Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
KOSNINGAR til þinga í 14 hér-
uðum Rússlands fara fram á morg-
un, sunnudag. Þar með hefst rétt-
nefnt „kosningaár“ þar eystra sem
einkennast mun af skipulegri við-
leitni stjórnvalda til að stýra hinu
pólitíska ferli. Tilgangurinn er aug-
ljós; Vladímír V. Pútín forseta og
undirsátum hans er fyrst og fremst
umhugað um að tryggja völd sín í
nafni stöðugleikans. Um leið verður
lagður grunnur að valdatöku eftir-
manns Pútíns sem lætur af embætti
á næsta ári.
Kosningar til þings Rússlands,
Dúmunnar, fara fram í desem-
bermánuði og í mars á næsta ári
verður eftirmaður Pútíns krýndur.
Forsetinn hyggst sýnilega enga
áhættu taka í þessum efnum og læt-
ur sem vind um eyru þjóta gagnrýni
þess efnis að leikreglur lýðræðisins
séu fótum troðnar í ríki hans.
Tveir flokkar valdhafa
Í kosningunum á sunnudag munu
tveir flokkar einkum takast á um
hylli kjósenda. Báðir eru þeir ekki
einungis hlynntir valdhöfum; þeir
eru bókstaflega sköpunarverk ráða-
manna. Gagnrýnendur Pútíns for-
seta segja augljóst að hann og menn
hans hyggist tryggja völd sín í
Rússlandi til næstu 15 ára, hið
minnsta.
Stjórnarflokkurinn, Sameinað
Rússland (r. „Jedínaja Rossíja“) var
stofnaður á fyrra kjörtímabili Pút-
íns. Flokkurinn hefur nú yfirburða-
stöðu í neðri deild rússneska þings-
ins, Dúmunni. Hinn flokkurinn
nefnist Réttlátt Rússland (r.
„Spravedlívaja Rossíja“). Þar ræðir
um fyrirbrigði sem smíðað var í
fyrra þegar nokkrir flokkar runnu
saman samkvæmt forskrift ráða-
manna í Kreml.
Leiðtogi flokksins er Sergei M.
Míronov, sem er forseti efri deildar
þingsins. Míronov bauð sig fram
gegn Pútín í forsetakosningunum
árið 2004. Með því móti sýndi hann
forsetanum hollustu sína, eins und-
arlega og það kann að hljóma. Mír-
onov sagði sjálfur að framboð sitt
bæri að skilja sem táknrænan
stuðning við forsetann. Innvígðir
segja að með þessu móti hafi Pútín
og ráðamenn aðrir leitast við að
skapa þá ímynd að um raunverulega
keppni um forsetaembættið væri að
ræða.
Flokki Míronovs er nú einkum
ætlað tvennt. Í fyrsta lagi er mark-
miðið með stofnun flokksins að gefa
kosningunum lýðræðislegt yfir-
bragð. Í öðru lagi liggur fyrir að
flokknum er einkum ætlað að höfða
til kommúnista og þjóðernissinna.
Málflutningur flokkanna er á hinn
bóginn engan veginn samhæfður.
Og taka ber fram að víða hefur per-
sónulegur metingur orðið til þess að
kalla fram raunverulega kosninga-
baráttu.
Hugsun Pútíns er sú að treysta
stöðu valdastéttarinnar og tryggja
pólitískan stöðugleika fyrir forseta-
kosningarnar á næsta ári. Réttláta
Rússland ætti að reynast fær um að
breikka grundvöll valda Pútíns og
undirsáta hans. Forsetinn er enda
vinsæll mjög og stuðningur við hann
mælist mun meiri en fylgi Samein-
aðs Rússlands.
Þrengt að andstæðingunum
Smærri flokkar geta litlar vonir
gert sér um árangur í kosningunum
á morgun. Samkvæmt nýjum kosn-
ingalögum þarf sérhver flokkur að
fá minnst 7% atkvæða til að fá full-
trúa kjörna til þingsetu. Stjórnvöld
hafa og gert öðrum flokkum erfitt
fyrir með því að krefjast mjög hárra
skráningargjalda auk þess sem
leggja þarf fram lista með nöfnum
þúsunda stuðningsmanna. Með
þessu móti er úrskurðarvaldið iðu-
lega fært í hendur embættismanna í
héraði sem oftar en ekki eru tengdir
Sameinuðu Rússlandi. Þannig var
hinum frjálslynda Jabloko-flokki
meinað að bjóða fram í Sankti Pét-
ursborg þar sem fullyrt var að
margar undirskriftir sem safnað
hafði verið væru falsaðar. Annar
flokkur, Bandalag frjálslyndra og
hægri manna, (r. „Sojuz Pravíkh
Síl“, SPS,) hefur verið útilokaður frá
þátttöku í fjórum héruðum og full-
yrða talsmenn hans að í einu tilfelli
hafi þeir fengið uppgefin röng núm-
er bankareikninga er þeir greiddu
skráningargjaldið. Annars staðar
hafi frambjóðendum ýmist verið
hótað eða þeim boðin góð störf.
Kosningarnar í dag fara fram í
nokkrum helstu valdamiðstöðvum
rússneskra stjórnmála. Nefna má
héruðin Moskvu og Leníngrad. Úr-
slitin ættu því að reynast mikilvæg-
ur vegvísir fyrir þingkosningarnar í
desember.
Skoðanafrelsi forsetans
Næsta öruggt er á hinn bóginn
að stóru flokkarnir tveir munu
styðja hvern þann sem Pútín velur
sem eftirmann sinn. Stjórnarskrá
Rússlands kveður á um að forseti
geti aðeins verið við völd í tvö kjör-
tímabil. Pútín hefur sagt að honum
sé afar umhugað um að tryggja að
stefnu hans verði áfram fylgt í
Rússlandi. Verkefnið er því að
tryggja áfram traustan meirihluta á
þingi og þar með stöðu valdastétt-
arinnar án Pútíns í embætti forseta.
Pútín og ráðgjafar hans hafa sýni-
lega komist að þeirri niðurstöðu að
því markmiði verði best náð með
því að bjóða fram tvo flokka að
þessu sinni.
Sjálfur hefur Pútín sagt að hann
hyggist ekki velja eftirmann sinn. Á
hinn bóginn hljóti honum, rétt eins
og öðrum rússneskum ríkisborgur-
um, að vera heimilt að opinbera
skoðun sína. Í Rússlandi er vand-
fundinn sá maður sem telur að vilji
Pútíns muni ekki ná fram að ganga
í þessu efni sem öðrum.
Hið handstýrða lýðræði
Kosningar til fjórtán héraðsþinga fara fram á morgun, sunnudag, í Rússlandi
Vladímír V. Pútín forseti leitast við að tryggja stöðu valdastéttarinnar
Í HNOTSKURN
»Í kosningunum á morgunmunu stjórnvöld í Rúss-
landi leitast við að treysta
stöðu sína í nokkrum helstu
miðstöðvum hins pólitíska
valds. Horft er til þingkosn-
inga í desember og forseta-
kosninga á næsta ári.
»Tveir flokkar sem báðireru hlynntir Vladímír V.
Pútín forseta munu einkum
berjast um hylli kjósenda.
»Smærri flokkum stjórn-arandstæðinga hefur verið
gert erfitt fyrir með ýmsu
móti m.a. með lagabreytingu
sem hækkar verulega „þrösk-
uld“ þann sem komast þarf yf-
ir til að flokkar fái menn
kjörna til setu á þingi.
Reuters
Valfrelsi Vladímír V. Pútín forseti lýsti yfir því á blaðamannafundi í byrjun mánaðarins að Rússar myndu standa
frammi fyrir raunverulega vali þegar gengið yrði til kosninga um eftirmann hans í mars á næsta ári.
SEXTÁN bandarískum bæjum, sem
bera nafnið Springfield, hefur verið
boðið að keppa um þann heiður að
fá að vera vettvangur fyrir tökur á
fyrstu kvikmyndinni um Simpsons-
fjölskylduna í júlí nk. Matt Groen-
ing, höfundur þáttanna, segist hafa
valið Springfield-bæjarnafnið
vegna þess hve algengt það er.
16 Springfield
LEIÐTOGAR
ESB-ríkjanna
náðu í gær bind-
andi sátt um, að
2020 skuli 20%
þeirrar orku,
sem notuð er í
sambandinu,
vera frá end-
urnýjanlegum
orkugjöfum. Á
Íslandi er þetta hlutfall 72% núna.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sem nú er í forsvari fyrir
sambandið, sagði, að upp væri
runninn nýr tími í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum og í
þeim slag hefði Evrópa ótvíræða
forystu.
Sátt um
orkustefnuna
Angela Merkel
TRÉSMIÐUR nokkur í Sonneberg í
Þýskalandi, sem átti í erfiðu skiln-
aðarmáli við konu sína, ákvað að
grípa til sinna ráða til að tryggja
sanngjörn skipti þeirra í millum.
Hann mældi upp sumarhús þeirra
hjóna og sagaði það síðan í tvennt
með vélsög. Að því búnu flutti hann
helminginn sinn burt með lyftara.
Sanngjörn skipti
YFIRVÖLD í Kína hafa skýrt frá
því, að um 600.000 almennir borg-
arar í Peking verði kallaðir til
starfa meðan á Ólympíuleikunum
stendur en þeir fara fram í borginni
8. til 24. ágúst á næsta ári. Um
„sjálfboðaliða“ verður að ræða og
eiga þeir að vera lögreglu- og ör-
yggisvörðum til aðstoðar. Eru yf-
irvöld mjög hreykin af þessu og
segja, að þetta gætu ekki aðrir leik-
ið eftir.
Engin mannekla
HÓPI fólks, sem var misþyrmt og
misnotað kynferðislega á upptöku-
heimilum í Manchester í Bretlandi,
hafa nú verið dæmdar bætur, tæp-
lega 300 millj. ísl. kr.
Í hópnum eru 168 manns en fólkið
bast samtökum í mars 2000 eftir að
lögreglan í Manchester hóf form-
lega rannsókn á því, sem fram hafði
farið á 66 upptökuheimilum á
Stór-Manchester-svæðinu. Peter
Garsden, lögfræðingur fólksins, seg-
ir, að bæturnar séu allt of litlar en
því miður hafi dómstólarnir verið
bundnir af því fordæmi, sem fyrri
dómar gefa.
Einn úr hópnum sagði í viðtali við
BBC, breska ríkisútvarpið, að alls
hefðu 19 manns á fimm upptöku-
heimilum misþyrmt honum.
„Stundum var ég barinn, stund-
um neyddur til ýmissa kynlífsat-
hafna. Reyndi ég að hlaupast á
brott, var ég tekinn af tveimur
mönnum og mér haldið ofan í köldu
vatni. Þetta var skelfilegt,“ sagði
maðurinn, sem ekki vildi láta nafn
sitt koma fram.
Garsden, lögfræðingur hópsins,
sagði, að margir þeirra, sem verið
hefðu á upptökuheimilunum, hefðu
átt illa ævi eftir að þeir losnuðu það-
an og þannig væri komið fyrir ýms-
um, að þeir gætu ekki borið vitni. Þá
hefðu sumir einfaldlega horfið eða
látið sig hverfa meðan á rannsókn-
inni stóð en þar fyrir utan hefði lög-
reglan ekki komist yfir að yfirheyra
alla, sem á heimilunum voru.
Það er Manchester-borg, sem
greiðir bæturnar, en atburðirnir
áttu sér stað á 7., 8. og 9. áratugn-
um. Pauline Newman, sem fer með
málefni barna og unglinga hjá borg-
inni, segist harma það, sem gerst
hafi, en leggur áherslu á, að nú sé
allt eftirlit með heimilunum miklu
strangara en áður. Þess má geta, að
þrír menn hafa verið dæmdir í 11 til
14 ára fangelsi fyrir að misnota börn
og unglinga á fyrrnefndum tíma.
Bótagreiðsla í bresku
„Breiðavíkurmáli“
Bætur sem nema nær 300 millj. kr. til 168 karla og kvennaNú getur þú fengið greinargott yfirlit á Einkabankanum
um stöðu lána, innlánsreikninga, verðbréf og sjóði og fært
valdar upplýsingar rafrænt beint á skattframtalið þitt.
Nánari upplýsingar á landsbanki.is
Aukin þjónusta
fyrir viðskiptavini Landsbankans