Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurHjálmsson fædd- ist á Hofstöðum í Stafholtstungum 8. september 1929. Hann lést á líkn- ardeild Landakot- spítala 2. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steinunn Guð- mundsdóttir frá Sleggjulæk, f. 1897, d. 1946, og Hjálmur Þorsteinsson frá Örnólfsdal, f. 1891, d. 1947. Systkini Guðmundar eru Þorsteinn, f. 1921, d. 1966, kona hans var Eugenía Nielsen, f. 1916, d. 2004. Tvíburadrengir, f. 1924, a) andvana fæddur og b) Guðmundur, lést samdægurs. Kristín, f. 1925, d. 1988, gift Gesti Guðmundssyni, f. 1916, Guðbjörg, f. 1927, gift Sig- urði Sigurjónssyni, f. 1925, Elín Vigdís, f. 1931, Ólafína Guðlaug, f. 1939, gift Guðmundi H. Sigmunds- syni, f. 1935, og Guðrún María, f. 1939, gift Óskari Einarssyni, f. 1934. dóttir, f. 1980, í sambúð með Chri- stopher D. Wright, f. 1975, og Tinna Björk Halldórsdóttir, f. 1985, í sambúð með Halldóri Þór Helgasyni, f. 1985. 3) Hjálmur Þor- steinn, f. 1966, kvæntur Rósbjörgu Sigríði Þórðardóttur, f. 1972, synir þeirra eru: Þorsteinn, f. 1996, og Kristján Ottó, f. 1998. Árið 1954 byggðu Guðmundur og Sólveig ásamt foreldrum Sól- veigar hús sitt, Tryggvastaði á Lindarbraut 27 á Seltjarnarnesi, og þar hafa þau búið allan sinn bú- skap. Guðmundur var bifreiðastjóri alla tíð, hann hóf störf hjá Mjólk- urstöðinni í Reykjavík 1946 og keyrði þar mjólkurbíl í 13 ár. Það- an fór hann að keyra hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur þar sem hann starfaði í 15 ár en ók síðan leigubíl hjá Hreyfli í 25 ár. Ásamt leiguakstrinum keyrði hann skjól- stæðinga Hlíðarbæjar frá stofnun 1986 þar til hann lét af störfum 1998 vegna heilsubrests. Útför Guðmundar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofstöðum til 1945 er fjölskyldan flutti á Kirkjuteig í Reykjavík. Foreldrar hans létust 1946 og 1947 en eftir það ráku systkinin saman heimilið á Kirkjuteig. Guðmundur kvæntist árið 1955 Sólveigu Tryggva- dóttur frá Tryggva- stöðum á Seltjarn- arnesi, f. 28. ágúst 1935. Foreldrar hennar voru Ásta Sigríður Þorvarðardóttir frá Gróttu, f. 1913, d. 1976, og Tryggvi Gunnsteinsson frá Nesi, f. 1913, d. 1976. Sólveig og Guðmundur eiga þrjú börn, þau eru: 1) Steinunn Ásta, f. 1955, gift Daníel Inga Har- aldssyni, f. 1951, sonur þeirra er Guðmundur, f. 1981, í sambúð með Ingibjörgu Snorradóttur, f. 1983. 2) Tryggvi, f. 1959, kvæntur Svövu Kristínu Þorkelsdóttur, f. 1959, börn þeirra eru: Þorkell Jón, f. 1998, Edda Margrét Halldórs- Guðmundur Hjálmsson, tengda- faðir minn eða Gummi eins og hann var oftast kallaður er látinn. Gummi var mikill náttúruunnandi og útivistarmaður. Hann þekkti fjölmargar fuglategundir og fylgd- ist vel með fuglalífinu á nesinu. Einnig hafði hann gaman af því að kenna barnabörnum sínum að þekkja fuglategundirnar. Gummi hafði yndi af garðyrkju og vann mikið í garðinum sínum, sérstak- lega eftir að hann komst á eft- irlaun. Gummi var ættaður úr Borgarfirðinum og sveitin hans var honum kær. Hann var ættrækinn og minnugur og hafði gaman af að rekja saman ættir, sérstaklega ef hann gat tengt þær við Borgar- fjörðinn. Hann var sveitamaður í eðli sínu og fylgdist vel með hesta- eign sona sinna. Á hverju hausti fór hann með strákunum sínum í réttir norður í Vatnsdal. Gummi var vel kvæntur, enda fögnuðu hann og Sólveig tengda- móðir mín 50 ára brúðkaupsafmæli fyrir tveimur árum. Gummi hafði yndi af því að ræða um stjórnmál. Hann var mikill sjálfstæðismaður og fór ekki leynt með skoðanir sín- ar. Ég hafði mjög gaman af til- raunum hans til að snúa þeim sem ekki höfðu réttu pólitísku viðhorfin að hans mati. Gummi og Sólveig hafa alltaf verið dugleg við að koma til að- stoðar ef einhver hefur þurft á því að halda. Þorkell Jón, sonur okkar Tryggva, fékk að vera hjá ömmu og afa á daginn þangað til hann fékk pláss í leikskóla. Seinna þegar hann byrjaði í grunnskóla kom ekkert annað til greina en að fá að vera hjá ömmu og afa eftir skóla. Þessi tími með ömmu og afa hefur verið honum afar dýrmætur og þau hafa kennt honum mikið. Ég þakka Gumma samfylgdina. Svava. Fyrir fimmtán árum kom ég fyrst að Tryggvastöðum. Gummi tók á móti okkur Hjálmi á sinn gestrisna hátt eins og þeirra er sið- ur þar á bæ. Síðan hef ég og fjöl- skylda mín átt trausta bakhjarla þar. Sólveig og Gummi voru mjög samrýnd hjón og hjá þeim allt í röð og reglu, enda bæði meyjur. Við Gummi unnum á tímabili saman í Hlíðabæ þar sem hann sá um akst- ur. Hann var mjög vel liðinn í vinnunni, traustur, greiðvikinn og stundvís. Ég er ekki frá því að þeir eiginleikar hafi erfst til afkomenda hans. Hann var afskaplega góður afi og er hans sárt saknað. Hann vildi alltaf fá að hafa afastrákana hjá sér þegar þeir áttu frí og nutu þeir þess að eyða sumrunum úti á Nesi hjá afa og ömmu. Þar var dekrað við þá á allan hátt, afi fór með þá daglega að tjörninni þar sem andirnar eins og hann kallaði þær tóku á móti þeim því þær voru farnar að þekkja bláa bílinn hans. Einu sinni sagði sonur okkar að afi væri svona blár! Það var mikil speki, því blái liturinn var í uppá- haldi hjá honum á ýmsan hátt. Fjöruferðirnar voru líka vinsælar, Húsdýragarðurinn og að hjálpast að í garðinum þeirra ömmu. Það var hins vegar ekkert sem toppaði réttarferðirnar norður í Vatnsdal. Það var ekki síst Gummi sem hlakkaði til þeirra og hafði hann farið þær ófáar. Hann var mikill íþróttaáhugamaður og var líka dug- legur að hvetja strákana okkar í handboltanum og hestamennsk- unni. Eitt sumarið bauð ég honum í viku hringferð um landið með strákunum mínum. Við fórum fjög- ur saman. Hann var ánægður með ferðina enda hafði hann ekki farið hringinn áður en var líka feginn að hafa ekki reynt að fara þegar hringvegurinn var opnaður, eins og vegirnir voru þá. Hann bjó stærsta hluta ævinnar á Seltjarnarnesinu sem eru æskuslóðir Sólveigar en hann var Borgfirðingur í hjartanu og talaði vel um sveitina sína. Gummi á þakkir skildar fyrir að sinna fjölskyldu minni svo vel í gegnum tíðina. Drengirnir okkar þakka afa fyrir allar góðu stund- irnar og við reynum að komast yfir sorgina með góðu minningunum um hann. Ég geri mitt besta til að sinna þeim sem voru honum kær- astir. Rósbjörg S. Þórðardóttir. Elsku afi minn, Guðmundur Hjálmsson hefur kvatt þennan heim og hans er sárt saknað. Við erum búnir að vera samferða í 25 ár og eftir lifa ótal minningar. Allt- af var hann tilbúinn til að gera allt fyrir mig og eyddi miklum tíma með mér. Minningar um allar þær stundir sem við áttum saman eru ómetanlegar á sorgartímum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá afa og ömmu á Tryggvastöðum á meðan ég stund- aði nám í Verzló. Fyrir þann tíma er ég mjög þakklátur. Alltaf var gott að koma heim til afa og ömmu eftir skóladaginn. Afi hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgdist vel með þeim og ekki held ég að hon- um hafi fundist það miður þegar ég málaði herbergið mitt blátt. Meiri Borgfirðing en afa var vart hægt að finna og talaði afi alltaf vel um sveitina sína. Í Borgarfirðinum er t.d. alltaf gott veður að hans sögn og fallegt með eindæmum. Ekki ætla ég að mótmæla því. Lax sem veiddur var í Norðurá gat afi þekkt á bragðinu. Garðinum á Tryggvastöðum hafði hann mjög gaman af og þá sérstaklega kart- öfluræktinni og fóru ófáar stund- irnar í að rækta garðinn, uppsker- an var eftir því góð. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þakka þér fyrir allt, afi minn. Hvíldu í friði. Guðmundur Daníelsson. Við fráfall góðs bróður koma fram margar minningar. Eftir frá- fall foreldra okkar áttum við sjö systkini saman heimili sem í dag þætti fremur sjaldgæft. Við yngstu systurnar segjum alltaf að við höf- um átt góð bernsku- og unglingsár þrátt fyrir mikið mótlæti sem systkinahópurinn hafði orðið fyrir. Eldri systkinin lögðu á sig mikla og stranga vinnu til að halda heimilinu saman og alltaf hefur verið mikill kærleikur á milli okkar systkina. Ef eitthvað bjátaði á þá voru hin komin til að hjálpa. Við áttum góð móður- og föðursystkini sem voru okkur líka innan handar. Gummi var einstaklega umhyggjusamur, samviskusamur og reglumaður alla tíð. Snyrtimennskan var hans ein- kenni, alltaf var allt í röð og reglu. Svo kom að því að unga fólkið þurfti að lyfta sér upp, fara út að dansa og vera með góðum vinum. Oft var safnast saman heima og alltaf var skemmt sér á heilbrigðan hátt. Einn dag kom ung og góð stúlka af Seltjarnarnesi með Gumma heim og var það Sólveig Tryggvadóttir. Hún var sú besta eiginkona sem bróðir gat fengið. Þau hafa verið einstaklega sam- rýnd frá fyrstu tíð. Sigríður móðir Sólveigar varð honum eins og önn- ur móðir. Nú þegar meira en hálf öld er liðin síðan þau giftust hefur þeim búnast vel, eiga þrjú börn, tengdabörn og fjóra tápmikla stráka sem hefur liðið vel hjá afa og ömmu. Þegar komið er að kveðjustund er okkur þakklæti efst í huga. Við sendum Sólveigu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún og Ólafína. Fallinn er frá móðurbróðir minn Guðmundur Hjálmsson, eða Gummi frændi eins og hann var ávallt nefndur meðal frændsystkina sinna. Gummi háði nokkuð stranga bar- áttu undir lokin en naut þeirrar gæfu að hljóta hægt andlát. Gummi var einstaklega ættræk- inn maður og var ávallt fyrstur til að samfagna sínum nánustu og ekki síður veita þeim stuðning og sýna samhug ef eitthvað bjátaði á. Sem lítill drengur í fjarlægð leit ég ávallt til Gumma sem fyrir- myndar. Bæði var hann einstaklega góður við þennan litla frænda sinn og svo einnig hitt að hann var bíl- stjóri og keyrði stóra bíla sem var líka á þeim árum ákveðin virðing- arstaða í augum lítils drengs í sveit. Gummi var ávallt tengdur sveit- inni sterkum böndum. Fyrir okkur frændsystkini hans í Vatnsdalnum var það ávallt tilhlökkun þegar fjöl- skyldan á Tryggvastöðum var væntanleg í heimsókn, en í minn- ingunni eru slíkar sumarheimsókn- ir hluti af tilverunni. Ferð í réttir var einnig fastur lið- ur og fór hann síðustu réttarferðina nú í haust, þá helsjúkur maður. Það var ávallt gaman að vita að Gummi var mættur í réttarstörfin þegar komið var úr löngum leitum. Í eitt skipti fór Gummi með gangnamönnum úr Vatnsdal í göngur, þá sem aðstoðarmaður bíl- stjóra. Þessi ferð var honum mjög hugstæð í minningunni og bar hana oft á góma síðar. Þá sá hann m.a. heiðarlönd æskustöðva sinna í Borgarfirði frá öðru sjónarhorni. Að lokum vil ég þakka Gumma fyrir samfylgdina og alla tryggð og vináttu við frændsystkini sín frá Kornsá og fjölskyldur þeirra. Sólveig, Steinunn Ásta, Tryggvi, Hjálmur Þorsteinn og fjölskyldur, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan fjölskylduföður veita ykkur styrk. Hjálmur St. Flosason. Nú er komið að kveðjustund kæri Gummi frændi. Mér er það bæði ljúft og skylt að setjast niður og rita fáeinar línur í minningu þína. Tryggvastaðir, Gummi frændi, Sólveig og börnin tengjast mjög mínum bernskuminningum. Sam- bandið á milli fjölskyldnanna hefur ætíð verið afar kært og náið. Fyrr á árum voru tíðar ferðir um helgar í strætó út á Nes og þar fengum við alltaf góðar móttökur. Bræð- urnir Steini og Gummi voru sam- rýndir og það átti einnig við um svilkonurnar Sinnu og Sólveigu. Í þessum heimsóknum spjallaði full- orðna fólkið saman og við börnin spiluðum og lékum okkur. Bjart er yfir þessum áhyggjulausu bernsku- dögum. Þegar faðir minn féll frá var ég rétt fermdur og reyndust Gummi frændi og Sólveig okkur fjölskyld- unni á Vesturgötunni ómetanlega. Þau voru þessi tryggu og samstilltu hjón sem við þurftum á að halda. Sú tryggð hefur haldist alla tíð og ekki síst þegar móðir mín komst á efri ár og var einsömul í húsinu. Fyrir alla þá ást og umhyggju sem þau hafa sýnt okkur verð ég ævinlega þakklátur. Votta ég Sólveigu og fjölskyld- unni allri mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu þína, Jens Karel Þorsteinsson. „Ekkert stöðvar tímans þunga nið.“ – Því fleiri sem æviárin verða, því oftar erum við minnt á að tíma- klukkan tifar – hún stöðvast aldrei. Á göngugötum lífsins verður marg- ur maðurinn á vegi. Sumum bregð- ur fyrir – og gleymast. Aðrir verða minnisstæðir. Í þeim hópi var félagi okkar Guðmundur Hjálmsson. Fyrir hartnær fjórum áratugum, þegar lítið fámennt hreppsfélag var að eflast og stækka, var Guðmund- ur Hjálmsson og hans góða, sterka og trausta fjölskylda á Tryggva- stöðum á Seltjarnarnesi meðal þeirra máttarstólpa sem lögðu grunn að því öfluga sveitarfélagi sem Seltjarnarnes er í dag – undir gunnfána sjálfstæðisstefnunnar. Það er á engan hallað, þegar rifj- að er upp, að fáir, ef nokkrir, sóttu betur mannfundi okkar sjálfstæð- ismanna en Guðmundur Hjálmsson. Við söknum félaga í stað. Já, „ekkert stöðvar tímans þunga nið“. Guðmundur vinur okkar Hjálmsson hefur kvatt jarðneskt líf. Þakkir og virðing gamalla fé- laga fylgja honum þá er hann nú heldur „meira að starfa Guðs um geim“. Verði okkar góða félaga hvíldin vær. Magnús Erlendsson. Ljúfur maður og glaðlegur með eindæmum, með anda í kring um sig eins og best gerist. Þannig var hann Gummi, Guðmundur Hjálms- son leigubílstjóri, sem nú er horf- inn yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Þau Sólveig og Gummi og afkomendur þeirra allir hafa þessa sömu áru og það hefur aldrei verið mögulegt annað en að láta sér líða vel í návist þeirra. Það eru mikil hlunnindi að kynnast slíku fólki, fólki sem er jákvætt og gerir gott úr öllu, býr yfir dýpstu merk- ingu orðsins vinarþel. Það var þó síður en svo að Gummi væri skaplaus maður. Hann var ekkert að klípa af því eða mylja moðið þegar honum mislíkaði og oftast var það tengt pólitíkinni eða óréttlæti í garð þeirra sem minna máttu sín. Gummi var rífandi sjálf- stæðismaður og þegar sá gállinn var á honum var erfitt að hlusta á fréttir með honum, því innskotin voru svo föst og smellin. Um leið var vandlætingin með sérstökum hnykk. Samt bjó þessi hávaxni og glæsilegi maður yfir stóískri ró bæði sveitamannsins og heimsborg- arans og samviskusemi hans gaf ekkert eftir tímasetningu sólarupp- komunnar hvern dag, hvern einasta dag. Í frumbernsku Breka okkar vor- um við svo heppin að eignast þau að og þau önnuðust augasteininn okkar eins og þau ættu hans sjálf, voru fóstra hans og fóstri og það var svo auðmerkt að drengnum leið yndislega vel hjá þeim. Gummi mátti aldrei vamm sitt vita frekar en hún Sólveig okkar og þó að maður kæmi úr asa og bull- andi erli á þeirra fund, þá gíraðist lífsklukkan niður í yfirvegaðan og afslappaðan takt, þeirra andrúm og það er sama hvað maður stoppar stutt á heimili þeirra á Lindar- brautinni á Seltjarnarnesi, pönnu- kökur sem eru örugglega orginal uppskrift allra góðra pönnukakna, svið í potti, eða kökur og kruðirí eins og freistingar í hrúgum. Gest- risni og hlýja í fyrirrúmi. Það var alltaf jafn skemmtilegt þegar Gummi var að spyrja frétta úr pólitíkinni eða af málum sem voru efst á baugi. Þá kom sér- stakur tónn í röddina, forvitnin og leikgleðin sem maður heyrir oft í máli leikara úti á landsbyggðinni, þessi einlægi en markvissi tónn þar sem hjartalagið og framsetningin hljómuðu saman. Hvað er betra en að umgangast glaðlynt og gott fólk, fólk sem hefur metnað fyrir menn- ingu og drenglyndi í hjarta sínu, fólk sem réttir fram hönd sem aldr- ei bregst. Það var eins og Breki hefur oft sagt: „Manni leið svo vel þarna hjá þeim.“ Megi góður Guð styrkja hana Sólveigu, Steinunni Ástu, Tryggva, Hjálm og fjölskylduna alla, megi góðu minningarnar létta sporin Guðmundur Hjálmsson Elsku Gummi Við þökkum fyrir sam- veruna og viljum minast þín með þessum orðum: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Megir þú hvíla í friði. Edda Margrét og Tinna Björk. HINSTA KVEÐJA Ég mun sakna réttarferð- anna með afa. Amma bjó til nesti sem við borðuðum á leiðinni. Einnig voru fjöru- ferðirnar með afa skemmti- legar. Við fundum skeljar og stundum dauða krabba. Afi fór oft með mig út á tjörn að gefa öndunum. Einnig fórum við oft að kíkja á kríurnar. Bless afi minn. Þorkell Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.