeare. Ís- lensku leiksýningarnar verða Partíl- and í Þjóðleikhúsinu, Yfirvofandi, sem telst hreinræktað stofudrama því það er leikið heima í stofu og Gyðjan í vélinni, flutt um borð í varðskipinu Óðni. Tónlistin kemur víða að Auk flutnings Sinfóníunnar á óp- eru Hafliða leikur hljómsveitin með hinum heimsþekkta unga píanóleik- ara Hélène Grimaud, en þeir tón- leikar marka lok frönsku menning- arkynningarinnar. Af öðrum tónlistarviðburðum má nefna flutn- ing kvartetts Kammersveitar Reykjavíkur á strengjakvartettum Jóns Leifs, tónleikadagskrá Áshild- ar Haraldsdóttur helgaða verkum Atla Heimis Sveinssonar í Þjóðleik- húsinu og tónleika Hljóðkompanís- ins og íslenskra og erlendra tónlist- armanna í Hallgrímskirkju. Þá má ekki gleyma tónleikaröð ungra tón- listarmanna í Ými, þeirra Tinnu Þorsteinsdóttur, Ara Vilhjálms- sonar, Elfu Rúnar Kristinsdóttur og fleiri. Frá Kongó í miðri Afríku kemur afar sérstök hljómsveit, Ko- nono N°1, sem í sumar hlaut BBC- verðlaunin fyrir heimstónlist. Þessi hljómsveit leikur á hefðbundin afr- ísk hljóðfæri í úr sér gengna hljóð- nema frá Evrópu. Djassáhugamenn fá heilmikið fyr- ir sinn snúð, E.S.T.-tríóið frá Sví- þjóð er margverðlaunað og prýðir forsíður flestra djasstímarita heims. Þeir piltar flytja rokkskotinn djass á Nasa í lok hátíðarinnar. Hönnunarsýningin Kvika Myndlistin fær líka sinn sess; opnunarsýningin í Listasafni Ís- lands verður fyrsta stóra sýningin á verkum Cobra-listamannanna hér á landi, daginn eftir verður opnuð stór sýning á verkum Roni Horn í Lista- safni Reykjavíkur og ekki má gleyma nýjum verkum Spencers Tunick í Galleríi i8. Stór íslensk hönnunarsýning, Kvika, verður á Kjarvalsstöðum, en það er í fyrsta sinn sem Listahátíð kemur að slíkri sýningu. Listahátíð teygir sig að venju út á land og fer víða í ár; Tyrkjaránsins verður minnst með glæsilegri sýn- ingu og tónleikum í Vestmanna- eyjum og Vatnasafn Roni Horn verður opnað í Stykkishólmi. Listahátíð verður einnig í Laug- arborg í Eyjafirði, þar sem íslensk tónverk verða flutt á þrennum tón- leikum. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, dagana 10.–26. maí, kynnt í Iðnó í gær Stjörnum prýdd Listahátíð Miðasala á Listahátíð í Reykjavík 2007 er hafin á vefslóðinni www.listahatid.is og í síma 552 8588 milli kl. 10 og 16 virka daga. Miðasala á tónleika Gorans Bregovic í Laugardalshöll fer einn- ig fram á www.midi.is. Heimsfrægur Goran Bregovic kemur fram á Listahátíð ásamt fjörtíu tónlistarmönnum frá Balkanskaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.