Morgunblaðið - 10.03.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.03.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 47 unnar. Sóknarbörn ásamt þeim sem eru gestkomandi eða leið eiga um Mýrdalinn næsta sunnudag hvött til að fjölmenna í Víkurkirkju af þessu skemmtilega tilefni. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra sér- staklega hvött til að mæta. Aldraðir í aðalhlutverki í Vídalínskirkju Sunnudaginn 11. mars eru eldri borgarar í aðalhlutverki í messunni kl. 11 í Vídalínskirkju. Þar munu virðulegir borgarar annast ýmsa þætti helgihaldsins. Ólafur G. Ein- arsson, fv. ráðherra og bæjarstjóri í Garðabæ, flytur prédikun dagsins. Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, annast tónlistina, en org- anisti safnaðarins, Jóhann Bald- vinsson, er jafnframt söngstjóri Garðakórsins. Sveinn Snorrason, Hrefna Ing- ólfsdóttir og Kristín M. Möller ann- ast ritningarlestra. Tryggvi Þor- steinsson, Hjördís Björnsdóttir og Arndís Magnúsdóttir aðstoða við bænargjörðina. Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi og kleinur í safn- aðarheimilinu. Þar mun Lilja Jóns- dóttir hafa til sýnis handavinnu sína. Ekki eru einungis eldri borgarar að störfum í kirkjunni þennan dag. Sunnudagaskólinn mætir í kirkjuna á sama tíma, en fer með leiðtogum sínum á annan stað eftir ritning- arlestrana. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna. Minnt er á Biblíufræðslu öldung- anna á fimmtudögum kl. 20. Sr. Kristján Búason annast hana tvo næstu fimmtudaga. Kirkjan er öll- um opin. Frekari upplýsingar um kirkjustarfið á www.gardasokn.is. Sunnudagsmorgunn í Hallgrímskirkju Á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju kl. 10 sunnudaginn 11. mars flytur sr. Magnús Erlingsson, meist- aranemi við guðfræðideild HÍ, er- indi um Maríu Magdalenu, stöðu hennar í lærisveinaflokknum og hópamyndun innan fornkirkjunnar. Allir eru velkomnir í suðursalinn og síðan til messu og barnastarfs sem hefst kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og messuþjónum dagsins. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Barnastarfið er í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Eftir messu er boðið upp á kaffi og ávaxtasafa. Grafarvogskirkja þrjár messur alla sunnudaga Hvern sunnudag eru þrjár messur í Grafarvogskirkju. Barnaguðsþjónusta er kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar og einnig í Borgarholtsskóla kl. 11. Næstkomandi sunnudag verður útvarpsguðsþjónusta kl.11, séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn organistans Harðar Braga- sonar. Hljómsveit kirkjunnar spilar en hana skipa þeir: Hjörleifur Vals- son sem leikur á fiðlu, Birgir Bragason á Kontrabassa og Hörður Bragason organisti á píanó. Kvöld- og æðruleys- ismessa í Hafnarfjarðarkirkju Sunnudagskvöldið 11. mars kl. 20 fer fram kvöld og æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Ólafur Jens Sig- urðsson munu stýra henni. Tónlist- arflutningur sem hljómsveitin Gleðigjafar annast verður á léttum og björtum nótum. Eftir messuna er boðið upp á kvöldhressingu í Strandbergi. Þess er vænst að AA- menn, fjölskyldur þeirra og velunn- arar sæki æðruleysismessuna en hún er öllum opin. Árdegis fer fram guðsþjónusta í kirkjunni kl.11. Prestur innflytjenda í Breiðholtskirkju Nk. sunnudag 11. mars mun prest- ur innflytjenda, sr. Toshiki Toma, prédika við messu í Breiðholts- kirkju kl. 11. Að messunni lokinni verður boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheimili kirkjunnar og gefst þar gott tækifæri til að ræða málefni innflytjenda og fleiri mál við sr. Toshiki. Viljum við hvetja sóknarbörn og aðra sem áhuga hafa á að fjölmenna við þessa guðs- þjónustu. Unglingamessa í Frí- kirkjunni í Reykjavík Eftir gistingu í kirkjunni aðfara- nótt sunnudags, þar sem undirbúin verður guðsþjónusta með öllu til- heyrandi, verður uppskeruhátíð í unglingamessu kl 14. Yfirskrift guðsþjónustunnar er ,,Hvernig sjá unglingar Guð? Guðsþjónustan er að mestu í umsjá félaga í Æskulýðs- félagi Fríkirkjunnar. Lestrar, tón- listaratriði, hugleiðingar og bænir eru í höndum unglinganna. Anna Sigga og Carl Möller leiða almenn- an safnaðarsöng, en Ása Björk, Nanda María og Hjörtur Magni halda utan um guðsþjónustuna. Fjölmennum og sýnum ungling- unum okkar stuðning í verki! Anda- brauð í lokin. Sjálfshjálparhópur full- orðinna barna gömlu upptökuheimilanna stofnaður í Laugarnes- kirkju Sunnudaginn 11. mars kl. 18 verður stofnaður sjálfshjálparhópur á veg- um Laugarneskirkju þar sem fólki sem dvaldi á upptökuheimilum hins opinbera á barns- og unglingsaldri er boðin þátttaka. Dr. Pétur Pét- ursson, félagsfræðingur og prófess- or við guðfræðideild HÍ, mun leiða starfið ásamt félagsráðgjöfunum Sólveigu Pétursdóttur og Margréti Scheving og prestunum sr. Hildi Eir Bolladóttur og sr. Ólöfu Ólafs- dóttur. Boðið verður upp á hressingu í lokin, en kl. 20 er haldin hin mán- aðarlega kvöldmessa í Laugarnes- kirkju, þar sem gospel og djass- tónlist rennur saman við Guðsorð og bænir og allt fólk er velkomið að mæta og njóta. Trúarbrögð á Íslandi Miðvikudaginn 14. mars hefst nám- skeið um trúarbrögð á Íslandi á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar. Á námskeiðinu verður fjallað um ólík trúarbrögð og fulltrúar þeirra kynna sína trú og starf á Íslandi. Meðal þeirra sem taka þátt eru fulltrúar múslíma, bahaí’a, mormóna, gyðinga, búdd- ista og Ásatrúarfélagsins. Einnig mun Bjarni Randver Sigurvinsson, doktorsnemi í trúarbragðafræði, fjalla um helstu kenningar um trúarbrögð. Námskeiðið er haldið í Grens- áskirkju og hefst kl. 20 og er kennt í fjögur skipti, tvo tíma í senn. Hægt er að skrá sig í síma 535 1500 eða á vef skólans, http:// www.kirkjan.is/leikmannaskoli. Rótarýfélagar gefa Seltjarnarneskirkju söfnunarbauk Í guðsþjónustu sunnudaginn 11. mars kl.11 mun Rótarýklúbbur Sel- tjarnarness gefa Seltjarnar- neskirkju söfnunarbauk sem hann- aður er af Herði Harðarsyni, arkitekt kirkjunnar. Rótarýfélagar munu aðstoða við helgihald og mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, forseti klúbbsins og prófessor í gamla- testamentisfræðum við HÍ, predika. Organisti er Pavel Manasek og ein- söng syngur Viera Manasek sópr- an. Boðið verður upp á kaffi og kleinur eftir guðsþjónustuna. Kvikmyndakvöld í Landakoti Mánudaginn 12. mars: „Molokai – The story of Father Damian“ Holdsveiki var mikið vandmál á 19. öld á Hawaii-eyjaklasanum. Þess vegna voru holdsveikir menn ein- angraðir og sendir í einskonar út- legð á afskekktu eyjunni Molokai. Þar lifðu þeir við hörmulegar að- stæður, einir og yfirgefnir. Damían De Veuster, flæmskur regluprest- ur, bauð sig fram til að sinna þeim fyrstur allra presta. Kveðjuorð biskups hans voru „að snerta eng- an …“ Smám saman tókst Damían að vinna traust holdsveikra. Hann fékk þá á sitt band með því að reisa hús, stunda akuryrkju og gera allt eins snyrtilegt og hægt var undir þessum ömurlegum kring- umstæðum. Þegar hann smitaðist sjálfur af holdsveiki gafst hann alls ekki upp og lagði sig eins lengi fram og mögulegt var til að vinna fyrir „holdsveika vini mína.“ Jó- hannes Páll II. páfi tók Damían De Veuster í tölu heilagra manna. Myndin er sýnd á ensku með ensk- um texta og hefst sýningin kl. 19.30 í safnaðarheimilinu á Hávallagötu 16 og tekur u.þ.b. tvo tíma. Færeyska sjómannaheimilið. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar Ferðalög Ódýrasti ferðafélaginn, alltaf alls staðar Njóttu lífsins alltaf, alls staðar! Kostar aðeins 97.110,- Mótor og sport, Stórhöfða 17. Símar 571 1040 og 867 7866. Hótelvefurinn - Besta verðið. Þú finnur rétta hótelið á besta verðinu í Evrópu og víðar á www.hotelvefur- inn.net. Auðvelt að panta. Tilboð, afslættir, ,,last minute’’ o.fl. Umsagn- ir hótelgesta. Gisting Ódýr og góð gisting í Kaup- mannahöfn! Ódýr og góð gisting 10 mín frá miðbæ Kaupmannahöfn. Verðdæmi fyrir 2 fullorðna 450 dkr. nóttin, börn 4 til 12 ára 79 dkr. Uppl. +45 25155651 eða johann1980@gmail.com Benidorm (Costa Blanca,Spánn), Levante svæðið. Fullbúnar og vel viðhaldnar íbúðir, nálægt strönd og allri þjónustu. Lausar íbúðir vor og sumar 2007. Fyrirspurnir á ensku eða spænsku í síma: 0034 965 870 907. www.benidorm-apartments.com info@benidorm-apartments.com Fæðubótarefni Heilbrigði-hollusta-árangur! Herbalife leggur grunninn. Ráðgjöf og stuðningur alla leið. Hanna hjúkrunarfræðingur. S. 557 6181/897 4181. www.internet.is/heilsa Hljóðfæri Yamaha Tyros. Til sölu frábært Yamaha Tyros hljómborð, sem eru bestu skemmtararnir á markaðnum í dag, Hard case taska fylgir með. Verð 170.000 kr. Upplýsingar í síma 820 1505. Til sölu. Uppl. í s. 844 8968. Húsgögn Til sölu skenkur frá Líf og List, 2,12 m á breidd, dýpt 59 cm, hæð 112 cm. Kostar nýr 150 þúsund, selst á hálf- virði, lítur út sem nýr. Upplýsingar í síma 825 0732. Húsnæði óskast Óska eftir 3ja herbergja íbúð til leigu. Er reyklaus og reglusamur í sambandi. Leita að íbúð á höfuðborg- arsvæðinu til langtíma. Greiðslugeta 90-100 þús. hjorturhj@visir.is. Sími 660 9615. Höfuðborgarsvæðið 4 svefnher- bergi? Viðskiptafræðingur og rafvirki frá Vestfjörðum flytjast búferlum með 3 börn, 4, 14 og 18 ára og leita að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, áætlaður leigutími 2 ár. Reglusöm og reyklaus fjölskylda sem virðir eignir annarra. Verð skiptir máli en ásig- komulag minna þar sem við getum lagt fram vinnu við standsetningu. Símanúmer 615 0574. annagylfa@simnet.is. Höfuðborgarsvæðið - 4 svefnher- bergi - 2 ár. Viðskiptafræðingur og rafeindavirki leita að íbúð með 4 svefnherbergum. Verð skiptir máli, ástand minna, getum tekið að okkur standsetningu. Erum reyklaus og reglusöm fjölskylda frá Vestfjörðum. Vantar húsnæði strax. Sími 615 0574 olafursveinn@simnet.is Atvinnuhúsnæði Glæsileg nuddstofa til leigu Lítil nuddstofa á svæði 108 Reykjavík til leigu. Fyrirspurnir sendist á auglýsingadeild Mbl merktar: ,, N-19641’’. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu bygging- arstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarbústaður til sölu Til sölu er sumarbústaður í Galtarholtslandi í Borgarfirði. Bústaðurinn er á leigu- landi og eru um 25 ár eftir af leigu- tímanum. Einnig er hægt að kaupa landið sem er 1 ha og kostar 2 millj. Bústaðurinn er 60 fm, þ.e. 2 svefn- herb., hol, eldhús, borðstofa, stofa, gangur og salerni. Einnig er góð geymsla. Stór sólpallur var reistur fyrir 2 árum. Allar uppl. í s. 898 0953. REMAX STJARNAN kynnir Auðveld kaup - Hagstæð lán á nýju, glæsilegu heilsárshúsi í Skorradal í Dagverðarnesi. Opið hús sunnudaginn 12. mars frá kl. 14-15. Uppl. gefur Anton í síma 699 4431. Rúnar S. Gíslason, lögg. fasteigna-, fyrirtækja og skipasali. Gröfuþjónusta - fleygun - kurlun Gröfuþjónusta, fleygun á Suðurlandi rotþrær, lagnaskurðir, heimtaugar útvegum lagnaefni heitt/kalt vatn, dren og frárennsli. Klaki og grjót ekki vandamál. Nýjar vélar - vanir menn, um að gera að nota tímann fyrir vorið. Uppl. 891 7355/898 1505. Fjallaland - Glæsilegar lóðir! Mjög fallegar lóðir til sölu í Fjalla- landi við Leirubakka, aðeins 100 km frá Reykjavík á malbikuðum vegi. Kjarrivaxið hraun. Ytri-Rangá rennur um svæðið. Landsfræg náttúrufegurð og veðursæld. Mikið útsýni til Heklu, Búrfells og Eyjafjallajökuls. Tvímæla- laust eitt athyglisverðasta sumar- húsasvæði landsins. Nánari upplýsingar á fjallaland.is og í síma 893 5046. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Viðskipti Heildverslun til sölu. Til sölu lítil heildverslun með heilsuvörur og fæðubótarefni. Góð viðskiptasam- bönd. Gott tækifæri fyrir duglega aðila. Mjög hagstætt verð og greiðslukjör. 100% trúnaður. Til að skoða þetta betur vinsamlegast hafðu samband í gegnum heildv@visir.is. HELGAFELL 6007031013 VI 11.3. Sandakravegur Brottf.frá BSÍ kl. 10:30. Fararstj.María Berglind Þráinsdóttir. V.2600/3000 kr. 16.3. Útivistarskrall í Húnabúð. Hið árlega Útivistar- skrall verður föstudagskv .16. mars kl. 21:00 í Húnabúð Skeifunni 11. Sigurjón Brink og Gunnar Ólason sjá um fjörið. Sjá nánar á www.utivist.is 23. - 25.3. Drangajökull - jeppaf. Brottf .kl. 19:00. Fa- rarstj. Jón Viðar Guðmundsson. V .11400/13400 kr. Kvöldv. í Re- ykjanesi innifalinn. 30.3. - 1.4. Mýrdalsjökull - Strútur, gönguskíðaferð í sam- vinnu við jeppadeild. Brottför kl. 19:00. V. 6800/7800 kr. 22.3. Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar kl. 20.00 að Laugavegi 178 Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf . Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is Félagsstarf MÍMIR 6007031011 Fræðslufundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.