Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 24
|föstudagur|9. 2. 2007| mbl.is Það er sama hversu hollur matur er valinn, það er hægt að fitna af öllu ef borðað er of mikið. » 28 neytendur Vel kryddaðir og litríkir fisk- réttir geta auðveldlega sett skemmtilegan svip á vetr- arborðið. » 26 matur Íslenskur arkitektúr er varla það fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við New York- tískuvikuna eða hvað? » 27 tíska HANDPRJÓNUÐ ullarbrjóst eru nú notuð til kennslu við kvenna- sjúkrahúsið í Liverpool í Bret- landi. Ljósmæður og hjúkrun- arfræðingar nota brjóstin til að sýna nýbökuðum mæðrum hvernig haga á brjóstagjöfinni. Handprjónuð brjóst hafa fram að þessu verið notuð víða um heim meðal kvenna sem hafa misst brjóst vegna krabbameins. Starfsmaður spítalans hefur séð um að prjóna brjóstin og fékk til liðs við sig móður sína en brjóstin eru prjónuð í mismunandi húðlitum. Byrjað var að nota þessi prjónuðu brjóst þegar ljóst var að ekki væri gert ráð fyrir að fjármunum yrði varið til kaupa á tugum gervibrjósta. Prjónuðu brjóstin hafa einnig komið að góðum notum á spítalanum þegar mæður fyrirbura og veikra ungbarna þurfa að læra að hand- mjólka sig. Hins vegar eru vinsældir brjóstanna orðnar slíkar að starfsmaðurinn og móðir hans sem hafa sinnt prjónaskapnum anna engan veginn eftirspurn. Sjúkrahúsið hefur nú brugðið á það ráð að biðja vel- unnara spítalans að grípa í prjóna sjái þeir sér færi á. Ullarbrjóst vinsæl til kennsluNánast hvað sem er getur verið skapandi fólki efni- viður í listaverk. Náttúr- an og það sem hún leggur til er þar ekki undantekn- ing. Sandur og snjór er til dæmis ágætt efni til að búa til skúlptúra úr. Japanar hafa gert sér grein fyrir þessu og halda árlega hátíð til að létta fólki lundina yfir vetrartímann, en þar leika risavaxnir snjó- skúlptúrar aðalhlut- verkið. Snjóhátíð þessi fór af stað í vikunni í Sap- poro í Norður-Japan. Há- tíðin dregur að gríð- arlegan fjölda ferðamanna og gestirnir þetta árið virðast ekki láta regnið á sig fá sem fylgir óvenjuháu hitastigi miðað við árstíma, en Mikki mús og félagar bráðna kannski fyrr en ætlað var. Hátíð til heiðurs snjó Reuters Það eru engar tvær helgar hjá méreins, ég er að spila eða æfa og stund-um er ég líka í fríi,“ segir AndreaGylfadóttir sem er stödd á æfingu þegar næst við hana samband og hún er spurð hvernig hún hyggist eyða helginni. „Yfirleitt hlakka ég bara til helganna hvort sem ég er að vinna eða í fríi. Það er alltaf eitt- hvað skemmtilegt um að vera og núna hefst til dæmis helgin með tónleikum í Hlégarði á föstudagskvöldið. Þar kem ég fram ásamt úr- vals tónlistarmönnum og við ætlum að bjóða upp á notalega tónlist, lög sem okkur finnst gaman að flytja og flestir þekkja.“ Biljarður og keila Andrea segist eiga frí á laugardaginn og maðurinn hennar, Einar Rúnarsson, á aldrei þessu vant líka frí um kvöldið en hann er oft upptekinn við vinnu í Borgarleikhúsinu eða að spila með Sniglabandinu um helgar. „Við vorum að hugsa um að halda upp á frí- kvöldið með því að fara í biljarð og svo í keilu með góðum vinum okkar.“ Andrea segist ætla að taka það rólega á laugardeginum sjálfum. „Þegar ég er vöknuð í makindum getur meira en verið að ég skelli mér í góðan og hressandi göngutúr um Skerjafjörðinn og labbi jafnvel út í Nauthóls- vík ef veðrið verður skaplegt. Sunnudagskvöldið er aðeins að vefjast fyrir mér því mig langar bæði að fara á Eilífa ham- ingju í Borgarleikhúsinu og á Misery á Nasa. Ég á bara eftir að gera upp við mig á hvora sýninguna ég fer.“ Annars er ýmislegt framundan hjá Andreu, hún er að spila með Todmobile af og til á næstunni en þó aðallega í lokuðum sam- kvæmum, svo er hún að spila á blúshátíð á Hornafirði í byrjun mars og ekki er annað að heyra en að plötugerð sé á dagskrá. Gaman að elda „Það er ekki ólíklegt að ég eldi góðan mat um helgina,“ bætir Andrea svo við og upplýsir að hún hafi gaman af að elda og það mun bara fara eftir andanum um helgina hvort það verður indverskt, taílenskt eða bara kjötsúpa sem verður á borðum hjá henni. Annars kem- ur í ljós að eftirsóttasti maturinn heima hjá Andreu á þessum árstíma er lauksúpan henn- ar. „Núna þegar önnur hver manneskja er með kvef biðja fjölskyldan og vinir um lauk- súpuna þegar kíkt er í heimsókn. Hún vinnur á kvefi og alls kyns pestum og er rosalega góð.“ Lauksúpa Andreu laukur eftir hentugleikum kjúklingakraftur hvítlaukur og ríflega af honum engifer örlítið af rifinni múskathnetu estragon vatn samlokubrauðsneiðar egg ostur Skerið niður lauk og hvítlauk og rétt steikið á pönnu í stutta stund. Bætið við ferskum rösp- uðum engifer og múskatinu. Vatni og kjúk- lingakrafti bætt við. Holið brauðsneið með glasi og spælið í holuna egg. Ekki spæla eggið í gegn. Setjið í súpuskál og ostsneiðar yfir. Hellið súpunni yfir og berið fram. Klikkar ekki. Kjúklingasúpa og keilukvöld Morgunblaðið/Ásdís Helgin Andrea Gylfadóttir bregður sér gjarnan í göngutúr þegar færi gefst um helgar. Andrea Gylfadóttir söngkona er að hugsa um að skella sér í bilj- arð og keilu annað kvöld en ætl- ar þó að hefja helgina á því að syngja íslensk lög fyrir þá sem leggja leið sína í Hlégarð í kvöld. Að sofa út og taka því afar rólega. Að kúra hjá ástvini ef maður á hann. Að fara í góðan göngutúr. Að gera sér ferð í Listasafn Íslands á frábæra sýningu, Frelsun litarins. Að lesa góða bók og ef það er kalt þá endilega kúra undir teppi og fá sér heitt súkkulaði. Andrea mælir með daglegtlíf Rauðvínin frá Rioja standa fyrir sínu þegar góðir framleiðendur eru annars vegar segir Stein- grímur Sigurgeirsson. » 27 vín Á Íslandi er að finna fjölmörg sumarhús af öllum stærðum og gerðum og Gunnar Sverrisson hefur myndað mörg þeirra. » 29 bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.