Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIR yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins á Alþingi í sl. viku um auðlindaákvæði í stjórn- arskrá upphófst mikið fjör. Stjórn- arandstaðan lifnaði við, boðaði til blaðamannafundar og bauð Fram- sókn upp í dans. Hjálpumst að við að breyta stjórnarskránni, sagði auð- mjúk andstaðan. Sjálfstæðismönnum leist ekki á blikuna og sögðust sumir jafnvel til- búnir í stjórnarslit frekar en að fall- ast á kröfur Framsóknar, enda víst að hugtök á borð við „sameign“ og „þjóðareign“ hugnast varla hægri- mönnum, og hvað þá ef hriktir í stoð- um fiskveiðistjórnunarkerfisins. Geir H. Haarde forsætisráðherra átti tvo kosti og báða vonda. Annars vegar gat hann farið alfarið að kröf- um framsóknarmanna en hefði þá líklega sætt harðri gagnrýni frá eig- in flokksmönnum, ekki síst þeim sem skilgreina sig lengst til hægri í flokknum, en hann hefur ekki verið laus við gagnrýni þaðan hingað til. Hins vegar gat hann rofið þing og það hefði sannarlega verið umdeilt. Þingrof fer venjulega fram sam- kvæmt lögum, t.a.m. ef breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar, og það þýðir aðeins að þing er rofið áð- ur en hefðbundnu kjörtímabili lýkur. Þingrofsheimildinni hefur aðeins verið beitt tíu sinnum án þess að skylda kveði á um, síðast árið 1979. Tvisvar hefur verið deilt mjög um hvort þingrof stæðist lög. Í fyrra til- vikinu, árið 1931, höfðu fjárlög ekki verið samþykkt og í því síðara rauf Ólafur Jóhannesson þing 1974 vit- andi að vantrauststillaga væri í bí- gerð. Geir var því ekki í öfundsverðri stöðu. En hann dó ekki ráðalaus heldur lagðist í að koma saman frumvarpi sem myndi róa Framsókn án þess þó að stressa eigin flokks- menn um of. Í samræmi við lands- fundarályktun Sjálfstæðisflokksins, og reyndar flokksþingsályktun Framsóknar, er í frumvarpinu talað um náttúruauðlindir almennt, frem- ur en auðlindir sjávar, og lögð var mikil áhersla á að þetta myndi ekki vega að fiskveiðistjórnunarkerfinu eða hrófla við eignarréttinum. Geir og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, boðuðu síðan fund með formönnum hinna flokk- anna og óskuðu eftir að afbrigði yrði samþykkt svo að málið gæti farið á dagskrá þegar á föstudag og helgina mætti nýta til nefndarstarfs. Stjórn- arandstaðan hafnaði því, sagðist engan tíma hafa haft til að kynna sér frumvarpið og sakaði stjórnarflokk- ana um að brjóta allar vinnureglur varaðandi stjórnarskrárbreytingar. Þær ætti að setja fram í fullri sátt allra flokkanna. „Bíddu, var það sátt af ykkar hálfu að bjóða aðeins Fram- sókn í dans en vilja ekki hafa Sjálf- stæðisflokkinn með?“ gat Geir þá spurt. (Tekið skal fram að þetta er orðalag höfundar, ekki Geirs.) Stjórnarandstaðan lét alveg ógert að hrópa húrra fyrir tillögunni og héldu sumir því fram að Framsókn hefði látið plata sig með frumvarpi sem nær ekki því fram sem flokk- urinn sjálfur vildi. Stjórnarandstæðingar hafa áhyggjur af því að í besta falli sé ákvæðið merkingarlaust en í versta falli festi það fiskveiðistjórn- unarkerfið enn frekar í sess og munu því líklega leggjast harkalega gegn frumvarpinu nema veigamiklar breytingar verði gerðar á því, breyt- ingar sem sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja. Eða eins og einn stjórnarandstæðingur orðaði það: Ætla menn að vera hér til áramóta? Því má ekki gleyma að tvö þing þarf til að samþykkja stjórn- arskrárbreytingar og fáir telja lík- legt að núverandi ríkisstjórn haldi völdum eftir næstu kosningar. Ef stjórnarandstaðan er öll á móti frumvarpinu, Sjálfstæðisflokknum eiginlega alveg saman, í hvaða meiri- hlutasamstarfi gæti Framsókn tryggt að frumvarpið komist í gegn? Hugsanlega tók Geir áhættu en jafnframt má halda því fram að nið- urstaðan hafi verið ljós fyrirfram. Eftir stendur hann með pálmann í höndunum, búinn að róa Framsókn og æsa stjórnarandstöðuna. Fram- sókn þarf hins vegar að taka við skít- kastinu, nú sem endranær. Og eng- inn stígur dans. Heppnað útspil ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is HART var deilt um nýtt frumvarp þess efnis að náttúruauðlindir Ís- lands verði skilgreindar sem þjóð- areign í stjórnarskrá í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Guð- jón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ekki hægt að lesa annað úr frumvarpinu en að núverandi kvótakerfi yrði fest í sessi. „Þessi málatilbúnaður hæst- virtrar ríkisstjórnar er hrein sýnd- armennska og ég held að einn stjórnmálaflokkur eins og Fram- sóknarflokkurinn hafi aldrei verið keyptur frá afstöðu sinni með eins litlum texta og lélegum og hér er,“ sagði Guðjón. Stjórnarflokkarnir lögðu frum- varpið fram í fyrradag en stjórn- arandstaðan gagnrýndi harðlega í gær að það hefði ekki verið kynnt þeim formlega, ekki hefði verið reynt að ná breiðri samstöðu og ofan á það væri tilgangur frumvarpsins alls óljós. Hugtakið útvatnað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, málshefjandi og þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði alvarlegt að meðhöndla stjórnarskrá með þeim hætti að ekki væri ljóst hvað menn ætluðu sér. „Annað hvort er verið að stjórnarskrárbinda réttinn til að út- hluta þjóðareign með varanlegum hætti, hvaða þjóðareign sem það nú er, eða hitt, verið að útvatna hug- takið með þeim hætti að það hefur ekki nokkra einustu merkingu eða gildi fyrir okkar stjórnarskipan.“ Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, sagðist aldrei á 20 ára þing- ferli sínum hafa orðið vitni að því að stjórnarandstaðan kæmi á fund með forystu stjórnarflokkanna og óskaði eftir skýringum eða kynningu á frumvarpi sem hefði verið lagt fram. Hins vegar sýndi það áhuga stjórn- arandstöðunnar á málinu að hún skyldi hafa hafnað þeirri bón að koma því strax á dagskrá. „Menn geta síðan velt fyrir sér hversu mikil alvara hefur legið að baki málflutn- ingi stjórnarandstæðinga í þessu máli og hve mikill hluti af þeirra málflutningi snerist um að koma illu til leiðar í stjórnarsamstarfinu eða að fíflast með alvarleg málefni.“ Geir spurði jafnframt síðar í um- ræðunum hvað hefði vakað fyrir stjórnarandstöðunni þegar hún bauð eingöngu Framsóknarflokknum til samstarfs. „Var það til að ná heild- arsamstöðu allra flokka hér á þingi?“ spurði Geir. Plötusláttur og sýndarmennska Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, talaði á svipuðum nót- um og sagði fundinn í fyrradag ein- mitt hafa verið til þess að bjóða upp á samstarf um að flýta afgreiðslu og umfjöllun um málið. „Tilboð stjórn- arandstæðinga frá því fyrir nokkr- um dögum sem skýrt var frá, óund- irbúið að því er virtist, var greinilega aðeins pólitískur plötu- sláttur og sýndarmennska til að koma illu til leiðar,“ sagði Jón og sagðist hafa haldið að það væri efn- isleg og málefnaleg afstaða til sam- starfs um málið. Ögmundur Jónasson sagði ekki trúverðug vinnubrögð að leggja fram tillögu um breytingar á stjórn- arskrá Íslands eftir „nokkra nætur- fundi forvígismanna stjórnarflokk- anna“. „Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjör- fylgis í aðdraganda kosninga en framganga Framsóknarflokksins, sérstaklega í þessu máli, ber öll þess merki,“ sagði Ögmundur og ítrekaði tilboð stjórnarandstöðunnar um að lengja þinghaldið til að tryggja vandaða umfjöllun um breytingar á stjórnarskránni. Guðna Ágústssyni, landbúnaðar- ráðherra, þótti skjóta skökku við að stjórnarandstaðan, sem bauð Fram- sókn upp í dans í síðustu viku, skyldi bregðast ókvæða við þegar stjórn- arflokkarnir svo náðu saman um málið. Ríkisstjórnarflokarnir væru vissulega að bjóða upp í fallegan tangó. Ingibjörg Sólrún vísaði gagnrýn- inni á bug og sagði að boðið hefði verið til samstarfs við Framsóknar- flokkinn í þeirri trú að hann vildi einlægt breyta stjórnarskránni. Hið sértæka í þjóðareigninni væri að ekki mætti selja eða láta hana var- anlega af hendi til annarra aðila. „En það er ekki verið að gera hér,“ sagði Ingibjörg. Morgunblaðið/G. Rúnar Hvíslað í öllum hornum Mögulegar stjórnarskrárbreytingar hafa valdið óróa á Alþingi og ætla má að málið taki sinn tíma í meðferð þingsins. Hart deilt um auðlinda- ákvæði í stjórnarskrá Deilt um fundarstjórn Miklar umræður spunnust um fund- arstjórn forseta á Alþingi í gær. Nokkrir þingmenn voru ósáttir við að forsætisráðherra skyldi hafa komist fram fyrir aðra þingmenn á mælendaskrá í umræðum um störf þingsins þar sem rætt var um mögulegar stjórnarskrárbreytingar. Forseti sagði það hins vegar vera í samræmi við þingsköp og stigu þingmenn ýmist í pontu til að hafna því eða samþykkja. Baráttudagur karla Þórunn Svein- bjarnardóttir var ekki ósátt við fundarstjórnina en sagði hins veg- ar ekki að furða að þjóðin bæri ekki meiri virð- ingu fyrir störfum þingmanna þegar þingsalur væri eins og járnbraut- arstöð viku fyrir áætluð þinglok. „Hér er greinilega á ferðinni enn einn alþjóðlegur baráttudagur karla fyrir að komast í ræðustól, sem er hér í gangi 364 daga á ári. Í gær [fyrradag] vorum við reyndar með al- þjóðlegan baráttudag kvenna,“ sagði Þórunn og vildi að menn hættu að eyða tíma í pólitískt þvarg. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst á mánudag kl. 15 og hið umdeilda stjórnarskrár- frumvarp er á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnum. Þórunn Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.