Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 17

Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 17
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson GPG fiskverkun á Húsavík hefur keypt fyrirtækið Knarrareyri á Húsavík. Það gerði út bátinn Aron ÞH og var með um 450 þorskígildis- tonn í aflaheimildir í litla kerfinu. Gunnlaugur Hreinsson, eigandi og framkvæmdastjóri GPG, segir að síðan hafi nokkrar heimildir verið færðar yfir á bátinn. Fyrirtækið hafi verið að fjárfesta töluvert í heimildum síðustu árin, en það keypti töluvert af aflaheimildum úr Grímsey á síðasta ári. „Við höfum líka verið að reyna að halda í þær veiðiheimildir sem hafa verið á svæðinu og hafa nýtzt okk- ur í vinnslunni. Hefðum við ekki keypt, hefði einhver annar gert það og þá hefðu heimildirnar farið eitt- hvert annað. Þetta var bátur sem fiskaði nærri 1.100 tonn á síðasta ári og það munar um minna. Megn- ið af því fór í vinnslu í okkar hús- um,“ segir Gunnlaugur. GPG kaupir Knarrareyri MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 17 Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SIGLINGASTOFNUN Íslands leggur til að innsigling í Rifshöfn á Snæfellsnesi verði breikkuð og dýpkuð í sveig innan við Rifið og Töskuna. Erfiðasta hluta hennar verði skýlt með brimvarnargarði á Rifinu út undir Töskuvitann. Eftir þær breytingar verður hafnarmynn- ið komið út að Tösku. Kostnaður er áætlaður um 860 milljónir miðað við 120 metra langan viðlegukant. Úrbætur myndu skapa nýja notk- unarmöguleika fyrir Rifshöfn, en þær eru meðal annars miðaðar við þarfir vatnsverksmiðju, sem fyrir- hugað er að reisa í Snæfellsbæ. Bæði krókótt og þröng Nú er að ljúka rannsóknum Sigl- ingastofnunar á því hvernig unnt sé að endurbæta innsiglingu í Rifshöfn á Snæfellsnesi en líkantilraunir hafa staðið frá því í seinni hluta nóvem- bermánaðar 2006. Núverandi inn- sigling að Rifshöfn er bæði krókótt og þröng og dýpi er þar takmarkað. Hún er um 1,2 kílómetrar að lengd og liggur því sem næst í stefnu norð- vestur til suðausturs. „Þar sem norðaustan- og suð- vestanáttir eru algengar þurfa skip oft að sigla inn með öldu og vind á hlið. Innsiglingin er því oft erfið, einkanlega frá skerinu Tösku inn að höfninni. Þessir ágallar hafnarinnar koma einkum niður á flutningaskip- um og stærri fiskiskipum.“ Þarf bæði að breikka og dýpka „Eigi Rifshöfn að mæta þörfum vatnsverksmiðju þarf ytri hluti inn- siglingar að vera um 80 metra breið- ur en um 60 metra innan Tösku. Dýpi í ysta hluta rennu um hálfa leið inn að Tösku þarf að vera um 9 metr- ar en annars staðar um 8 metrar. Lagt er til að vöruflutningar vatnsverksmiðju fari um kant sem verður byggður austan við núver- andi höfn á svæði sem nýtur skjóls af garðinum út eftir Rifinu. Slíkur kantur þyrfti að vera um 120 metra langur,“ segir meðal annars í niður- stöðum stofnunarinnar. Kostnaður við brimvarnargarð og sandfangara er áætlaður um 160 milljónir króna. Kostnaður við dýpk- un innsiglingar í samræmi við þarfir vatnsverksmiðju er áætlaður um 400 milljónir króna. Kostnaður við kant fyrir flutn- ingaskip vatnsverksmiðju er áætlað- ur um 2,5 milljónir króna á lengd- armetra. Líkan af Rifshöfn verður til sýnis hjá Siglingastofnun í dag, laugardag, milli 13 og 17. Leggja til verulegar úrbætur á Rifshöfn Morgunblaðið/G. Rúnar Hafnargerð Líkanið af höfninni var byggt í mælikvarðanum 1:60. Líkanið var látið ná út á 25 metra dýpi þannig að þeir landfræðilegu þættir sem móta ölduna í og við höfnina hefðu sín áhrif eins og í náttúrunni. Kostnaður gæti verið um 860 milljónir króna Í HNOTSKURN »Líkanið nær út á 25 m dýpiþannig að þeir þættir sem móta ölduna í og við höfnina hafi sín áhrif. »Nákvæmar mælingar afsjávarbotninum á staf- rænu formi voru lagðar til grundvallar. ÚR VERINU www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00 Lacetti Vertu klár – engin útborgun fyrir nýjan bíl Þú færð nýjan fjölskyldubíl úr kassanum með 100% fjármögnun og borgar aðeins 26.980 kr. á mánuði. Bíllinn, sem er hluti af evrópulínu Chevrolet, er með 3ja ára ábyrgð og Chevrolet gæðastimplinum. Vertu því klár, komdu og kynntu þér málið. Við erum á Tangarhöfðanum og tökum vel á móti þér. Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala austurlands, Egilsstöðum. Engin útborgun… …og þú ert kominn á nýjan fjölskyldubíl! *m .v . 8 4 m án að a bí la sa m ni ng ( í e rle nd ri m yn t, v ex tir 4 ,2 7% ) A uk bú na ðu r á m yn d: Á lf el gu r Nýr Chevrolet Lacetti Station á aðeins 26.980,- á mán.* 100% fjármögnun Engin útborgun Í erlendri mynt, vextir 4,27% 3 ára ábyrgð Chevrolet Lacetti frá GM stærsta bílaframleiðanda í heimi Verð: 1.899.000,- 100% FJÁRM ÖGNUN D Y N A M O R EY K JA V ÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.