Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Veldu létt og mundu eftir ostinum! Mikil mildi 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Fremur hæg austlæg átt, 3–8 m/s syðst. Skýjað og stöku él suð- austantil en annars létt- skýjað. » 8 Heitast Kaldast 0°C -15°C ÍSLENSKA útgáfu- félagið From Nowhere Records, sem er í eigu Barða Jóhannssonar og Sigurðar Pálma Sig- urbjörnssonar, skrifaði í gær undir dreifingar- og útgáfusamning við bandaríska fyrirtækið Ryko, dótturfélag út- gáfurisans Warner Mu- sic Group, um dreifingu á fyrstu útgáfu í Bandaríkjunum á plöt- unni Something Wrong með hljómsveit- inni Bang Gang. „Dreifingarnet Warner er eitt það besta í Bandaríkjunum og þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt útgáfufélag gefur út í Bandaríkjunum með dreifingu á landsvísu,“ segir Sigurður Pálmi, en plat- an fer í verslanir um öll Bandaríkin. Þá verður næsta plata Bang Gang einnig gef- in út í samvinnu við fyrirtækið. „Þetta er gríðarlegt skref fram á við fyrir útflutn- ing íslenskrar tónlistar. Þetta gefur mikil tækifæri í framtíðinni varðandi það að koma nýju efni á framfæri.“ Góð dreifing vestanhafs Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MÆÐUR og feður barna á biðlista legudeildar barnageðdeildar Landspítala – háskólasjúkra- húss (BUGL) fóru ólíkar leiðir til að mæta álagi vegna veikinda barna sinna, að því er rannsókn Þórdísar Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings sýn- ir. Mæðurnar sóttu frekar út á við eftir stuðningi meðan feðurnir drógu sig fremur í hlé heima fyr- ir til að safna kröftum. „Mæður hittu vinkonur til að létta sér upp. Einnig töluðu þær meira um vandamálið við trúnaðarvinkonur og sóttu jafnvel styrk í trú- ariðkun,“ sagði Þórdís. „Feðurnir fundu sér frek- ar ýmislegt að gera heima við, t.d. í garðinum, bílskúrnum eða við lestur,“ sagði Þórdís. Hún er að ljúka meistaranámi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og byggist meistaraprófsrit- gerðin á rannsókn hennar á foreldrum fyrr- greindra barna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tvö meginþemu einkenndu reynslu foreldra: Að berjast áfram og að lifa í voninni. Þá segir Þórdís að foreldrar sem rætt var við hafi upplifað biðina sem óréttláta og of langa. Biðin eftir svörum og úrræðum, og ekki síður það sem á undan var gengið, hafði haft mikil áhrif á líf þeirra og líðan. Eins fundu foreldrar til óvissu, kvíða og hjálp- arleysis. Í frásögnum þeirra kom fram reiði, fyrst og fremst gagnvart „kerfinu“. Stutt gat verið á milli reiði og sorgar. Þá gátu foreldrar fundið fyrir sektarkennd og verið óöruggir um hlutverk sitt á biðtímanum. Lítil þekking sumra á deildinni og fordómar annarra juku enn á þess- ar tilfinningar. Rannsóknin byggðist á ítarlegum viðtölum við foreldra fimm barna, fimm mæður og þrjá feður á aldrinum 28–45 ára. Foreldrar voru sammála um að veikindi barna þeirra og einkenni veikind- anna kæmu mjög niður á fjölskyldulífi og systk- inum og ykju á einangrun fjölskyldunnar. Þórdís mun flytja opinn fyrirlestur um meist- araritgerð sína í Eirbergi á föstudaginn eftir viku. Foreldrar fundu til óvissu, kvíða og hjálparleysis Mæður og feður brugðust ólíkt við samkvæmt rannsókn hjúkrunarfræðings á líðan foreldra barna á biðlista Barna- og unglingageðdeildarinnar, BUGL KJARVALSSTAÐIR verða opnaðir að nýju eftir gagngerar endurbætur á morgun. Kaffiterían er nú í miðrými hússins, prýdd nýjum húsgögnum sem Prologus og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hafa hannað sérstaklega. Í tilefni af breytingunum verða þrjár sýningar opnaðar sem eru afar ólíkar þó segja megi að sameiginlegt leiðarstef þeirra hvíli á tengslum listar og náttúru. Um er að ræða tvær sýn- ingar á verkum Kjarvals og eina á verkum sem helguð eru fossum. Á myndinni er Hekla Dögg Jónsdóttir að setja upp verk sitt sem er hluti af sýningunni Foss. | 48 Morgunblaðið/G.Rúnar Kjarvalsstaðir endurbættir ,,FYRSTU viðbrögð kerfisins virð- ast alltaf vera að þetta hafi verið óhappatilviljun. Þetta hafi ekki verið neinum að kenna,“ segir Dögg Páls- dóttir hæstaréttarlögmaður sem um árabil hefur rekið og rekur mál sjúk- linga sem orðið hafa fyrir tjóni vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu. „Sjúklingar sem til mín hafa leitað eru sammála um að þeir fái hvorki skýringar né upplýsingar. Þeim finnst starfsfólk forðast sig og upp- lifa að það sé hreinlega verið að hafna þeim, af því að það gerðist eitthvað sem enginn vill taka ábyrgð á og ræða,“ segir Dögg og engin breyting hafi orðið á þessu viðhorfi undanfarinn áratug og að lögin um sjúklingatryggingar frá 2001 hafi litlu breytt. | Miðopna Sjúklingar fá hvorki skýringar né upplýsingar Málþing haldið um öryggi sjúklinga BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær að taka tilboði Novators, fjárfestinga- félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í húsið Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Kaup- verðið er 600 milljónir en hugsanlegt er að kaupandinn greiði allt að 200 milljónir króna til viðbótar vegna ýmissa fram- kvæmda við hús og á lóðinni. Fram kemur í tilboði Novators, að fyr- irhugað sé að koma húsinu og lóðinni í upprunalegt horf og setja þar upp safn um líf Thors Jensen, langafa Björgólfs, sem reisti húsið á sínum tíma. Fjögur tilboð bárust í húsið og sam- þykkti borgarráð með atkvæðum Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Sam- fylkingar að taka tilboði Novators. Borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs greiddi atkvæði á móti og mun málið því koma til endanlegrar af- greiðslu á fundi borgarstjórnar eftir hálf- an mánuð. Húsið reisti Thor Jensen á lóð úr svo- nefndum Útsuðurvelli eftir uppdrætti Ein- ars Erlendssonar húsameistara. Var það fullgert 1908. Bjó Thor Jensen síðan lengi í húsinu ásamt fjölskyldu sinni en meðal barna hans var Ólafur Thors forsætisráð- herra. Morgunblaðið/Þorkell Safn um líf Thors Jensen ♦♦♦ ♦♦♦ STJÓRN Exista ákvað í gær að óska eftir því við aðalfund félagsins, sem haldinn verður í næsta mánuði, að fá heimild til að sækja um skráningu á hlutum félagsins í Kauphöllinni, OMX á Íslandi, í evrum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um að nýta slíka heimild í ár, verði hún veitt. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar en Exista birti upp- gjör sitt fyrir síðasta ár í gær. | 16 Hlutir Exista skráðir í evrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.