Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 37 LÖNDIN nyrst í Skandinavíu og austur í Rússlandi nefndust í fornum heimildum Bjarmaland. Ætla mætti að nafngiftin vísaði til norðurljósa og snjóbreiðna eða bjartra sumardaga og nátta, eins og Hvítahaf vísar til hafíss eða lagnaðaríss. Svo er reynd- ar ekki. Samkvæmt orðabókum þýðir Bjarmaland „landið fjarlæga að baki“. Nafn- giftin er ættuð úr tungum svæðisins. Berm og Perm mun merkja fjarri, og á gömlum landabréfum nefnast héruðin fyrir vestan og austan Hvíta- haf Biarmia og Permia. Á finnsku þýðir perä fjarri eða að baki og maa er land – perämaa. Þarna við ysta haf í nyrstu héruðum Evrópu við landa- mæri Norðurlanda og Rússlands er bærinn Petsamo eða Petsjenga, sem glataðist Finnum í ófriðnum 1939- 1945, og einnig hetjuborgin rúss- neska Múrmansk, sem fræg varð í baráttunni við Þjóðverja. Bæði Pet- samo og Múrmansk koma við sögu Íslendinga í heimsstyrjöldinni síðari. Það er saga Petsamofara með ís- lenska flóttamenn frá Norðurlöndum (Danmörk og Noregur) á „Esju“, heim til Íslands í september 1940. Svo er það saga skipalesta banda- manna með hergögn til Múrmansk (Sovétríkjunum) með viðkomu á Ís- landi. Höfundur átti þess kost að vera á ráðstefnu í Múrmansk í apríl 1999, og jafnframt að sjá votta fyrir Pet- samo í ferð þangað í rútu frá Kirkj- unesi í Noregi. Minning fimm ára snáða um stríðshrjáð Samabörn í Petsamo eftir vetrarstríð við Rússa, sem nutu hlýju og vista um stund í hinni íslensku „Esju“, lifir enn. Svo er einnig um danska og norska sjómenn, sem nutu gestrisni landa sinna á Ís- landi í viðdvölinni í ferðum skipalesta til Múrmansk, en margir áttu ekki afturkvæmt úr þeim ferðum. Sagan heldur áfram. Sovétkerfið var upp- tekið af stóriðjuverum og lét m.a. reisa nikk- elverksmiðju þarna norður frá í Bjarma- landi í námunda við Petsamo. Heimamenn í Múrmansk tjáðu mér reyndar að verk- smiðjan hefði ekki borið sig, aðeins verið ein tál- mynd Sovétvaldsins. Verksmiðjunni var því lokað við fall Sovétríkjanna um 1990. Þarna var 1999 „draugabær“, sem Norðmenn kalla „Nikkelbyen“, nær mannauð byggð sovéskrar „bygging- arlistar“ umkringd dauðum skógum í landi þar sem skógar annars þekja stór landsvæði. Þessar minningar og hugleiðingar eru nú sprottnar af hug til álvera og virkjana á byggðu bóli og í næstu nánd eins og í og við Hafnarfjörð, á Reykjanesskaga, og í Þjórsá. Telja verður nær fullvíst að væri álver í Straumsvík ekki löngu komið í gagn- ið, þá kæmi staðurinn í dag alls ekki til greina fyrir álver í þeirri nátt- úruperlu sem Straumsvík var og er enn að hluta, að viðbættri byggðaþró- un í Hafnarfirði. Því þá nú að marg- falda stækkun þess? Og þótt „fjari undan“ núverandi álveri eins og nefnt hefur verið, þá skyldi ætla að „hætta“ á lokun yrði vart í bráð eða á næstu árum. Ekki skal áfellast það sem liðið er, staðarvalið hér áður var einnig fyrir sunnan byggð í Hafnarfirði, en er nú við byggð ból og áfram er stefnt að byggð suður í hraun. Hvað sýnist okkur nú með stækk- un álversins í Straumsvík í byggð í Hafnarfirði og hvernig tekist hefur til með byggð í næstu nánd? Minnir það ekki töluvert á Bjarmaland hið sov- éska? Er ekki æskilegt að staldra við og jafnframt ætla að núverandi álveri Alcan verði ekki lokað í næstu andrá og að atvinna þar hverfi í bráð? Einnig skal minna á allar lagnirnar og loftlínurnar sem fylgja orkuverum á víð og dreif fyrir stóriðju t.d. á Reykjanesskaga eins og ummerkin á Hellisheiði bera ljósan vott um. Skag- inn sá, eldfjalla- og jarðvarmavangur, er einstök náttúruperla á heimsvísu, og hluti af neðansjávarhrygg, sem teygir sig um öll heimshöfin, hryggur sem hvergi er eins sýnilegur of- ansjávar og á Íslandi. Margar ferð- irnar fór höfundur um Reykjanes- skaga með erlenda starfsbræður – haffræðinga – þeim til mikillar upp- ljómunar um einstök undur jarðar og reyndar baksvið þekkingar á jarð- skorpunni. Allt veldur þetta efasemd- um um ágæti virkjana fyrir álver eða aðra orkufreka stóriðju í þessu næsta nábýli við þéttbýlustu svæði landsins. Auk umræðu um hagsveiflur, meng- un og loftslagsbreytingar þá er ásýnd landsins mikilvæg jafnt í óbyggðum víðáttum landsins sem og í námunda við byggð. Að lokum vill höfundur vona að skipulag fyrir stækkun álversins í Straumsvík verði fellt í kosningunum 31. mars nk. Eins má e.t.v. ætla að staða bæjarmála í heild, hvort sem um er að ræða meirihlutann og jafn- vel minnihlutann, falli þá í betri jarð- veg til sáttar og friðar í Hafnarfirði í væntanlegum kosningum til Alþingis í maí nk. við slík málalok. Almennt virðist vera vaxandi vit- und um að aðgerða er þörf og að fara beri með gát varðandi hlýnun á jörð- inni af völdum gróðurhúsaáhrifa fyrir umsvif manna. „Vistvæn“ raforka frá vatns- og jarðvarmavirkjunum fyrir mengandi stóriðju er, að mati höf- undar, þótt sitt sýnist hverjum, hreinn útúrsnúningur eða rangfærsla í þeim efnum. Hafnfirðingar, stöndum vörð um Bjarmalandið okkar, landið sem er hið fjarlæga land víðáttunnar og birt- unnar við hið ysta haf. Látum bjarma af nýjum degi til lands, lífs og sálar og segjum NEI við deiliskipulagi fyrir stækkun álversins í Straumsvík í kosningunum 31. mars nk. Bjarmaland hið nýja – Ísland Svend-Aage Malmberg skrifar um álver hér og erlendis »Hafnfirðingar,stöndum vörð um Bjarmalandið okkar, landið sem er hið fjar- læga land víðáttunnar og birtunnar við hið ysta haf. Svend-Aage Malmberg Höfundur er haffræðingur. Bjarmalandið rússneska - Múrmansk og Nikkelbyen (1999). Hafnarfjörður - Nýbyggð suður í hrauni í átt til álversins í Straumsvík. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Sölusýning á sumarhúsum að Kötluás 22, 24 og 26 í landi Tjarnar Biskupstungum. Húsin eru 87,1 fm og 104,6 fm að stærð. Húsin eru tilbúin til afhendingar fullbúin með innréttingum, gólf- efnum, rafmagni. Kalt og heitt vatn verður komið á á vormánuðum. Í minni húsunum eru tvö svefnherbergi auk svefnlofts. Í stærri húsunum eru þrjú svefnherbergi. Gert er ráð fyrir setja heit- an pott á veröndina á báðum húsunum. Með stærra húsinu fylgir sérstæð geymsla með sturtu aðstöðu. Verð frá kr. 26.0 m. Sölufulltrúar Heimilis fasteignasölu verða á staðnum á milli kl. 14.00 og 17.00 BLÁSKÓGARBYGGÐ FRÍSTUNDARHÚS Í LANDI TJARNAR BISKUPSTUNGUM SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 11. MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.