Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 26
matur 26 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ekkert mál að matreiða fisk með nýstárlegu móti og sjálfsagt að gera tilraunir. Fiskur getur ein- mitt verið sannkallaður „heilsu- skyndibiti“ sem hentar vel á mörg- um heimilum en er einnig spennandi matur í boð og partí. Réttirnir þrír, sem uppskriftirnar hér að neðan eru að, eiga það sameiginlegt að vera annaðhvort nýstárlegir eða framandi, a.m.k. þó nokkuð langt frá góðu gömlu soðnu ýsunni með smjöri og kartöflum – sem stendur þó líka alltaf fyrir sínu. Fiskur er einfaldlega hollur matur jafnt fyrir líkama og sál. Næring- argildi fiskmetis einkennist af ríkulegu magni próteina í hæsta gæðaflokki og óvenjumiklu magni af snefilefnum, sérstaklega seleni og joði. Feitur fiskur er einnig auðugur af D- vítamíni. Wok-steiktur maríneraður fiskur fyrir 2 250 g frosinn fiskur, þorskur, steinbítur eða hlýri ½ gúrka 2 vorlaukar, smátt saxaðir 1 msk. ólífuolía salt Marínering 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 1 msk. ólífuolía 2 msk. rifið ferskt engifer ½ dl límónusafi 1 msk. hunang nokkrir dropar tabasco-sósa (eða önnur sterk chili-sósa) Kartöflumús 300 g afhýddar kartöflur 1 dl matargerðarrjómi 1 msk. smjör fersk steinselja Takið fiskinn úr frosti og látið þiðna aðeins, en ekki nema 20 mín. eða svo eða setjið hann í mínútu á affrystingarstillingu í örbylgjuofni. Skerið fiskinn frosinn í mjög þunnar sneiðar. Hrærið saman öllu sem á að fara í maríner- inguna og setjið fisksneiðarnar út í. Látið standa í ísskáp í klukkustund (eða lengur). Gerið kartöflumús á meðan. Afhýðið kart- öflur og sjóðið í vatni með salti, hellið vatninu af, stappið kartöflurnar og blandið rjóma og smjöri saman við. Smakkið til með salti og steinselju. Mér finnst gott að kartöflumús sé svolítið gróf, jafnvel með smábitum af kart- öflum í, en það er smekksatriði. Margir vilja frekar að stappan verði alveg „slétt“. Skerið gúrkuna í stafi, blandið saman við salt og ólífu- olíu og stráið vorlauk yfir. Hitið ólífuolíu á wokpönnu (eða annarri góðri pönnu), steikið fiskinn snöggt og piprið um leið og hann er steiktur. Berið fram með sítrónusneið, góðu grófu brauði og köldu sítrónuvatni eða hvítvíni ef þannig stendur á. Regnbogarækjur fyrir 4 350 g pastaslaufur, soðið skv. uppl. á pakka 700 g stórar rækur 2 appelsínur 2 dl sýrður rjómi, 18% ½ dl vatn 1 msk. eplaedik 1 tsk. sykur salt og svartur pipar fullt af ferskri basilíku Meðlæti ferskt gróft brauð papriku-tapenaði (eða ólífu-) Afhýðið rækjurnar og látið renna af þeim. Sjóðið pasta samkvæmt upplýsingum á pakka, látið vatnið renna af á sigti. Rífið hýði af einni appelsínu og kreistið úr safann í pott, setjið sýrða rjómann út í ásamt vatni og ediki. Látið suðu koma upp. Skerið hýðið af hinni appelsínunni og skerið í snyrti- legar sneiðar. Setjið appelsínubita, rækjur og fullt af ferskri basilíku út í sósuna. Smakkið til með sykri, salti og pipar. Setjið pastað í skál, hellið sósunni yfir og berið fram með grófu brauði og papriku-tapenaði (eða ólífu-). Hér má að sjálfsögðu nota hvaða pasta sem er, spelt, heilhveiti, hveiti eða skrautpasta eins og á myndinni. Indverskur fiskbakstur með mangósósu fyrir 4 600 g lúða, roð- og beinhreinsuð Marínering 2 msk. mangó chutney 2 msk. rifið ferskt engifer 2 msk. ólífuolía 1 tsk. taza masala (kryddblanda) 1 tsk. kummin 1⁄2 tsk. chiliduft 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir Sósa 2 msk. ferskur límónusafi 2 hvítlauksgeirar 1 mangó, afhýtt og smátt saxað 2 dl lífrænt hreint jógúrt 1 tsk. ferskt engifer, fínt rifið Skerið lúðuna í bita. Hrærið öllu sem á að fara í maríneringuna saman og setjið fiskinn út í. Látið marínerast í klukkutíma í kæli (eða lengur). Á meðan má gera jógúrtsósuna og meðlætið sem gjarna má vera naan-brauð og kúskús eða hrísgrjón með kryddi. Svo er það sósan. Setjið allt sem á að fara í hana í matvinnsluvél, maukið saman og geym- ið í kæli. Fiskurinn er því næst settur í ofnfast mót og bakaður í ofni við 200°C í 15 mínútur. Lífleg hrísgrjón Rauðu hrísgrjónin eru soðin með rauðrófusafa úti í vatninu sem gefur þeim þennan fallega og hressandi lit í skammdeginu. Það má líka setja t.d. túrmerik til að fá gul grjón, já eða matarlit ef maður vill fá fram eitthvert sérstakt þema. Gerlaust naan-brauð 6 stykki 8 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt 2 msk. olía 1½ dl hreint jógúrt 1 egg 1½ dl mjólk olía til að pensla brauðið að utan Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti. Þeytið saman olíu, egg og jógúrt. Blandið sam- an við hveitiblöndu og mjólk. Setjið deigið í skál og látið standa og jafna sig, í u.þ.b. klst. Stillið ofninn á 220°C. Hnoðið deigið, rúllið í af- langa rúllu og skerið í sex bita. Formið hring- laga kökur úr deiginu, u.þ.b. 25 x 15 cm. Setjið á bökunarplötu og bakið þar til kakan hefur tekið lit, tekur um það bil fimm mínútur. Penslið brauðið með olíu er það kemur úr ofn- inum og vefjið inn í viskustykki. Litaglaðir fiskar í skammdeginu Morgunblaðið/ÞÖK Regnbogarækjur Litríkar eins og nafnið gefur til kynna. Indverskur fiskbakstur Kryddað og gott. Hollt og gott Wok-steiktur fiskur bragðast vel með ljúffengri kartöflumús. Naan brauð Best þegar þau eru ennþá volg og nýkomin úr ofninum. Nú er rétti tíminn til að borða ferskan fisk með framandi og spennandi kryddi og samsetn- ingum. Ef nokkrum óvæntum litum eða bragði er bætt í rétt- inn virkar það líka örvandi á matargesti, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, sem er ekki frá því að með þessu móti sé hægt að lýsa skammdegið aðeins upp! LÝÐHEILSUSTÖÐ ráðleggur okkur að borða tvær fiskmáltíðir í viku, enda aukum við þá líkur á að verða gáfaðri og hraustari á líkama og sál. Það sem gerir fiskmeti svo heilsusamlegan og þar af leiðandi mikilvægan hluta mataræðis okkar er að það inniheldur mikið af gæðapróteinum og óvenjumikið af snefilefnum, sérstaklega selen og joði. Auk þess er feitur fiskur auðugur af D-vítamíni og hinum einstöku löngu ómega-3-fitusýrum. Joð fáum við nánast einungis úr fiskmeti og ómega-3-fitusýrur einnig. Áhrif sýranna á heilsu fólks hafa verið mikið rannsökuð og hafa rannsónir þessar leitt í ljós góð áhrif m.a. á blóðfitu, þlóðþrýsting og samloðun blóðflagna. Eins benda rannsóknir til að fiskifita (lýsi) sem inniheldur þessar ómega-3-fitusýrur geti haft áhrif á bólgu- og ónæmissvörun líkamans. Svona mætti halda áfram og það er því óhætt að mæla með fiski sem heilsuhráefni. Hvað er svona hollt við fisk?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.