Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 35
Elsku afi Takk fyrir allar góðu stund- irnar Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Aðalheiður Gunnarsdóttir. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 35 MINNINGAR ✝ Gunnar Há-mundur Valdi- marsson vélstjóri og aðalvarðstjóri í lög- reglunni á Keflavík- urflugvelli fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1925. Hann and- aðist á Hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Sigríður Erlends- dóttir, f. á Hlíð- arenda í Fljótshlíð 9. mars 1896, d. 16. janúar 1977 og Valdimar Daða- son tollþjónn í Reykjavík, f. á Dröngum á Skógarströnd 29. maí 1894, d. 29. mars 1927. Albróðir er Valdimar Ragnar, f. 13. júlí 1927, d. 3. maí 1975. Sammæðra hálf- systkini eru Marínella Ragnheiður, f. 14. sept. 1933., Kristján Erlend- ur, f. 12. maí 1936, og tvíburarnir Guðmundur og Þórður, f. 8. októ- ber 1939. Gunnar kvæntist 23. desember 1949 Aðalheiði Björnsdóttur frá Tjarnarkoti í Sandgerði, f. 8. jan- úar 1925, d. 21. september 1969. Foreldrar hennar voru Björn Sam- úelsson útvegsbóndi í Sandgerði, f. 22. sept.1881, d. 3. sept. 1969 og Guðbjörg Sigríður Guðjónsdóttir frá Syðstakoti á Miðnesi, f. 30. okt. 1893, d. 30. júní 1931. Gunnar og Aðalheiður eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Kolbrún, f. 28. ágúst 1948, maki Birgir Bjarnason, f. 19. Borgar, f. 16. ágúst 1963, maki Hanna Björk Birgisdóttir, f. 7. mars 1973, börn þeirra eru Hilmar Grétar, f. 28. maí 1985, Dóra Oddný, f. 26. janúar 1988 og Jón- atan Emil, f. 10. júní 2004. 2) Jó- hann Sighvatur, f. 13. júlí 1965, maki Helga Svanhvít Þrast- ardóttir, f. 26. mars 1966, dóttir þeirra er Arna Silja, f. 2. maí 1988. 3) Kristborg Bóel, f. 2. janúar 1976, maki Sigurjón Rúnarsson, f. 11. október 1973, börn þeirra eru Al- mar Snær, f. 2. júní 1996, Bríet, f. 2. des. 2002 og Þór, f. 1. september 2005. Gunnar ólst upp hjá móður sinni ásamt yngri bróður í Reykjavík en föður sinn missti Gunnar mjög ungur, aðeins tveggja ára. Átta ára gamall fluttu þau til Sand- gerðis þar sem móðir hans stofnaði heimili með Haraldi Kristjánssyni sjómanni. Gunnar kvæntist Að- alheiði 1949 og hófu þau búskap og bjuggu í Tjarnarkoti allt til ársins 1965 er þau fluttu til Kópavogs. Seinustu árin hefur Gunnar búið í Keflavík og nú síðast að Hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði. Gunnar hóf störf sem hjálp- arkokkur til sjós 1937 hjá Haraldri fóstra sínum og starfaði sem vél- stjóri til sjós og lands allt til ársins 1957 er hann hóf störf í lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli. Gunnar lauk vélstjóraprófi 1945 og lögreglunámi 1963, og sat fjölda námskeiða á vegum lögreglunnar. Á Keflavíkurflugvelli starfaði hann sem aðalvarðstjóri frá 1991 til 1995 er hann lét af störfum sök- um aldurs. Útför Gunnars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Gunnar verður jarðsettur í Fossvogskirkjugarði við hlið Aðalheiðar. janúar 1947. Börn þeirra: a) Aðalheiður, f. 14. okt. 1969, sam- býlismaður Rúnar Ómarsson, f. 30. júlí 1970, sonur þeirra Frosti, f. 11. des. 2005, b) Birgir Rafn, f. 31. okt. 1976, sam- býliskona Thelma Ólafsdóttir, f. 26. mars 1979, sonur þeirra Birgir Óli, f. 26. sept. 2005, c) El- ísabet, f. 2. jan. 1979, sambýlismaður Hilm- ar Ingimundarson, f. 7. mars 1978, sonur þeirra Tómas, f. 1. júlí 2005. 2) Valdimar Ragnar, f. 3. júlí 1953, maki Sjöfn B. Eysteinsdóttir, f. 11. febrúar 1955, börn þeirra eru Eygló Hulda, f. 21. júní 1974, sam- býlismaður Ólafur Þór Jósefsson, f. 16. sept. 1971 og Gunnar Há- mundur, f. 19. apríl 1979. 3) Gunn- ar Björn, f. 17. sept. 1962, maki Sigríður Birna Björnsdóttir, f. 10. ágúst 1964, dætur þeirra Að- alheiður, f. 27. júlí 1993 og Gunn- hildur, f. 27. júlí 1993. Sonur Gunn- ars Björns er Valdimar Ragnar, f. 3. janúar 1981, sambýliskona Lára Jóhannesdóttir, f. 29. janúar 1982, sonur þeirra Tristan Máni, f. 9. sept. 2001. Gunnar og Aðalheiður misstu tvö börn í bernsku. Áður átti Gunnar dótturina Jónu Arn- fríði, f. 25. febrúar 1945, maki Steindór Jónatan Sighvatsson, f. 14. september 1939, d. 10. ágúst 2000. Börn þeirra eru: 1) Sigþór Tengdafaðir minn Gunnar Há- mundur hefur lokið lífsgöngu sinni. Síðustu árin var hann orðinn móður, en aldrei gafst hann upp, glampi í auga og bros á vör einkenndu hann alla tíð og framundir það síðasta. Þegar við Gunnar kynntumst árið 1969, var hann um það bil að leggja seinustu hönd á glæsilegt hús við Reynihvamm í Kópavogi, þar hafði hann byggt framtíðarheimili fyrir fjölskylduna frá Tjarnarkoti í Sand- gerði, staðráðinn í að veita Öllu sinni og börnunum allt það besta sem völ var á, rafmagnseldavél, ísskáp, sjálf- virka þvottavél og meira að segja heitt vatn. En örlögin verða ekki umflúin, Alla lést langt um aldur fram aðeins 44 ára að aldri. Hún naut nýja heimilisins aðeins í skamman tíma en ég er viss um að hún naut þess að fullu. Nýorðinn ekkjumaður stóð Gunnar uppi með tvo stráka og elsta dóttirin að hefja búskap með undirrituðum. Það var þung raun að missa mömmuna á heimilinu og yngsta barnið aðeins sjö ára. Fyrstu mánuðina í okkar sambúð vorum við Kolla líka til húsa hjá honum með litlu Aðalheiði en hún fæddist aðeins nokkrum dögum eftir andlát ömmu sinnar og nöfnu. Hjá Gunnari var fjölskyldan í fyr- irrúmi. Með sömu einbeitninni og hann sýndi þegar hann byggði ein- býlishúsið í Reynihvamminum, bjó hann svo um hnútana að drengirnir hefðu alla aðhlynningu sem þeir þurftu, og fékk sér þá aðstoð sem nauðsynleg var. En þar sem hann var lögreglumaður suður á Keflavík- urflugvelli var hann oft í burtu á ýmsum tímum sólarhrings. Gunnar var mjög þægilegur á heimili, af- burða snyrtilegur og natinn við allt sem sneri að húshaldi bæði utan húss sem innan. Hann var mikill náttúruunnandi og hafði sérstakt dálæti á blómarækt, þess bar glæsi- legur garður við húsið hans glöggt vitni. Gunnar hóf síðar sambúð með Anný Hermannsdóttur, fluttu þau saman með strákana í Mosfellsbæ, þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Gunnar var félagslyndur maður að eðlisfari og í Mosfellsbænum söng hann með Karlakórnum Stefni og síðar þegar hann var fluttur til Keflavíkur gekk hann til liðs við karlakórinn þar. Leiðir Annýjar og Gunnars skildu. En síðar á ævinni eignaðist hann vinkonu, hana Guð- mundu, yndislega og dugmikla konu ættaða frá Ísólfsskála og áttu þau saman nokkur ár. Gunnar og Guð- munda bjuggu ekki saman en bund- ust miklum vináttu- og tryggða- böndum. Guðmunda dó fyrir nokkrum árum. Var það mikil sorg fyrir fullorðinn mann að missa besta vininn. Já, fyrstu kynnin voru góð, en ekki voru þau síðri þegar líða tók á. Börnunum var hann frábær afi, hlýr og góður, og við alla gat hann rætt á þeirra forsendum. Skipti ekki máli hvort fólk var fjögurra eða fjórtán, Gunnar afi sýndi áhuga og setti sig inn í málin. Skíði, snjóbretti, fim- leikar, fótbolti, áhugi afa spannaði allt sviðið, enda liðtækur íþrótta- maður sjálfur, gerði Reyni í Sand- gerði að Suðurnesjameisturum í knattspyrnu árið 1957. Gunnar var um margt sérstakur maður. „Lít- illátur, ljúfur og kátur“ svo sann- arlega áttu þessar línur við um tengdapabba. Hann setti sig ekki í dómarasæti. Hafði sínar skoðanir en var ekkert að flíka þeim þar sem það átti ekki við. Hann var einstaklega næmur á menn og málefni, fljótur að átta sig og greina aðalatriðin. Það var ekkert auðvelt og jafnvel óheppilegt að vera á öndverðum meiði við Gunnar í rökræðum, mað- ur hafði einfaldlega rangt fyrir sér. Í fjölskylduveislum var Gunnar hrók- ur alls fagnaðar, sögumaður góður og flestum betri þegar honum tókst sem best upp. Gunnar naut sín í ferðalögum og man ég sérstaklega eftir yndislegri ferð í Þórsmörk fyr- ir ekki svo mörgum árum. Hvað hann naut sín. Þurfti ekkert endi- lega að fara í gönguferð en horfði bara á fjallahringinn og fegurðina, þar sem hann sat á bökkum Kross- ár, fyrir neðan Litla-enda. Þetta var frábær ferð þar sem allt gekk upp. Veður eins og best verður á kosið, skemmtilegar sögur sagðar og sung- ið af hjartans lyst á kvöldin. Gunnar hafði mikla ánægju af þessari ferð enda átti hann ættir að rekja til þess fræga staðar Hlíðarenda í Fljótshlíð eins og nafn hans bendir reyndar til. Gunnar tengdafaðir minn var einn af þessum mönnum sem vann sín verk hávaðalaust. Var lengst af op- inber embættismaður og rækti sínar skyldur af alúð. Sá fyrir sínum eins og sagt er. Færi betur að fleiri væru þeirrar gerðar. Sjálfur get ég þakkað nær fjöru- tíu ár. Hjálp og alúð þegar við unga parið vorum að feta okkar fyrstu spor út í lífið, félagsskap og nær- veru, samúð, hlýju, vinarþel og öll skemmtilegheitin, allt þetta og svo miklu, miklu meira þakka ég nú þegar leiðir skilja. Takk fyrir gönguna saman, tengdapabbi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Birgir Bjarnason. Elsku hjartans pabbi minn, það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem bærast í brjósti mér þessa dagana. Allt svo hljótt og mikill tómleiki, að minnsta kosti er það mín tilfinning. Þú þessi fjallhrausti og glaðlegi fað- ir minn sem ekkert virtist bíta á varst orðinn svo illa lasinn á tiltölu- lega stuttum tíma, það var engin undankomuleið, bara spurning um tíma, en svo kom kallið, og þá verð- um við svo ósjálfbjarga, en það er þó huggun að vita til þess að nú líður þér vel. Elsku pabbi, þú varst einstakur maður og forréttindi að eiga þig að, svo góður, hjartahlýr og glaðlegur, ég minnist þín helst með bros á vör, þú hafðir þann hæfileika að bera ekki sorgir þínar og erfiðleika á torg. Með þessa hæfileika og lund- arfar þitt held ég að nærri allt sé mögulegt. Þú varst alltaf töluvert á ferðinni, hafðir svo gaman af að líta inn hjá okkur systkinunum og hitta fjöl- skyldur okkar einnig, hvað þú varst duglegur að skreppa í kaffi til vina og ættingja, þú varst svo félagslynd- ur. Svona síðasta árið fór svo að draga úr þessum heimsóknum þín- um vegna veikindanna en þá komum við systkinin og krakkarnir til þín þess í stað. Þessar samverustundir eru ómetanlegar og vil ég þakka þér þær. Vélstjóralærður sjómaður sem starfaði mestan part ævinnar í lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli. Söng- elskur mjög, söngst m.a. með Karla- kór Miðnesinga, Karlakór Keflavíkur, Karlakórnum Stefni, Eldeyjarkórnum og síðast en ekki síst Kirkjukór Hvalsnessóknar. Mikið dálæti hafðir þú á garðrækt (gerðir þá nokkra fræga) og hafðir mjög gott auga fyrir því. Það sem þú tókst þér fyrir hendur það kláraðir þú, hvort sem það var lampasmíði eða að byggja heilt hús. Ótrúlegt hvað þú varst áræðinn. Elsku pabbi, söknuðurinn er mik- ill því við vorum svo nánir og miklir vinir, ég er þér ævinlega þakklátur fyrir allan tímann sem við áttum saman. Það er mikill fjársjóður. Sigga, Aðalheiður og Gunnhildur vilja líka þakka þér fyrir allt, þú átt ætíð stóran stað í huga og hjarta okkar allra. Minning þín mun lifa með okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þinn sonur Gunnar Björn. Ég vildi bara þakka þér, afi minn, fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og hefði ég viljað hafa þær miklu fleiri en það er svona. Ég gleymi aldrei rúntunum í gamla daga úti Sandgerði, Garð eða Grindavík, oft fórum við saman eitt- hvað að bralla og alltaf hafði ég gaman af sögunum þínum í þessum ferðum okkar. Við eigum eftir að sakna þín mik- ið, elsku afi og vonum að þér líði bet- ur núna. Valdimar Ragnar Gunnarsson. Elsku afi. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast afa okkar og um leið þakka honum fyrir þær stundir sem við áttum með honum í gegnum árin. Gunnar afi var sterkbyggður og hraustur líkt og nafni hans úr Njálu. Alltaf svo sportlegur og ungur í anda. Afi var alltaf með húmorinn í lagi og gat yfirleitt fundið spaugi- legu hliðina á hlutunum. Hann var merkur maður í augum okkar systk- inanna, enda var hann lögguafinn á vellinum og er það ofarlega í huga okkar þegar afi mætti í fullum skrúða í Háahvamminn. Það var alltaf gaman þegar afi mætti í heimsókn til okkar í Háa- hvamminn. Við áttum margar góðar stundir með afa okkar. Okkur er það minnisstætt þegar hann sat í horn- inu í eldhúsinu og sagði okkur skemmtilegar sögur af sér og öðru fólki og maður skildi aldrei hvernig hann mundi allar þessar sögur. Þar á meðal fengum við að heyra hversu mikill snillingur afi var á knatt- spyrnuvellinum. Hann lék með Reyni í Sandgerði og þótti hann víst harður í horn að taka í vörninni. Afi fylgdist alltaf vel með okkur systk- inunum og var áhugasamur um það sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var Birgir Rafn í fót- boltanum, Elísabet í fimleikunum eða Aðalheiður í snjóbrettunum og fyrirtækinu. Það er eftirminnilegt þegar afi mætti á völlinn þegar Reynismenn tóku á móti Haukunum í fótboltanum. Þrátt fyrir að Reyn- ismenn hafi tapað leiknum 3–2 var afi sáttur við sinn mann, já afi stóð alltaf með sínum. Við systkinin er- um afar þakklát fyrir það að afi okk- ar fékk að upplifa þá ánægjustund með okkur þegar langafastrákarnir þrír, Tómas, Birgir Óli og Frosti, komu í heiminn hver á eftir öðrum árið 2005. Hann fékk að fylgjast með þeim fyrstu æviár þeirra og þegar þeir mættu á spítalann til hans ljómaði afi allur og varð hinn kátasti. Elsku afi, takk fyrir allar sam- verustundirnar og takk fyrir að vera afi okkar. Við munum taka allar minningarnar um þig og geyma þær djúpt í hjörtum okkar. Þín afabörn, Aðalheiður, Birgir Rafn og Elísabet. Elsku afi, það er alltaf rosalega erfitt að kveðja. En núna veit ég að þér líður vel. Takk fyrir allt. Það var alltaf gaman að koma til þín, og ég man sérstaklega vel eftir því þegar við komum í heimsókn til þín í litlu íbúðina á Heiðarvamm- inum og ég var að teikna myndir fyrir þig og skrifa litlar sögur, mér þótti líka gaman þegar þú komst til okkar. En það var svolítið skrítið að hafa þig ekki hérna heima hjá okkur á aðfangadag þessi jólin. Afi mér hefur alltaf þótt rosalega vænt um þig og þykir það enn. Ég elska þig. Þín Gunnhildur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Það er sannarlega margs að minnast og margt sem ég þakka af alhug við fráfall Gunnars bróður míns. Gunni var sterkur persónu- leiki, alltaf jákvæður og hress. Hann hafði góða nærveru og var gott að fá hann í heimsókn, jafnvel þótt hann stoppaði ekki nema í stutta stund. Gunni var fyrsta barn móður minnar, sem missti eiginmann sinn þegar hún var hálfgengin með annað barn þeirra, Valdimar Ragnar (d. 1975). Við vorum þeirrar gæfu að- njótandi að alast upp saman, því fað- ir minn, seinni eiginmaður hennar, gekk bræðrunum í föður stað. Valdi og Gunni voru sex og átta ára þegar ég fæddist, og á næstu sex árum bættust þrír strákar í viðbót í systk- inahópinn, svo það var oft glatt á hjalla. Ég man hvað ég var stolt af stóra bróður mínum þegar hann var kominn í skátabúninginn sinn, með alvöru skátahatt eins og Baden Po- well. Það var líka gaman að fylgjast með þeim bræðrum á fótboltavell- inum og ræktum við yngri systkinin hlutverk okkar af mikilli alvöru að hvetja þá. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur, fermingarárið mitt, voru Gunni og Valdi þegar búnir að stofna fjölskyldur og bjuggu áfram í Sandgerði. Það var gjarnan mikil til- hlökkun að fá bræðurna í heimsókn í bæinn með fjölskyldur sínar. Það var gaman að sjá kraftinn í Gunna þegar hann var að byggja húsið sitt í Reynihvammi í Kópa- vogi. Þannig gekk hann til allra hluta, af krafti og dugnaði. Það bar óbærilegan skugga á líf Gunna og barnanna þegar Aðalheið- ur, eiginkona hans, lést langt um aldur fram, eftir erfið veikindi. Hún var öllum harmdauði og hennar saknað alla tíð. Gunni var félagslyndur og söng- elskur, og gaf það honum mikið að taka þátt í kórstarfi. Samveran með söngfélögum var honum mikils virði, ekki síst eftir að starfsævi hans lauk, og eignaðist hann vinkonu meðal þeirra, Guðmundu H.H. Guð- mundsdóttur. Þau áttu fáein gleðirík ár í félagskap hvort annars áður en hún lést fyrir tæpum fjórum árum. Gunni bróðir átti ánægjulegt ævi- kvöld í nánu samneyti við börn sín og afkomendur. Ég og fjölskylda mín þökkum ljúfa samfylgd og ósk- um þess að afkomendur hans sæki styrk í fjársjóð góðra minninga. Marinella R. Haraldsdóttir. Gunnar Hámundur Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.