Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN Hvað eru aldraðir að vilja upp á dekk? Að loknum kvöldsöng í Laugarnes- kirkju á þriðjudagskvöldið 13. mars mun Sigurbjörn Þorkelsson, rithöf- undur og framkvæmdastjóri kirkj- unnar, hugleiða stöðu og hlutverk aldraðra í fjölskyldunni og í sam- félaginu. Boðið verður upp á spjall um efnið og efnt til skoðanaskipta. Kvöldsöngurinn í kirkjunni hefst kl. 20 þar sem Þorvaldur Hall- dórsson er forsöngvari og bassa- leikari og Gunnar Gunnarsson verður við flygilinn og leikur af fingrum fram eins og honum er svo einkar lagið að gera. Sigurbjörn leiðir stutta íhugun og bænir við altarið. Allir velkomnir. Bjargarkaffi í Óháða söfnuðinum Sunnudaginn 11. marz kl. 14 verður hið árlega Bjargarkaffi að lokinni fjölskylduguðsþjónustu í Óháða söfnuðinum. Rennur ágóðinn af kaffisölunni í Bjargarsjóð – líkn- arsjóð safnaðarins. Kvenfélagskon- urnar eru einstakar í að töfra fram hið margvíslegasta randabrauð. Ætti hver og einn að finna eitthvað við sitt hæfi af því úrvali sem er á borðum. E.t.v. er það nú ekki í anda föstunnar að belgja sig mikið út en það ætti að vera vel í lagi að detta í át á föstunni – Drottni til dýrðar og styrkingar: Um er að ræða fjöl- skylduguðsþjónustu og eru börn sérstaklega velkomin, sem og aðrir aldurshópar einnig. Allir eru hjart- anlega velkomnir Kvöldmessa í Laug- arneskirkju Komið er að kvöldmessu marsmán- aðar í Laugarneskirkju. Hún verð- ur haldin á morgun, sunnudaginn 11. mars, kl. 20. Tónlistarflutn- ingur er í höndum Tómas R. Ein- arssonar sem leikur á kontrabassa, Ómars Guðjónssonar gítarleikara, Þorvaldar Þorvaldssonar sem leik- ur á slagverk auk Gunnars Gunn- arssonar, tónlistarstjóra kirkj- unnar, sem stjórnar bandinu jafnframt því að stjórna kór kirkj- unnar sem leiðir almennan söng við messuna. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédik- ar og þjónar við altarið ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Í anddyri kirkjunnar að messu lok- inni verður tekið við fjárframlögum til hins viðamikla og fjölbreytilega æskulýðsstarfs kirkjunnar. Þá mun Gunnhildur Einarsdóttir kirkju- vörður taka á móti fólki í safn- aðarheimilinu eftir messuna með bros á vör og bjóða upp á hress- ingu. Gott er að koma snemma til að tryggja sér góð sæti því snilling- arnir hefja forspil að messunni um kl. 19.40. Allir velkomnir. Kópavogskirkja, nýtt safnaðarheimili Fyrsta skóflustungan að nýju safn- aðarheimili Kársnessóknar verður tekin sunnudaginn 11. mars. At- höfnin hefst í kirkjunni kl. 13.30 með söng og ávörpum Kristínar Líndal, formanns sóknarnefndar, og Árna Tómassonar, formanns byggingarnefndar. Síðan verður gengið frá kirkju að lóð safn- aðarheimilisins við Hamraborg, of- an Hábrautar og þar munu ferm- ingarbörn vorsins taka fyrstu skóflustunguna. Herra Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, tekur þátt í athöfninni. Sóknarbörn eru hvött til að koma og taka þátt í þessu merka viðburði svo og aðrir velunnarar kirkjunnar. Á eftir verður boðið upp á hressingu í safn- aðarheimilinu Borgum. Æskulýðsguðsþjónusta í Víkurkirkju Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjón- usta með léttri tónlist verður í Vík- urkirkju í Mýrdal, sunnudaginn 11. mars kl. 14. Nokkrir nemendur úr Grunnskóla Mýrdalshrepps leiða sálmasöng og messusvör undir stjórn Önnu Björnsdóttur. Kristín Björnsdóttir leikur á orgel kirkj- Næðisstund við org- elspil í Selfosskirkju Næstkomandi sunnud. kl. 17 leikur organisti Selfosskirkju, Jörg E. Sondermann, á orgel kirkjunnar í um það bil klukkustund. Á efnis- skránni eru mörg kunnugleg tón- verk er láta afar vel í eyrum. Kirkjugestir geta komið og farið að vild. Hér er tilvalið tækifæri til þess að slaka á við fallega músík í friðsælu, fögru umhverfi. Umhverfisguðfræði í Hafnarfjarðarkirkju Mikil umræða hefur átt sér stað hér í Hafnarfirði um umhverfismál og tengist sú umræða spurningunni um stækkun álversins í Straumsvík eins og allir vita. Þessi umræða er reyndar angi af miklu stærra sam- tali sem á sér stað um þessar mund- ir um allt land og allan heim. Um- hverfismálin eru mál málanna og allir hafa á þeim skoðun enda skipta þau okkur öll máli. Í um- hverfisumræðunni takast á mörg sjónarmið, umhverfisvernd, ábyrgð okkar á jörðinni og atvinnu- og þró- unarmál. Því má segja að þessi um- ræða snerti flesta fleti tilverunnar. Í guðsþjónustu næsta sunnudags í Hafnarfjarðarkirkju er ætlunin að velta upp þessum stóru spurningum er tengjast umhverfismálunum. Umfram allt verður þar spurt um hina kristnu sýn á umhverfismálin og hlutverk og stöðu mannsins í heiminum. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson og hefst þjónustan kl.11. Blessun staðfestrar samvistar í Digra- neskirkju Samtal við söfnuðinn um staðfesta samvist samkynhneigðra, þjóð- kirkjuna og drög að formi fyrir blessun frá helgisiðanefnd þjóð- kirkjunnar. Sunnudaginn 11. mars kl. 12.30 verður safnaðarfundur í Digra- neskirkju og verður þar fjallað um staðfesta samvist samkynhneigðra og þjóðkirkjuna. Rætt verður um drög að formi fyrir blessun stað- festrar samvistar sem helgisiða- nefnd þjóðkirkjunnar hefur gefið út. Markmiðið er að heyra hvað söfnuðurinn hefur að segja um ofangreind mál. Fundurinn verður haldinn í Digraneskirkju að lokinni messu og verður boðið upp á súpu og brauð fyrir fundinn. Sr. Magnús Björn Björnsson stýrir fundinum, en sr. Gunnar Sigurjónsson mun fjalla um málið í prédikun í mess- unni. Áætlað er að fundinum ljúki kl. 14. Sjá nánar á heimasíðu kirkj- unnar www.digraneskirkja.is. Kvennakirkjan í Sel- tjarnarneskirkju Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 20.30 með þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Yfirskrift messunnar er: Þegar Guð kom í fermingartímann. Séra Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Fermingarbörn flytja leikþátt und- ir stjórn Eddu Guðmundsdóttur leikkonu. Hildur Elísa Jónsdóttir leikur á klarinett. Kvennakór Kópavogs syngur undir stjórn Na- talíu Chow Hewlett. Kór Kvenna- kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheim- ilinu. Mánudagana 12. og 19. mars kl. 18.30–20 verður námskeið í Kvennakirkjunni um það að verða ekkja. Rannveig Jónsdóttir kennari leiðir umræðuna og segir frá reynslu sinni af makamissi. Konur sem hafa gengið í gegnum þessa reynslu, hvort sem er nýlega eða lengra er síðan, eru velkomnar. Fimmtudaginn 15. mars kl. 20 verður örþing í stofum Kvenna- kirkjunnar á Laugavegi 59. Stein- unn Arnþrúður Björnsdóttir, verk- efnisstjóri á Biskupsstofu, skýrir frá stefnu og starfsáherslum þjóð- kirkjunnar 2004–2010 og tekur þátt í umræðum um málefnið yfir kaffi og kleinum. AKRANESKIRKJA: | English service at 12.30. Samkoma kl. 16.30. Ræðum. Gunnar Jepestöl forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar í Noregi. Gospelkór Fíla- delfíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok sam- komu. Aldursskipt barnakirkja 1–12 ára. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. Samkoma á Omega kl. 20. Hveragerð- iskirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. HNLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. AKUREYRARKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Kór Akureyr- arkirkju syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jóns- son. Sunnudagaskóli á sama tíma. Að- alsafnaðarfundur strax að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf, kosningar. Létt- ar veitingar. Kaffitónleikar Kórs Akureyr- arkirkju kl. 15 í safnaðarheimili. ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Ice-step hópurinn sýnir dans. Söngur og sögur. Kökubasar vegna utan- ferðar Ice-step hópsins. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Hildar, Elíasar og sr. Sigurðar. Morgunstund með yngstu börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Þorgils Hlynur Þor- bergsson guðfræðingur prédikar. Kór Ás- kirkju syngur, organisti Kári Þormar. Ferm- ingarbörnin baka með kirkjukaffinu. ÁSTJARNARSÓKN: | Guðsþjónusta í sam- komusal Hauka, Ásvöllum kl. 17. BESSASTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 14. Álftaneskórinn og eldri barnakór Álftanes- skóla syngja. Stj. Bjartur Logi og Guðbjörg R. Þórisdóttir. Sr. Friðrik Hjartar og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna. Aðalsafn- aðarfundur Bessastaðasóknar eftir messu. Kaffihlaðborð. BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla undir styrkri stjórn Kristjönu og Ásgeirs Páls. Allir velkomnir. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Messa í Brautarholtskirkju sunnudaginn 11. mars. kl. 11 f.h. Prestur sr. Kjartan Jónsson, settur héraðsprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Toshiki Toma. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Magnús Ragnarsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Elínar, Jó- hanns, Karenar og Lindu. Léttar veitingar. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa er klukk- an 11 og þar leikur hljómsveit ungmenna undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. . Umsjón Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Bára Elíasdóttir og Matthías Freyr Matthíasson. Guðsþjónusta klukkan 14. Þriðji sunnu- dagur í föstu. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurð- ardóttir. Organisti Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór B-hópur. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Súpa í safn- aðarsal eftir messu. Fundur kl. 12.30. Þjóðkirkjan og staðfest samvist. Kvöld- messa kl 20. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Bára Friðriksdóttir prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu. EYRARBAKKAKIRKJA: | Messa sunnu- dag kl. 11. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta og altarisganga kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Lenku Matéovu, kantors kirkj- unnar. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur. Skemmti- leg og fjölbreytt dagskrá. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Kvöldvaka með ferming- arbörnum og foreldrum þeirra kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir fallega tón- list og söng. Prestarnir Einar og Sigríður Kristín bjóða svo fermingarbörnum sínum, sem eru 110 á þessu vori, til ferming- arveislu í safnaðarheimilinu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Unglinga- messa kl. 14. Lestrar, tónlistaratriði, hug- leiðingar og bænir. Anna Sigga og Carl Möller leiða almennan safnaðarsöng, en Ása Björk, Nanda María og Hjörtur Magni halda utan um guðsþjónustuna. Anda- brauð í lokin. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla krakka! Almenn samkoma kl. 14. Hreimur Garðarsson prédikar. Barna- gæsla meðan á samkomu stendur og kaffisala í lokin. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: | Laugard. kl. 8.30, ráðstefna hefst. Kl. 20. Færeyskir Gospeltónleikar í Fíladelfíu. Sunnudag kl. 17 samkoma á Sjómanna- heimilinu, ræðumaður Símun Absalon- sen, söngvarar Lisa, Terji og kórinn SALT. Kl. 20. Gospeltónleikar í Ísl. Kristskirkju. GLERÁRKIRKJA: | Sunnud. barna- samvera og messa kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til þátttöku í helgi- haldinu. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Grafarholtssókn | Æskulýðsdagurinn. Fjöl- skyldumessa kl. 11 í Ingunnarskóla, barnakórinn syngur og börn úr YD KFUM/K leggja sitt af mörkum, tónlistar- atriði. Messa fyrir unglinga á öllum aldri kl. 16 í Þórðarsveig 3, fermingarbörn og börn í UD KFUM/K taka þátt, vöfflukaffi. GRENSÁSKIRKJA: | Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga í kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Molasopi. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Kári Frið- riksson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Þórhallur Heimisson. Ræðuefni. Umhverfisguðfræði. Kór Hafn- arfjarðarkirkju leiðir söng. Sunnudaga- skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Æðruleysismessa kl. 20. Prestar: Sr. Ólaf- ur Jens Sigurðsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Gleðigjafar leikur og syngur. Ein- söngvari: Edgar Smári Atlason. HALLGRÍMSKIRKJA: | Fræðslumorgunn kl. 10. Sr. Magnús Erlingsson flytur erindi um Maríu Magdalenu. Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson pré- dikar og þjónar ásamt sr. Maríu Ágústs- dóttur og messuþjónum. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Björn Steinar Sólbertsson. Kaffi eftir messu. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag kl. 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma sun- nud. kl. 20 í umsjá Harold Reinholdtsen. Ræðum.: Ólafur Jóhannsson. Heim- ilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Samkoma fimmtud. 15. mars kl. 20. Gestir: Majórarnir Tone og Frank Gjeruld- sen ásamt hópi leiðtoga frá Norðurlönd- unum. Opið hús dagl. kl. 16–18 nema má- nud. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Laug- ardaginn 10. mars kl. 20 verða útgáfu- tónleikar í Akureyrarkirkju, þar sem Miri- am Óskarsdóttir og Óskar Jakobsson syngja og spila af nýútkomnum geisla- diski. Hægt er að panta miða í síma 896 6891 og kostar miðinn 500 kr. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: | Guðsþjón- usta nk. sunnudag kl. 13.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar leiðir almennan safnaðarsöng. Kristinn Á. Friðfinnsson. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Barna- starfið fer í sund í Árbæjarlaug kl. 11 ásamt foreldrum. Fræðsla fellur niður fyrir hádegi. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Kór og hljómsveit frá Keldunni í Færeyjum syngur og spilar. Ólafur H. Knútsson predikar. Samkoma á Eyjólfs- stöðum á Héraði kl. 20. Friðrik Schram predikar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: | Reykjavík, Krists- kirkja í Landakoti: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Virka daga: Messa kl. 18. Laugardaga: Barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölf- usi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðviku- daga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnu- daga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bol- ungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Pét- urskirkja: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. KÁLFATJARNARSÓKN: | Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Guðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju kl. 14. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta á vestfirskum nótum 11. mars kl. 11. Vest- firðingafélag Keflavíkur og nágrennis Keflavíkurkirkju sækir kirkjuna heim og verður messan með vestfirsku sniði sem birtist m.a. í sálmum, lestrum og predik- un. Allir eru þó sem fyrr velkomnir til messunnar óháð ætt og uppruna! Messu- kaffi. KFUM og KFUK: | Kristniboðsvika – Send mig – Samkoma sunnudaginn 11. mars í húsi KFUM og KFUK kl. 20. „Sigurför“ ræðumaður er Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍK. Starfið í Keníu, myndir frá Skúla Svavarssyni. Barnakórar syngja. Allir velkomnir. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | Ásabraut 2, Garðabæ. Sunnudaga: 11.15 sakrament- isguðsþjónusta. 12.30 sunnudagaskóli. 13.20 félagsfundir. Þriðjudaga: 17.30 trúarskóli yngri. 18.00 ættfræðisafn. 18.30 unglingastarf 20.00 trúarskóli eldri. Allir eru alltaf velkomnir. Kirkjuvogskirkja Höfnum | Kirkjuvogs- kirkja (Höfnum) Sunnudagaskóli sunnu- daginn 11. mars kl. 13. Umsjón hafa María Rut Baldursdóttir og Lilja Dögg Bjarnadóttir. Baldur Rafn Sigurðsson. KÓPAVOGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Ferm- ingarbörn og foreldrar eru hvött til þátt- töku en samvera verður með þeim í Borg- um eftir messu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30. Fyrsta skóflustunga að nýju safn- aðarheimili verður tekin að lokinni athöfn sem hefst í kirkjunni kl. 13.30. Bæna- stund þriðjudag kl. 12.10. Landspítali háskólasjúkrahús: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Skúlason, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson, prestur í Áskirkju, messar. Kammerkór Langholts- kirkju syngur undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Barnastarfið hefst einnig kl. 11 með Rut, Steinunni og Aroni. Kaffisopi eft- ir stundina. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11 Messa og sunnudagaskóli. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara og fulltrúum les- arahóps. Forsöngur er í höndum kirkju- kórsins undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Stella Rún, Þorri og María Rut sjá um sunnudagaskólann. Kl. 20 Kvöldmessa. Djasskvartett spilar undir forystu Gunnars Gunnarssonar. Í honum eru Tómas R. Einarsson á bassa, Þorvald- ur Þorvaldsson á slagverk og Ómar Guð- jónsson á gítar. Kór kirkjunnar leiðir söng- inn. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara. LÁGAFELLSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Reykjalundarkórinn leiðir safn- aðarsöng. Stjórnandi: Íris Erlingsdóttir. Organisti: Jónas Þórir. Prestur: sr. Jón Þor- steinsson. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Prestarnir. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Keith Reed. Sr. Guðni Már Harð- arson skólaprestur þjónar. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Um barnastarfið sjá- Björg og Sigurvin. Kaffisopi eftir messu á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJAk (Innri-Njarðvík): | Njarðvíkurkirkja.(Innri-Njarðvík) Ferming- armessa sunnud. kl. 10.30. Kór kirkj- unnar leiðir söng undir stjórn Dagmar Kunákova organista. Meðhjálpari Krist- jana Gísladóttir. Baldur Rafn Sigurðsson. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: | Messa sunnudaginn 11. mars kl. 14. Eldri borg- arar í Rangárvallasýslu boðnir sérstaklega velkomnir. Kirkjukaffi í Safnaðarheimili Oddasóknar eftir messu. Guðbjörg Arn- ardóttir sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Bjargar-kaffisala á eftir. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. For- eldrar fermingarbarna, Lára Ólafsdóttir og Valdimar Bragason lesa ritningarorð. Að- alsafnaðarfundur að lokinni messu. Barnasamkoma kl. 11.15. Léttur máls- verður á eftir. Sama dag er Næðisstund við orgelspil kl. 17. í kirkjunni. Jörg Son- dermann leikur. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA | Sunnudagur 11. mars. Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, saga, ný mynd í möppuna! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Rótarý-klúbbi Seltjarm- armess aðstoða við helgihald. Dr. Gunn- laugur A. Jónsson, forseti klúbbsins, pre- dikar. Kammerkórinn leiðir sálmasöng og messusvör. Rótarýklúbburinn afhendir kirkjunni söfnunarbauk að gjöf. Sr. Arna Grétarsdóttir. Verið hjartanlega velkomin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Skálholts- dómkirkja. Messa sunnudag 11. mars kl. 11. Sóknarprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta verður í Sólheimakirkju sunnudaginn 11. mars kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Organisti er Ester Ólafs- dóttir. Barnakór Háteigskirkju syngur við athöfnina undir stjórn Þóru Marteins- dóttur. Verið öll velkomin.. TORFASTAÐAKIRKJA | Torfastaðakirkja. Guðsþjónusta sunnudag 11. mars kl. 14. Sóknarprestur. Vegurinn kirkja fyrir þig | Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Lofgjörð, kennsla, ung- barna-, barnakirkja, Skjaldberar og létt máltíð í lokin. Kristín Magnúsdóttir kennir. Samkoma kl. 19, Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag eftir sam- komu í kaffisal. www.vegurinn.is VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráð- herra, prédikar. Eldri borgarar aðstoða við ritningarlestur og bænir. Garðakórinn, kór eldri borgara leiðir sönginn. Organisti Jó- hann Baldvinsson. Sr. Friðrik Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Kaffi, kleinur og handavinnusýning eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sunnu- dagurinn 11. mars: Sunnudagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13. Hljómsveit nemenda úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar flytur létta og skemmtilega tónlist. VÍFILSSTAÐIR | Guðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum á Vífilsstöðum. Org- elleikari og kórstjóri Jóhann Baldvinsson og félagar úr Vídalínskirkjukór syngja. Prestur sr. Svanhildur Blöndal. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Ytri- Njarðvíkurkirkja. Sunnudagaskóli sunnu- daginn 11. mars kl. 11. Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir, María Rut Bald- ursdóttir og Hanna Vilhjálmsdóttir. Baldur Rafn Sigurðsson Jesús rak út illan anda. (Lúk. 11) KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.