Morgunblaðið - 10.03.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.03.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 21 HLJÓÐFÆRALEIKARAR úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands munu blása til tvennra tónleika í dag. Hinir sí- vinsælu fjölskyldutónleikar verða í Háskólabíói klukkan 15 og klukkan 17 heldur kammertónleikaröð hljómsveitarinnar, Kristall, áfram göngu sinni í Listasafni Íslands. Ævintýraheimar Á fjölskyldutónleikunum mun Sinfóníuhljómsveitin, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, ljúka upp dyrum inn í ævintýraheima þar sem kóngar, drottningar, álfar, tröll, galdramenn og furðulegustu kynja- verur halda til. Efnisskráin er sett saman með það í huga að höfða ekki síst til hinna yngri í áheyrenda- hópnum og munu m.a. hljóma verk eftir W.A. Mozart, Paul Dukas og Atla Heimi Sveinsson. Hin tæplega 14 ára gamla Björg Brjánsdóttir kemur nú fram í annað sinn með hljómsveitinni og bregður sér í hlutverk Dimmalimm. Guðrún Ingimarsdóttir, sópran, syngur aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart en það hlutverk söng hún einmitt í uppsetningu Íslensku óperunnar á Töfraflautunni haustið 2001. Auk þess mun uglan hans Harry Potter taka flugið og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Kynnir á tónleikunum er Skúli Gautason. Anna Guðný, Una og Sigurgeir í Listasafni Íslands Þeir hljóðfæraleikarar sem verða í eldlínunni í kammertónleikaröðinni Kristal eru þau Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni er „Píanótríó“ eftir Ludwig van Beethoven, „Meta- morphoses“ fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og „Tríó í G dúr“ fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Mozart og Harry Potter Morgunblaðið/Ásdís Gaman Hinir yngri skemmta sér iðulega vel í félagsskap fullorðinna á fjölskyldutónleikum Sinfóníunnar. Fjölskyldutónleikarnir hefjast klukkan 15. Miðaverð fyrir full- orðna er 1.600 krónur en 1.200 krónur fyrir börn 16 ára og yngri. Kammertónleikarnir hefjast klukk- an 17. Miðaverð er 1.500 krónur.  Meiri tilhlökkun en kvíði | 52 VÍÐSJÁ kl. 17.03 virka daga www.ruv.is Útvarpið - eini munaður íslenskrar alþýðu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Útboð.is er sérhannaður þjónustuvefur til meðhöndlunar útboðs á hvers kyns vöru og þjónustu Útboð ehf • utbod@utbod.is • sími 553 0100 Eru framkvæmdir á döfinni? Skráðu útboð... ...og þú greiðir hagkvæmasta verð Landbúnaður skiptir miklu máli fyrir land og þjóð 93,8% Íslendinga eru þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar. Fræðsluauglýsing nr. 4 Bændasamtök Íslands K O M A lm an na te ng sl /A ug l. Þó rh ild ar 1 64 0. 4 Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Þetta er ein af mörgum ánægjulegum niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Bændasamtök Íslands í janúar og febrúar 2007. Spurt var: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar? Úrtakið var 1350 manns á landinu öllu, 16-75 ára, handahófsvalið úr þjóðskrá. Hvorki né 2,0% Litlu 4,2% Miklu 93,8%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.