Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson GPG fiskverkun á Húsavík hefur keypt fyrirtækið Knarrareyri á Húsavík. Það gerði út bátinn Aron ÞH og var með um 450 þorskígildis- tonn í aflaheimildir í litla kerfinu. Gunnlaugur Hreinsson, eigandi og framkvæmdastjóri GPG, segir að síðan hafi nokkrar heimildir verið færðar yfir á bátinn. Fyrirtækið hafi verið að fjárfesta töluvert í heimildum síðustu árin, en það keypti töluvert af aflaheimildum úr Grímsey á síðasta ári. „Við höfum líka verið að reyna að halda í þær veiðiheimildir sem hafa verið á svæðinu og hafa nýtzt okk- ur í vinnslunni. Hefðum við ekki keypt, hefði einhver annar gert það og þá hefðu heimildirnar farið eitt- hvert annað. Þetta var bátur sem fiskaði nærri 1.100 tonn á síðasta ári og það munar um minna. Megn- ið af því fór í vinnslu í okkar hús- um,“ segir Gunnlaugur. GPG kaupir Knarrareyri MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 17 Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SIGLINGASTOFNUN Íslands leggur til að innsigling í Rifshöfn á Snæfellsnesi verði breikkuð og dýpkuð í sveig innan við Rifið og Töskuna. Erfiðasta hluta hennar verði skýlt með brimvarnargarði á Rifinu út undir Töskuvitann. Eftir þær breytingar verður hafnarmynn- ið komið út að Tösku. Kostnaður er áætlaður um 860 milljónir miðað við 120 metra langan viðlegukant. Úrbætur myndu skapa nýja notk- unarmöguleika fyrir Rifshöfn, en þær eru meðal annars miðaðar við þarfir vatnsverksmiðju, sem fyrir- hugað er að reisa í Snæfellsbæ. Bæði krókótt og þröng Nú er að ljúka rannsóknum Sigl- ingastofnunar á því hvernig unnt sé að endurbæta innsiglingu í Rifshöfn á Snæfellsnesi en líkantilraunir hafa staðið frá því í seinni hluta nóvem- bermánaðar 2006. Núverandi inn- sigling að Rifshöfn er bæði krókótt og þröng og dýpi er þar takmarkað. Hún er um 1,2 kílómetrar að lengd og liggur því sem næst í stefnu norð- vestur til suðausturs. „Þar sem norðaustan- og suð- vestanáttir eru algengar þurfa skip oft að sigla inn með öldu og vind á hlið. Innsiglingin er því oft erfið, einkanlega frá skerinu Tösku inn að höfninni. Þessir ágallar hafnarinnar koma einkum niður á flutningaskip- um og stærri fiskiskipum.“ Þarf bæði að breikka og dýpka „Eigi Rifshöfn að mæta þörfum vatnsverksmiðju þarf ytri hluti inn- siglingar að vera um 80 metra breið- ur en um 60 metra innan Tösku. Dýpi í ysta hluta rennu um hálfa leið inn að Tösku þarf að vera um 9 metr- ar en annars staðar um 8 metrar. Lagt er til að vöruflutningar vatnsverksmiðju fari um kant sem verður byggður austan við núver- andi höfn á svæði sem nýtur skjóls af garðinum út eftir Rifinu. Slíkur kantur þyrfti að vera um 120 metra langur,“ segir meðal annars í niður- stöðum stofnunarinnar. Kostnaður við brimvarnargarð og sandfangara er áætlaður um 160 milljónir króna. Kostnaður við dýpk- un innsiglingar í samræmi við þarfir vatnsverksmiðju er áætlaður um 400 milljónir króna. Kostnaður við kant fyrir flutn- ingaskip vatnsverksmiðju er áætlað- ur um 2,5 milljónir króna á lengd- armetra. Líkan af Rifshöfn verður til sýnis hjá Siglingastofnun í dag, laugardag, milli 13 og 17. Leggja til verulegar úrbætur á Rifshöfn Morgunblaðið/G. Rúnar Hafnargerð Líkanið af höfninni var byggt í mælikvarðanum 1:60. Líkanið var látið ná út á 25 metra dýpi þannig að þeir landfræðilegu þættir sem móta ölduna í og við höfnina hefðu sín áhrif eins og í náttúrunni. Kostnaður gæti verið um 860 milljónir króna Í HNOTSKURN »Líkanið nær út á 25 m dýpiþannig að þeir þættir sem móta ölduna í og við höfnina hafi sín áhrif. »Nákvæmar mælingar afsjávarbotninum á staf- rænu formi voru lagðar til grundvallar. ÚR VERINU www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00 Lacetti Vertu klár – engin útborgun fyrir nýjan bíl Þú færð nýjan fjölskyldubíl úr kassanum með 100% fjármögnun og borgar aðeins 26.980 kr. á mánuði. Bíllinn, sem er hluti af evrópulínu Chevrolet, er með 3ja ára ábyrgð og Chevrolet gæðastimplinum. Vertu því klár, komdu og kynntu þér málið. Við erum á Tangarhöfðanum og tökum vel á móti þér. Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala austurlands, Egilsstöðum. Engin útborgun… …og þú ert kominn á nýjan fjölskyldubíl! *m .v . 8 4 m án að a bí la sa m ni ng ( í e rle nd ri m yn t, v ex tir 4 ,2 7% ) A uk bú na ðu r á m yn d: Á lf el gu r Nýr Chevrolet Lacetti Station á aðeins 26.980,- á mán.* 100% fjármögnun Engin útborgun Í erlendri mynt, vextir 4,27% 3 ára ábyrgð Chevrolet Lacetti frá GM stærsta bílaframleiðanda í heimi Verð: 1.899.000,- 100% FJÁRM ÖGNUN D Y N A M O R EY K JA V ÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.