Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hringur Hjör-leifsson fæddist
á Sólvöllum við
Önundarfjörð 30.
júní 1933. Hann
andaðist á sjúkra-
húsi Akraness
þriðjudaginn 30.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Gunn-
jóna Sigrún Jóns-
dóttir frá Ytri
Veðrará, f. 7. sept-
ember 1899, d. 9.
september 1974,
og Hjörleifur Guðmundsson frá
Görðum, f. 1. október 1896, d.
12. nóvember 1984. Systkini
Hrings eru: Hjördís, f. 25.2.
1926, Ingibjörg Sigríður, f. 20.8.
1928, Ásdís, f. 21.4. 1930, Krist-
jana, f. 10.2. 1932, Finnur Torfi,
f. 7.11. 1936, og Örn, f. 11.9.
1939.
Hringur kvæntist 1955 Sig-
rúnu Halldórsdóttur frá Ísafirði,
f. 30.1. 1934, fyrrum stöðv-
arstjóra Pósts og síma. For-
eldrar hennar voru Guðbjörg
Kristín Bárðardóttir, f. 15.11.
1912, d. 19.3. 1983, og Halldór
Gunnarsson, f. 12.7. 1911, d. 5.2.
Ólafía, f. 24.7. 2005. Börn Hin-
riks frá fyrri sambúð með Guð-
rúnu Þórsdóttur eru Erna, f.
14.9. 1991 og Þór, f. 12.2. 1998.
Dóttir Hrings og Guðrúnar J.
Jónmundsdóttur er Gunnjóna
Sigrún, f. 28.2. 1954, maki Jón-
as Sigurðsson. Börn þeirra eru:
a) Þröstur, f. 19.4. 1972, maki
Kristín Inga Hrafnsdóttir, börn
þeirra eru Jökull Máni og Líf,
b) Sigurður, f. 7.10. 1973, og c)
Þuríður, f. 18.9. 1978, sambýlis-
maður Arnar Tryggvason.
Hringur hóf sjómennsku um
13 ára aldur á Kvikk frá Flat-
eyri. Hann var ýmist á bátum
og togurum frá Vestfjörðum,
Reykjavík eða Akranesi. Hann
hóf nám við Stýrimannaskóla
Reykjavíkur um tvítugt og lauk
því með hinu meira stýri-
mannaprófi. Hann starfaði sem
stýrimaður og skipstjóri þar til
hann fór í land 1971 er hann
tók við starfi framkvæmda-
stjóra Hraðfrystihúss Grund-
arfjarðar. Hann starfaði við
það þar til hann stofnaði sinn
eigin rekstur á Rifi 1983 og
stundaði síðan aftur sjó-
mennsku á trillu sinni þar til
hann varð að hætta vegna
heilsubrests.
Útför Hrings verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
1984. Börn Hrings
og Sigrúnar eru: 1)
Halldór Gunnar, f.
13.7. 1951. 2) Guð-
björg, f. 4.2. 1955,
gift Páli Guðmunds-
syni, synir þeirra
eru: a) Hringur, f.
18.4. 1974, sam-
býliskona Iðunn Sæ-
mundsdóttir, og b)
Guðmundur, f. 30.6.
1978, sambýliskona
Hólmfríður Hildi-
mundardóttir. 3)
Hjörleifur, f. 18.3.
1956, kvæntur Elínu Bald-
ursdóttur, dætur þeirra eru: a)
Sigurbjörg Rós, f. 27.6. 1981,
sambýlismaður Ólafur Ingi
Skúlason, b) Lára Ósk, f. 27.8.
1984, og c) Hjördís, f. 25.9. 1991.
4) Sigrún Edda, f. 15.2. 1958,
gift Hafsteini Jónssyni, börn
þeirra eru: a) Sigrún, f. 13.10.
1975, dóttir hennar er Ása
María, b) María, f. 12.10. 1979,
sambýlismaður Björn Ingimund-
arson, synir þeirra eru Magnús
Ari og Hringur, og c) Hermann,
f. 2.7. 1986. 5) Hinrik, f. 20.8.
1959, sambýliskona Ingibjörg
Þráinsdóttir, dóttir þeirra er
Ég hef oft hugsað um það hvernig
það yrði þegar ég yrði fullorðin og
það kæmi að leiðarlokum með for-
eldrum mínum í þessu lífi. Ekki að
ég velti því fyrir mér stöðugt en það
kom þó upp í hugann af og til. Pabbi
var skipstjóri á Flateyri og sótti sjó-
inn af kappi til að brauðfæða fjöl-
skylduna. Á þessum tíma velti mað-
ur því ekki fyrir sér að sá kappsami
og duglegi skipstjóri sem pabbi var
ætti nokkru sinni eftir að ala með
sér sjúkdóm sem síðar drægi hann
til dauða. Pabbi greindist með Alz-
heimer-sjúkdóminn árið 2005 og var
þá sennilega búinn að ganga með
hann í allnokkur ár. Sjúkdómur sem
stelur að lokum allri vitglóru við-
komandi fyrir fullt og allt. Sjúk-
dómsgreiningin hefur skýrt fyrir
mér ýmislegt í samskiptum okkar
feðga en við áttum oft ekki gott skap
saman, sér í lagi síðustu árin fyrir
greiningu sjúkdómsins. Þetta gerð-
ist allt áður en ég fékk þær upplýs-
ingar sem til þurftu til að ég skildi
eðli sjúkdómsins.
Kæri pabbi, þú gast ekki betur og
ég skil að við sjúkdóminn varð alls
ekki ráðið. En mikið hefði ég þó kos-
ið að kveðja þig undir öðrum kring-
umstæðum þar sem við fjölskyldan
þín hefðum mátt hafa þig lengur
með fullum vitsmunum til hinstu
stundar. Veikindi þín komu mest
niður á mömmu sem hefur staðið
með þér allar stundir í blíðu og
stríðu. Margar gleðistundir áttuð þið
saman í fimmtíu ára hjónabandi. Út-
koman eru fimm börn, tíu barna-
börn, þrjú barnabarnabörn og það
ellefta kemur í mars.
Kæri pabbi, minningarnar um þig
eru mjög sterkar. Þú varst alltaf
skipstjóri á þínu skipi og stjórnaðir
af festu. Ég gæti rakið margar sögur
um góðar stundir okkar systkinanna
með þér og mömmu, svo sem berja-
ferðir í Arnarfjörð eða bláberja-
tínslu í Önundarfirði, rifjað upp
stundirnar á haustin þegar við tók-
um slátur og vetrarforðanum var
komið fyrir, sultað og saftað. Þér féll
sjaldan verk úr hendi og varst sífellt
að laga og bæta umhverfi þitt og
snyrtimenni varstu fram í fingur-
góma. Oft hef ég hugsað um það hve
orkumikill og ósérhlífinn þú varst og
gekkst í verkin sem vinna þurfti, þú
varst framkvæmdamaður og lést
verkin tala.
Ég gæti talað um húsið okkar á
Flateyri, vondu veðrin sem komu á
meðan þú varst á sjó, þá lágum við
hljóð við útvarpið og hlustuðum af
athygli á bátabylgjuna til að fylgjast
með því hvar þú varst staddur á
sjónum. Við gætum rifjað upp hve
mikill jólakarl þú varst alltaf, og
undirbúningur jólanna var þér mik-
ilvægur. Við krakkarnir nutum þess
ríkulega að taka þátt í því með þér.
Við gætum líka rætt alla þá drauma
sem þú hafðir um framtíðina og vel-
ferð barnanna þinna. Það er þó eitt
umfram annað sem var svo sterkt í
fari þínu sem við minnumst en það
er umhyggja þín fyrir náttúrunni og
öllu lífríki hennar. Við minnumst
þess einnig hve mikill dýravinur þú
varst og hundar og kettir voru í
uppáhaldi hjá þér. Við viljum þakka
fyrir öll góðu árin sem við áttum
með þér og kveðjum með þakklæti í
hjarta fyrir allar góðu stundirnar.
Stríði þínu er lokið og aftur sól í
sinni, far í friði, elsku pabbi. Við
munum sjá vel um hana mömmu nú
þegar leiðir skiljast, megi góður guð
geyma þig og sigla þér í góðum byr
til betri heima.
Hjörleifur Hringsson
Með þessari stuttu grein vil ég
minnast tengdaföður míns Hrings
Hjörleifssonar. Það var einstakt að
vinna með Hring, hann var afburða
verkmaður og allt lék í höndum
hans. Ég minnist áranna er þau
Hringur og Sigrún voru að byggja
sér sumarbústað á Hellnum á Snæ-
fellsnesi, þá sá ég hversu laginn og
vandvirkur hann var. Mikil vinna
var lögð í að gera fallega lóð í kring-
um bústaðinn, þar voru hlaðnir
veggir úr torfi sem voru listavel
gerðir og fallegt flöt með ýmsum
gróðri og trjám. Ég minnist þess
hversu mikið snyrtimenni Hringur
var, í lok vinnudags voru öll verk-
færin þrifin og þeim var ekki hent út
í horn, ó nei hvert verkfæri átti sinn
stað, skóflur áttu sinn snaga, hvert
skrúfjárn átti sinn stað og allt var í
röð og reglu í verkfæraskúrnum.
Dætur okkar Eddu, þær Sigrún
og María, fóru oft með afa og ömmu í
bústaðinn og minnast þessara daga
með hlýhug. Hin síðari ár bjuggu
þau Hringur og Sigrún að Ósi II í
Skilmannahreppi og undu hag sínum
vel þar með dýrunum sínum, þar
sem ekki var bílskúr við húsið dreif
hann í að byggja stóran og góðan bíl-
skúr, þar var sama snyrtimennskan
og í verkfæraskúrnum á Hellnum.
Hringur kom sér upp æðarvarpi á
Ósi og var lögð í það mikil vinna sem
veitti honum ómælda ánægju. Her-
mann sonur okkar var mikið hjá afa
sínum og ömmu á Ósi. Hermann og
Hringur náðu vel saman og voru
miklir vinir. Á björtum vetrarkvöld-
um fóru þeir oft út á tún að skoða
stjörnurnar, Hringur sem var skip-
stjóri til margra ára kenndi Her-
manni allt um stjörnurnar, þetta
þakkar Hermann afa sínum í dag en
hann hefur mikinn áhuga á himin-
geimnum. Þegar við Edda fórum að
svipast eftir lóð fyrir sumarhús þá
var gott að leita til Hrings. Hann gaf
okkur góð ráð og fyrir það þökkum
við. Ég þakka Hringi Hjörleifssyni
fyrir ánægjuleg og góð kynni í rúm
30 ár. Megi góður guð geyma hann.
Hafsteinn Jónsson.
Hann Hringur afi er genginn á vit
feðra sinna eftir baráttu við sjúkdóm
sem við viljum öll vera án. Það var
erfitt að sætta sig við að afi væri með
alzheimer-sjúkdóm. Sem hjúkrunar-
fræðingur hef ég unnið með öldr-
uðum einstaklingum með heilabilun-
arsjúkdóma og vissi því nokkurn
veginn hvað framundan var. Sjúk-
dómsgangurinn hjá afa var hraður
niður á við og merkja mátti miklar
breytingar hjá honum milli heim-
sókna. Eitt það erfiðasta fyrir mig
var sú staðreynd að afi var nánast
með öllu hættur að tjá sig og taka
þátt í samræðum. Því ein af sterkari
minningum mínum um afa er sú
hvað hann hafði gaman af að rök-
ræða og spjalla við fólk um málefni
líðandi stundar.
Þegar sorgin ber að dyrum er gott
að ylja sér við minningar um góðan
mann sem bjó yfir sterkum persónu-
leika. Þegar ég læt hugann reika ber
hann mig ósjálfrátt á Snæfellsnesið.
Á Hellnum áttu afi og amma sum-
arbústað um skeið og þaðan á ég
margar góðar æskuminningar. Ég
man eftir lyktinni af nýslegnu grasi
á fallegum sumardegi, sólin hátt á
lofti og við systurnar á nærfötunum
einum fata að hlaupa í gegnum
vatnsúðara sem stóð á grasinu. Ég
man eftir lyktinni inni í bústaðnum
og meira að segja lyktinni inni í
verkfæraskúrnum. Ótrúlegt hvað
lyktarskynið er sterkt og getur vak-
ið margar minningar. Það var alltaf
ljúft að sækja ömmu og afa heim og
ávallt vel tekið á móti manni. Marg-
ar góðar æskuminningar á ég einnig
frá þeim tíma er þau bjuggu í Sörla-
skjólinu. Þangað var gott að koma
og ýmislegt brallað.
Afi var einstakt snyrtimenni og
bar bílskúrinn á Ósi þess sterklega
merki, þar var allt í röð og reglu og
vel gengið frá hverjum hlut. Þegar
flutningar stóðu yfir var öllu vel
pakkað inn og hnýttir sjómanna-
hnútar víða svo ekkert myndi lask-
ast. Hann sá um æðarvarp síðustu
árin og tíndi þar æðadún. Þegar ég
fæddi eldri drenginn minn, hann
Magnús, gaf hann mér dún í sæng
fyrir hann. Nú sefur yngri sonur
minn og nafni afa með sængina og er
gott að ylja sér við það að inni í
henni er æðardúnn handtíndur af
afa. Þessi dýrmæta sæng mun því
verða vel varðveitt og ganga barna á
milli í fjölskyldunni.
Afi var mikill dýravinur og fylgdi
Perla ömmu og afa hvert sem þau
fóru og veitti þeim mikinn fé-
lagsskap allt þar til hún dó. Þá tóku
þau að sér tvær kisur, sem síðan
urðu fjórar. Eins og í tilfelli Perlu
voru kettirnir dekraðir með rjóma
og öðru góðgæti og bar vaxtarlag
þeirra þess sterkt merki. Sem fyrr
veittu kettirnir þeim félagsskap sem
var ómetanlegur.
Ég gæti eflaust rifjað upp fleiri
minningar en læt þetta gott heita.
Hinsta kveðjan er alltaf erfið en
ákveðinn léttir fylgir þeirri hugsun
að nú er afi á góðum stað, án allra
kvilla og sjúkdóma, horfir niður til
okkar með bros á vör og klappar
Perlu sinni. Elsku amma, megi góð-
ur Guð styrkja þig í sorginni. Bless-
uð sé minningin um góðan afa.
María Hafsteinsdóttir.
Nú er elsku afi minn kominn til
hvílu, 73 ára að aldri. Afi átti við al-
zaimer sjúkdóminn að stríða sein-
ustu æviárin.
Við afi áttum margar góðar stund-
ir saman fyrir vestan. Hefði afi ekki
verið sjómaður hefði hann örugglega
verið smiður, því honum þótti mjög
gaman smíða og skapa hluti. Afi
hafði alltaf eitthvað fyrir stafni.
Hann var laginn í höndunum og
hafði gott verkvit. Verkvit sem hann
kenndi mér sem ég mun notast við
um ókomna tíð.
Afi var mjög duglegur við að
rækta og gróðursetja plöntur og átti
ég margar stundir með honum við
þá iðju í sumarbústaðinum sem hann
smíðaði að Hellnum undir Snæfells-
jökli. Í bústaðinn fór ég oft með afa
og ömmu á mínum yngri árum. Þar
hjálpaði maður afa meðal annars við
að slá blettinn, mála og smíða svo
eitthvað sé nefnt.
Ég man að í fyrsta skipti sem ég
fékk að keyra bíl var með afa uppí
sumarbústað, hann átti Bleizer
jeppa sem ég fékk að keyra vegna
þess hve duglegur ég var að hjálpa
honum.
Þegar afi og amma áttu heima í
Grundarfirði á Eyraveginum svaf ég
stundum hjá þeim ég minnist þess
að fyrir jól eitt skipti fékk ég mjög
sérkennilega gjöf í skóinn útí glugga
frá „kjötkróki“ búið var að setja
band í skóinn og leiða bandið útum
allt hús og á hinum endanum var bú-
ið að binda læri sem var í frystikist-
unni í kjallaranum. Já afi var hug-
myndaríkur.
Afi var góður stjórnandi og kunni
held ég best við sig þannig. Hann
var farsæll skipstjóri til margra ára
og lengi vel framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Grundarfjarðar.
Einnig setti hann á legg frystihús
útá Rifi, þar sem maður fékk að
vinna sína fyrstu launaða starf, rúm-
lega 12 ára gamall.
Eitt skipti fór ég og afi að ná í
rútu austur á land sem nota átti við
að keyra fólk í fiskvinnsluna á Rifi.
Við fengum hótelherbergi á Vík í
Mýrdal. Afi skoðaði herbergið vel og
hrósaði því svo hástöfum. Hann
gékk svo að vaskinum og ætlaði að
þrífa á sér hendurnar en ekkert vatn
kom úr krananum, hann leit svo
undir vaskinn og sá að leiðslunar
voru ótengar. Þá tók hann þetta
skemmtilega hláturskast sem ég
smitaðist líka af. „Ég hefði átt að
hrósa herberginu meira“ sagði hann
svo.
Afi, ég átti með þér yndislegar
stundir sem lifa glatt í minu hjarta.
Takk fyrir allt.
Þinn nafni
Hringur Pálsson.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og
nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Rut Þorgeirsdóttir)
Hermann Hafsteinsson.
Elsku Hringur afi er farinn upp í
skýin. Þetta sagði ég við Ásu Maríu
dóttur mína, rétt eftir að afi dó. Ég
átti erfitt með að halda aftur af tár-
unum þegar ég náði í myndaalbúmið
hennar til að sýna henni mynd. Þar
sat hún á milli langömmu sinnar og
afa við eldhúsborðið á Sólvöllum,
sumarbústað foreldra minna.
Á Snæfellsnesinu á ég margar
minningar með honum afa mínum.
Sumarbústaðarferðirnar sitja efst í
minningunni hjá mér, þegar ég fékk
að hjálpa til við að raka grasið,
skrapa málninguna af bátnum og
reyta arfa. Það var allt svo fallegt,
trén vel snyrt, amma með sumar-
blómin og matjurtagarðinn sinn.
Afi lét sér mjög annt um umhverf-
ið, það var aldrei að sjá rusl eða drasl
í kringum heimili hans og ömmu. Allt
í tipp topp standi, allir hlutir vel
skipulagðir og á sínum stað.
Ég er mjög þakklát fyrir þann
tíma sem ég átti með afa, þakklát fyr-
ir tímann sem við bjuggum á Rifi og
hitti hann á hverjum degi. Hann
eignaðist Perlu sína þegar við bjugg-
um á Rifi, hún var ekkert á því að
alast upp heima hjá mér. Afi tók
hana að sér og voru þau óaðskiljan-
leg þar til hún dó úr elli fyrir nokkr-
um árum, það var mikil sorg á Ósi þá.
Afi var mjög ástúðlegur. Þegar ég
kom í heimsókn tók hann ávallt fast
utan um mig og kyssti mig nokkrum
sinnum á kinnina. Hann hélt oft í
höndina á mér. Eitt skipti þykir mér
afar vænt um, þá var hann kominn á
sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hann
var vegna Alzheimer-sjúkdóms, þá
hélt hann í höndina á mér allan tím-
ann sem við vorum í heimsókn hjá
honum.
Ég verð að minnast á Bismark-
brjóstsykurinn, fyllta brjóstsykur-
inn, suðusúkkulaðið og kandísinn,
þessu góðgæti laumaði hann oft í
hendur barnabarna sinna.
Blessuð sé minning Hrings afa.
Elsku amma mín, vertu sterk, afi
og Perla fylgjast með þér úr skýj-
unum.
Sigrún Hafsteinsdóttir.
Hringur mágur minn var fremur
lágur maður vexti en á yngri árum og
fram yfir miðjan aldur var hann
snarmenni og harðduglegur til allra
verka. Hann byrjaði sjómennsku á
unglingsárum og kom þannig inn í
fjölskyldu mína fyrir 56 árum, að
hann fór að stunda sjó með föður
mínum. Þau Sigrún, systir mín, voru
barnung þegar þau bundust tryggða-
böndum og hófu búskap sinn. Hall-
dór, elsta son sinn, eignuðust þau á
fertugsafmæli föður míns og mér er
enn í fersku minni, hvað þessi litli
drengur var mér mikill gleðigjafi og
kom mér í bróðurstað. Hringur fór
fljótlega í sjómannaskólann og lauk
meira fiskimannaprófinu. Skipstjórn
var síðan ævistarf hans fram eftir
aldri. Hann var afskaplega laginn
fiskimaður og frábær sjómaður. Fað-
ir minn, sem kunni öll skil á því, mat
Hring alla tíð mikils og sagði mér
einatt að hann væri góður sjómaður,
en það vissi ég vel hvaða merkingu
hafði í huga hans, en sjálfur kynntist
ég því af eigin raun sem unglingur á
síldarvertíðum með honum. Hann
var stjórnsamur og kappsfullur á sjó,
annálað snyrtimenni um öll verk og
hægt var að þekkja hvert það skip
sem Hringur var með á því, að þar
var alltaf hver hlutur á sínum stað og
staður fyrir hvern hlut. Á miðjum
aldri skipti Hringur um starfsvett-
vang og varð forstjóri Hraðfrysti-
húss Grundarfjarðar. Þar nutu sín
reglusemi hans og snyrtimennska.
Hann vann þar mikið og gott verk,
byggði myndarlega og rak þetta fyr-
irtæki af skörungsskap og festu fyrir
eigendur sína. Síðustu árin eftir að
þau Sigrún fluttu burt af Nesinu fór
Hringur aftur á sjó á bát sem hann
átti sjálfur, en fyrir um það bil tíu ár-
um settust þau að á Ósi í Skilmanna-
hreppi. Það var gaman að heimsækja
þau að Ósi. Það var allt í bílskúrnum
hjá Hringi eins og um borð í bátum
hans – hver snærishönk uppgerð, all-
ir naglar og skrúfur í sérstökum
skúffum, tengur og tól á sínum stað.
Hvergi örlaði á óreiðu. Þau hjón voru
alla tíð einstaklega samhent í öllu – á
Grundarfjarðarárunum tók hún þátt
í rekstrinum af lífi og sál og var hans
Hringur Hjörleifsson