Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Jak-obína Jak-
obsdóttir fæddist í
Neskaupsstað 23.
apríl 1963. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 2.
mars sl.
Foreldrar hennar
eru Jakob Jóhann-
esson, f. 7. mars
1926, d. 27. apríl
1985 og Guðrún
Jónsdóttir, f. 3.
mars 1928.
Systkini Jakobínu
eru Jóna Bára, f. 1947, Að-
alheiður Hrefna, f. 1948, Sara
Guðfinna, f. 1950, Svanhvít, f.
1953, Hafdís, f. 1955, Ölver, f.
1958 og Guðmundur, f. 1960.
Eiginmaður Jakobínu er Sig-
urbjörn Friðmarsson, f. 10. nóv-
ember 1961. Þau kvæntust 9.
október 1984. Börn
Jakobínu og Sig-
urbjörns eru Stein-
ar Örn, f. 17. júní
1984 í Reykjavík,
Ingvar, fæddur 19.
nóvember 1988 í
Neskaupsstað, d. 24.
nóvember 1988 í
Reykjavík og Jóna
Særún, f. 26. apríl
1991 í Reykjavík.
Foreldrar Sig-
urbjörns eru Frið-
mar Gunnarsson, f.
11. maí 1935 og
Jóna Sigurbjörnsdóttir, f. 8. októ-
ber 1941. Systkini Sigurbjörns
eru Björg, f. 1959, Gunnar, f. 1960
og Valdór, f. 1976.
Útför Jakobínu fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju laugardag-
inn 10. mars 2007 og hefst athöfn-
in kl. 13.30.
Elsku systir, það er svo erfitt að
kveðja þig, það er svo óraunverulegt
að þú sért farin. Ég sakna þess að
heyra ekki röddina þína og fá ekki
skilaboð í símann. Stundum sendir
þú mér skilaboð seint á kvöldin, eins-
og „ég elska þig og góða nótt“. Elsku
dúllan mín, þú varst svo góð og blíð
og svo varstu mikill húmoristi. Glað-
værðin sem fylgdi þér alltaf var
smitandi. Við áttum margar yndis-
legar stundir, bæði hér á Ölduslóð-
inni og í Tungu þegar við Svenni
komum til ykkar og svo áttum við
skemmtilegar stundir, þegar við fór-
um saman vestur á Barðaströnd og
víðar. Þótt þú værir orðin mjög veik
þá brostir þú og sagðist vera hress,
þú sagðist eiga svo margt sem þú
værir stolt af og hamingjusöm með,
Bjössa þinn sem stóð einsog klettur
við hlið þér alla tíð og börnin þín,
Steinar Örn og Jónu Særúnu sem þú
sást ekki sólina fyrir. Nú verða þau
að sjá á eftir þér til annarra heima,
þau eiga minningu um góða eigin-
konu og mömmu. Þú bjóst þeim ynd-
islegt heimili. Þú hafðir unun af því
að punta og hafa allt skínandi hreint.
Allir voru boðnir og búnir að vera til
staðar fyrir þig, og hjálpa þér af
fremsta megni. Þú áttir góða
mömmu, systkini og vini sem elsk-
uðu þig. Ég er svo þakklát fyrir tím-
ann sem við áttum saman. Stundum
kúrðum við saman hér í sófanum og
fórum á „trúnó“ einsog þú kallaðir
það. Stundum fórum við saman að
versla, við gerðum svo margt
skemmtilegt. Ég minnist þín sem
hetju því að það varstu. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa verið hjá þegar þú
kvaddir þennan heim. Nú ertu komin
á betri stað og líður vel hjá Ingvari
litla og pabba. Við Svenni elskum þig
og núna ertu skærasta stjarnan á
himninum einsog Jóna Særún sagði.
Elsku Bjössi, Jóna Særún, Steinar,
mamma, Friðmar, Jóna, systkini og
aðstandendur allir, guð gefi ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Kveðja,
Hafdís systir.
Elsku systir og vinkona.
Þá er þínum erfiðum veikindum
lokið. Þvílík hetja sem þú varst í öll
þessi ár sem þú barðist við krabba-
mein. Endalausar meðferðir í gegn-
um árin. Alltaf varstu bjartsýn og
tilbúin að gera gott úr öllu.
Ég á eftir að sakna þín mjög, elsku
Bína mín. Sakna alls þess sem við
gerðum saman í gegnum súrt og
sætt.
Sakna kaffihúsaferðanna, sakna
ferðanna í glingurbúðirnar þar sem
við gátum oftast fundið eitthvað fal-
legt til að punta með, sakna ferðanna
okkar saman til mömmu í kaffi,
sakna stundanna þegar ég lá hjá þér
í bólinu hans Bjössa og við ræddum
allt milli himins og jarðar. Sakna
þess að geta ekki hringt og spjallað
svo ég tali nú ekki um að lesa öll fal-
legu sms-skilaboðin sem þú vars svo
iðin við að senda mér. Elsku systir,
hvíl þú í friði.
Elsku Bjössi, Steinar og Jóna Sæ-
rún. Ykkar missir er mikill. Guð veri
með ykkur.
Sólin hylst í hafsins djúpi,
hennar dýrð nú hverfur mér,
jörðin sveipast sortahjúpi,
samt er, Drottinn, bjart hjá þér.
Eilíft ljós, sem í þú býr,
er mitt ljós, nær birtan flýr.
Þegar dimmt er úti’ og inni,
æ það ljómi’ í sálu minni.
Nótt og dag þitt ljós mér lýsi
lífsins dimmu vegum á.
Það til himins veg mér vísi –
verð ég sæll og hólpinn þá.
Ætíð mænir öndin mín
upp í ljósið, Guð, til þín,
þegar syndin, sorg og kvíði
særir hjartað lífs í stríði.
Drottinn, nú er dimmt í heimi,
Drottinn, vertu því hjá mér,
mig þín föðurforsjón geymi,
faðir, einum treysti’ eg þér.
Eilíf náð og elska þín
ein skal vera huggun mín,
ég því glaður mig og mína,
minn Guð, fel í umsjón þína.
Þín systir,
Sara.
Mín ástkæra æskuvinkona Guð-
rún Jakobína er látin, aðeins 43 ára
gömul.
Man ég er við stóðum á tröppun-
um, þú heima hjá þér og ég heima
hjá mér, við veifuðum hvor til ann-
arrar, töltum svo af stað með dúkku-
vagnana okkar sem voru alveg eins.
Þú varst 5 ára og ég 4 ára, við vorum
yfir okkur montnar. Við mættumst
svo á miðri leið og fórum upp í
Þrastó í mömmó. Eitt árið vantaði
jólaskó á okkur, þá var brunað með
okkur á Stöddann í Kaupfélagið og
keyptir hvítir lakkskór. Urðu þeir að
vera alveg eins, annað var ekki hægt.
Svo urðum við unglingar, þá var
oft farið á böll í firðina í kring og
dansað, því það var þitt líf og yndi að
dansa. Yfirleitt vorum við spurðar að
því hvort við værum systur því við
þóttum svo líkar á þessum árum.
Auðvitað sögðum við já því okkur
fannst það.
Svo kom að því að þú náðir þér í
mann, hann Bjössa þinn, þá vorum
við minna saman, og þó ekki svo, því
við unnum saman í frystihúsinu allan
daginn og stundum langt fram á
kvöld, því ekki var kominn kvóti á
fiskinn þá.
Mikið var sungið í vinnunni.
Stundum vorum við beðnar um óska-
lög, auðvitað sungum við þau og fór-
um létt með það.
Svo eignaðist ég barn, þá var gott
að hafa þig. Þú varst mér svo góð,
straukst á mér magann og fannst
spörkin. Þú varst alltaf til staðar
þegar ég þurfti á þér að halda.
En svo 1998 greindist þú með
krabbamein sem átti eftir að stjórna
ykkar lífi mikið. Þið hjónin keyrðuð
stöðugt á milli Fáskrúðsfjarðar og
Reykjavíkur í lyfjameðferð sem oft
tók á, en þú Bína mín varst alltaf kát
og kvartaðir aldrei, þótt meðferðin
tæki marga klukkutíma. Þú baðst
mig að lesa brandara fyrir þig því
hlátur og bros var þitt fag, þitt lund-
arfar var sérstakt. Þú varst sérstök.
Takk fyrir að vera vinur minn í yf-
ir 40 ár. Ég elska þig og þér mun ég
aldrei gleyma.
Góði Guð, ég bið þig að vernda
Sigurbjörn, Steinar Örn og Jónu Sæ-
rúnu.
Við áttum saman yndislega stund.
Við áttum sól og blóm og hvítan sand
og skjól á köldum vetri
er vindur napur söng.
Og von um gullin ský og fagurt land.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð.
Góða ferð, já það er allt og síðan bros.
Því ég geymi alltaf vina
það allt er gafstu mér.
Góða ferð, vertu sæl,
já, góða ferð.
(Jónas Friðrik)
Herdís Pétursdóttir
Hún Bína, kær bekkjarsystir okk-
ar, er dáin. Níu ára þrotlausri bar-
áttu lokið, baráttu sem aldrei var
nokkurt hlé á, hvert áfallið á fætur
öðru reið yfir. Aldrei var kvartað eða
æðrast heldur staðið upp aftur og
aftur og barist móti stórviðrinu,
staðið lengur en stætt var með
Bjössa sinn sér við hlið og börnin
tvö.
Samhent fjölskylda sem ekki lét
bugast, þau héldust í hendur og
studdu hvert annað alla leið.
Það var notalegt að sitja með Bínu
yfir kaffibolla á fallegu heimili þeirra
hjóna og rifja upp gamlar minningar.
Margt var brallað á unglingsárun-
um. Við vorum svo lánsöm að alast
upp í litlu samfélagi úti á landi, héld-
um hópinn, vorum vinir og höfum
reynt að hittast og halda góðum
tengslum.
Síðast hittumst við nokkur á
frönskum dögum á Fáskrúðsfirði í
júlí síðastliðnum. Þar var Bína hrók-
ur alls fagnaðar eins og venjulega þó
að sárlasin væri, sagði allt ágætt, já,
leið bara vel.
Oft þurfti maður að harka af sér,
kyngja kekkinum sem kom í hálsinn,
fela tárin, bíta á jaxlinn.
Við þekkjum þetta öll sem um-
gengumst Bínu og fylgdumst með
þrautagöngu hennar.
En nú hefur hetjan okkar yfirgefið
þetta líf. Þjáningum hennar er lokið
og fyrir það skulum við vera þakklát.
En mikið hefðum við viljað gefa til að
hlutskipti Bínu hefði verið eins ynd-
islegt og hún var sjálf.
Eitt er víst að mikið mun vanta á
næsta bekkjarmóti án Bínu en með
hennar jákvæði og lífsgleði að
leiðarljósi, stöndum við upp og
höldum áfram.
Eiginmanni, börnum, móður og
öðrum ástvinum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði af sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
Þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning þín, kæra vin-
kona og takk fyrir allt.
F.h. bekkjarsystkina,
Alda Alberta Guðjónsdóttir,
Björg Elíesersdóttir,
Dagbjört Þuríður Oddsdóttir,
Jónína Guðrún Óskarsdóttir.
Í nærri níu ár fylgdist ég með þeg-
ar hvert áfallið á fætur öðru herjaði á
mína gömlu bekkjarsystur og vin-
konu. Hvað er að frétta? Allt fínt!
Kæti í röddinni, bros á vörum og
glampi í augum. Ætíð stutt í glensið.
Það var ekkert annað uppi á teningn-
um. Að berjast á móti storminum, þó
hann feykti henni endurtekið um
koll. Að bugast var ekki til í hennar
huga. Það var aldrei inni í myndinni.
Þakklát fyrir hvern dag sem hún
fékk. Ekkert sjálfgefið í þeim efnum.
Ótrúlegur styrkur og þor. Í hugan-
um sé ég samheldna fjölskyldu.
Henni umhugað um Bjössa sinn,
Steinar Örn og Jónu Særúnu og þau
umvöfðu hana með kærleik sínum.
Engin ferð farin í eftirlit eða með-
ferð án fylgdar Bjössa og jafnvel
barnanna. Það eru forréttindi að
hafa fengið að umgangast einstak-
ling eins og Bínu og fylgjast með
henni takast á við hvert bakslagið á
fætur öðru. Þroskasaga sem verður
ekki birt öðrum en þeim sem upp-
lifðu, í nálægð við hana. Megi fjöl-
skyldan finna stuðning í sorg sinni
og þær hlýju hugsanir sem beint er
til þeirra allra. Blessuð sé minning
yndislegrar konu. Með innilegustu
samúð.
Jónína.
Elsku Jakobína.
Nú er mikil og erfið barátta að
baki hjá þér.
Þín verður sárt saknað, elsku dug-
lega frænka okkar.
Elsku Bjössi, Steinar Örn og Jóna
Særún. Þið eruð í bænum okkar.
Þótt kveðji vinur einn og einn
og aðrir týnist mér,
ég á þann vin, sem ekki bregst
og aldrei burtu fer.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, er aldrei deyr.
Þótt hverfi árin, líði líf,
við líkam skilji önd,
ég veit, að yfir dauðans djúp
mig Drottins leiðir hönd.
Í gegnum líf, í gegnum hel
er Guð mitt skjól og hlíf,
þótt bregðist, glatist annað allt,
hann er mitt sanna líf.
Helga Antonsdóttir og synir.
Elsku Bína. Mínar fyrstu minn-
ingar um þig, elsku frænka, eru úr
Þrastarlundi þegar ég var lítil stelpa
í pössun hjá ömmu og afa. Þú leyfðir
mér að sitja hjá þér í herberginu
þínu og hlusta með þér á plötur sem
mér fannst alveg ótrúlega spennandi
á þeim tíma. Efst í huga mér er það
skipti sem þú fórst með mig að sjá
Emil í Kattholti í bíó. Mér fannst þú
alltaf svo mikil skvísa og ég leit upp
til þín og sá hvernig ég vildi vera sem
unglingur. Það er ekki langt síðan þú
söngst síðast fyrir mig „Hannibal“
en ég ætla ekki út í þá sálma. Ég vil
þakka þér fyrir þann tíma sem ég
fékk með þér.
Kveðja,
Svanhvít. (Dandý Dögg.)
Guðrún Jakobína
Jakobsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
bróðir,
TORFI B. TÓMASSON
stórkaupmaður,
Tjarnarbóli 10,
Seltjarnarnesi,
andaðist á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
6. mars.
Útförin verður frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 15:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra.
Anna Ingvarsdóttir,
Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen,
Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir,
Anna Marsý, Rakel, Jens Pétur, Torfi,
Ásthildur Tómasdóttir Gunnarsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI HAFLIÐASON,
Hátúni 23,
Reykjavík,
andaðist föstudaginn 9. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Helgi Helgason, Anna Kristín Hannesdóttir,
Dagbjört Helgadóttir, Þorkell Hjaltason,
Júlíus B. Helgason, Hildur Sverrisdóttir,
Hafliði Helgason, Barbara Helgason,
Ragnar Hauksson, Josephine Tangolamus,
afabörn og langafabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ARNFRÍÐUR KRISTBJÖRG
BENEDIKTSDÓTTIR,
Fífuseli 12,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánu-
daginn 12. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent minningar-
sjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítasar.
Svanur Tryggvason, Jóhanna Sigurrós Árnadóttir,
Jón Tryggvason, Guðbjörg Jóhannesdóttir,
Anna Guðríður Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar