Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 23 LANDIÐ góða verslun og almennt heilstætt samfélag. „Hér vorum við því sátt við að setja okkur niður og ala upp börn- in okkar.“ Þau hjónin eiga íbúð í Kópavogi sem þau hafa hug á að selja og kaupa hentugt húsnæði á Hvammstanga. Vel gekk að ráða fólk Leó Örn segir frá starfsemi sjóðs- ins. Stofnun Fæðingarorlofssjóðs byggist á lögum sem tóku gildi 1. jan- úar 2001 og snýst um að veita for- eldrum jafna möguleika á að vera með nýfæddum börnum sínum fyrstu misserin. Við upphaf höfðu feður að- eins eins mánaðar orlofsrétt, sem óx árlega. Frá 2004 hafa feður tekið allt að 90% rétt sinn til orlofs. Fyrst var ekki hámark á greiðslum, en nú er heimilt að greiða allt að 518 þúsund krónur á mánuði. Réttindi feðra hafa m.a. mikinn hvata fyrir mæður til að efla stöðu sína á vinnumarkaði. Nú geta foreldrar tekið orlofið út í einu lagi eða í hlutum, á allt að 18 mán- uðum. Fæðingarorlofssjóður heyrir undir Vinnumálastofnun, og er ein starfs- stöð hans í Reykjavík, en níu skrif- stofur eru á landsbyggðinni, þar sem fólk getur fengið þjónustu. Staðsetn- ing Fæðingarorlofssjóðs á Hvamms- tanga er mikið heillaspor, að mati Leós Arnar. „Hér er mjög góð starfs- stöð sem er leigð af Kaupfélaginu. Starfsfólkið er nú tíu manns, og er flest með háskólamenntun. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að erfitt yrði að fá hæft starfsfólk á svo litlum stað, en svo reyndist alls ekki, um 40 manns sóttu um þessi störf. Starfsemi sjóðs- ins hefur víðtæk áhrif í litlu sam- félagi, má nefna póstþjónustuna á staðnum, en sjóðurinn fær og sendir hundruð bréfa á viku. Eins er gott samstarf við læknana á staðnum, en þeir koma að yfirlestri sjúkragagna sem fylgja umsóknum,“ segir hann. Fólk getur nálgast upplýsingar um rétt sinn með heimsókn á heimasíðu sjóðsins, www/faedingarorlof.is, eða með símtölum og gengur afgreiðslan hratt fyrir sig að sögn forstöðu- mannsins. Eftir Karl Á. Sigurgeirsson Hvammstangi | „Ég þekkti ekkert til þessa héraðs, Vestur-Húnavatns- sýslu, og hafði aðeins einu sinni kom- ið til Hvammstanga í keppnisferð, sem unglingur,“ segir Leó Örn Þor- leifsson sem tekið hefur við starfi for- stöðumanns Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga. Hann segist hafa hugleitt að sækja um þegar starfið var auglýst en ekki orðið úr því. „Þegar það var svo aug- lýst í annað sinn, höfðum við skoðað málin, m.a. kynnt okkur innviði sam- félagsins í héraðinu. Við sáum að þetta höfðaði vel til okkar,“ segir Leó Örn. Vísar hann til þess að á Hvammstanga er boðið upp á góða alhliða þjónustu, leik- og grunnskóla með réttindafólki, góða íþróttaað- stöðu, víðtæka heilbrigðisþjónustu, Feður nýta 90% réttar síns Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs ánægður með starfið á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Forstöðumaður Leó Örn Þorleifs- son stýrir starfi Fæðingarorlofs- sjóðs á Hvammstanga. Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | „Það eru óvenju margar geitur með tvo kiðlinga þetta árið og það er sjaldan sem frjósemin hefur verið svona mikil,“ segir Grímur Vilhjálmsson, bóndi á Rauðá, en í geitahúsinu er fullt af ungviði sem leikur sér um garða og krær. „Burðurinn fer að verða búinn og við erum með geitur hér í tveimur hólfum í húsinu. Stóru kiðlingarnir sem eru elstir eru sér með mæðrum sínum, en þeir þurfa að hafa gott pláss til þess að hreyfa sig,“ segir hann. Grímur hefur mikla reynslu af geitabúskap en hann hefur nú búið í rúmlega fjörutíu ár samfellt með þennan stofn. Rauðá er eini bær- inn í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem rekið er geitabú. Geitur voru á Rauðá eins og mörgum öðrum bæjum á fyrri hluta síðustu aldar en það var árið 1941 sem geita- stofninn var felldur þar í fjárskipt- um. Upp úr því var geitalaust á Rauðá í nær 25 ár, en svo var byrjað aftur og hafa verið þar geitur allar götur síðan. Geiturnar vekja jafnan mikla at- hygli og koma skólabörn á hverju ári í Rauðá til þess að skoða þenn- an búpening sem verður að teljast sjaldgæfur á sveitabæjum nú á dögum. Grímur segir að auðvitað sé ekki mikið upp úr þessu að hafa en það sé mjög gefandi að vera með þessar skepnur sem eru skemmtilegar og skynsamar. Eldri ráðast á þær yngri Athyglisverð stéttaskipting er í hjörðinni og fylgir hún aldri en er ekki bundin við kyn. Eldri geitur ráðast á þær yngri á húsi og reka hornin í þær. Sem ráð við árásum eldri geitanna er helst fyrir þær yngri að leggjast en aðrar geitur ráðast ekki á liggjandi geit. Ann- ars eru geiturnar miklar mæður og kiðin ganga undir á víxl og sjúga aðrar geitur. „Þetta eru aðallega huðnur,“ segir Grímur og segir lítið um hafra í kiðlingahópnum. „Hafurinn hér núna er ungur, en við höfðum áður gamlan sem var orðinn erf- iður viðureignar og því var hann felldur. Hornin voru gríðarstór. Alltaf er erfitt að fá hafra sem eru alveg óskyldir en það hefur verið reynt að víxla höfrum milli bæja, en það er ekki hægt endalaust í svona litlum stofni.“ Ekki er að sjá annað en að geit- urnar hafi það mjög gott á húsinu því þær eru þriflegar auk þess sem elstu kiðlingarnir hafa kassa til þess að príla á. Úti í náttúrunni kunna geitur vel við sig í klettum og þess vegna setur Grímur kassa í króna hjá þeim til þess að full- nægja þeirri þörf að klifra og príla. Margar geiturnar á Rauðá eru tvíkiða Morgunblaðið/Atli Vigfússon Geitabóndi Grímur Vilhjálmsson, bóndi á Rauðá, stundar geitabúskap sér til ánægju. Kiðlingarnir vekja alltaf athygli barna sem koma í heimsókn. Skemmtilegt að búa með geitur Í HNOTSKURN »Bærinn Rauðá stendurvestan í Fljótsheiði beint austur frá Goðafossi. »Geitagrautar, geitaostar,geitasmjör og geitaskyr var algeng fæða á þeim bæjum þar sem voru geitur. »Mjólkurskeið geita er 10til 11 mánuðir og er geita- mjólkin sögð góð til drykkjar. »Þel geita er verðmætt oger með fínustu náttúru- legu trefjum sem völ er á. LEÓ Örn Þorleifsson var ráðinn forstöðumaður Fæðingarorlofs- sjóðs í lok síðasta árs en þá var sjóð- urinn nýstaðsettur á Hvamms- tanga. Leó er fæddur 1975, fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann lauk skólagöngu í MA með stúdentsprófi 1995. Útskrifaður frá HÍ í júní 2006 sem lögfræðingur. „Á Akureyri eru mínar rætur, og einnig konu minnar, Ölmu Láru Hólmsteinsdóttur. Við eigum sam- an eitt barn, og annað á leiðinni. Einnig eigum við sitt hvort barnið frá fyrri samböndum,“ segir Leó Örn. Með námi vann hann hjá Toll- stjóranum í Reykjavík í tvö ár, og á síðasta námsári við sjúkratrygg- ingasvið Tryggingastofnunar rík- isins, m.a. við úrvinnslu á vinnuslys- um. Hann lék handbolta með KA sem urðu bikarmeistarar 1995 og 1996 og Íslandsmeistarar 1997. „Ég hef áhuga á að hefja aftur íþróttastarf, þegar tími vinnst til. Krakkarnir í 6. til 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra hafa skriflega óskað eftir að ég komi að þjálfun þeirra í hand- bolta, en aðalgrein íþrótta hér hef- ur verið körfubolti, ásamt sundi og frjálsíþróttum. Á Hvammstanga er mjög góð aðstaða til íþróttaiðk- unar, sundlaug og íþróttahús, þar er reyndar ekki löglegur hand- boltavöllur. Mér þykir afar vænt um þessa áskorun krakkanna og er að íhuga að bregðast við henni þeg- ar fer að hægjast um í vinnu.“ Skorað á forstjórann að þjálfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.