Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRISTINN H. Gunnarsson, alþing- ismaður, sagði sig í gær formlega úr Framsóknarflokknum og þar með þingflokki Framsóknarflokksins. Þá hefur hann óskað eftir því við heil- brigðisráðherra að vera leystur frá störfum sem formaður stjórnar Tryggingarstofnunar ríkisins. Jafn- framt segist Kristinn láta af stuðn- ingi við ríkisstjórnina og muni skipa sér á bekk með stjórnarandstöðunni á Alþingi. Ætlar hann að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og seg- ist á næstu dögum munu ræða við forystumenn flokksins þar um. Kristinn segir í yfirlýsingu, að hann hafi verið gagnrýninn á ýmis- legt sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið að á kjörtímabilinu og telji, að vikið hafi verulega frá hefðbundinni stefnu flokksins. Því megi helst lýsa þannig að manngildið hafi mátt þoka fyrir auðgildinu. Þá hafi fyrir utan uppbyggingu stóriðju verið viðvar- andi áhuga- og árangursleysi hjá for- ystu Framsóknarflokksins í málefn- um landsbyggðarinnar og verði ekki séð að nokkurra breytinga til bóta sé að vænta. Frjálslyndi flokkurinn sé að mörgu leyti með svipaðar áherslur og sé að finna í stefnuskrá Fram- sóknarflokksins og hafi markað sér stað sem frjálslyndur og umbóta- sinnaður flokkur milli þeirra flokka sem eru til hægri og vinstri í íslensk- um stjórnmálum. Býður Kristin velkominn Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir að Kristinn H. Gunnarsson sé vel- kominn til liðs við flokkinn líkt og aðrir frjálslyndir Íslendingar. Segir Guðjón að framhaldið sé óráðið, ekki hafi verið rætt formlega við Kristin en að þeir hafi spjallað og að vitað hafi verið að hann hafi verið að velta fyrir sér að ganga í flokkinn. „Við höfum spjallað saman líkt og við höfum gert í gegnum árin og mér var kunnugt um að hann hefði verið að hugsa um þetta, ég lét hann vita að það yrði ekki illa tekið á móti hon- um.“ Guðjón telur að Kristinn eigi tví- mælalaust samleið með flokknum, hann sé enda reyndur stjórnmála- maður og hafi væntanlega lesið sér til um stefnumál flokksins áður en hann tók sína ákvörðun. Hefur legið í loftinu Hjálmar Árnason formaður þing- flokks Framsóknarflokksins segir ákvörðun Kristins ekki koma á óvart. Þá segir Hjálmar ákveðinn létti fyrir alla aðila að ákvörðun hafi verið tekin og að línur séu nú skýrar. „Þetta hefur legið í loftinu og allir þeir sem fylgst hafa með stjórnmál- um hafa reiknað með þessu, það má segja að bæði hjá Kristni og þing- flokknum sé þetta ákveðinn léttir, leiðir lágu ekki saman og ekkert við því að segja, en við óskum Kristni alls hins besta í framtíðinni,“ segir Hjálmar. Yfirgefur Framsókn Í HNOTSKURN »Kristinn hefur setið á Al-þingi frá árinu 1991, fyrst fyrir Alþýðubandalagið, síðan utan flokka og síðan fyrir Framsóknarflokkinn. »Hann gengur nú til liðs viðFrjálslynda flokkinn og segir stjórnarflokkana munu beina spjótum sínum að flokknum í kosningabarátt- unni framundan Guðjón A. Kristj́- ánsson Kristinn H. Gunnarsson Hjálmar Árnason MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrota. „Hreinn Loftsson hrl., stjórnar- formaður Baugs Group, sendi f.h. fé- lagsins yfirlýsingu til fjölmiðla í dag [7. febrúar]. Í yfirlýsingu sinni full- yrðir Hreinn að ríkislögreglustjór- inn hafi enn á ný lekið upplýsingum til fjölmiðla í því skyni að koma höggi á fyrrverandi og núverandi starfs- menn félagsins og svo virðist sem til- gangurinn hafi verið sá að hafa áhrif á aðalmeðferð í eftirstöðvum Baugs- málsins sem hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Af því tilefni vill ríkislögreglu- stjórinn taka eftirfarandi fram. Umræða í fjölmiðlum síðustu daga er tilkomin vegna þess að frétta- menn fengu afhent afrit af bréfa- skriftum milli embætta ríkislög- reglustjórans og skattrannsóknastjóra ríkisins. Fréttamennirnir fengu þessi gögn ekki afhent hjá embætti ríkislög- reglustjórans, sem hafði hafnað beiðni þeirra um slíkt. Líklegt er að annar tveggja manna sem til- heyrðu þeim hópi 9 einstaklinga sem nefndir hafa verið í um- ræðunni og höfðu fengið umrædd gögn afhent hjá skattrannsókna- stjóra ríkisins, eins og þeir höfðu rétt á samkvæmt stjórnsýslulögum, hafi afhent fréttamönnum gögnin eða þeir komist yfir þau með öðrum hætti frá þeim. Vegna þeirra upplýs- inga sem fram komu í nefndum bréf- um og fjölmiðlaumræðu sem hófst mánudaginn 5. febrúar sl. sá emb- ætti ríkislögreglustjórans sig tilknú- ið að senda frá sér fréttatilkynningu sem send var út þriðjudaginn 6. febr- úar sl. Í yfirlýsingu sinni fullyrðir Hreinn Loftsson að enn á ný hafi embætti ríkislögreglustjórans lekið upplýs- ingum til fjölmiðla, án þess að það sé með nokkrum hætti rökstutt með hvaða hætti það á að hafa gerst eða hvaða upplýsingar það eru. Verður ekki séð að Hreinn sé að vísa til fréttatilkynningar embættisins enda verður hún vart flokkuð sem leki heldur bein upplýsingagjöf til al- mennings. Ríkislögreglustjórinn getur ekki tekið ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um einstök mál né stjórnað umfjöllun þeirra um gögn sem þeir hafa fengið í hendur. Ríkislögreglustjórinn hefur engan hag af, né vilja til, að koma höggi á nokkurn starfsmann Baugs Group, hvorki fyrrverandi né núverandi. Í fréttatilkynningu embættisins frá í gær var enginn slíkur nafngreindur. Upplýsingar um nöfn einstaklinga hafa fréttamenn tekið upp úr fram- angreindum gögnum sem þeir hafa undir höndum. Reyndar var áréttað í fréttatilkynningu embættisins í gær að ekki væri litið svo á að brot sjö þeirra níu sem getið er um án nafn- greiningar gæfu tilefni til opinberrar refsimeðferðar, þótt ávirðingar kynnu að teljast sannar. Í yfirlýsingu sinni vísar Hreinn Loftsson til umfjöllunar í fréttum Ríkisútvarpsins og að fjárhæðir séu þar slitnar úr samhengi. Ríkislög- reglustjórinn hefur ekki veitt frétta- mönnum Ríkisútvarpsins neinar af þeim upplýsingum sem Hreinn vísar til í umræddri fréttaumfjöllun og ekki komu fram í fréttatilkynning- unni frá í gær. Aðrar upplýsingar sem koma fram í frétt Ríkisútvarps- ins eru á ábyrgð þeirrar stofnunar og eru ekki frá embætti ríkislög- reglustjórans komnar, þar á meðal að greiðslur hafi verið teknar ófrjálsri hendi úr sjóðum Baugs. Ríkislögreglustjórinn hefur í um- fjöllun sinni eingöngu fjallað um meint brot manna, en á engan hátt haldið því fram að ekki kunni að vera að einhverjar þær ávirðingar sem rannsókn beinist að kunni að verða taldar tilhæfulausar að henni lok- inni. Í yfirlýsingu sinni segir Hreinn Loftsson að svo virðist sem „tilgang- ur nýjasta lekans“ sé að hafa áhrif á aðalmeðferð í eftirstöðvum Baugs- málsins sem hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku, án þess að rökstyðja þá fullyrðingu nokkuð frekar. Erfitt er að sjá hvaða áhrif þetta getur haft á aðalmeðferð í um- ræddu máli. Ríkislögreglustjórinn vill árétta að sú umræða sem farið hefur fram í fjölmiðlum og var tilefni yfirlýsingar Hreins hófst án þess að ríkislögreglustjórinn gæti þar nokkru um ráðið, en upphaf hennar er rakið hér að framan. Rétt er að lokum að benda á að fullyrðingar um að embætti ríkislög- reglustjórans hafi lekið upplýsingum um rannsókn á umræddu máli hafa komið fram áður. Ríkissaksóknari hefur rannsakað slíkar ávirðingar og komist að þeirri niðurstöðu að eng- inn fótur væri fyrir slíkum áburði. Reykjavík, 7. febrúar 2007, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota.“ Yfirlýsing frá saksóknara efnahagsbrota Helgi Magnús Gunnarsson FERÐAFÉLAG Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lagst er gegn hugmyndum Norðurvegar um fjöl- farinn, uppbyggðan hálendisveg um Kjöl enda eigi hann fyrst og fremst að tengja saman landshluta en ekki að styrkja Kjöl sem óbyggðasvæði. „Uppbyggður vegur yfir Kjöl með hraðri og þungri umferð mun stór- spilla óbyggðum hálendisins. Hávaði og gnýr frá slíkri umferð á malbik- uðum vegi berst gríðarlega langt, umferðin stingur algerlega í stúf við þá náttúrustemningu sem þarna rík- ir, ævintýri óbyggðaferða á sumri og vetri er úr sögunni, enn einu sinni verður gengið á takmarkað land óbyggðanna og það rist í sundur, umferðinni fylgir margvísleg þjón- usta sem ekki á heima á hálendinu,“ segir meðal annars í ályktun Ferða- félagsins en þar er lögð áhersla á, að arðsemi og fjárhagslegur ávinningur af uppbyggðum og fjölförnum vegi um Kjöl réttlæti ekki þau spjöll sem augljóslega yrðu á óbyggðum lands- ins. „Stjórn Ferðafélags Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum um umræddan veg. Félagið hefur á 80 ára ferli greitt för þeirra sem vilja ferðast og dvelja á Kili en valda lág- marksröskun. Elsti skáli Ferða- félagsins, sem var reistur 1930, stendur enn og verður friðlýstur og hefur það verið stefna félagsins að skálar á Kili séu fjallaskálar sem með hógværum hætti falli að fegurð lands og náttúru.“ Ferðafélagið einn af frum- kvöðlunum á svæðinu Ferðafélag Íslands segir, að fyrir hönd félagsmanna, sem séu nú um 7 þúsund, og annarra ferðamanna eigi það mikilla hagsmuna að gæta. Fé- lagið hafi verið einn af frumkvöðlum á svæðinu og byggt þar skála, skipu- lagt ferðir, merkt gönguleiðir, smíð- að brýr, komið upp útsýnisskífum, gefið út árbækur, landlýsingar, kort og sögulegan fróðleik, sinnt land- vörslu, náttúruvernd og öryggismál- um og átt mikið árangursríkt sam- starf við heimamenn. Þetta starf hafi verið unnið í sjálfboðavinnu á ára- tugum. Í lok ályktunar Ferðafélags Ís- lands segir, að það sé tilbúið til að eiga samstarf um framtíðarfyrir- komulag á vegi og umferð um Kjöl en félagið hafni hins vegar þeim hug- myndum, sem Norðurvegur hefur nýlega kynnt. Öræfakyrrð á Kili eigi ekki að rjúfa frekar en orðið er. Rjúfum ekki kyrrð öræfanna á Kili „ÞESSI mynd er með þeim betri sem nást af landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni um meðfylgjandi mynd sem var tekin frá MODIS- tunglinu Aqua í fyrradag. Snjór er yfir í flestum landshlutum og verða útlínur landsins því óvenju skarpar fyrir vikið, skrifar Einar. Veðurtunglamynd Útlínur landsins óvenju skarpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.