Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 43 ✝ Þórður Jónssonfæddist í Reykjavík 10. mars 1928. Hann lést á Landakoti, Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 10. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arnþrúður Bjarnadóttir hús- freyja, f. á Leiðólfs- stöðum í Stokkseyr- arhreppi í Árnessýslu 20. nóv. 1898, d. í Reykjavík 12. nóv. 1955 og Jón Bergsson bif- reiðarstjóri, f. í Birnufelli í Fella- hreppi í N-Múlasýslu 7. sept. 1883, d. í Reykjavík 21. júní 1958. Þórð- ur var næst elstur fjögurra al- systkina. Hin eru Bjarni, f. 9. des 1926, d. 29. okt 2006, Erlingur f. 31.des 1929, d. 24. febrúar 2002 og Arnhildur f. 20.feb. 1931. Þórður átti þrjú hálfsystkin. Þau eru: Elín Jónsdóttir f. 23. nóv. 1918, Katrín Jónsdóttir f. 8. okt. 1922 og Berg- ur Jónsson f. 24. maí 1924. Þórður kvæntist á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, 1950, Huldu Re- bekku Guðmundsdóttur sauma- konu úr Hafnarfirði f. 16. júní 1926. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Valdimar Elíasson vél- stjóri í Hafnarfirði, f. í Skápadal í Rauðasandshreppi í V-Barða- strandarsýslu 9. nóv. 1894, d. 19. mars 1977 og Sigurlína Magn- Rebekka Katrín f. 21. okt 1994. 4) Hulda Sigurlína hjúkrunarfræð- ingur, f. 15. apríl 1963, maki Sig- urður Guðmundsson rekstr- arfræðingur, f. 13. okt. 1960. Börn þeirra eru a) Guðmundur Vignir læknanemi, f. 3. des. 1985, b) Svan- dís f. 2. okt. 1989 og c) Rakel Re- bekka f. 9. mars 2002. Þórður Jónsson var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann fædd- ist í Fagradal í Sogamýri og flutti þaðan 6 ára gamall í miðbæ Reykjavíkur, fyrst á Baldursgötu 16 og síðar á Bergstaðastræti 50B. Hann gekk í Austurbæjarskóla og síðan í Ingimarsskóla v. Lind- argötu þar sem hann tók gagn- fræðapróf. Svo lá leiðin í Sam- vinnuskólann þar sem hann lauk prófi 1945. Þórður og Hulda bjuggu sín fyrstu búskaparár á Suðurnesjum. Þar starfaði hún sem húsmóðir og saumakona og hann við verslunar- og skrif- stofustörf. Vann hann í Matarbúð- inni í Keflavík um árabil og síðar við fjármál og bókhald hjá Vél- smiðju Njarðvíkur. Árið 1965 hóf hann störf sem bókari og fjár- málastjóri hjá Hlaðbæ og nú lá leið fjölskyldunnar í Kópavoginn á Neðstutröð 2. Þar bjuggu þau í rúmlega 40 ár. Á árunum 1973– 1977 sérmenntaði Þórður sig í endurskoðun í Háskóla Íslands og tvo síðustu áratugi starfsævi sinn- ar var hann endurskoðandi hjá Gunnari R. Magnússyni endur- skoðanda og síðar hjá Alþýðu- bankanum og Íslandsbanka. Útför Þórðar var gerð í kyrrþey 22. febrúar. úsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. á Hnjóti í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi í V-Barðastrand- arsýslu 22. des. 1896, d. 13. mars 1976. Börn Þórðar og Huldu eru: 1) Kol- brún hjúkrunarfræð- ingur og kennari, f. 30. nóv. 1950, maki Bjarni Harðarson kennari, f. 8. feb. 1950. Börn þeirra eru a) Þórður Ægir skurðlæknir, f. 22. maí 1974, b) Hörður nemi, f. 9. nóv. 1978, unn- usta Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir nemi f. 9. apríl 1984, og c) Tinna tónlistarnemi og bókavörður f. 14. júlí 1981. 2) Bjarni, f. 21. mars 1953, sambýliskona Guðrún Ingi- björg Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 11. júlí 1954. Börn þeirra eru a) Guðmundur Þór lögfræðingur, f. 2. maí 1978, unnusta Fjóla Loftsdóttir nemi, f. 27. mars 1979, sonur þeirra Sölvi f. 9. maí 2004, b) Hulda Sólrún nemi, f. 24. sept. 1986 og c) Berglind f. 24. des. 1990. 3) Arnþór verkfræð- ingur, f. 21. maí 1958, maki Dröfn Huld Friðriksdóttir ritari, f. 29. feb. 1960. Börn þeirra eru a) Ás- rún Lára sálfræðinemi, f. 9. maí 1984, unnusti Davíð Már Sigurðs- son verkfræðinemi, f. 3. júlí 1984, b) Friðrik Þór, f. 26. maí 1987 og c) Ég horfi um öxl og fletti blöðum minninganna frá æskuárum mínum á Suðurnesjum. Þær hefjast á eft- irstríðsárunum þegar foreldrar mínir eru að hefja búskap. Ég er send með mjólkurbrúsa eftir mjólk, með skömmtunarseðla til að kaupa smjör. Mamma saumar, breytir gömlum fötum í ný, pabbi býr til rúllupylsu og saltar kjöt í tunnu, pabbi leikur jólasvein á einstakan hátt. Ferðalag frá Keflavík til Hafnarfjarðar, pabbi keyrir og bíll- inn hossast um holótta vegi í hraun- inu, voða gaman en það þarf að stoppa, börnin bílveik. Og spurn- ingin mín „af hverju þarf að fara gegnum Hafnarfjörð til að komast til Reykjavíkur, er ekki hægt að fara þangað beint“. Pabbi fékk í arf þá dyggð að vinnan göfgar manninn, hann var sístarfandi og ekki minnist ég að hann hafi tekið sér sumarfí fyrr en á seinni árum. Hann kenndi að lær- dómurinn er vinna: „Ekki að drolla, vinna fyrst og leika sér svo.“ Hann kenndi hvers virði það er að skilja hlutina, „læra ekki eins og páfa- gaukur“. Hver er sinnar gæfu smið- ur var hann vanur að segja og Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Þegar ég var unglingur kenndi hann mér að standa fyrir máli mínu og rökræða. Vildi heyra rök og hugsun á bak við skoðanir og ákvarðanir unglingsins af ’68-kyn- slóðinni sem vildi breyta heiminum. Hann kenndi mér að gera skatt- skýrsluna mína frá 16 ára aldri, ég strögglaði til að byrja með og reyndi að fá hann til að gera hana fyrir mig, en allt kom fyrir ekki. Þegar kom að því að taka bílpróf vildi hann treysta undirstöðuna og reyndi að kenna mér allt um vél, hemla og tengsli. Ég óttaðist að fá aldrei að keyra. En hann sýndi mér skilning, gaf fljótt eftir og þótt ég skildi ekki vélarganginn lánaði hann mér alltaf bílinn. Pabbi var einstaklega snyrtilegur og nákvæmur. Hann tók til á skrif- borðinu sínu áður en hann fór í há- degismat, raðaði dagblöðunum ná- kvæmlega í bunka eftir dagsetningu, fann verkfærunum sinn stað í bílskúrnum, allt var í röð og reglu, enda fann hann alltaf allt og var tilbúinn að lána hvað sem var. Fyrirhyggjusamur var hann og alltaf með vasahnífinn tiltækan ef á þyrfti að halda í dagsins önn. Hann hafði áhuga á smíðum og bílavið- gerðum. Má segja að kjörorð hans hafi verið að gera við bílinn áður en hann bilaði. Jeppakarl var hann og elskaði að ferðast um fjöll og firn- indi, fara ótroðnar slóðir, kanna og rannsaka. Og veiðistöngin var alltaf með. Hann kunni vel við að fara í veiðiferðir með þeim sem honum þótti vænt um og naut þess að standa við fjallavötnin fagurblá í al- gleymi öræfanna. Hann var fróður um land og þjóð og kenndi okkur að þekkja fjallanöfnin og bera virðingu fyrir náttúrunni. Hann kenndi okk- ur systkinunum samviskusemi, réttsýni og gildi heiðarleika í öllum samskiptum. Þetta hefur einnig skilað sér til barnabarnanna. Fyrir 10 árum fór heilabilun að gera vart við sig. Þegar lífið varð erfiðara leitaði hann til mín og trúði mér fyrir veikindum sínum. Hann gat ekki lengur hugsað skýrt, fann ekki orðin sem hann langaði til að segja. Um langa hríð var hann mjög kvíðinn fyrir framtíðinni og þá bar hann hag mömmu mest fyrir brjósti. Hann sem var vanur að hafa yfirsýn og skilning á öllum hlutum skynjaði vanmátt sinn við einföldustu hluti. Smátt og smátt þvarr hæfileikinn til að hugsa rök- rétt, hann hætti að skilja tölur og tákn sem fram að því hafði verið hans sterkasta hlið. Af æðruleysi og þolinmæði tókst hann á við sjúk- dóm sinn, oftast í sínum eigin heimi, án þess að skilja hvað var að gerast, án þess að geta gert sig skiljanlegan. Undir það síðasta gat hann aðeins tjáð sig með brosi eða tári í augnkrók. Það sáum við best þegar hann kom til okkar að jóla- borðinu um síðustu jól, gleðin ljóm- aði í andlitinu. Síðasta árið naut hann góðrar umönnunar á Landakoti. Frá glugganum hans blasti við Berg- staðastrætið þar sem hann ungur lék sér forðum. Leiknum er lokið. Minningin um hjartahlýjan og traustan mann sem gott var að leita til lifir í hjörtum okkar allra. Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. (Jón úr Vör) Kolbrún. Mig langar í nokkrum orðum að minnast afa míns og nafna. Afi á Tröð var traustur og góður maður og okkur kom vel saman. Það var gaman að koma í heimsókn til hans og ömmu á Neðstutröðina og afi var alltaf tilbúinn að veita mér at- hygli. Það voru ófáar stundirnar þar sem við dunduðum okkur sam- an í bílskúrnum við að brasa með alls kyns tæki og tól. Mér eru minnisstæðar allar veiðiferðirnar og bíltúrarnir á Lada Sport-jepp- anum, þar sem gjarnan var farið í torfærur. Stundum fékk ég að sitja í fanginu á honum og stýra bílnum og ekki var síður spennandi að fikta í talstöðinni. Honum fannst ekki mikið varið í slyddujeppa, eins og hann kallaði það, heldur vildi hann heyra vélarhljóðið í bílnum og geta gert við hann sjálfur. Draumur hans var að eignast Unimog-trukk og það var minn draumur líka. Afi var náttúruunnandi og þótti mik- ilvægt að þekkja umhverfi sitt og náttúru. Hann lét mig leggja á minnið helstu örnefni í nágrenni Reykjavíkur, nokkuð sem ég bý að enn í dag. Ég minnist með hlýju þess tíma þegar ég fékk að búa hjá afa og ömmu um nokkurra mánaða skeið fyrir tveim áratugum. Hann var af þeirri kynslóð sem kom heim úr vinnu í hádegismat og við eld- uðum saman á degi hverjum. Þetta var ánægjulegur tími og varð til þess að treysta enn frekar okkar bönd. Ferðalögunum og samveru- stundunum fækkaði með árunum en það var samt alltaf notalegt að heimsækja afa og ömmu og ræða saman um gömlu tímana. Ljóð Tómasar Guðmundssonar voru í uppáhaldi hjá honum og hann kenndi mér ungum ljóðið Við Vatnsmýrina. Ég kveð afa nafna með söknuði. Ástfanginn blær í grænum garði svæfir grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins. En niðri í mýri litla lóan æfir lögin sín undir konsert morgundagsins. Og úti fyrir hvíla höf og grandar og hljóðar öldur smáum bárum rugga. Sem barn í djúpum blundi jörðin andar og borgin sefur rótt við opna glugga. (Tómas Guðmundsson) Þórður Ægir Bjarnason. Þórður Jónsson ✝ Björgvin Brynj-ólfsson fæddist á Sauðá í Borg- arsveit í Skagafirði 2. febrúar 1923. Hann lést á sjúkra- húsinu á Blönduósi 28. febrúar sl. For- eldrar hans voru Brynjólfur Dani- valsson, frá Litla- Vatnsskarði í Lax- árdal, f. 17. júní 1897, d. 14. sept- ember 1972, og Steinunn T.F. Han- sen, heimasæta á Sauðá, f. 21. febrúar 1880, d. 21. október 1958. Hálfbræður Björgvins, sam- mæðra, voru (1) Garðar Haukur Hansen, verkamaður á Sauð- árkróki, f. 12. júní 1911, d. 30. október 1982 og (2) Málfreð Frið- rik Hansen, skósmíðameistari á Sauðárkróki, f. 4. ágúst 1916, d. 13. júlí 1990. Systkini Björgvins, samfeðra, voru (3) Sveinn Brynjólfsson, verkstjóri í Keflavík, f. 6. nóv- ember 1929, (4) Ragnheiður Brynjólfsdóttir, ljósmóðir í Kefla- vík og á Sauðárkróki, f. 30. októ- ber 1930, d. 16. október 1986, (5) Stefanía Brynjólfs- dóttir, húsfrú, f. 1. mars 1932, (6) Jó- hanna Brynjólfs- dóttir, hjúkr- unarfræðingur í Keflavík, f. 30. júní 1933 og (7) Erla Brynjólfsdóttir, ör- yrki á Sauðárkróki, f. 24. mars 1935, d. 30. ágúst 1990. Sambýliskona Björgvins var Rósa Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Aust- ur-Húnavatnssýslu, f. 26. maí 1918, d. 10. október 1998. Börn hennar með Friðrik Hansen voru (1) Erna, búsett í Knoxville, BNA, f. 3. mars 1935, (2) Friðrik Jón, út- gerðarmaður á Hvammstanga, f. 30. nóvember 1936, d. 8. október 2000, (3) Ragna Hrafnhildur, hús- móðir á Skagaströnd, f. 1. októ- ber 1938 og (4) Hans Birgir, f. 22. desember 1939, d. 8. júní 1949. Útför Björgvins verður gerð frá Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Fallinn er frá mikill höfðingi. Björgvin Brynjólfsson var sannkall- aður stórmeistari á sviði lífsins. Þótt Björgvin hafi alist upp í mikilli fá- tækt, eins og títt var um alþýðu þessa lands í byrjun tuttugustu aldarinnar, þá var hann umvafinn stórri ætt sem var honum stoð og stytta í uppvext- inum. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu að Sauðá í Skagafirði ásamt einstæðri móður sinni og bróður. Nánir ættingjar voru svo allt um kring eins og Björgvin lýsir svo skemmtilega í ævisögu sinni. Snemma hneigðist áhugi Björg- vins að þjóðmálaumræðu og segir hann frá, hvernig kaffitímar verka- karla í vegagerð og skurðgreftri heima í sveitinni voru notaðir til kappræðna. Baráttan um brauðið fór ekki fram hjá neinum sem sá og heyrði. Stjórnun þjóðfélagsins var mál málanna og áhugi unglingsins var mikill. Hann leitaði beinlínis eftir frekari umræðum og félagsfundir Verkamannafélagsins Fram á Sauð- árkróki urðu hans vettvangur, þótt hann hefði enn ekki aldur til að vera félagsmaður, en umræður þar voru oft harðar og pólitískar. Það fór ekki milli mála að jafnaðar- stefnan hafði náð til hans þegar á þessum mótunarárum sem yfirburða mannúðar- og hugsjónastefna og hann var alla tíð sá kyndilberi hug- sjónarinnar í sínu umhverfi, sem gekk fremstur. Þegar Björgvin flutti sárafátækur ásamt sambýliskonu sinni og móður til Skagastrandar fékk hann vinnu í uppskipun en kon- an í fiski. Ekki leið á löngu þar til Björgvin hafði verið valinn til forystu í verka- lýðsfélaginu, en hann var í stjórn þess um tuttugu ára skeið og sótti fjölda þinga ASÍ. Þegar Björgvin hætti í verkalýðs- félaginu 1965 var hann orðinn spari- sjóðsstjóri og hreppstjóri á Skaga- strönd, auk þess að vera helsti bóksalinn á staðnum. Félagsþörf Björgvins var ekki aldeilis fullnægt með þessum störfum. Hann var end- urskoðandi Kaupfélagsins, formaður Hjartafélagsins, stjórnarmaður í Skógræktarfélaginu og stofnfélagi í Siðmennt, en Björgvin var ætíð mik- ill áhugamaður um aðskilnað ríkis og þjóðkirkju. Enn er langt í frá allt upp talið. Áð- ur en ég kynntist Björgvini hafði hann lengi verið einn af fremstu for- ystumönnum Alþýðuflokksins á Norðurlandi og oft í framboði fyrir flokkinn, ýmist sem sveitarstjórnar- maður, sýslunefndarmaður eða á lista í framboði til Alþingis. Björgvin sótti fjölda flokksþinga Alþýðu- flokksins og var ekki einungis stoð hans og stytta í sínu umhverfi heldur var hann forystumaður og burðarás sem tekið var eftir langt inn í raðir flokksins. Þegar ég leitaði eftir stuðningi Björgvins til framboðs hjá Alþýðu- flokknum var mér tekið með kostum og kynjum. Stuðningur Björgvins, ráðgjöf hans og bollaleggingar um menn og málefni voru mér sá dýr- mæti fjársjóður sem vart átti sér annan líka alla þá tíð sem ég átti þátt í framboði á Norðurlandi vestra. Oft á tíðum áttaði ég mig ekki á hvað tím- anum leið þegar Björgvin hóf máls á sinn rólega og yfirvegaða máta. Frá- sögnin og hin eðlilega umræða í kjöl- farið veitti slíka gleði og áhuga að það er einungis fáum gefið af þeim sem ég hef mætt á lífsleiðinni. Björgvin var að því leyti alveg einstakur. Þessi fáu og fátæklegu orð eiga að vera til þess fallin að þakka gengnum heiðursmanni fyrir hans traustu vin- áttu alla tíð og votta vinum hans og aðstandendum innilega samúð. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Björgvin Brynjólfsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORKELSSON, Kjarrhólma 22, Kópavogi, lést á Sunnuhlíð miðvikudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 12. mars kl. 13.00. Kristrún Jóhanna Ásgeirsdóttir, Guðný Ásgerður Sigurðardóttir, Þorkell J. Sigurðsson, Gróa Halldórsdóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Ægir Björgvinsson, Brynja Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Margrét Einarsdóttir, Hörður Sigurðsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigrún Magnúsdóttir, Hallfríður S. Sigurðardóttir, Ómar Elíasson, Elías Sigurðsson, Emilía Bergljót Ólafsdóttir, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Finnur Einarsson, Ásgeir Sigurðsson, Svala Steina Ásbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.