Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson KEILUSALUR verður að öllum líkindum opnaður í vor í glerhúsinu þar sem verslun Blómavals var lengi til húsa í innbænum á Akureyri. Hjónin Dagný Ingólfsdóttir og Þorgeir Jónsson, sem þar hafa rekið veit- ingastaðinn Kaffi Rós, hafa samið um kaup á húsinu við núverandi eigendur og tryggt sér keilubrautir til kaups. Ef allt fer að óskum verða settar upp átta brautir og Akureyringar geta þá farið að fella og feykja á heimaslóðum á vormánuðum. Keilusalur í glerhúsið 22 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UNDIRBÚNINGUR fyrir 25. landsmót Ungmennafélags Íslands er í fullum gangi. Mótið, sem nefnt hefur verið Risalandsmót, verður haldið í Kópavogi 5. til 8. júlí í sum- ar og má gera því skóna að þetta verði glæsilegasta landsmótið til þessa. Ný stúka verður vígð á Kópa- vogsvelli á setningarhátíðinni. Björn Jónsson, formaður UMFÍ, segir að setningarhátíðin verði lengri og veglegri en áður vegna þess að þá verði jafnframt haldið upp á 100 ára afmæli UMFÍ. „Þótt við séum með margt í gangi allt árið verður þetta okkar eiginlega afmælishátíð,“ segir hann. Á kynningarfundi í Smáranum, þar sem undirritaður var samningur við helstu styrktarfyrirtæki móts- ins, Sparisjóð Kópavogs, Toyota, Rúmfatalagerinn, Bónus, Norvik og Vífilfell, kom fram hjá Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, að menningarhátíð Kópavogs yrði haldin í tengslum við Landsmótið og Kópavogur yrði undirlagður af glæsilegum viðburðum. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, sagði að undirbúningur væri á áætl- un og um 2.000 sjálfboðaliðar myndu vinna við mótið á einn eða annan hátt. Gera má ráð fyrir um 2.000 kepp- endum og tugum þúsunda áhorf- enda á landsmótinu í sumar, en dag- skráin byggist á hefðbundnum keppnisgreinum landsmóta. Þær eru blak, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi, sund og siglingar. Einnig verður keppt í starfsíþróttum, þ.e. keppni í að leggja á borð, gróðursetningu, jurtagreiningu, pönnukökubakstri, stafsetningu og starfshlaupi. Björn Jónsson segir að í sumar verði keppt í fleiri greinum en áður. Fjölbreytnin verði meiri og menn- ingardagskráin viðameiri en til þessa. Auk þess verði efnt til sér- stakrar sýningar í tilefni 100 ára af- mælisins og standi hún lengur yfir en landsmótið. „Þetta verður glæsi- legt landsmót,“ segir hann. 100 ára afmælislandsmót verður á Akureyri 2009. Stefnt að glæsilegu lands- móti UMFÍ í Kópavogi Styrkur Úlfar Steindórsson framkvæmdastjóri Toyota, Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi, Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK og Björn Jónsson formaður UMFÍ skrifa undir samninga vegna Landsmóts UMFÍ, sem verður haldið í Kópavogi í sumar ásamt tengdum viðburðum. Í HNOTSKURN » Fyrsta landsmót UMFÍvar haldið 1909 og síðan 1940 hefur það verið haldið þriðja hvert ár með nokkrum undantekningum. » Á landsmótum er keppt ímörgum greinum íþrótta, auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfs- hlaupi og línubeitingu, auk annarra greina. » Árið 1965 sóttu um 25.000landsmótið að Laug- arvatni og er það met. BÓKAKISTUR Borgarbókasafns- ins, BBS, voru formlega opnaðar í Foldaskóla á dögunum, en Folda- safn og öll skólasöfn hverfisins, auk Grafarholts, taka höndum saman og hvetja unglinga til lesturs og til að nýta sér bókasöfnin. Borgarbókasafnið sýnilegra Helstu markmið átaksins eru að kynna Borgarbókasafnið fyrir ung- lingum hverfisins, að efla enn frek- ar samstarf milli skóla og bóka- safnsins í hverfinu og að gera BBS sýnilegra í samfélaginu. Bókakistan sjálf og safnefni í eigu BBS verða á sérhverju skóla- safni Grafarvogs til notkunar fyrir nemendur skólans. Ekki er lánað úr kistunni, heldur notað á staðnum og er skipt um efni mánaðarlega. Í Bókakistunum er efni sem höfðar til unglinga og getur nýst þeim í leik og starfi. Hugmyndum frá skólasafnvörð- um og teymi BBS um barnastarf hefur verið safnað saman og er sá listi notaður til að auðvelda efn- isval. Sett verður í kisturnar fjöl- breytt safnefni úr fullorðins- og unglingadeild og notast verður við það sem þegar er til í deildum BBS. Hver skólasafnvörður verður með sinn tengilið á Foldasafni. Sá sér um að velja og gera tilbúinn mánaðarlegan pakka fyrir sinn skóla. Hann heldur utan um send- ingar, kynnir sér hverju helst er óskað eftir og kemur til móts við það eftir bestu getu. Skólasafnvörð- ur sér svo um að sækja pakkann sinn og skila öðru efni. Endurmetið í haust Skólasafnverðir sjá um að dreifa kynningarefni, bæklingum, bóka- merkjum og ábyrgðarspjöldum til foreldra. Um leið hvetja þeir ung- linga til að heimsækja Foldasafn eða aðrar deildir. Í september 2007 verður verk- efnið endurmetið með tilliti til breytinga á tilhögun fyrir næsta vetur. Morgunblaðið/G.Rúnar Bókakista Fyrsti bókakistillinn opnaður í Foldaskóla í Grafarvogi. Bókakistur í Foldaskóla AKUREYRI SKRIFAÐ var undir samning þess efnis í gær að Akureyrardeild Rauða kross Íslands, Geðvernd- arfélag Akureyrar og Akureyr- arbær rækju áfram dagsathvarf fyrir fólk með geðraskanir. Samn- ingurinn gildir til ársins 2009. Athvarfið, sem kallast Laut, er nú rekið í rúmlega 100 fermetra plássi en flyst í vor í um það bil þre- falt stærra hús. Að sögn Jónínu Hjaltadóttur, forstöðumanns athvarfsins, leituðu að meðaltali 18 manns þangað dag- lega í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Athvarfið hefur verið starf- rækt í sex ár og hún segir að stöð- ugt sjáist þar ný andlit. Jónína ger- ir ráð fyrir því að alls hafi um 300 manns komið í Lautina frá upphafi. Meginmarkmiðið með starfsem- inni er að rjúfa félagslega ein- angrun fólks með langvinnar geð- raskanir, auka samfélagsþátttöku þess og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu. Athvarfið er nú til húsa í Þingvallastræti 32 en flyst með vorinu í Brekkugötu 34 þar sem áð- ur var leikskólinn Klappir. Ak- ureyrardeild Rauða krossins ann- ast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi. Félaginu er einnig ætlað að standa fyrir a.m.k. tveimur fyrirlestrum eða fræðslu- fundum á vetri um málefni geðfatl- aðra fyrir starfsmenn og sjálf- boðaliða athvarfsins. Rekstraráætlun athvarfsins er um það bil 15 milljónir króna á ári. Geðverndarfélagið leggur fram tvær milljónir og Akureyrarbær fjórar. Úr samningi við félagsmála- ráðuneytið koma fimm milljónir króna og Rauði krossinn leggur fram fjórar milljónir. Áætlaður endurbótakostnaður bæjarins á húsnæðinu Brekkugötu 34 er um 10 milljónir. Stefnt er að því að athvarfið verði áfram opið virka daga frá kl. 9 til 17. Samninginn undirrituðu, við at- höfn í nýja húsnæðinu, Sigrún Jak- obsdóttir, bæjarstjóri, Brynjólfur Ingvarsson, formaður Geðvernd- arfélags Akureyrar og Sigurður Ólafsson, formaður Akureyr- ardeildar Rauða krossins. Athvarf fólks með geðrask- anir flutt í mun stærra hús Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Orginal gleði Stefán Jóhann Júlíusson, fastagestur í Lautinni, les frumsamda ljóðið Orginal gleði við athöfnina og færði þ́að svo Jónínu Hjaltadóttur forstöðumanni að gjöf. Til hliðar eru Sigrún Jakobsdóttir, Sigurður Ólafsson og Brynjólfur Ingvarsson, sem undirrituðu samninginn. SÝNING um Sigríði Jónsdóttur, móður Jóns Sveinssonar, Nonna, verður opn- uð í Amtsbókasafn- inu í dag kl 16. Þar er lýst merkilegri ævi Sigríðar. Hún fæddist í Mývatns- sveit og bjó fyrstu 40 æviárin á Norðurlandi en fluttist þá til Vesturheims þar sem hún lést í hárri elli. Sigríður eignaðist níu börn og í sögum Nonna má glöggt sjá hversu mikil áhrif hún hafði á son sinn þrátt fyrir að hann hafi ungur verið sendur til náms í Frakk- landi. Sýningin hefur áður verið í Vest- urfarasetrinu og í Þjóðarbókhlöðunni. Sýning um Sigríði móður Nonna Orginal gleði Oft hefir hið mikla myrkur marað í hálfu kafi hjá fólki eða langt í djúpi og drauma- dísirnar verið ansi langt undan. En ég mæli af eigin reynslu að ekki hefi ég viljað blanda geði við fólk sem vildi mér vargan bæta og viljað mér liðsinnt af fremsta megni. Og þó ætíð hart sé í heimi og hjörtu mannanna slegin sé báli er til fólk á Akureyri sem okkur þessi bjartföllnu styðja og þér ég þakka Jónína mín Hjalta þruðgan ilm frá ykkur öllum og ég enda frá mínu forherta hjarta: Frami ykkur öllsömul geðar vættir og blessi! Stefán J.Fjólan (Stefán Jóhann Júlíusson)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.