Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 15 FRÉTTIR Leita að fl eiri tilboðum Einn smellur á klmiceland.is til að fi nna hagstæðasta miðaverðið, bóka á Netinu, fá upplýsingar um flug, safna fl ugpunktum og svo framvegis. Skilmálar: Verð fram og til baka frá Reykjavík með öllum sköttum og gjöldum. Nánari upplýsingar um skilmála má finna á www.klmiceland.is umhverfis jörðina, allan sólarhringinn bókaðu á klmiceland.is HONG KONG Frá 84400 KR BANGKOK Frá 82300KR JÓ HA NN ES AR BO RG Fr á 85 90 0 KR CURACAO Frá 81600 KR DÚBAÍ Frá 75000 KR MANILAFrá 89700 KRSHANGHAI Frá 82000 KR NA ÍR ÓB Í Fr á 89 50 0 KR SAO PAO LO Frá 8290 0KR BEI JIN G Frá 738 00 KR UM helgina verður sýningin Æskan og hesturinn haldin í Reiðhöllinni í Víðidal. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur. Hestamannafélögin á höfuðborg- arsvæðinu standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3–18 ára taka þátt. Spennandi Líf og fjör á hestbaki. Æska og hestar STJÓRN Skíða- sambands Ís- lands lýsir þungum áhyggjum af viðvarandi snjóleysi á skíðasvæðum höfuðborg- arsvæðisins. Hvetur stjórnin sveitarfélögin, sem aðild eiga að rekstri skíðasvæð- anna, til að taka höndum saman um að tryggja fjárveitingar til áfram- haldandi reksturs svæðanna og nauðsynlegra fjárfestinga í tækjum til snjóframleiðslu. Áhyggjur af snjóleysinu HÓPUR nemenda í Menntaskól- anum í Kópavogi heldur fata- og nytjamarkað í dag og á morgun kl. 11–16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogs- deildar RKÍ í Hamraborg 11. Ágóði rennur í ferðasjóð Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Kópavogi. MK-markaður Í DAG, laugardag, klukkan 12.30 og 14.30, verða göngu- og hjóla- ferðir Úrvals-Útsýnar kynntar í sportvöruversluninni Everest í Skeifunni. Flestar ferðirnar eru í ,,hefðbundnum takti“, þá er gengið 5–8 tíma á dag. Kynna ferðir Í YFIRLÝSINGU frá Lands- sambandi eldri borgara er ítrekað að sambandið styðji engin framboð. „Sú afstaða gildir jafnt um fram- boð núverandi stjórnmálaflokka og væntanlegt sérframboð eins og boðað framboð aldraðra.“ Taka ekki afstöðu STJÓRN MÁLMS – samtaka fyrir- tækja í málm- og skipaiðnaði, vek- ur athygli á mikilvægi stækkunar álversins í Straumsvík fyrir vöxt og viðgang íslensks málm- og véltækniiðn- aðar. Undanfarna áratugi hafi þjónusta við ál- verið verið meg- inverkefnastoð margra fyrirtækja í greininni. „Því skiptir miklu að eytt verði öllum vafa um að álverið í Straumsvík eflist og styrkist í framtíðinni og verði áfram sterk- ur bakhjarl við þróun íslensk málm- og véltækniiðnaðar,“ segir í ályktun frá stjórn Málms. Málmur styð- ur stækkun ALLT upp í hundrað hegrar eiga vetursetu á Íslandi ár hvert og festi ljósmyndari Morgunblaðsins einn þeirra á filmu í Hegra- nesi á dögunum. Að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings, dveljast í vetur á milli 5 og 10 fuglar í Hval- eyrarlóni í Hafnarfirði. „Þeir eru sums stað- ar í smáhópum, þar sem er fiskur,“ segir Ólafur. Hegrarnir koma hingað frá Noregi. „Þetta eru sum ár örugglega allt upp í hundrað fuglar sem koma,“ segir Ólafur. Hann segir að á haustin sjáist fuglarnir um allt land og hafi gjarnan vetursetu við ferskvatn þar sem ekki frýs, til að mynda í Ölfusi, Þorleifslæk-Varmá. Þá sæki hegr- arnir í að eyða vetrum í námunda við fisk- eldisstöðvar og í fjörum og við sjávarlón. Þá hafi sést til hegra í Grafarvogi í vetur. Um þessar mundir boða farfuglarnir komu sína til landsins. Ólafur segir að far- fuglarnir komi hingað fyrr og fyrr með hverju árinu. „Álftirnar byrjuðu um mán- aðamótin að streyma til landsins,“ segir hann. Meira en þúsund álftir hafi verið komnar í Þykkvabæ um síðustu helgi. „Skógarþrestir eru farnir að koma líka,“ bætir Ólafur við. Spurður hvort ekki sé hætta á að farfugl- arnir drepist úr kulda ef geri hret, segir Ólafur hættu á því. „Þá drepast þeir stundum unnvörpum, þúsundum eða tugþúsundum saman,“ segir hann. Hundrað hegrar eiga vetrardvöl hér Morgunblaðið/RAX Veturseta Allt að hundrað hegrar halda til á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.