Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 30
lifun 30 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fyrrum eldhús Efri skápar eldhúsinnréttingar fengu að vera áfram í nýja barnaherberginu. Það er ótrúlega notalegt að koma inn í litlar risíbúðir þar sem úir og grúir af persónulegum munum frá fjölskyldumeðlimum. Einmitt þann- ig er það í íbúðinni á Flókagötunni sem er ekki skráð nema sextíu fer- metrar, en eitthvert pláss bætist þó við þar sem lofthæðin er undir 180 sentimetrum. Þrátt fyrir fáa fer- metra er eins og það sé nóg pláss fyrir allt. En fyrst og fremst er nægilegt pláss fyrir manneskjulegt andrúmsloft og það skiptir öllu máli. Þau eru veik fyrir gömlum hlutum og það er eitt af því sem gerir heimili þeirra svo sérstakt. Gamlar könnur frá ömmu, gamlir símar, gömul kof- ort og gömul blaðagrind eru dæmi um hluti úr fortíðinni með sál. Og þeim er sumum komið fyrir uppi á bókahillum, þannig að ekkert pláss er ónotað. Annað dæmi um frábæra nýtingu á plássi eru hornhillur við dyrakarminn inn að barnaherberg- inu, en þær geyma bolla, glös, mort- el, blómavasa, steinasafn og gamla barnaskó. Þegar þau fluttu inn var eldhúsið innst inni í íbúðinni og frekar lítið og þröngt. En þar sem soninn vantaði herbergi brugðu þau á það ráð ný- lega að rífa allt þaðan út, nema efri skápa, og bjuggu til splunkunýtt herbergi fyrir drenginn. Nýtt eldhús hönnuðu þau svo í einu horninu í opnu rýminu í stofunni og til stendur að smíða svalir. Við það mun óneit- anlega aukast olnbogarýmið hjá litlu fjölskyldunni sem kann svo ágæt- lega við sig undir súð. Morgunblaðið/ÞÖK Fjölskylduveggur Listaverk eftir einkasoninn, ættingjar í myndarömmum, nótnablöð og gamlar könnur. Töskusafn Ekki þarf að ferðast um með handtöskur, þær njóta sín vel sem stofustáss efst upp á hillu við hlið leirkers frá einni ömmunni. Gamalt og nýtt Í nýja eldhúsinu ægir saman gömlu og nýju. Hlýlegt Stofur þurfa ekki að vera stórar til að v Gleði Engum ætti að leiðast á grænu baðherbergi mað skrautlegri klósett- setu og hangandi skarti í sígaunastíl. Íbúð með karakter Stigagangur Skautar sonarins og heilræði um heimili eru meðal margs sem skreytir stigaganginn. Ung hjón hafa komið sér vel fyrir ásamt einkasyn- inum í lítilli risíbúð við Flókagötu. Þau segjast vera nokkuð sjóuð í því að koma öllu sínu fyrir innan fárra fermetra. Þrátt fyrir fáa fermetra þá er eins og það sé nóg pláss fyrir allt. En fyrst og fremst er nægilegt pláss fyrir mann- eskjulegt andrúmsloft og það skiptir öllu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.