Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU HUGVÍSINDADEILD Hagnýtt nám í hugvísindum www.hi.is Nýjar 45 eininga námsgreinar á M.A.-stigi í Hugvísindadeild Háskóla Íslands Hagnýt menningarmiðlun Námið byggist á þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki miðlunarverkefnum, tileinki sér fjölþætta framsetningu efnis og öðlist reynslu sem geri þeim fært að vinna sjálfstætt á sviði miðlunar. Hagnýt ritstjórn og útgáfa Markmið námsins er að gefa nemendum kost á að byggja á þeim grunni sem þeir hafa lagt í fyrra námi sínu og búa sig á skipulegan hátt undir ritstjórnar- og útgáfustörf af ýmsu tagi, t.d. hjá fjölmiðlum, bókaútgáfum og vísinda- stofnunum. Námið er bæði fræðilegt og verklegt og fer fram í samvinnu við samstarfsfyrirtæki á þessu sviði. Umhverfis- og náttúrusiðfræði Viðskiptasiðfræði Heilbrigðis- og lífsiðfræði Í náminu kynnast nemendur helstu kenningum siðfræðinnar, rannsóknar- aðferðum í hagnýtri siðfræði og siðfræði starfsstétta. Nemendur geta síðan valið að sérhæfa sig í umhverfis- og náttúrusiðfræði, viðskiptasiðfræði eða heilbrigðis- og lífsiðfræði. Ekki eru gerðar kröfur um fornám í heimspeki. Frekari upplýsingar um námsgreinarnar eru veittar á skrifstofu Hugvísindadeildar og þangað skal skila umsóknum. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars. Sjá nánar á www.hug.hi.is ■ ■ ■ Hugvísindadeild Háskóla Íslands Nýja-Garði, 101 Reykjavík Sími 525 4400, hug@hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 66 63 0 3/ 07 Eftir Andra Karl andri@mbl.is VIÐSKIPTI Baugs við Nordica, fé- lag Jóns Geralds Sullenbergers, komu mikið við sögu í dómsal 101 í gærdag, á 20. degi Baugsmálsins svokallaða. Vitnin, sem leidd voru fyrir dóm, eru flest núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Aðfanga, birgða- og dreifingarstöðvar Baugs, eða fyrirrennara þess og voru spurn- ingar um starfsemi og viðskipti fyr- irtækisins áberandi. Spurningar setts saksóknara, Sig- urðar Tómasar Magnússonar, beind- ust fremur að viðskiptum við Nord- ica, hversu umfangsmikil þau voru og birgðastöðu hjá Aðföngum, á meðan Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar forstjóra Baugs Group, reyndi að upplýsa dóminn um danska félagið Simons Agitur. Nutu bæði velvildar innan Baugs Meðal vitna var Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, og sagði hann aðspurður að samstarf Baugs við Simons Agitur hefði verið hlið- stætt því við Nordica. „Algjörlega, þetta er alveg það sama og bæði fyr- irtækin nutu velvildar innan Baugs og samskiptin voru náin,“ sagði Lár- us. Spurði Gestur þá út í rannsókn ríkislögreglustjóra og hvort eitthvað hefði verið spurt út í danska félagið við skýrslutökur. Neitaði Lárus því eins og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Baugs sf., fyrirrennara Aðfanga. Í lögregluskýrslu sem tekin var af Jóhannesi 6. nóvember 2002, og sak- sóknari bar undir vitnið, minnist hann á að mikil áhersla hafi verið lögð á að halda tveimur viðskipta- samböndum, það væri Simons Agitur og Nordica. Spurði Gestur þá hvort frásögn Jóhannesar af Simons Agit- ur hafi orðið til þess að hann hafi ver- ið spurður nánar út í félagið og neit- aði hann því. Simons Agitur vann m.a. að því að finna nýjar vörur í Evrópu og senda til Íslands. Við aðalmeðferðina í fimmtudag sagði Óskar Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, svo frá að Baugur hefði sett hlutafé inn í danska félagið þegar halla fór undan fæti og fór að lokum svo að Baugur eignaðist Simons Agitur. Annar eigandi félagsins fékk hins vegar mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til að viðhalda viðskipta- samböndum í Evrópu, fara á sölusýn- ingar og finna nýjar vörur. Farið með upplýsingar um eignaraðild sem mannsmorð „Það var allavega ekki talað um eignaraðild opinberlega hjá fyrir- tækinu,“ sagði Jón Ólafur Lindsay, innkaupastjóri hjá Baugi sf., Aðföng- um og síðar 10-11, þegar saksóknari spurði hann út í bátaeign Jóns Ás- geirs. Saksóknari las upp úr lög- regluskýrslu þar sem haft var eftir Jóni Ólafi að farið hefði verið með upplýsingarnar sem mannsmorð inn- an Baugs og staðfesti hann framburð sinn. Jón Ásgeir hélt því fram við aðal- meðferðina að Jón Ólafur hefði með orðum sínum verið að hefna sín á honum þar sem hann var rekinn frá félaginu. Þetta sagði Jón Ólafur rangt, en viðurkenndi áður að hafa orðið reiður eftir starfslok sín. Spurður um hvernig hann hefði feng- ið vitneskju um eignarhald Jóns Ás- geirs í bátnum Thee Viking sagði Jón Ólafur að um orðróm hefði verið að ræða. Síðar spurði Gestur út í hvers vegna hann hefði notað orðið manns- morð, og sagði Jón Ólafur að hann hefði hugsanlega tekið fremur „hart til máls“. „Við kölluðum þetta gámalandið“ Saksóknari spurði Lárus Óskars- son töluvert út í meintan vand- ræðalager Nordica hjá Aðföngum en í skýrslutökum yfir Jóni Ásgeiri hélt hann því fram að til hefði orðið vand- ræðalager með vörur Nordica sem kvartað hefði verið yfir innan Baugs. Því hefði komið til samkomulag milli hans og Jóns Geralds um að gefinn væri út kreditreikningur samhliða ákvörðun um að stórauka viðskiptin. Aðspurður sagðist Lárus hefðu hafið störf sem framkvæmdastjóri hjá Aðföngum í nóvember 1997. Þá hefðu verið um fjörutíu fullir, og hálf- fullir, gámar af vörum sem safnast hefðu saman. „Við kölluðum þetta gámalandið,“ sagði Lárus og bætti við að það hefðu að mestu verið vörur frá Nordica, að verðmæti 15–17 millj- ónir króna. Var hann þá spurður út í hvernig birgðastaða Nordica hefði verið á árinu 2001, sama ár og kreditreikn- ingurinn var gefinn út, og sagði Lár- us að viðskipti við félagið hefðu verið aukin mikið á árinu, eða úr ca 65 milljónum króna upp í 150 milljónir. Saksóknari spurði þá hvort hægt væri að tala um vandræðalager hjá Aðföngum vegna þessara viðskipta og sagði Lárus: „Birgðastaða Að- fanga var um 450 milljónir króna og að vera með lager sem er 1% af velt- unni en 13% af lagernum, það er ekki vænlegt.“ Sambærileg viðskipti og við Simons Agitur Morgunblaðið/G. Rúnar Leitað Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, flettir í skjölum málsins, ásamt sérlegum aðstoðarmanni sínum, við aðalmeðferðina. Fjögur vitni báru að viðskipti Baugs við félag Jóns Geralds, Nordica, hafi átt sér hliðstæðu í danska félaginu Í HNOTSKURN Dagur 20 »Á mánudag verður sann-kallaður færeyskur dagur í héraðsdómi Reykjavíkur en aðeins færeysk vitni verða leidd fyrir dóm. »Meðal þess sem spurt verð-ur út í eru viðskipti milli Baugs og SMS í Færeyjum, sem Baugur á 50% eignarhlut í, og kredityfirlýsing sem gefin var út af SMS upp á 46 milljónir króna – og er meðal ákæruefna. FRÉTTIR HELGI Hafliðason, málarameistari og fisksali í Reykjavík, andaðist í gær, 9. mars, á 85. aldursári. Helgi fæddist í Reykjavík 10. nóvem- ber árið 1922, sonur Hafliða Baldvinssonar fiskkaupmanns og Jóneu Hólmfríðar Fríðsteinsdóttur. Helgi gekk í Aust- urbæjarskólann og Iðnskólann í Reykja- vík og fékk meistara- réttindi í málaraiðn árið 1950. Þremur árum síðar tók hann við rekstri Fiskverslunar Haf- liða Baldvinssonar við Hlemm, sem faðir hans hafði stofnað árið 1927. Hann rak verslunina þar ásamt fyr- irtækinu að Fiskislóð 30, þar til hann hætti störfum árið 1994 og synir og tengdabörn tóku við rekstrinum. Stjúpsonur og synir Helga höfðu þá rekið fyrirtækið með honum frá því í byrjun níunda áratugarins. Helgi var alla tíð virkur í fé- lagsstarfi, söng í kór og var áhugamaður um ferðalög og útivist. Hann var mjög virkur í starfi Alþýðuflokksins, enda var hann bróður- sonur Jóns Baldvinsson- ar, formanns Alþýðu- flokksins og forseta ASÍ. Eiginkona Helga var Guðmundína Jóhanna Júlíusdóttir, fædd 1934, en hún lést árið 1994. Þau eignuðust fjögur börn saman en Jóhanna átti son sem Helgi ól upp. Andlát Helgi Hafliðason Sauðárkrókur | Lögreglunni á Sauðárkóki barst tilkynning um umferðarslys í Hegranesi í gær- morgun. Fólksbifreið hafði farið norður af veginum, austan Trölla- skarðs, þar sem hæst er niður og hafnað á hvolfi. Þrennt var í bif- reiðinni, tvær ungar konur og ungt barn annarrar þeirra. Farþeginn og barn hennar komust út úr bíln- um og flutti vegfarandi þau á Heil- brigðisstofnunina á Sauðárkróki, en ökumaðurinn var fastur í bílnum og þurfti áhaldabíl slökkviliðsins til að ná honum úr flakinu. Eftir skoðun á heilbrigðisstofn- uninni fengu farþegarnir að fara heim, enda aðeins skrámaðir, en ökumaður var fluttur til Akureyr- ar, ekki í lífshættu en líklega bæði handleggs- og fótbrotinn. Mikil mildi þykir að ekki fór verr. Útafakstur í Hegranesi Morgunblaðið/Björn Björnsson Vettvangur Lögregla og sjúkralið huga að slösuðum í bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.