Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SIGURGEIR
Svavarsson, sem
varð Íslands-
meistari í 15 km
skíðagöngu á
Landsmótinu á
Akureyri í gær
þarf ekki að
kvarta undan
því að talan
þrettán sé hon-
um óhagstæð;
hvað þá föstudagurinn þrettándi
sem sumir mega varla heyra á
minnst.
Föstudagurinn þrettándi var í
gær og þá sigraði Sigurgeir sem
fyrr segir í 15 km göngunni –
þrettán árum eftir að hann varð
Íslandsmeistari síðast. Og Sigur-
geir, sem ber sannarlega nafn
með rentu, benti blaðamanni á að
þetta væri ekki eini eftirminnilegi
þrettándinn í lífi hans:
„Fyrir níu árum eignaðist ég
strák föstudaginn þrettánda; það
var að vísu í mars, en það er mik-
ill happadrengur,“ sagði Sig-
urgeir við Morgunblaðið eftir sig-
urinn í gær. | Íþróttir
Heppinn
á óhappa-
daginn
Sigurgeir
Svavarsson
MAÐURINN, sem fannst látinn í
Vopnafirði í fyrradag og talið er að
hafi fallið útbyrðis úr báti sínum,
hét Guðmundur Ragnarsson. Hann
var 64 ára, fæddur 20.9. 1942. Guð-
mundur var til heimilis í Hafn-
arbyggð 23 á Vopnafirði og lætur
eftir sig eiginkonu og fjóra upp-
komna syni.
Lést í
Vopnafirði
GUNNAR Bragi Sveinsson, varafor-
seti sveitarstjórnar Skagafjarðar,
segir að það verði væntanlega á
verksviði nýrrar sveitarstjórnar
Skagafjarðar, sem kosin verður eftir
þrjú ár, að taka ákvörðun um hvort
Skatastaðavirkjun og Villinganes-
virkjun verða settar inn á aðalskipu-
lag sveitarfélagsins.
Áform um virkjun við Skatastaði
og Villinganes hafa verið umdeild
heima í héraði. Sveitarstjórnin er
núna að vinna að aðalskipulagi sveit-
arfélagsins. Fyrir fundi sveitar-
stjórnar á fimmtudag lá tillaga frá
fulltrúum VG og Sjálfstæðisflokks,
þess efnis til að flýta fyrir samþykkt
aðalskipulags fyrir Skagafjörð verði
horfið frá þeirri ætlan að hafa Vill-
inganesvirkjun inni á tillögu að að-
alskipulagi fyrir sveitarfélagið og að
skipulagi á svæðum sem tengjast
hugmyndum um virkjun við Skata-
staði verði frestað.
Fulltrúar Framsóknarflokks og
Samfylkingar sem mynda meirihluta
í sveitarstjórn lögðu fram breyting-
artillögu þess efnis að skipulagningu
þeirra svæða, sem ætluð hafa verið
fyrir Skatastaða- og Villinganes-
virkjanir, verði frestað og var sú til-
laga samþykkt með átta atkvæðum
fulltrúa Framsóknarflokks, Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks, en
Bjarni Jónsson, fulltrúi VG, sat hjá.
„Það er ekki í spilunum í dag að
það sé grundvöllur fyrir því að hægt
sé að nýta þessa orku hér heima.
Okkur fannst þetta því skynsamleg-
asta leiðin, að vera ekkert að gefa
einhverju undir fótinn sem er ekki á
dagskránni.“
Gunnar Bragi segir að það sé
heimild fyrir því í lögum að fresta því
að skipuleggja einstök svæði inni á
aðalskipulagi. Sveitarstjórnin ætli að
nýta sér það og fresta því að skipu-
leggja svæði sem hafa verið fyrir-
huguð undir virkjanir.
Gunnar Bragi sagði að orkufyrir-
tækin hefðu sýnt því áhuga að rann-
saka þessa virkjunarkosti. Nú væri
hins vegar verið að skoða útfærslur
sem fælu í sér mun minni áhrif á
náttúru og ferðaþjónustu. Grund-
vallaratriðið sé þó að ef farið verði út
í að virkja verði orkan notuð til að
efla atvinnu í héraði.
Minnihlutinn vildi Villinganes-
virkjun út af aðalskipulagi
Bjarni Jónsson, oddviti VG, segist
ekki vera sáttur við afgreiðslu sveit-
arstjórnar. Meirihlutinn hafi í haust
lagt fram tillögu um að Villinganes-
virkjun færi inn á skipulagið. Þetta
hafi kallað á hörð viðbrögð í hér-
aðinu. Síðan hafi meirihlutinn verið á
flótta í málinu. Tillaga Sjálfstæðis-
flokks og VG hafi verið tillaga til
sáttar í málinu. Bjarni segist hafa
viljað koma Villinganesvirkjun út af
skipulaginu, en meirihlutinn hafi
ekki verið tilbúinn til þess. Þess
vegna hafi hann setið hjá.
Ný sveitarstjórn mun
fjalla um virkjanirnar
FYRIRTÆKIÐ sem varð til við
sameiningu á rekstri Olíufélags-
ins, Bílanausts og fleiri fyr-
irtækja hefur hlotið nafnið N1.
Markmiðið með sameiningunni
er sagt vera að efla þjónustuna á
öllum sviðum. Þjónusta N1 mun
verða í boði á um 115 stöðum um
landið allt.
Áhersla lögð á metnað
Hermann Guðmundsson, for-
stjóri N1, segir að með nafninu
N1 sé lögð áhersla á metnað fyr-
irtækisins til að vera í forystu
hvað varðar góða þjónustu.
„Við erum ekki lengur olíufé-
lag, heldur alhliða verslunar- og
þjónustufyrirtæki,“ segir Her-
mann.
Þeir sem eiga safnkort Essó og
hafa safnað punktum munu
áfram geta notað kort sín hjá N1.
Merki félagsins er hannað af
auglýsingastofunni Fíton. Form
þess á að endurspegla kraft, lip-
urð og áræði.
Essó og Bílanaust verða N1
Morgunblaðið/ÞÖK
Breytingar Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, kynnti nýja nafnið í Hafnarhúsinu í gær.
ÍSLENSK danspör stóðu sig mjög
vel í hinni árlegu Blackpool-
danskeppni sem lauk í gærkvöldi.
Andri Fannar Pétursson og Helga
Kristín Ingólfsdóttir lentu í 4. sæti
af 114 pörum í cha cha cha í flokki 6
til 12 ára barna í fyrrakvöld og
Alex Freyr Gunnarsson og Ragna
Björk Bernburg komust í 12 para
undanúrslit í standarddönsum í ald-
ursflokknum 12 til 15 ára.
236 pör tóku þátt í standarddöns-
unum, þ.e. vals, tangó, foxtrot og
quickstep og voru Alex Freyr og
Ragna Björg í hópi þeirra bestu.
269 pör kepptu í suðuramerískum
dönsum og þar komust þau í 48
para úrslit. „Þetta er frábær árang-
ur hjá íslensku pörunum, því hér
keppa sterkustu pör heims,“ segir
Kara Arngrímsdóttir danskennari
sem var í Blackpool í Englandi með
íslenska danshópnum.
29 íslensk danspör tóku þátt í
tveimur aldursflokkum í keppninni.
„Þetta er stærsta, sterkasta og fjöl-
mennasta dansmót sem haldið er
fyrir börn og unglinga í heim-
inum,“ segir Kara.
Íslenskir
dansarar í
fremstu röð
Verðlaunahafar Helga Kristín Ingólfsdóttir og Andri
Fannar Pétursson lentu í 4. sæti í cha cha cha í flokki
barna 6–12 ára í Backpool-danskeppninni.
Sveifla Í eldri flokknum kepptu 236 pör í stand-
arddönsum og komust þau Alex Freyr Gunnarsson og
Ragna Björk Bernburg í 12 para undanúrslit.
LÖGREGLAN í Borgarnesi sendi
björgunarsveit til móts við fjóra er-
lenda ferðamenn sem voru á göngu
á Langjökli seint í gærkvöldi. Mað-
ur sem átti að sækja mennina í skál-
ann Jaka við jökulröndina ofan við
Húsafell bað um aðstoð þar sem
hann sat fastur og komst ekki til að
sækja þá. Ekkert amaði að mönn-
unum.
Sóttu ferða-
menn að
Langjökli