Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. / KRINGLUNNI NORBIT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL BLOOG DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára DIGITAL THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ DIGITAL FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ DIGITAL TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 5:40 - 8 PARIS, JE T'AIME kl. 3:20 - 10:20 MON PETIT DOIGT kl. 3:45 LE CHEVRE kl. 5:45 LE PETIT LIEUTENANT kl. 8 LES SOEURS FACHEES kl. 10:15 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL Heillandi meistarverk sem sameinar fjöldan allan af þekktum leikstjórum og leikurnum frá öllum heimshornum í samsafni af stuttmyndum sem eiga það sameiginlegt að vera ástaróður til Parísarborgar „ÞEIR SEM ELSKA PARÍS OG GÓÐA KVIKMYNDAGERÐ ÆTTU AÐ BREGÐA SÉR Á BÍÓ!“ - SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, RÁS 1 BLOOD & CHOCOLATE kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára BREAKING AND ENTERING kl. 10:40 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 8 B.i. 16 ára PERFUME kl. 3 - 8 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 3 - 5:30 LEYFÐ FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eeeVJV, TOPP5.IS GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS ÓSKARS- VERÐLAUN GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA ERLENDA MYNDIN ÓSKARS- VERÐLAUN ,,TÍMAMÓTAMYND" eeeee V.J.V. - TOPP5.IS ÞIÐ VITIÐ HANN E ...SVON BYRJAÐI Þ BREAKING AND ENTERING eee RÁS 2 Ó.H.T eee S.V., MBL. Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM “UNDERWORLD” Sýnd í Sambíó Kringlunni 2ÓSKARSVERÐLAUNm.a. besta leikonan í aukahlutverki 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI eeee LIB, TOPP5.IS sjá má í sumum þeirra. Matvöruverzlanir hafa tekið miklum framförum, þótt Krón- an í Mosfellsbæ skeri sig enn úr sem vísbend- ing um matvöruverzlun framtíðarinnar. En nú er kominn tími til að gera nýtt átak í framreiðslu á heitum, tilbúnum mat í mat- vöruverzlunum. Æski- legast er að ná þeim gæðastaðli, sem sjá má í slíkum verzlunum víða um heim en þó sér- staklega í Bandaríkj- unum. Nú er þessi þjónusta mat- vöruverzlana einhvers konar aukabúgrein. Kannski til þess að nýta betur hráefni, sem ella færi í súginn? Hvað sem því líður er ástæða til að hvetja matvöruverzlanir til þess að gefa þessari hlið þjónustu sinnar meiri gaum. Þær verzlanir, sem beita sér fyrir byltingu en ekki breytingu á þessu sviði mundu njóta þess ríkulega í fjölgun viðskiptavina. Nóatún hefur náð lengst á þessu sviði og hefur því mesta möguleika á að bjóða upp á alveg nýtt þjón- ustustig í þessum efnum. Það tæki- færi á Nóatún að nýta sér. Matvöruverzlanirhafa um all- margra ára skeið selt heitan, tilbúinn mat og það er framför miðað við það sem áður var. Hins vegar skortir töluvert á, að nægilega vel sé vandað til þessa matar. Með sama hætti eru mötuneyti nú á öllum fjölmennari vinnustöð- um en þar er mjög misjafn matur á boð- stólum og sums staðar er hann ekki boðlegur. Eins og lífsmynztur fólks er nú orðið er augljóslega eftirspurn eftir heitum mat í verzlunum og mikilvægt að fólk hafi aðgang að mötuneyti á vinnustað og þurfi ekki að hverfa af vinnustað til þess að matast. Þeim mun meira umhugsunarefni er, að ekki er nægilega vel vandað til þess, sem boðið er fram. Það má telja víst, að verzlun, sem legði áherzlu á að hafa á boðstólum ýmist heitan mat eða annan tilbúinn mat í hæsta gæðaflokki mundi ná til sín miklum viðskiptum. Og það er umhugsunarefni, hvers vegna mötuneyti geta ekki haft til sölu einfaldan og venjulegan mat í stað þess furðulega samsulls, sem       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.650 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 200 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 300 kr. dagbók Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekk- ingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Í dag er laugardagur 10. mars, 69. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Strætó og mengun MIKIÐ hefur verið rætt um meng- un í borginni undanfarið. Ástæðan er talin vera of mikil bílaumferð. Besta ráðið til að fækka bílum á göt- um er að bæta strætisvagna- samgöngur í borginni. Það er engin lausn að hafa frítt í strætó, það þarf að breyta öllu kerfinu, vagnarnir ættu að vera á 15 mín. fresti og það er oft löng bið þegar skipta þarf um vagna. Fólk hefur ekki tíma til að eyða hálfum deginum í strætó. Þetta strætókerfi er ótrúlega heimskulega skipulagt. Ég held að borgarstjórn ætti að bregðast við strax og bæta þessar samgöngur. Ég vona að fleiri láti í sér heyra um þessi mál. Ein sem notar strætó. Verð á mjólk Í VERÐKÖNNUNUM undanfarið er verð á lítra af mjólk út úr búð hér á landi um kr. 70 sem er mjög sam- keppnishæft verð miðað við ann- arsstaðar í Evrópu. En ekki er allt sem sýnist. Fólk (skattgreiðendur/neytendur) greiðir umtalsvert hærra verð fyrir mjólk- urlítrann en þetta. Ríkissjóður (skattgreiðendur/neytendur) greiðir styrki í formi beingreiðslna til kúa- bænda sem nema mörgum millj- örðum kr. á ári. Þannig að mjólkin er í raun niðurgreidd til að halda niðri verðinu. Fróðlegt væri að við- komandi upplýstu fólk (skattgreið- endur/neytendur) um það hve háar þessar beingreiðslur eru til kúa- bænda á ári. Skattgreiðandi/neytandi. Fyrirspurn MIG langar að spyrja þá sem hafa með dagskrá Sjónvarpsins að gera hvort ekki væri hægt að endursýna þættina Nægtaborð Nigellu sem er á miðvikudagskvöldum. Hvort hægt væri að endursýna þessa þætti um helgar. Það er svo margt af dagskrá vikunnar endurtekið og gott væri ef þessir þættir sætu við það sama borð. Sigríður. Svifryk er stórhættulegt verði álverið stækkað NÝLEGAR rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum sýna að svifryksmengun er stórhættuleg börnum. Verði álverið stækkað eykst svifryksmengun um meira en helming eða úr 270 kg. í 675 kg. á sólarhring.Nú þegar kosið verður um stækkun álversins er rétt að Hafnfirðingar hafi það í huga að að- eins í nokkuð hundrað metra fjar- lægð eru tveir grunnskólar og tveir leikskólar. Svifrykið er hættulegasta tegund mengunar að sögn Þorsteins Jóhannssonar hjá Umhverfisstofnun ríkisins. Í ágætu og fróðlegu viðtali við hann í Ríkisútvarpinu s.l. laug- ardag sagði hann að svifryksmeng- un væri gífurlega hættuleg og rann- sóknir hefðu sýnt að dánartíðni vegna hennar væri veruleg og að huga þyrfti mjög vel að því vegna staðsetningar álversins. Hafnfirð- ingar, það er heilsa okkar barna og barnabarna sem skiptir máli í þess- um kosningum, ekki hvort nokkrar krónur koma í kassann. Áhugamaður um velferð barna. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 92 ára af-mæli. Í dag, 10. mars, verður níutíu og tveggja ára Eggert Magn- ússon, myndlist- armaður, frá Engjabæ, Vík- urási 3, Reykja- vík. 60 ára af-mæli. Í dag, 10. mars, er sextugur Lárus P. Ragnarsson lögregluvarð- stjóri, til heim- ilis að Blásölum 24, Kópavogi. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn "Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélrit- aða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.