Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 53 menning EINN virtasti nútímadansskóli í heiminum, Laban, verður með inntökuprufur í húsakynnum Klass- íska listdansskólans við Grensásveg 14 í dag og á morgun. Einnig verður boðið upp á námskeið þessa sömu daga fyrir þá sem vilja. Einu forkröf- urnar fyrir inngöngu í skólann eru að viðkomandi sé orðinn 18 ára og hafi brennandi áhuga á nútímadansi. Fá allir þeir sem fulltrúum skólans líst vel á boð um inngöngu. Hingað til hafa aðeins tvær ís- lenskar stúlkur stundað nám við Lab- an; þær Hrafnhildur Einarsdóttir, sem þar er í námi á BA-stigi, og Katla Þórarinsdóttir, sem útskrifaðist með svo kallaðan hálfan master í desem- ber síðastliðnum. Nefndur eftir Rudolf Laban Laban-skólinn er nefndur eftir austurríska dansaranum, danshöf- undinum og dansfræðingnum Rudolf Laban sem stofnaði skólann árið 1948 í Manchester á Englandi, þá undir öðru nafni. Skólinn, sem fékk núver- andi nafn árið 1975, er nú staðsettur í London. Í dag stærir skólinn sig af miklu framboði námsleiða, til skemmri og lengri tíma, á ýmsum námsstigum. Liggur sérstaða hans ekki síst í náinni samvinnu við tónlist- arskóla Trinity College. Inntökuprufurnar hefjast klukkan 9.30. Virtur nútímadansskóli leitar að dönsurum Dansprufur Katla dansar af mikilli innlifun. GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Flosi Eiríksson húsasmiður og Salóme Ásta Arnardóttir læknir. Þau, ásamt liðstjórunum Hlín Agn- arsdóttur og Davíð Þór Jónssyni, fást við þennan fyrripart, ortan um lækkun virðisaukaskatts sem mis- jöfnum sögum fer af: Enn er verðlag ógnarhátt, enn er þjóðin rúin. Í síðustu viku var fyrriparturinn þessi: Þau ætluðu bara að eðla sig, en ekkert má nú lengur. Í þættinum botnaði Ásgrímur Sverrisson: Því bændur vilja banna þig, berrassaði drengur. Davíð Þór Jónsson kaus að yrkja framan við fyrripartinn, sumsé: Við ofstækinu óar mig því alltof langt það gengur. Þau ætluðu bara að eðla sig, en ekkert má nú lengur. Úr hópi hlustenda sendi Rúnar Már Vagnsson þennan, með árétt- ingu um að ekki megi ruglast á r og l í framburði: Ef glöð eru víf og glæsilig, gerðu það bara, drengur. Valur Óskarsson: Feministi, færðu þig, ég fá það vil eins og gengur. Benedikt Gestsson: Girnist samt að gilja þig gildur phallus-drengur. Jónas Frímannsson: Bændur fóru að byrsta sig, brást þá góður fengur. Eysteinn Pétursson: Ástin fer á æðra stig og enginn fæðist drengur. Orð skulu standa Hátt verð- lag hjá rúinni þjóð Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Útvarp Orð skulu standa er á dag- skrá Rásar 1 klukkan 16.10 í dag. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! A T A R N A / S T ÍN A M A J A / F ÍT Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki og mikið úrval af alls kyns lömpum til heimilisnota. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. Í dag frá 10 til 16Sölusýning Krakkarnir komast strax í uppáhaldsbuxurnar sínar! Siemens hefur þróað fyrsta fimmtán mínútna hraðþvottakerfi veraldar. Bjóðum nú þessa glæsilegu þvottavél með íslensku stjórnborði. Falleg birta með ljósum frá Smith & Norland. Fjarskiptin heppnast vel með símabúnaði frá Siemens. Við eldum með Siemens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.