Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÝR leiklistar- gagnrýnandi hef- ur tekið til starfa hjá Morgun- blaðinu, Martin Regal. Martin er leikbókmennta- fræðingur með doktorsgráðu í breskum og bandarískum bókmenntum frá Kaliforníuháskóla. Hann kennir við enskuskor Hugvís- indadeildar Háskóla Íslands. Um þessar mundir vinnur hann að bók um harmleiki en er mikill áhuga- maður um söngleiki. Fyrsti leiklistardómur Martins birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fjallar um uppsetningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson. | 55 Nýr gagn- rýnandi Martin Regal ÓÚTGEFIN skáldsaga rithöf- undarins Jean- ette Winterson fannst í neð- anjarðarlest- arstöð í Lund- únum á miðvikudags- kvöldið. Það var aðdáandi Winter- son, Martha Oster að nafni, sem fann handritið. Skáldsagan heitir The Stone Gods, eða Steinguðirnir og verður gefin út í september næst- komandi. Oster segist hafa orðið furðu lostin þegar hún fann hand- ritið sem lá á bekk í Balham-stöðinni í suðurhluta borgarinnar. Simon Prosser, útgáfustjóri Penguin-útgáfufyrirtækisins, segir starfsmann sinn hafa gleymt hand- ritinu. Hann kvað þetta „afar óheppilegt“ en að mannlegum mis- tökum væri um að kenna. Starfs- maðurinn hafi snúið aftur á stöðina í leit að handritinu en ekki fundið það. Caroline Michel, umboðsmaður Winterson, ítrekaði að um slys væri að ræða og að útgáfan hefði full- vissað sig um að atvikið myndi ekki endurtaka sig. Hún bætti við að sem betur fer væru svona atvik sjaldgæf. Winterson skrifaði meðal annars skáldsöguna Oranges Are Not The Only Fruit, eða Appelsínur eru ekki einu ávextirnir, sem fjallar um unga, lesbíska stúlku sem elst upp í strangtrúuðu samfélagi. BBC vann síðar sjónvarpsmynd upp úr bókinni. Winterson hlaut heiðursviðurkenn- ingu bresku krúnunnar, OBE, fyrir framlag sitt til bókmennta árið 2005. Skáldverk á glámbekk J. Winterson RÁÐSTEFNA um barnabók- menntir og barnamenningu í minningu Astrid Lindgren verður haldin í Gerðubergi í dag frá kl. 10.30–14. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Hel- ena Gomér sem er yfirmaður barnadeildarinnar Rum för barn í Menningarhúsi Stokk- hólmsbúa. Ragnheiður Gestsdóttir er fundarstjóri ráðstefnunnar en Silja Aðalsteinsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir munu fjalla um líf og rithöfundarferil Astrid Lind- gren. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ráðstefna Astrid Lindgren í Gerðubergi Astrid Lindgren FIMM ára afmælistónleikar Kammerkórs Reykjavíkur verða haldnir í dag, laugardag- inn 10. mars, í Laugarnes- kirkju. Á fimm ára ferli kórsins hef- ur hann komið víða við og sungið út um allt land. Eru þessir tónleikar frumraun Björns Thorarensen, nýs kór- stjóra kórsins, en áður stýrði Sigurður Bragason kórnum frá stofnun hans. Á tónleikunum mun úrval af áður fluttu efni í bland við nýtt vera flutt. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Tónleikar Afmælistónleikar Kammerkórsins Sigurður Bragason SÝNINGIN Presque rien eða Næstum því ekki neitt stendur nú sem hæst í Nýlistasafni Reykjavíkur. Í dag og næsta laugardag, 10. og 17. mars, kl. 14 mun sýn- ingarstjórinn Serge Comte leiða gesti í gegnum sýninguna og uppfræða þá um það sem fyrir augum ber. En þar sýna níu franskir listamenn í kring- um verkið Poïpoïdrome, sem Robert Filliou og Joachim Pfeufer skildu eftir í Nýló árið 1978. Eftir leiðsögnina verðu Comte til viðtals um sýninguna til kl. 18. Listasýning Sýningarstjóra- spjall í Nýló Serge Comte sýningarstjóri. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is FYRSTA íslenska hrollvekjan í fullri lengd gæti birst í bíóhúsum hérlendis á næsta ári ef allt gengur að óskum. Það eru Ómar Örn Hauksson og Ottó Geir Borg sem skrifuðu handritið að myndinni sem ber heitið Rauð jól. „Myndin fjallar um hóp af ungu fólki sem fer á meðferðarheimili uppi á hálendinu um jólin og verður óvart fyrir því að vekja upp vondar vættir,“ segir Ómar. „Okkur langaði til að gera eitt- hvað sem væri bæði þjóðlegt og subbulegt og því byggjum við mynd- ina á þjóðsagnaarfinum að vissu leyti. En minnin í myndinni eru klassísk og koma úr eldri erlendum hrollvekjum, um fólk sem er fast í húsi sem er umkringt af einhverju sem vill drepa það.“ Ómar segir að aldrei hafi verið gerð hryllingsmynd á Íslandi í fullri lengd. „Það hefur aldrei verið gerð al- mennilega splatter-mynd á Íslandi áður, menn geta kannski deilt um Húsið en ég held að Rúv hafi gert einu myndirnar sem hægt væri að telja til hryllingsmynda, það er Draugasaga og Tilburi.“ Örstutt jól Ómar og félagar hafa nýlokið við tökur á stuttmyndinni Örstutt jól sem er sjálfstæð stuttmynd í anda stóru myndarinnar, Rauð jól. Tökur á Örstuttum jólum gengu framar vonum og menn eru spenntir að sjá blóðuga útkomuna. Ef allt gengur upp hefjast tökur á Rauðum jólum um næstu jól og frumsýning yrði jólin 2008, leikstjóri er Árni Þór Jónsson og framleiðandi Zik Zak kvikmyndir. Þetta er fyrsta myndin sem Ómar kemur að en hann hefur skrifað nokkur handrit áður en ekkert þeirra komið upp úr skúffunni fyrr en nú. „Örstutt jól er fyrsta myndin sem er gerð eftir einhverju sem ég hef skrifað,“ segir hann ánægður. Ottó er ekki eins ókunnugur þess- um heimi því hann skrifaði með öðr- um handritið að Astrópíu sem frum- sýnd verður í sumar. Hryllingsmyndaaðdáendur „Ég og Óttó erum báðir mjög miklir hryllingsmyndaaðdáendur. Af þeim myndum sem ég á í mínu safni eru slíkar myndir í miklum meiri- hluta. Ég hef verið heillaður af hryll- ingsmyndum frá því ég var krakki. Nú er ég reyndar löngu hættur að vera hræddur við þær en vil verða spenntur og sjá að myndin gangi upp, mér finnst leiðinlegt að horfa á myndir sem eru klisjur út í gegn og óspennandi. Mér er reyndar sama þó að hryllingsmyndin sé ekkert sér- lega góð og handritið lélegt meðan myndin skemmtir mér, út á það gengur þetta,“ segir Ómar og bætir við að lokum að hann voni að allt í sambandi við Rauð jól verði að veru- leika því íslensk kvikmyndagerð þurfi fjölbreytni. Þjóðlegt og subbulegt Ómar Örn Hauksson og Ottó Geir Borg hafa skrifað handritið að fyrstu íslensku hrollvekjunni í fullri lengd sem mun heita Rauð jól og innihalda blóð og iður Morgunblaðið/Sverrir Handritshöfundar Ottó Geir Borg og Ómar Örn Hauksson eru miklir splatter-myndaaðdáendur og skrifuðu handritið að Rauðum jólum. Í HNOTSKURN » Unnið er að því að finna fjár-festa fyrir Rauð jól sem yrði fyrsta íslenska hryllingsmyndin í fullri lengd. » Handritshöfundar eru ÓmarÖrn Hauksson og Ottó Geir Borg sem skrifaði einnig Astrópíu. » Leikstjóri er Árni Þór Jóns-son sem hefur aðallega feng- ist við auglýsingagerð. Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur steinunnolina@mbl.is HJÓNIN og arkitektarnir Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson unnu á dögunum til verðlauna í alþjóðlegri hönn- unarsamkeppni á vegum IIDA (Int- ernational interiour design awards). Af hundruðum umsókna alls stað- ar að úr heiminum voru fimm valdir sem sigurvegarar og munu þeir taka við verðlaunum í Chicago nú í júní næstkomandi við mikla við- höfn. Taka þátt í CA BOOM Hjónin Erla og Tryggvi hafa ver- ið búsett í Los Angeles um árabil og reka þar arkitektafyrirtæki sitt MINARC sem hefur hlotið góðan orðstír fyrir nútímalega og glæsi- lega hönnun þar sem umhverf- isvænir þættir eru hafðir að leið- arljósi í allri útfærslu. Þessi eftirsóttu verðlaun IIDA hljóta þau fyrir innanhúshönnun á nýjustu hugarsmíð sinni sem er sjálft heimili þeirra í Los Angeles. MINARC hefur á stuttum tíma orðið eitt af eftirsóttustu arkitekta- fyrirtækjum borgarinnar og hafa þau hlotið mikla umfjöllun í tímarit- um sem fjalla um hönnun og arki- tektúr. Þess má geta að nú í vor mun MINARC taka þátt í CA BOOM- sýningunni sem er stærsta hönn- unarsýning sem haldin er á vest- urströndinni. Íslenskir arkitekt- ar verðlaunaðir Morgunblaðið/Golli Arkitektarnir Hjónin Erla Dögg og Tryggvi unnu til virtra arkitektaverð- launa í Los Angeles á dögunum fyrir hönnun á sínu eigin íbúðarhúsi. ♦♦♦ „ÞETTA er dæmi um tilraun lista- manns til að fanga fólk, honum fram- andi, í evrópska listhefð,“ segir Stephanie Pratt safnvörður hjá Nat- ional Protrait-galleríinu um sýningu undir yfirskriftinni „Milli heima: Ferðalangar til Bretlands 1700– 1850“ sem var opnuð í gær í London. Þar gefst breskum almenningi tækifæri til að berja í fyrsta sinn augum fræg portrett Johns Verelsts af fjórum norður-amerískum ind- íánahöfðingjum. Höfðingjarnir komu til London ár- ið 1710 og var markmið heimsókn- arinnar, sem olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma, að þrýsta á samninga við bresku krúnuna. Listmálarinn Ver- elst notaði tækifærið og gerði fræg portrett af höfðingjunum og eru þau talin fyrstu listaverkin eftir breskan listamann þar sem indíánar frá Norður-Ameríku koma fyrir. Höfðingjar til London ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.