Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HVAÐ ÆTLI LÍSA SJÁI
EIGINLEGA VIÐ MIG...
GÆTI ÞAÐ VERIÐ HRÁR, EN SAMT
BLÍÐUR KYNÞOKKI MINN?
GRETTIR,
HÆTTU AÐ BÍTA
Í VÖRINA Á ÞÉR!
ÞEGAR
ÉG SIT
HÉRNA SÉ
ÉG MARGA
MJÖG
LANGT
ÉG GET SÉÐ ALLA
HEIMSÁLFUNA! ÉG
GET SÉÐ
ÚT UM
ALLAN
HEIM!
ÉG GET SÉÐ ALLA
LEIÐ YFIR Í NÆSTA
GARÐ!
KALVIN, ÉG VIL AÐ ÞÚ
FARIR ÚT Í GARÐ OG
SAFNIR SAMAN ÖLLUM
SPÝTUNUM SVO ÉG GETI
SLEGIÐ BLETTINN
FÆ ÉG
EINHVERN
PENING?
JÁ, ÞÚ FÆRÐ
HUNDRAÐ KALL
HUNDRAÐ
KALL?!? ÉG
GERI ÞAÐ
EKKI FYRIR
MINNA EN
TVÖ OG
FIMM!
EFTIR SMÁ
STUND ÞÁ GERIR
ÞÚ ÞAÐ ÓKEYPIS
VEGNA ÞESS AÐ
ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ
GERA ÞAÐ
KOMDU
MEÐ HUN-
DRAÐ
KALLINN
KLÁR
STRÁKUR
HELGA ER ALLTAF
AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ
ORÐINN ALLT OF
ÞUNGUR...
EN ÉG HELD AÐ
HÚN SÉ BARA
EITTHVAÐ KLIKKUÐ
BARSTÓLAR
ERU EKKI EINS
VANDAÐIR Í DAG
OG ÞEIR VORU Í
GAMLA DAGA
GRÍMUR, ÉG TEK
GINKGO BILOBA TIL
ÞESS AÐ BÆTA Í
MÉR MINNIÐ ER
ÞAÐ?
GRÍMUR, VAR ÉG BÚIN
AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÉG TEK
GINKGO BILOBA TIL ÞESS
AÐ BÆTA Í MÉR MINNIÐ?
ÉG SÉ
AÐ ÞAÐ
VIRKAR
EFTIR AÐ VIÐ ÍHUGUÐUM AÐ SENDA
BÖRNIN OKKAR Í EINKASKÓLA, ER ÉG FARIN
AÐ KUNNA AÐ META SKÓLANN SEM ÞAU ERU
Í NÚNA MUN BETUR
OG ÉG HEF
ÁKVEÐIÐ AÐ GERA ÞAÐ
SEM ÉG GET TIL ÞESS AÐ
GERA HANN BETRI
VILTU
KAUPA
NAMMI?
MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ
SEM HINN SKÓLINN
KOSTAÐI ÞÁ ÆTTUM
VIÐ AÐ GETA KEYPT
HEILA SJOPPU
ÞAÐ ER HÓPUR AF LÖGREGLUMÖNNUM FYRIR
UTAN BANKANN. ÞETTA LÍTUR EKKI VEL ÚT
HVER ER
ÞETTA?
HANN KALLAR SIG
KAKKALAKKANN!
Samtökin ’78 starfrækjafrétta- og upplýsingavef áslóðinni www.Sam-tokin78.is. Grétar Ein-
arsson er forsvarsmaður ÁST –
áhugahóps samkynhneigðra um
trúarlíf og í ritstjórn fréttabréfs
Samtakanna ’78. Grétar starfar jafn-
framt með Amnesty International á
Íslandi að mannréttindum samkyn-
hneigðra og er höfundur greinar á
Samtokin78.is um þróun réttinda-
mála á liðinu ári „Amnesty Int-
ernational mörkuðu þá stefnu fyrir
röskum áratug að fylgjast sér-
staklega að mannréttindum sam-
kynhneigðra, tvíkynhneigðra og
þverkynja (transsexúal), sem hluta
af almennri baráttu fyrir mannrétt-
indum,“ segir Grétar. „Staða þessa
hóps er víða um heim skelfileg. Þarf
ekki að fara lengra en til Færeyja til
að finna ljót dæmi um ofsóknir
vegna kynhneigðar.“
Grétar segir ástand mála einna
verst í Mið-Austurlöndum, löndum
Austur-Evrópu, í Afríku, í mörgum
löndum Suður- og Mið-Ameríku og
einnig ýmsum löndum Asíu: „Í sum-
um löndum, m.a. Sádi-Arabíu og Ír-
an, liggur dauðarefsing við samkyn-
hneigð. Það liggja jafnvel við því
refsingar að eiga samneyti við sam-
kynhneigða, að minnast á samkyn-
hneigð á nokkurn hátt, eða láta hana
í ljósi,“ segir Grétar. „Ráðist hefur
verið með ofbeldi að skrúðgöngum
samkynhneigðra í Lettlandi og
Rúmeníu og lögregla í Moskvu
hindraði réttindagöngu samkyn-
hneigðra og handtók um 120 manns.
Af Suður-Ameríku má nefna að yf-
irvöld í Chile láta viðgangast ofbeldi
og hótanir í garð samkynhneigðra
og talsmanna þeirra á opinberum
vettvangi. Jafnvel í Bandaríkjunum
hefur Amnesty International þurft
að efna til herferðar gegn ofbeldi
lögreglu gegn samkynhneigðum þar
í landi, sem komið hefur í ljós að er
allútbreitt.“
Þó samkynhneigðir eigi víða undir
högg að sækja unnust þó mikilvægir
sigrar á árinu: „Nokkur evrópsk fé-
lög samkynhneigðra fengu áheyrn-
araðild að Efnahags- og félagsmála-
nefnd Sameinuðu þjóðanna. Þetta er
geysistórt og mikilvægt skref í al-
þjóðlegri mannréttindabaráttu sam-
kynhneigðra,“ segir Grétar.
Grétar segir nauðsynlegt að al-
menningur sé meðvitaður um þau
mannréttindabrot sem viðgangast
úti í heimi: „Því miður vill það oft
gerast þar sem mannréttindi eru
virt, að við gleymum að víða fer fólk
á mis við réttindi sem við teljum
sjálfsögð.“
Að sögn Grétars getur hinn al-
menni borgari lagt sitt lóð á vog-
arskálarnar í baráttunni gegn mann-
réttindabrotum: „Til dæmis með því
að taka virkan þátt í starfi Amnesty
International. Á heimasíðum Am-
nesty má fá upplýsingar um stöðu
mála, og þar eru veittar leiðbein-
ingar þeim sem vilja senda skrifleg
mótmæli til yfirvalda í þeim löndum
þar sem mannréttindi eru brotin,“
segir Grétar. „Ekki síst þarf að
þrýsta á íslensk stjórnvöld að gera
mannréttindi að áberandi umtalsefni
á alþjóðlegum vettvangi og í sam-
skiptum við ríki þar sem mannrétt-
indabrot eru stunduð. Þrýstingur ís-
lensks almennings getur einnig
beinst að íslenskum fyrirtækjum
sem eiga viðskipti við þessi lönd, en
full ástæða er til að huga að stefnu
íslenskra útrásarfyrirtækja í mann-
réttindamálum.“
Nánari upplýsingar má finna á
Samtokin78.is og Amnesty.is
Mannréttindi | Áhugaverðar fréttir, greinar
og erindi á vefsíðu Samtakanna ‘78
Samkynhneigðir
víða ofsóttir
Grétar Ein-
arsson fæddist í
Hveragerði 1969.
Grétar hefur
starfað að ýms-
um verkefnum á
sviði menningar-,
félags- og trú-
mála. Hann situr
í nefnd biskups
um málefni samkynhneigðar og
kirkju. Sambýlismaður Grétars er
Óskar Ásgeir Ástþórsson leikskóla-
kennari.
KVIKMYNDIN The Pursuit of
Happyness fjallar um sölumanninn
Chris Gardner sem er bæði klár og
hæfileikaríkur. Hann á hins vegar í
töluverðum erfiðleikum með að láta
enda ná saman og það endar með því
að hann og fimm ára gamall sonur
hans neyðast til að flytja úr íbúðinni
sinni í San Francisco og eiga því
ekki í nein hús að vernda.
Gardner fær þó lærlingsstöðu hjá
verðbréfafyrirtæki, en þarf að búa
með son sinn á götunni samhliða því.
Hann gerir samt allt sem í hans
valdi stendur til að gera líf þeirra
feðga betra. Með aðalhlutverk fara
Will Smith og Jaden Smith, en þeir
eru einmitt feðgar í raun og veru.
Will Smith er tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna sem besti leikarinn í
aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína
í myndinni.
Frumsýning | The Pursuit of Happyness
Feðgar Þeir Will og Jaden Smith eru feðgar í raun og veru.
Í leit að hamingju
ERLENDIR DÓMAR: Metacritic-
.com 64/100
Empire 60/100
Variety 60/100
Hollywood Reporter 60/100
The New York Times 70/100
(allt skv. Metacritic)