Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 41
✝ Rannveig Krist-jana Jónsdóttir
fæddist í Hörgsdal á
Síðu hinn 20. desem-
ber 1924. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 30.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Anna Krist-
ófersdóttir, f. á
Breiðabólsstað á
Síðu 15. apríl 1891,
d. 27. janúar 1967,
og Jón Bjarnason, f.
í Hörgsdal á Síðu 14.
apríl 1887, d. 10. desember 1977.
Rannveig var 12. í röð 15 systkina,
og með henni eru 13 þeirra látin.
Börn Jóns og Önnu, auk Rann-
veigar, voru: Ragnar Friðrik, f. 3.
maí 1908, d. 5. apríl 1988, Helga, f.
26. apríl 1909, d. 12. mars 1992,
Kristjana, f. 23. september 1910, d.
19. apríl 1925, Bjarni, f. 16. nóv-
ember 1911, d. 2. janúar 1999, Sig-
rún, f. 23. desember 1912, d. 30.
apríl 1973, Kristófer, f. 31. júlí
1914, d. 23. júlí 1997, Anna Kristín,
f. 6. febrúar 1916, d. 5. mars 2003,
Jakob, f. 6. mars 1917, d. 11. nóv-
ember 1999, Ólafur, f. 6. mars
1919, d. 31. desember 2006, Her-
mann Guðjón, f. 25. maí 1921, d. 14.
september 1997, Páll, f. 26. október
1922, d. 13. maí 2000, Halldór, f. 9.
mars 1926, Kristjana, f. 3. apríl
1927, og Ólafía Sigríður, f. 21. maí
1929, d. 1. júní 1984. Rannveig
flutti með foreldrum sínum frá
Hörgsdal að Keldunúpi í sömu
sveit árið 1927, og á Keldunúpi átti
þrjú börn, þau eru: Stefán Freyr, f.
19. október 1976, Sveinn Ingvi, f.
13. júlí 1979, og Sigrún Árdís, f. 3.
nóvember 1982. Langömmubörnin
eru 22. Alls eru afkomendur Rann-
veigar og Sólmundar 42.
Árið 1947 fluttust Rannveig og
Sólmundur til Hveragerðis með
tvær ungar dætur, þar sem þau
höfðu byggt einbýlishús. Vegna
veikinda Sólmundar fluttu þau
þremur árum síðar að Breiðabóls-
stað á Síðu og bjuggu þar í sambýli
við Elínu systur Sólmundar og
Matthías mann hennar og þeirra
fjölskyldu. Þar voru einnig í heim-
ili þrjár fullorðnar konur, Þuríður
móðir Sólmundar, Ragnhildur, sem
hafði verið vinnukona á heimili
Þuríðar í Búlandsseli. Hún fylgdi
börnunum þegar heimilið leystist
upp vegna fráfalls föður þeirra og
veikinda Þuríðar. Þar var einnig
heimilisföst Elín Sigurðardóttir
föðursystir Elínar og Sólmundar.
Árið 1958 fluttu Rannveig og Sól-
mundur með þrjú börn sín í Kópa-
vog og byggðu sér hús að Birki-
hvammi 10 þar sem þau bjuggu
meðan bæði lifðu. Rannveig fór
fljótt að vinna fyrir sér eins og
eldri systkini hennar. Hún vann við
hótelið á Kirkjubæjarklaustri á
sumrin og var í vist í Reykjavík yfir
veturinn ásamt því að hjálpa for-
eldrum sínum við bústörfin á Keld-
unúpi og síðar á Mosum. Eftir að
hún flutti í Kópavoginn vann hún
alltaf utan heimilis hin ýmsu störf
sem til féllu, en mest þó við sauma,
má þar nefna t.d. Gráfeld, Álafoss
og L. H. Muller. Einnig var hún um
tíma leiðbeinandi hjá Örva í Kópa-
vogi og síðustu starfsárin var hún
bréfberi hjá Íslandspósti.
Útför Rannveigar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13. Jarðsett verð-
ur í Gufuneskirkjugarði.
hún sínar bernsku- og
æskuminningar.
Eiginmaður Rann-
veigar var Sólmund-
ur M. Einarsson, f. á
Hruna í Hörgslands-
hreppi 24. nóvember
1921, d. 22. ágúst
1994. Börn Rann-
veigar og Sólmundar
eru: 1) Þuríður Bára,
f. á Mosum 4. júní
1945, maki Helgi
Ingvarsson, f. 26.
nóvember 1938, þau
eiga sjö börn, þau
eru: a) Ingvar, f. 3. febrúar 1965, b)
Svava Björk, f. 14. júní 1966, c) Sól-
mundur Örn, f. 15. apríl 1968, d)
Hrafnhildur, f. 26. apríl 1970, e) Jó-
hannes Helgi, f. 14. september
1971, f) Harpa Rannveig, f. 15.
mars 1975 og g) Anna Hrund, f. 15.
mars 1975. 2) Elín Anna, f. á Mos-
um 5. apríl 1947, maki Geir Geirs-
son, f. 4. júlí 1946, þau eiga þrjá
syni, þeir eru: a) Guðjón, f. 18. júlí
1974, b) Kjartan Orri, f. 3. nóv-
ember 1976 og c) Geir Herbert, f.
26. maí 1986. 3) Einar Sigurður, f. í
Hveragerði 27. ágúst 1948, maki
Svanhvít Kristín Einarsdóttir, f.
22. september 1954, þau eiga tvær
dætur, þær eru: Hildigunnur Elva,
f. 25. mars 1975 og Matthildur Ey-
rún, f. 24. apríl 1985. Dóttir Einars
og Þórdísar Sigurðardóttur, f. 28.
desember 1951, er Rannveig, f. 15.
nóvember 1967. 4) Jóna, f. á
Breiðabólsstað 13. september
1955, maki Einar Baldvin Sveins-
son, f. 29. október 1950. Þau eiga
Margs er að minnast, elsku
mamma, á þessum tímamótum þegar
ég kveð þig og rifja upp líf okkar sam-
an. Áranna í Hveragerði þegar ég, lít-
il stelpa, var með ykkur pabba og
Önnu, hann að smíða fallega skápa og
borð sem hann spónlagði og mynstr-
aði svo fallega, þú að sauma, og við í
sameiningu að passa Önnu, sem var
svo mikill óviti! Heimsóknir til frænd-
fólks í Hveragerði, ferðir mínar í bak-
aríið að kaupa fallegu glassúrterturn-
ar, sem ekki voru skrifaðar á miðann
sem réttur var afgreiðslustúlkunni.
Móttökurnar þegar heim kom.
Mamma alltaf glöð við börnin sín. Ný
stígvél. Samt alltaf sól. Pabbi alltaf
veikur og heimsóknir læknisins, sem
mér stóð nokkur stuggur af. Síðar
ferð til Reykjavíkur, þar sem tekin
var mynd af okkur systrum saman í
fallegu fötunum sem þú hafðir saum-
að á okkur. Slaufur í hárinu. Svo fór
ég með Nönnu í sveitina til afa.
Mamma eftir í Hveragerði hjá pabba
og Önnu og þar fæddist strákur. Svo
voruð þið allt í einu komin í heimsókn
á Mosum. Flutt að Breiðabólsstað.
Önnur fjölskylda, en samt mín. Ég
var hjá afa, ég átti hann, en þið komuð
í heimsókn. Alltaf á sunnudögum á
mótorhjólinu hans pabba. Strákurinn
bróðir minn fyrir framan pabba,
Anna á milli og mamma öftust og hélt
í pabba. Heimsóknir á Breiðabólsstað
þar sem voru margir krakkar og allt
iðaði af lífi og leik. Aftur til afa sem
kannski leiddist að hafa ekki stelpuna
sína. Á Breiðabólsstað fæddist Jóna.
Mamma mikið veik. Pabbi í brúar-
smíði á Mýrdalssandi. Ég send 10 ára
eftir lyfjum að Klaustri. Hjólaði hratt
þá. Jóna falleg, broshýr, kringluleit,
litla systir mín. Síðan unglingsárin í
Kópavogi, vinna og skóli.
Alltaf þegar komið var heim var
kallað á mömmu, bara til að vita hvort
hún væri heima. Tómt hús ef hún var
ekki heima. Tók alltaf þátt í öllu sem
við vorum að gera, hvatti okkur í
námi, sá í gegnum fingur sér ef eitt-
hvað fór úrskeiðis og saumaði flest
sem okkur datt í hug að biðja um.
Kenndi okkur að sauma á okkur sjálf-
ar. Alltaf farið inn til mömmu og látið
vita að værum komin heim eftir að
hafa verið úti að skemmta sér. – Volg-
ur ávaxtagrautur um miðja nótt.
Mamma treysti krökkunum sínum.
Sama með barnabörnin. Fylgdist allt-
af með hverjum og einum.
Fallega heimilið ykkar pabba í
Birkihvammi. Hann alltaf að smíða
eitthvað fallegt í rennibekknum sín-
um og þú prýddir heimilið með svo
fallegum og smekklegum hlutum.
Garðurinn ykkar sem þið ræktuðuð
svo vel. Samheldni stórfjölskyldunn-
ar, bræður pabba, systkini mömmu,
daglegur samgangur. Allir hjálpast
að. Allir velkomnir hvort sem var í
kaffisopa eða til lengri dvalar vegna
vinnu eða skóla. Góðir nágrannar í
Birkihvammi, Kjartan og fjölskylda,
Villi og fjölskylda o.fl. – Umræður um
pólitík, lést þá aldeilis heyra það þeg-
ar þér þótti nóg um hrokann. Þar
voru ekki allir vinir þínir.
Barnabörnin áttu mikið í ömmu
sinni. Hún talaði alltaf við þau hvert
og eitt á þeirra eigin forsendum, lék
við þau og hló svo innilega með þeim.
Fylgdist af áhuga með því sem þau
tóku sér fyrir hendur. Barnabörnin
Sólmundur og Rannveig bjuggu á
heimili afa síns og ömmu, hún á
barnsaldri um nokkurra ára skeið,
hann unglingur í skóla og vinnu.
Samheldni systkina mömmu birtist
m.a. vel í Mosafélaginu, en það er
sameignarfélag fjölskyldunnar um
viðhald og uppbyggingu íbúðarhúss
foreldra þeirra á Mosum á Síðu, þar
sem hver fjölskylda á einnar viku
sumardvöl ár hvert. Þar voru foreldr-
ar mínir virkir í viðhaldi meðan bæði
lifðu og mamma meðan heilsan leyfði.
Þar er nú sannkallaður sælureitur
fjölskyldunnar. Þá hafa systkinin allt-
af hist ásamt fjölskyldum sínum í apr-
íl ár hvert sem næst afmælisdegi for-
eldra sinna um miðjan apríl.
Árið 1994 lést pabbi eftir erfið veik-
indi og var fallegt að sjá hvað þú
hjúkraðir honum vel. Eftir það fluttir
þú í Furugrundina og minnið fór að
gefa sig. Þú sem alltaf hafðir hræðst
þennan sjúkdóm, alzheimer, sem
hafði leikið ömmu þína, móður og
þrjú systkin svo grátt. Í þeirra veik-
indastríði sýnduð þið systkinin ykkar
væntumþykju með reglulegum heim-
sóknum. Dætrum þínum sagðir þú
hvernig við skyldum bregðast við ef
þú fengir sjúkdóminn. Þú fórst til
Jóns Snædal öldrunarlæknis og tjáð-
ir honum áhyggjur þínar. Við viljum
þakka honum innilega hve vel hann
reyndist móður okkar og okkur í
veikindum hennar. Sömuleiðis öllu
því góða fólki sem hugsaði um hana
bæði þegar hún var í dagvistinni í Hlí-
ðabæ, þar sem hún fékk mikla upp-
örvun og styrk, og nú síðast í Roða-
sölum 1, þar sem hún bjó síðustu 2
árin. Hjartans þakkir til Önnu og
Jónu, sem svo vel og ástúðlega hafa
hugsað um mömmu, og gert allt sem í
mannlegu valdi stóð til að létta henni
lífið.
Kæru Halldór og Kristjana, þið
hafið kvatt tvö systkini ykkar með
mánaðar millibili, sem bæði höfðu
horfið ykkur inn í heim alzheimer-
sjúkdómsins. Innilegar þakkir til
ykkar fyrir umhyggju og hlýju.
Hjartans þakkir fyrir allt, mamma
mín.
Að endingu mamma, ég óska þess vil
í alföður landinu nýja.
Að verndi þig englar og vefji þig yl
og veitist þér ástúð og hlýja.
(S.F.T.)
Þín
Bára.
Nú hnígur sól að sævar barmi
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blóma hvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástar örmum,
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson)
Þakka þér fyrir allt elsku mamma.
Anna.
Það eru margar minningar sem
vakna á þessum tímamótum. Ekki
síst minnisstæð eru árin í Birki-
hvammi, þar sem við amma og afi
vorum nágrannar fyrstu árin mín.
Eftir því sem ég hugsa meira um það
er vart hægt að hugsa sér betra um-
hverfi fyrir lítinn dreng að eyða
fyrstu árum ævi sinnar í. Það var
gaman að geta rölt á náttfötunum ein-
um og í stígvélum milli húsa til að
heimsækja ömmu og afa, tína með
þeim rifsber og rabbarbara í garðin-
um, gróðursetja kartöflur og græn-
meti að vori og taka þátt í uppsker-
unni að hausti. Bæði amma og afi
voru með græna fingur og var alltaf
mikið af blómum og fallegum trjám
þar sem þau komu nálægt. Það eru
margar minningarnar þar sem við
systkinin og frændsystkini lékum
okkur í garðinum og fengum að
hjálpa til við garðvinnuna. Þó svo við
fjölskyldan værum flutt hinum megin
við Kópavogshálsinn, átti ég á ung-
lingsárunum fjölmargar ógleyman-
legar stundir heima hjá ömmu þar
sem við ræddum um daginn og veg-
inn, meðal annars á milli þess sem ég
dundaði mér í skúrnum hjá afa.
Amma og afi voru með eindæmum
handlagin, amma saumaði og afi
smíðaði. Eftir þau liggja mörg falleg
listaverk. Samveran með ömmu
minni og afa er órjúfanlegur og ómet-
anlegur hluti af uppvaxtarárum mín-
um sem mun fylgja mér alla ævi.
Elsku amma. Þú hefur alltaf verið
stórkostleg og stóðst þig eins og í
hetja í viðureign við erfiðan sjúkdóm
síðustu árin. Þú hefur veitt mér,
systkinum mínum, foreldrum og öðr-
um mikla gleði með nærveru þinni og
hlýju og fyrir það er ég mjög þakk-
látur. Ég er viss um að þú ert núna á
góðum stað, þaðan sem þú fylgist
með afkomendum þínum og öðrum
ástvinum af áhuga og ástúð eins og þú
hefur alltaf gert. Ástarkveðja.
Stefán Freyr Einarsson.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast ömmu minnar Rannveig-
ar Jónsdóttur eða ömmu Ranný eins
og við bræðurnir kölluðum hana. Hún
amma bjó í Birkihvamminum þegar
við uxum úr grasi og reglulega vorum
við þar í heimsókn, var það alltaf jafn
minnisstætt. Það var alltaf nóg að
gera í Birkihvammi, oft vorum við að
smíða með afa í skúrnum, grófum eft-
ir möðkum fyrir veiðina í grænmet-
isgarðinum og lékum með frænd-
systkinunum sem bjuggu í næsta
húsi. Bæði afi og amma voru afskap-
lega handlagin og eigum við bræð-
urnir nokkrar gersemar sem þau
hafa gert. Afi smíðaði og lakkaði í
skúrnum með tækjum sem hann
hafði sjálfur búið til, eins og borð-
söginni sem einu sinni var þvottavél
og amma saumaði allt sem mann
langaði í og voru mokkajakkarnir sér-
staklega eftirsóttir frá hElsku amma,
nú ertu loksins komin til afa og það
gleður mitt hjarta. Alltaf þegar ég
hugsa til ykkar, þá hugsa ég um tím-
ana í Birkihvamminum, þar var alltaf
gaman að koma í heimsókn, það var
alltaf tekið hlýlega á móti manni og
alltaf var kexboxið fullt, en á yngri ár-
um mælist oft kærleikur í kexi og hjá
ykkur var alltaf nóg til af því. Ég man
tímann þegar ég var svo reiður við
foreldra mína fyrir að flytja úr Búr-
felli í bæinn að ég vildi fá að búa hjá
ykkur alveg, en það breyttist nú fljótt
eftir að ég áttaði mig á því hvað það
var oft fiskur í matinn hjá ykkur. Mér
þótti það alltaf leiðinlegt að þú og afi
höfðuð ekki lengri tíma saman á gull-
árunum, en hann var alveg einstakur
smiður og vandvirkari mann er erfitt
að finna. Það sama átti við um þig og á
ég enn bæði mokka- og leðurjakkann
sem þú saumaðir fyrir afa og þá mun
ég ætíð varðveita.
Megi guð geyma ykkur og ég er
viss um að afi er búinn að rækta rós-
irnar fyrir heimkomu þína til hans og
það mun eflaust verða sjóbirtingur í
matinn.
Takk fyrir allar dásamlegu minn-
ingarnar, ykkar
Kjartan.
enni. Ég man oft eftir mér sitjandi
við eldhúsborðið hjá ömmu borðandi
táfýluost eða bestu spælegg í heimi
og ræðandi við hana um daginn, veg-
inn og pólitíkina. Því miður var ömmu
ekki hlíft við minnisveikinni sem hef-
ur hrjáð svo mörg systkina hennar og
tók hún sjúkdómnum með mikilli ró
og var búin að undirbúa sig og sína
eins og hægt var.
Þótt að amma hafi ekki verið há í
loftinu var hún stór persónuleiki og
mikil gersemi.
Elsku amma, ég veit að það er tek-
ið vel á móti þér hinum megin. Ég er
innilega þakklátur fyrir allar góðu
stundirnar sem ég fékk að eiga með
þér, megi minning þín lifa með af-
komendunum um ókomna tíð.
Guðjón Geirsson.
Rannveig Kristjana
Jónsdóttir
Eftir strembna tíma
síðastliðin ár þar sem
brosað var í gegnum tárin
mæta þér nú ný ljós, nýtt ferðalag
með fríðu föruneyti ástvina þinna.
Vaki Guðs englar yfir þér,
elsku amma mín, og takk fyrir
allt. Þinn
Geir Herbert (Hebbi).
HINSTA KVEÐJAhægri hönd í öllu sem laut að bók-
haldi og fjárreiðum. Á Ósi naut hann
þess að sinna æðarvarpi og viðhaldi
á húsum og girðingum. Hann var
glaður og reifur og við rifjuðum upp
gamlar minningar, þegar við hitt-
umst, en fyrir nokkrum árum fór að
bera á því að skammtímaminnið
brygðist honum. Hann greindist
með Alzheimersjúkdóm, sem gekk
svo hratt fram, að á skömmum tíma
missti hann allt samband við um-
hverfi sitt. Hann var hins vegar
býsna hress að sjá að öðru leyti.
Andlát hans kom því nokkuð á óvart,
en var blessun eins og komið var,
þar sem þessi hressi og skapmikli
maður var orðinn skugginn af sjálf-
um sér. Hann lifir í minningu okkar,
sem þekktum hann og unnum hon-
um. Mér var hann alla tíð kær og eft-
irminnilegur þessi elsti mágur minn.
Blessuð sé minning hans. Sigrúnu
systur minni, börnum þeirra og öðr-
um ástvinum sendum við Álfhildur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Bárður G. Halldórsson.
Genginn er til hinstu hvílu Hring-
ur Hjörleifsson.
Árið 1971 flutti til Grundarfjarðar
Hringur Hjörleifsson með fjölskyldu
sína frá Flateyri. Þessi happasæli
skipstjóri hafði tekið að sér að stýra
Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. Ís-
lenskur sjávarútvegur hafði verið í
nokkurri lægð og stjórnvöld höfðu
sofið á verðinum, síldin var horfin
fyrir allmörgum árum og fátt sem
komið gat í staðinn fyrir hana. Sjáv-
arþorpin bjuggu við árstímabundið
atvinnuleysi og miklir erfiðleikar
voru hjá útvegsfyrirtækjum. En
fram undan voru bjartir tímar. Skut-
togaraöldin var að byrja. Guðmund-
ur Runólfsson var með skuttogara í
smíðum og það þurfti öflugan ein-
stakling til að efla svo landvinnsluna
að byggðarlagið væri fært um að
nýta sér þau nýju bjargráð. Þar var
Hringur Hjörleifsson réttur maður á
réttum stað. Kraftur þessa karls,
byggingargleði og bjartsýni gerðu
það að verkum að til varð öflug fisk-
vinnsla og frábær tækifæri. Grund-
arfjörður varð mikilvæg verstöð sem
varð tilbúin að takast á við nýja
tíma. Saman gengu þeir Hringur og
Guðmundur Runólfsson í farar-
broddi fyrir einhverri mestu bylt-
ingu sem í Grundarfirði hefur nokk-
urn tíma orðið frá því að fyrsti
mótorbáturinn kom 1906. Þeir
kumpánar voru oft sáttir en ekki
alltaf. Saman með öðrum öflugum
einstaklingum eins og Sigurjóni
Halldórssyni, Hjálmari Gunnarssyni
og Soffaníasi Cecilssyni og fleirum
byggðu þeir þróað samfélag þar sem
í fyrirrúmi var skynsamleg nýting
sjávarafla og stöðug atvinna. Engum
vafa er undirorpið að Grundarfjörð-
ur stendur í þakkarskuld við Hring
Hjörleifsson og mun nafn hans og
verk vera varðveitt meðal þeirra
áhrifamanna sem mestan heiður
eiga skilið.
Mér er ljúft að minnast Hrings,
ekki aðeins fyrir þátt hans í öllu
þessu, heldur ekki síður sem fjöl-
skylduvinar. Faðir minn var verk-
stjóri í Hraðfrystihúsinu allan þann
tíma sem Hringur stýrði því. Milli
þeirra ríkti einlæg vinátta og gagn-
kvæm virðing meðan báðir lifðu.
Margar stundir sat Hringur á heim-
ili foreldra minna og var þá oft gam-
an. Karlinn var ræðinn og skemmti-
legur, fróður og forvitinn. Oftast
held ég að þeir félagar hafi rætt um
vinnuna og framtíðaráformin. En
það vék þó alltaf ef einhverjir aðrir
gestir mættu. Þá spurði Hringur
mann spjörunum úr og þótti sumt
fróðlegt og annað spaugilegt. Hlátur
var því oft mikill í þeim samræðum.
Svo kom það auðvitað fyrir að
ágreiningur reis. Þá varð hann fljótt
tilbúinn í þras. Og gott þras mega
menn ekki láta fram hjá sér fara, en
svo var það búið og engin dæmi veit
ég um að þessi karl hafi nokkurn
tíma verið í fýlu eftir góðar snerrur.
Við leiðarlok kveð ég góðan vin og
traustan og þakka sérstaklega fyrir
þá hlýju sem hann ávallt sýndi for-
eldrum mínum. Ég bið góðan Guð að
vaka yfir ástvinum sem kveðja kær-
an vin og blessa minninguna um góð-
an dreng.
Ingi Hans.