Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 4

Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 um helgina Stórsýning Hymer Nova S FYLGI Íslandshreyfingarinnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks- ins minnkar samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Capacent Gallup frá síð- ustu könnun sem birt var 5. apríl. Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri græn bæta hins vegar við sig fylgi. Könnunin er unnin fyrir Morgunblaðið og RÚV. Samkvæmt henni mælist Sjálfstæð- isflokkurinn nú með 37,1,% fylgi en var í síðustu könnun 40,6%. Fylgi Samfylkingar fer úr 19,5% niður í 18,1% og sömuleiðis tapar Íslands- hreyfingin fylgi og mælist nú með 2,9% í stað 4,5% síðast. Þrír flokkar bæta við sig fylgi og þeirra mest VG sem bætir við sig 4,8 prósentustigum. Mælist flokkurinn nú með 24,9% í stað 21,1% í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt úr 8,1% í 9,9%. Frjálslyndi flokkurinn fer úr 5,4% í 6,1% og þá mælast Baráttusamtökin með 0,9% fylgi. Um var að ræða símakönnun með 940 manna úrtaki fólks á aldrinum 18 til 75 ára og var svarhlutfall 61,7%. Ef skoðað er fylgi flokka sam- kvæmt kynjum á grundvelli könn- unarinnar styðja 45,3% karla Sjálf- stæðisflokk og 33,1% kvenna. Hjá VG er kynjahlutfallið 26,6% konur og 18,6% karlar. Samfylkingin nýtur stuðnings 23% kvenna og 15,2% karla. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3% karla og 7,2% kvenna. Frjálslyndi flokkurinn nýt- ur stuðnings 5,9% karla en 5,4% kvenna og Íslandshreyfingin nýtur stuðnings 4,1% karla og 3,7% kvenna. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent Gallup, segir sveiflur í könnununum und- anfarið óvenjumiklar en þó innan vikmarka. Sérstakt sé hvernig fylgi VG og Sjálfstæðisflokks speglast, þannig að þegar aukið fylgi mælist við Sjálfstæðisflokkinn minnki fylgi við VG og öfugt. Guðbjörg segir speglunina merki- lega en að líklegast sé þó að um til- viljun, sem rekja megi til úrtaks- sveiflna, sé að ræða. Þá segir hún ekki hægt að grafast fyrir um ástæðu speglunarinnar nema hugs- anlega með því að kanna umhverf- isþætti á borð við umræðuna í sam- félaginu á þeim tímum sem kannanirnar voru gerðar. Guðbjörg bendir jafnframt á að skekkjumörk mælinganna séu mest í mælingum á fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þar sem skekkj- umörk aukist alltaf með hærri tölum í líkindareikningi. Þetta megi skýra með því að líklegra sé að stuðnings- menn stærri flokkanna lendi í tilvilj- unarkenndu úrtaki en stuðnings- menn minni flokkanna þar sem þeir séu einfaldlega færri. Vinstri græn í mestri sókn en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn stærstir                                                 ! "#$ %!#  !%&      '                        (  ")    *  !!   !+                 !"#$ % !"#$ %&!"#$ !"#$                 ,         ,          ,   , , , , ,              !   "#   !      $    %  &     "   # ' $ &    EKIÐ var á gangandi vegfaranda á gönguljósum á Miklubraut austan við Lönguhlíð um klukkan 18 í gær. Umferð var þung og höfðu bílar stöðvast við ljósin af þeim sökum. Vegfarandi um tvítugt gekk yfir á rauðu gönguljósi er fólksbíll sem kom akandi eftir strætisvagnaak- reininni keyrði á hann. Vegfarandinn skall fyrst á vélar- hlíf bílsins, síðan á framrúðu hans þannig að hún brotnaði og kastaðist því næst yfir bílinn. Er lögregla kom á slysstað voru bæði vegfarandinn og bílstjórinn horfnir þaðan en ökumaður hafði ek- ið fórnarlambi sínu á slysadeild LSH þar sem gengið var úr skugga um að meiðsl hans voru ekki alvarleg. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær þrjá ökumenn sem allir voru réttindalausir. Tveir þeirra, sem báðir eru á fertugsaldri, höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en sá þriðji, 17 ára, hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Sá síðastnefndi hefur nú verið tekinn fjórum sinnum í vetur fyrir þetta sama brot. Ekið á gangandi mann á Miklubraut Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞRÍÞÆTTAR aðgerðir um að bæta hag aldraðra, sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti áhuga á að ráð- ist yrði í, á lands- fundi flokksins, munu fyrst og fremst bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Þegar hafa verið lög- festar viðamiklar breytingar á al- mannatrygginga- kerfinu í kjölfar samkomulags ríkisstjórnarinnar og fulltrúa aldr- aðra í fyrra. Að samanlögðu fela all- ar þessar aðgerðir í sér grundvall- arbreytingu í málefnum aldraðra, að sögn Geirs. Að undanförnu hafa átt sér stað samtöl innan Sjálfstæðisflokksins á milli þingmanna og Samtaka eldri sjálfstæðismanna og á milli þing- manna og fulltrúa Landsambands eldri borgara um þessi mál. „Niður- staða okkar í flokksforystunni eftir þau samtöl er sú að við getum gert þrennt sem skiptir miklu máli,“ segir Geir. Í fyrsta lagi er lagt til að ein- staklingar sem orðnir eru sjötugir geti haldið áfram að vinna ef þeir vilja án þess að launin skerði lífeyr- isbætur þeirra frá Tryggingastofn- un. Geir segir þetta mjög mikla breytingu fyrir eldri borgara, sem vilja halda áfram að vinna en hafa orðið fyrir skerðingu sem núna er um 40%. „Þetta hefur líka að mínum dómi margvísleg jákvæð hliðar- áhrif,“ segir Geir. „Þessi breyting mun væntanlega hafa jákvæð áhrif á vinnuframboð frá þessum hluta þjóð- arinnar inn á almenna vinnumark- aðinn og fólk mun síður freistast til að vinna svart.“ Að sögn hans er ekki talið að þessi breyting myndi hafa mikinn kostnað í för með sér því ein- staklingarnir sem kysu að halda áfram á vinnumarkaði eftir sjötugt myndu greiða skatta af sínum tekjum eins og aðrir. Stór hópur sem fær sáralítið eða ekkert úr lífeyrissjóðum Í öðru lagi setti Geir fram þá hug- mynd að ríkið tryggði öllum eldri borgurum lágmarkslífeyri frá lífeyr- issjóði, t.d. 25. þúsund kr. á mánuði, til hliðar við þær greiðslur sem við- komandi fá úr almannatrygginga- kerfinu. Geir segir að leitt hafi verið í ljós að sá hópur fólks sem fær engar eða sáralitlar greiðslur úr lífeyris- sjóðum sé ótrúlega stór. „Þessi hóp- ur er stærri en margir halda og gæti verið um 10 þúsund manns að ræða. Við teljum að með tiltölulega einföld- um hætti megi beina fjármagni úr ríkissjóði í gegnum lífeyrissjóðakerf- ið til þessa fólks, þannig að enginn fái undir 25 þúsundum kr. úr lífeyr- issjóði og til hliðar við það sem kæmi úr almannatryggingakerfinu. Að vísu myndi þetta þá falla undir al- mennu reglurnar um tekjur sem nú þegar eru í gildi, en þetta gæti þýtt að fólk sem er núna með lágmarks- greiðslur og hefur ekkert annað en bætur almannatrygginga, fengi þarna allnokkra hækkun.“ Gert er ráð fyrir að þessar greiðslur færu til einstaklinganna í gegnum lífeyrissjóðina. Geir segir að þetta þyrfti að gerast í samstarfi við lífeyrissjóðina og kveðst hann ekki eiga von á öðru en að þeir séu áhuga- samir um það. Bendir hann á að til sé eldra fordæmi um sambærilegt fyr- irkomulag. Þriðja aðgerðin sem Geir greindi frá á landsfundinum, er jafnframt sú sem hefur mestan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Þar er um að ræða að minnka skerðingar í al- mannatryggingakerfinu úr 40% í 35%. Geir segir að þarna sé einkum um að ræða þær tekjur sem eldri borgarar fá úr lífeyrissjóðum sem skerða tekjutrygginguna frá Trygg- ingastofnun. „Ég held að þetta þrennt eigi að vikta þungt og kemur sannanlega þeim best sem eru í tekjulægsta hópnum meðal aldraðra. Þetta er allt saman raunhæft en við höfum ekki útfært þetta í smáatriðum eða tíma- sett einstök atriði enda kallar þetta á lagabreytingar og því er ekki hægt að gera þetta fyrr en eftir kosning- ar,“ segir Geir. Grundvallarbreyting á málum aldraðra „Kemur sannanlega þeim best sem eru í tekjulægsta hópnum“ Í HNOTSKURN »Skerðingarhlutfall tekju-tryggingar vegna annarra tekna lækkaði úr 45% í 39,95% um áramót og á að lækka í 38,35% um næstu áramót. For- sætisráðherra vill minnka þessa skerðingu í 35%. »Til skoðunar er að beinafjármagni úr ríkissjóði í gegnum lífeyrissjóði til aldr- aðra þannig að enginn fái und- ir 25 þúsundum kr. úr lífeyr- issjóði. Geir H. Haarde ALÞJÓÐLEGI meistarinn, Héð- inn Steingríms- soń, er efstur með fullt hús á Reykjavík Int- ernational – minningarmótinu um Þráin Guð- mundsson eftir sigur á úkranísku skákkonunni Inna Gaponenko í 3. umferð sem fram fór í gærkvöld. Héðinn hefur hlotið þrjá vinninga og á eftir honum koma fjórir keppendur með 2,5 vinn- inga hver. Tíu keppendur eru með tvo vinninga, þar af þrír Íslendingar sem allir gerðu jafntefli í sínum við- ureignum í gær, þeir Jón G. Vikt- orsson, Stefán Kristjánsson og Ingv- ar Þór Jóhannesson. Skákmaðurinn bráðungi Hjörvar Steinn Grétarsson náði sínu fyrsta skori í gær með jafntefli við Guðna Pétursson og er með hálfan vinning. Teflir Hjörvar Steinn við Sigurbjörn Björnsson í fjórðu umferð í dag, laugardag en Sigurbjörn er einnig með hálfan vinning. Annar ungur keppandi, Ingvar Ásbjörnsson tap- aði sinni skák í gær við Englending- inn Buckley Graeme og var það fyrsta tap Ingvars. Þá teflir Inna Gaponenko við Frakkann Lamoureux sem er jafn henni að stigum og Héðinn Stein- grímsson við Normunds frá Lett- landi. Héðinn einn með fullt hús Héðinn Steingrímsson Vann sigur á Gapo- nenko í 3. umferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.