Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GÓÐAN DAGINN. MIG LANGAR AÐ PANTA HJÁ YKKUR BORÐ FYRIR TVO... ...NAFNIÐ ER JÓN GÆTI ÉG NOKKUÐ FENGIÐ BORÐ SEM ER NÁLÆGT SYNGJANDI VÉLMÚSINNI? JÓN ER ALLTAF AÐ SKAPA MINNINGAR BYRJUM BRÉFIÐ Á... „KÆRI JÓLI, VONANDI HAFÐIR ÞÚ ÞAÐ GOTT Í SUMAR“ AF HVERJU ERTU AÐ TALA UM SUMAR? ÞÚ VEIST... FRÍIÐ HANS... MEIRA AÐ SEGJA JÓLASVEINNINN FER Í FRÍ... ÉG ÍMYNDA MÉR ALLTAF AÐ HANN FARI AÐ SPILA GOLF EÐA SYNDA Í SJÓNUM... HELDUR ÞÚ ÞAÐ EKKI? VEIT EKKI AF HVERJU, EN ÉG SÉ JÓLASVEININN EKKI FYRIR MÉR SYNDA HVAÐA VATNSHLJÓÐ ER ÞETTA SEM ÉG HEYRI? ÉG ER AÐ KOMA INN GUÐ MINN GÓÐUR!! PFFT! HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI?!? SLUBB! SLABB! ÉG ER BÚINN AÐ SKRÚFA FYRIR VATNIÐ! KALVIN!! HVAR ERTU?!? HÆ PABBI KALVIN, ÞAÐ ER KOMINN HEIMSENDIR! ÞEIR ERU BÚNIR MEÐ ÖRVARNAR OG SPJÓTIN, EN ÞEIR NEITA AÐ GEFAST UPP. VIÐ VERÐUM AÐ VERA ÞOLINMÓÐIR ÞEIR HLJÓTA BRÁÐUM AÐ VERÐA BÚNIR MEÐ BAUNIRNAR JÁ, ÉG ER MEÐ ÓLINA MÍNA... OG NEI, HEF EKKI FARIÐ NEITT ÚT FYRIR GARÐINN ÉG VISSI EKKI AÐ ÞAÐ VÆRU SKILORÐSFULLTRÚAR FYRIR HUNDA USS! ÉG ER AÐ REYNA AÐ HORFA Á RACHEL RAY! SNIFF! LALLI, FINNUR ÞÚ EINHVERJA LYKT? NEI, ÉG FINN EKKERT EN ÉG GERI ÞAÐ ÞAÐ ER EKKI TEKIÐ ÚT MEÐ SÆLDINNI AÐ VERA KÓNGULÓARMAÐURINN... ÞAÐ VAR SAGT Í FRÉTTUNUM AÐ ÞAÐ VÆRI MORÐINGI Á FLÓTTA UNDAN LÖGREGLUNNI Á ÁTTUNDU BREIÐGÖTU EN ÞAR SEM ÉG SKILDI BÚNINGINN MINN EFTIR HEIMA... ...ÞÁ ER ÉG SLOPPAMAÐURINN Félagsskapurinn Res Ex-tensa stendur í dag fyrirráðstefnu undir yfirskrift-inni Trúirðu öllu sem þér er sagt? – Gagnrýnin hugsun og gagnrýnisleysi. Vaka Vésteinsdóttir sálfræðinemi er einn af skipuleggjendum ráð- stefnunnar. „Res Extensa er ný- stofnaður félagsskapur með þríþætt markmið: að auka umfjöllun um vís- indi og hafa aðhald með vís- indaumfjöllun, að virkja þverfagleg samskipti milli fræðigreina, og miðla þekkingu,“ segir Vaka, og er ráð- stefnan haldin undir þessum merkj- um. „Fyrirlesararana fáum við úr ýmsum áttum; heimspeki, lyfjafræði og sálfræði svo nefnd séu nokkur dæmi. Viðfangsefni ráðstefnunnar er það sem virðist vera viðvarandi vandamál; að haldið er fram stað- reyndum í nafni vísindanna sem hvíla þó ekki á vísindalegum grunni,“ segir Vaka. „Við virðumst fullgjörn á að gleypa við öllu því sem okkur er sagt án þess að gagnrýna að ráði hvernig upplýsingarnar eru fengnar. Það eru gömul sannindi að hæst glymur í tómri tunnu, og því miður virðast t.d. fjölmiðlar gjarnir á að veita því sem kalla má „poppuð vísindi“ mesta umfjöllun þar sem það býður upp á söluvænna efni. Allskyns fólk birtist á opinberum vettvangi og kennir sig ranglega við vísindi, oft með krassandi nýjan sannleik sem oftar en ekki reynist ekki innistæða fyrir. Skaðinn er þá orðinn, og með sama hætti virðast margar gamlar hugmyndir sem löngu er búið að afsanna vera lífseig- ar, og seint hægt að afmá þær úr vís- indalegri umræðu og kennslu.“ Fyrirlesarar á ráðstefnunni fyrir hádegishlé eru Friðrik H. Jónsson með erindið „Eru Íslendingar trú- gjörn þjóð?“, Margrét Björk Sigurð- ardóttir með erindið „Vísindin og ljósvakamiðlar: Hvað er rétt?“, Þor- lákur Karlsson með „Hálf- sannleikur í niðurstöðum skoð- anakannana“ og Ólafur Páll Ólafs- son sem flytur erindið „Gagnrýnar manneskjur“. Eftir hlé taka til máls Sigurður J. Grétarsson með fyrirlesturinn „Sál- fræði: Vísindin og veruleikinn“, Eyja Margrét Brynjarsdóttir með „Eig- um við alltaf að efast ef við getum?“ og Ýmir Vésteinsson með erindið „Lyf og lyfleysur“. Loks mun Sverrir Jakobsson flytja erindið „Hvernig nálgumst við fortíðina? Hvaða máli skiptir gagn- rýnin hugsun í sagnfræði?“, Anton Örn Karlsson erindið „Sjálfvirk og ómeðvituð viðhorf: Geta menn alltaf verið gagnrýnir á sjálfa sig?“ og Ólafur Teitur Guðnason erindið „Fjölmiðlar: Geturðu treyst þeim?“. Ráðstefna Res Extensa er haldin í stofu 101 í Odda frá kl. 10 til 16.45. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og starfsemi félags- ins má finna á slóðinni www.resex- tensa.org. Á vef Res Extensa er einnig hald- ið úti vefriti og umræðuvef. Er öllum velkomið að senda inn greinar og taka þátt í umræðum. Aðstandendur Res Extensa stefna á að halda uppákomur reglulega og er hægt að fá upplýsingar um vænt- anlega atburði með skráningu á póstlista félagsins. Vísindi | Ráðstefna í Odda í dag kl. 10 til 16.45 um gagnrýna hugsun og gagnrýnisleysi Ekki treysta öllu sem þú heyrir  Vaka Vé- steinsdóttir fæddist ári 1980 í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 2000, BA-prófi í sál- fræði við Há- skóla Íslands 2004 þar sem hún leggur nú stund á mastersnám. Vaka hefur starfað við ýmis störf, m.a. verið starfsmaður á Reykja- víkurflugvelli. Sambýlismaður Vöku er Robert Huemer tækni- fræðingur. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.