Morgunblaðið - 10.03.2007, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.03.2007, Qupperneq 50
|laugardagur|10. 3. 2007| mbl.is staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um John Corbett, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Sex and the City. » 52 af listum Björg Brjánsdóttir er aðeins 13 ára gömul en er samt að fara að leika einleik á flautu með Sin- fóníuhljómsveitinni. » 52 tónlist Það fer enginn dapur út af söngleiknum Legi í Þjóðleikhús- inu ef marka má gagnrýni Martins Regal. » 55 leiklist Vernharður Linnet skellti sér á djasstónleika á Domo á fimmtudaginn og skemmti sér mjög vel. » 57 dómur Breski söngvarinn George Michael fær næstum 100 millj- ónir fyrir að koma fram í afmæli hjá milljónamæringi. » 61 fólk Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í LISTASAFNI Akureyrar verður opnuð í dag sýningin Augliti til aug- litis. Þar eru sýnd ljósmyndaverk fjórtán alþjóðlegra listamanna sem allir vinna með portrett og sjálfs- myndir. Flestir þeirra eru franskir eða búsettir þar um slóðir, en sýn- ingin er hluti af Pourquoi pas? – frönsku vori á Íslandi. „Við erum með um fimmtíu verk eftir þessa fjórtán listamenn. Ég valdi þá því mér finnst þeir sýna þá breidd sem er í ljósmyndalistinni í Frakklandi í dag,“ segir Isabelle de Monfumat, sýningarstjóri sýning- arinnar Augliti til auglitis. „Þetta eru bæði vel þekktir listamenn sem og yngri og minna þekktir. Þeir hafa ólíka sýn á ljósmyndun og nota hana á ólíkan hátt í list sinni.“ Mynd á dag í 40 ár „Sá stærsti og frægasti á þessari sýningu er Roman Opalka. Frá árinu 1965 hefur hann málað litlar hvítar tölur, frá 1 og áfram, á strigabak- grunn sem í upphafi var svartur og í hvert sinn sem hann byrjar á nýrri mynd bætir hann örlitlu hvítu í bak- grunninn og því lýsast myndirnar eftir því sem þeim fjölgar og á end- anum verður bakgrunnurinn sam- litur tölunum; hann tekur upp rödd sína þegar hann les númeraraðirnar eftir hverja vinnutörn og svo tekur hann ljósmynd af andliti sínu. Á Aug- liti til auglitis er þetta þrennt til sýn- is. Það verða átta sjálfsmyndir af honum þarna, en hann hefur tekið eina mynd af sér á hverjum degi síð- an ’65 og er ljósmyndun hans sönn birting á list sem er til marks um hin afdráttarlausu skil milli módern- ískrar og samtímalegrar ljósmynd- unar,“ segir Isabelle og tekur fram að skilin á milli listgreina séu alltaf óljósari og það megi glöggt sjá á sýn- ingunni. Ljósmyndalist virtari Isabelle hefur hingað til aðallega komið að sýningu erlendra lista- manna í París. Með Augliti til auglit- is vildi hún breyta til og gera sýningu með frönskum listamönnum erlend- is. Augliti til auglitis var fyrst sett upp í París árið 2005, hún hefur nú ferðast víða um Evrópu og frá Ís- landi fer hún til Skotlands og síðan til Svíþjóðar. „Sýningin á líklega eftir að ferðast víðar í lengri tíma, við höfum aðeins verið í Evrópu en eigum eftir að sjá hvernig svona sýning leggst í fólk í öðrum heimshlutum. Ég hef áhuga á að vita hvort þetta sé aðeins franskur raunveruleiki eða raunveruleiki í list- um í heiminum, það veit ég ekki, en við höfum fengið góðar viðtölur alls staðar hingað til.“ Spurð hver staða nútímaljósmynd- unar sé í Frakklandi í dag segir Isa- belle hana hafa breyst mikið á sein- asta áratug. „Fyrir rúmum tíu árum voru nú- tímaljósmyndir ekki raunveruleiki í listaheiminum en síðan þá hafa tvö mikilvæg ljósmyndasöfn verið opnuð í París sem breyttu stöðu ljósmynd- unar til batnaðar. Ljósmyndalistin er virtari og meira litið á hana sem list sem og vídeólist. Í dag eigum við marga mikilvæga listamenn sem nota ljósmyndir í list sinni,“ segir Isabella og bætir við að þeim þyki áhugavert að sýna í Listasafni Ak- ureyrar. „Okkur þykir mjög áhugavert að sýna á Íslandi því þar er listin svo ung og þar spretta sífellt upp nýjar og áhugaverðar kynslóðir lista- manna sem þora. Því er áhugavert að koma með sýningu með nýrri list frá „gömlu“ Evrópu til „nýju“ Evrópu.“ Listamennirnir sem eiga verk á Augliti til auglitis eru: Alain Bublex, Nan Goldin, Cécile Hartmann, Hans Hemmert, Suzanne Lafont, Dominik Lejman, Yuki Onodera, Roman Opalka, Orlan, Philippe Ramette, Francois Rousseau, Yann Toma, Jean-Luc Vilmouth og Kimiko Yoshida. Sýningin verður opnuð í dag og stendur til 29. apríl. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Til auglitis Isabelle de Montfumat, sýningarstjóri Auglitis til auglitis, við verk eftir frönsku listakonuna Orlan. Augliti til aug- litis við franska list á Akureyri Sýning á franskri samtímaljósmyndun í Listasafni Akureyrar opnuð í dag Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÞAÐ ER virkilega vandasamt að blanda saman myndböndum og leikhúsi,“ segir Gideon Kiers sem sér um ljósa- og myndbands- hönnun við fjórða mann í söng- leiknum Legi. „Ég setti mér það markmið, í samvinnu við Bjössa [Björn Bergstein Guðmundsson ljósahönnuð] að búa þannig um hnútana að ljósin, myndböndin, og reyndar sviðsmyndin og hljóðið, mynduðu heildstætt umhverfi sem myndi styðja við sýninguna frekar en að draga athyglina frá verkinu sjálfu. Þetta handrit er reyndar mjög gott og það létti okkur óneitanlega lífið.“ Þrátt fyrir að Gideon sé holl- enskur fer því fjarri að hann sé ókunnur íslensku leikhúsi. Hér- lendis hefur hann unnið við hljóð- og myndvinnslu fyrir uppfærslur á einum tíu leikritum og óperum. „Kærastan mín er íslensk og bróðir hennar, Börkur Jónsson, gerði leikmyndina fyrir uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á Meist- aranum og Margarítu árið 2003. Þar vantaði einhvern til að sjá um myndvinnsluna og þannig byrjaði þetta allt saman.“ Á ferð og flugi Auk þess að sinna hljóð- og myndvinnslu fyrir íslenskt leikhús hefur Gideon starfað við myndlist og hljóðlist í margvíslegu formi í fjölmörgum löndum Evrópu. Hann er jafnan með mörg járn í eld- inum og stöðugt á ferð og flugi. Þannig heldur hann til Hollands eftir helgi þar sem hann mun spila á nokkrum tónleikum og taka þátt í listasýningu auk þess hann staldrar við í Rotterdam þar sem hann vinnur að stuttmynd ásamt bróður sínum.. „Svo kem ég til Íslands en stoppa stutt því ég þarf að fara aftur og vinna að nýrri plötu og leggja auk þess mitt af mörkum til dansverks,“ segir Gideon sem virðist lítið gef- inn fyrir að sitja með hendur í skauti. Aðspurður hvort fleiri verkefni í íslensku leikhúsi séu á döfinni segir Gideon það sennilegt. „Ég hef unnið talsvert með Bjössa og hefur sú samvinna gengið frábær- lega. Það kann því svo að fara að við sameinum krafta okkar aftur og ekki ólíklegt að ég komi að einhverjum óperum á næsta ári.“ Kærustu sinni Öddu Ingólfs- dóttur kynntist Gideon í gegnum bróður sinn, sem var bekkj- arbróðir Öddu í Hag. „Það vill reyndar þannig til að hann á líka íslenska konu. Við sem höfðum eiginlega aldrei heyrt um Ísland áður en við kynntumst þeim,“ seg- ir hann og hlær. Sískapandi Íslandsvinur Myndbandslistamaður Listamaðurinn Gideon Kiers hefur komið við sögu tíu uppfærslna á leikritum og óperum á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Hinn fjölhæfi Gideon Kiers sér um ljósa- og myndbands- hönnun fyrir hinn nýfrumsýnda söngleik Leg Morgunblaðið/ÞÖK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.