Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 23 LANDIÐ PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Fyrir vöðva og liðamót GLUCOSAMINE -HCI Fáskrúðsfjörður | Undirbúningur Þjóðahátíðar Austurlands stendur nú sem hæst, en hún verður haldin 18. febrúar nk. í Skrúð á Fáskrúðs- firði. Hátíðin er tileinkuð listum og menningu, þjóðakynningum, hand- verki og tónlist Austfirðinga af er- lendu bergi brotinna. Segir Kristín Arna Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, að markmið Þjóðahátíðar sé að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands og opna augu fólks fyrir þeim verðmætum sem felast í fjölbreyttri menningu. Austfirðingar sameinast um Þjóðahátíð AUSTURLAND Seyðisfjörður | Nú er tekið að stytt- ast í listmunauppboð menningar- miðstöðvarinnar Skaftfells á Seyð- isfirði, en það fer fram í versluninni Liborious við Mýrargötu í Reykja- vík eftir rúma viku. Boðin verða upp verk 37 lista- manna sem hafa allir komið að sýn- ingarhaldi Skaftfells, sem staðið hefur fyrir metnaðarfullu sýning- arhaldi á hátt í áratug. Á uppboð- inu má finna verk eftir helstu kan- ónur íslensks myndlistarlífs sem og yngri listamenn, innlenda og er- lenda. Ágóði uppboðsins verður nýttur til frekari uppbyggingar Skaftfells. Verkin verða til sýnis frá og með deginum í dag og er listamönn- unum og fjölmiðlum boðið í hús kl. 17 nú síðdegis. Skaftfell er miðstöð myndlistar á Austurlandi. Árlega eru á bilinu fimm til sjö sýningar í sýningarsal Skaftfells en að auki eru fjölmargar sýningar haldnar á Vesturveggn- um, galleríi í Bistrói Skaftfells. Sýningarnefnd hússins leggur metnað í að sýningarhald gefi góða mynd af samtímalistinni auk þess að bjóða upp á sýningar á hefð- bundnari verkum inn á milli. Að auki er í Skaftfelli gestavinnustofa þar sem listamenn geta dvalist í lengri eða skemmri tíma við vinnu sína. Seyðisfjörður hefur á und- anförnum árum getið sér gott orð sem kjörlendi fyrir myndlist- armenn að sýna verk sín eða vinna að list sinni. Skaftfell er án efa mið- punktur þess starfs og mikilvægur griðastaður myndlistarinnar í dreifðari byggðum landsins. Uppboðið fer fram laugardaginn 17. febrúar klukkan 16 og uppboðs- haldari verður Egill Helgason. Uppboðsskrá má nálgast á vefnum www.skaftfell.is undir dagskrá. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Metnaður Ein af fjölmörgum sýningum í Skaftfelli síðustu misserin er sýn- ing Önnu Líndal um Vatnajökul og var hún hluti af Listahátíð í Reykjavík. Uppboðsgripirnir kynntir í Liborious Djúpivogur | Á Djúpavogi hefur verið unnið vel að varðveislu eldri húsa á liðnum árum og má segja að öll séu þau mikil bæj- arprýði. Eitt af þeim húsum er verið hafa í endurbygg- ingu stendur í miðju bæj- arins. Það er bæði háreist og virðulegt og vekur gjarnan athygli gesta og gangandi. Húsið er í dag- legu tali kallað Sólhóll. Sólhóll er reist á grunni eldra húss er byggt var um 1880. Það hús sem stendur á lóðinni í dag var hins vegar reist árið 1930 og var efni- viður úr hinu eldra húsi að hluta nýttur til byggingarinnar. Ólafur Eiríksson frá Hvalnesi mun hafa verið yfirsmiður hússins sem var reist fyrir Jón Sigurðsson kaupfélagsstjóra og mág hans Ágúst Lúðvíksson verslunarmann. Það var svo árið 2000 að þau Þór Vigfússon myndlistarmaður og Steinunn Björg Helgadóttir, kennari við Grunnskóla Djúpavogs, keyptu húsið og hafa þau nú gert á því viðamiklar endurbætur og jafnframt gætt þess að vernda hið upprunalega útlit hússins eins og kostur er. Sólhóll er sann- kölluð bæjarprýði Morgunblaðið/Andrés Skúlason Sómi Sólhóll lenti í góðum höndum og hefur verið í yfirhalningu. Egilsstaðir | AFL, starfsgreinafélag Austurlands, undirbýr nú að senda þrjá trúnaðarmenn félagsins í náms- og kynningarferð til Svíþjóðar. Verkefnið er unnið í samvinnu við sænska verkalýðsfélagið IF Metal. Áætlað er að ferð trúnaðarmann- anna taki tvær til þrjár vikur og stendur m.a. til að heimsækja álver í Sundsvall. Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði verður gangsett í vor og AFL því sýnilega að undirbúa sitt lið. AFL er einnig að undirbúa nám- skeið fyrir erlenda trúnaðarmenn síðast í þessum mánuði. Munu þeir m.a. koma frá Fjarðaálssvæðinu, Eskju og Kárahnjúkum. Þetta er í annað sinn sem AFL stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiðum fyrir útlendinga og að sjálfsögðu verður túlkur kennara námskeiðsins til halds og trausts. Starfsgreinafélagið AFL undirbýr trúnaðarmenn Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hornafjörður | „Ég hef keppt í ýmsu í gegnum tíðina, bridds og íþróttum, en þetta er í fyrsta skipti sem ég verð Íslandsmeistari. Nú verður markmiðið að ná heimsmeistaratitl- inum,“ segir Sigurpáll Ingibergsson, sem ávann sér virðingarheitið Ís- landsmeistari í Hornafjarðarmanna á nýafstöðnu Íslandsmóti. Tíunda mótið í Hornafjarðar- manna var haldið um helgina, í tengslum við þorrablót Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu. 33 slyngir spilarar tóku þátt í undankeppni og áunnu þrír sér rétt til að taka þátt í úrslitakeppninni sem fór fram á þorrablótinu. Loksins hafðist það „Ég hef reynt að taka þátt í sem flestum mótum frá því byrjað var að keppa í þessu fyrir tíu árum. Loksins hafðist það,“ segir Sigurpáll. Hann er tölvunarfræðingur, búsettur í Kópavogi, en í röðum Hornfirðinga er hann kenndur við Fiskhól á Höfn þar sem hann bjó. „Ég hef oft komist í úrslitakeppn- ina en aldrei fyrr í þriggja manna úr- slit. Raunar var ég tæpur í undan- keppninni, var kominn í slæma stöðu en fékk svo góð spil í lokin að ég slapp inn á síðustu stundu,“ bætir Sigurpáll við. Í úrslitunum spilaði hann við Hall- dór Tryggvason og Sigríði Guð- mundsdóttur. Tvö mót á ári Hornafjarðarmanni er afbrigði af manna sem talið er að séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi sé höfundur að og spilaður var í Hornafirði fyrir miðja síðustu öld. Þegar Hornfirð- ingar héldu upp á aldarafmæli byggðar á Höfn árið 1997 efndi Al- bert Eymundsson skólastjóri, síðar bæjarstjóri, til heimsmeistaramóts í Hornafjarðarmanna og tóku 300 manns þátt. Síðan hafa verið haldin árleg heimsmeistara- og Íslandsmót, heimsmeistaramótin í tengslum við Humarhátíð á Höfn. Albert hefur haldið þessari keppni gangandi og er titlaður útbreiðslu- stjóri greinarinnar. Guðjón Þor- björnsson, fyrrverandi Íslands- meistari, var yfirdómari í úrslitunum þar sem hann féll út í undankeppn- inni. „Nú verður markmiðið að ná í heimsmeistaratitil“ Spilarar Guðjón Þorsteinsson, Sigurpáll Ingibergsson, Albert Eymunds- son, Halldór Tryggvason og Sigríður Guðmundsdóttir á úrslitastundu. Í HNOTSKURN »Talið er að séra EiríkurHelgason í Bjarnanesi (1892–1954) hafi verið höf- undur þess afbrigðis af manna sem nefnt hefur verið Horna- fjarðarmanni. »Albert Eymundsson, skóla-stjóri á Höfn, átti hug- myndina að því að farið var að keppa í spilinu. Frá 1997 hafa verið haldin árleg Íslands- og heimsmeistaramót. »Sigurpáll Ingibergsson ernýkrýndur Íslandsmeistari í spilinu. Tálknafjörður | Tvö vöruflutn- ingaskip komu til Tálknafjarðar á einum sólarhring í vikunni. Það fyrra kom um kl. níu um morguninn, og úr því voru affermd 500 tonn af salti. En þar sem kran- inn sem notaður var við að afferma skipið bilaði tafðist verkið um nokkra tíma og var ekki lokið fyrr en eftir miðnætti. Seinna skipið kom um tvöleytið um nóttina, en það var komið til að sækja loðdýrafóður, sem fyrirtækið Þóroddur framleiðir. Fóðrið er bú- ið til úr fiskúrgangi, til útflutnings til Danmerkur. Strax var hafist handa við að ferma skipið, þar sem 470 tonnum þurfti að koma um borð. Einnig má geta þess að gæftir hafa verið góðar undanfarna daga. Á rúmum sólarhring komu 70 tonn að landi á Tálknafirði. Langt er síðan önnur eins verð- mæti hafa farið í gegnum höfnina á jafnstuttum tíma. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Annir Salt og loðdýrafóður fer um Tálknafjarðarhöfn ásamt fiski. Mikil verðmæti um höfnina á sólarhring Selfoss | Undirskriftalistar, þar sem mótmælt var lokun deildar á leikskólanum Hulduheimum á Sel- fossi, voru kynntir í bæjarráði Ár- borgar í gærmorgun. Við það tæki- færi létu fulltrúar meirihlutans bóka að lokun umræddrar deildar muni ekki hafa í för með sér skerð- ingu á þjónustu við þau börn sem eru í leikskólanum og heldur ekki lækka þjónustustig leikskóla í sveit- arfélaginu. Fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins harmaði lokun leik- skóladeildarinnar. Mótmæla lokun leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.