Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „VIÐ höfum kallað ykkur hérna sam- an til að greina ykkur frá gleðitíð- indum,“ hóf Einar Sigurðsson, for- stjóri Árvakurs, mál sitt á fjölmennum starfsmannafundi í höf- uðstöðvum Morgunblaðsins í Hádeg- ismóum síðdegis í gær. Tíðindin sem Einar færði starfsfólki sínu voru þau að Árvakur hefði keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. „Fyrir um einu og hálfu ári kom Ár- vakur inn í útgáfufélag Blaðsins,“ hélt Einar áfram máli sínu, „og frá og með deginum í dag eigum við 100% hlut í Ári og degi.“ Starfsfólk Blaðsins var einnig á starfsmannafundinum og það var boðið velkomið í hópinn með lófa- klappi. Markmiðið með kaupunum er að styrkja Árvakurssamstæðuna, að því er fram kom í máli Einars. „Í dag ná blöðin tvö, Morgunblaðið og Blaðið, ásamt mbl.is til um 85% þjóðarinnar með fréttir og afþreyingu – og það er okkar hlutverk,“ sagði Einar og lagði áherslu á mál sitt. Mjög gott samstarf hefur verið á milli Árvakurs og eigenda í Ári og degi og að sögn Einars mun þeirra krafta áfram njóta við. „Þeir sem hafa verið leiðtogar í starfinu þar, Karl Garðarsson og Steinn Kári Ragnarsson, munu koma hér inn í hópinn. Karl verður útgáfu- stjóri prentmiðla Árvakurs og hefur það meginhlutverk að tryggja og leiða áfram samlegð í rekstri í blaða- útgáfunni. Steinn Kári verður áfram auglýsingastjóri Blaðsins og mun síð- an vinna að því með okkur að byggja hér upp sameiginlegt markaðs- og sölukerfi Árvakursmiðlanna.“ Einar sagði að nú væri hafið nýtt vaxtarskeið, miklir möguleikar fælust í fríblaðamarkaðnum og netmiðl- inum. Í lokin kom fram í máli Einars að áfram væri um að ræða tvo miðla sem Árvakur gæfi út. Sjálfstæð ritstjórn- arstefna yrði áfram við lýði, í engu yrði hróflað við því. „Við viljum láta bæði blöðin vaxa og blómstra og ég held að með því að opna fyrirtækið með þessum hætti og stækka með þessum hætti eigum við mjög mikla möguleika á þessum markaði.“ Í lokin hnykkti Einar á því að samanlagt væru seldar auglýsingar fyrir þrjá milljarða á ári á miðlunum þremur. „Við erum þess vegna hérna saman komin fyrst og fremst til að gleðjast yfir þessum áfanga,“ lauk Einar máli sínu. Í samtali við Einar eftir starfs- mannafundinn kom fram að sókn- arhugur er í forsvarsmönnum Árvak- urs og að undanfarna fimm mánuði hefði orðið talsverð breyting í rekstr- inum. „Við höfum verið að vinna að tölu- verðum breytingum á rekstrinum hjá Árvakri að undanförnu,“ sagði Einar. „Við sjáum núna fyrir okkur að með því að sameina þessi tvö fyrirtæki undir einum hatti náum við stærð og krafti sem mun nýtast okkur til að ljúka því umbótaverki sem unnið hef- ur verið að. Það hefur orðið veruleg breyting á rekstri Morgunblaðsins síðustu fimm mánuði og við teljum að með því að hafa starfsemi Árs og dags undir sama hatti og Árvakurs getum við fundið hagræðingarmögu- leika, en fyrst og fremst nýja vaxt- armöguleika í rekstrinum.“ Það komi m.a. til af því að dreifing á Blaðinu sé betri en á nokkru öðru dagblaði á Ís- landi og hún verði styrkt enn frekar. „Í raun og veru er merkilegt hvað Blaðinu hefur tekist að hasla sér völl hingað til og við teljum að með því að nýta þann styrk sem býr í Árvakri til þess að byggja þarna upp munum við ná ennþá lengra. Síðan höfum við unnið að nýrri sókn á Netinu og þar er mbl.is í einstakri stöðu, þetta er helmingi stærri fréttamiðill á Netinu heldur en sá sem er númer tvö og við teljum að við getum í samvinnu við starfssystkini okkar á Blaðinu unnið alveg ný lönd, erum með hugmyndir um nýjungar og breytingar í vef- umhverfinu og markmiðið er að stór- auka þá starfsemi.“ Tekjurnar af mbl.is segir Einar hafa aukist um meira en 40% á ári undanfarin tvö ár og talið sé að síst muni draga úr því í framtíðinni. „Þetta er þannig líka hluti af því að styrkja okkur í þeirri starfsemi,“ sagði Einar. Samrunann segir Einar engu breyta um það að áfram verði gefið út Morgunblað. „Við munum auðvitað þróa fyrirtækið áfram, inn kemur stór og öflugur hópur og við þurfum að finna einhverja útfærslu á því í starfseminni hvernig við ætlum að skipuleggja okkur fyrir þessa sókn. Ég held að fyrst og fremst geri þetta að verkum að starfið verður miklu meira spennandi og skemmtilegt. Við förum í þetta af miklum sóknarhug.“ Einar segist vera mjög bjartsýnn fyrir hönd Morgunblaðsins. „Morg- unblaðið hefur að undanförnu tekið ákveðnum breytingum, það hefur styrkst og eflst og ég held að við munum ná í gegn með þessar breyt- ingar. Þetta er áskriftarblað og það þarf að koma blaðinu í þeirri sterku mynd sem það er núna út til kaup- enda, við erum í þeirri vinnu núna og hún gengur mjög vel. Já, ég er þess vegna mjög bjartsýnn fyrir hönd Morgunblaðsins. Þessi skúta eins og hún lítur út núna er miklu betur til út- siglinga fallin heldur en sú mynd sem fyrirtækið var í áður.“ Skútan er betur til út- siglinga fallin nú en áður Í HNOTSKURN »Skoðað verður með hvaðahætti miðlarnir tveir geta unnið meira saman. »Fjölmargir rekstrarlegirþættir eru þess eðlis að samstarf er mögulegt. »Fyrirtækin verða stilltsaman þannig að sótt verði inn á nýjan vettvang, þá fyrst og fremst með mbl.is í huga. »Með því að breikka fyr-irtækið fæst inn nýtt fólk og samnýting miðla verður auðveldari og betri. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Á fjölmenn- um starfsmannafundi kynnti Einar Sigurðs- son breytingarnar fyrir starfsfólki Árvakurs. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Breytingar Einar Sigurðsson var léttur í lundu þegar hann tilkynnti starfsfólki Árvakurs kaupin á Ári og degi. ALLS greindist 31 einstaklingur með lekanda á sýklafræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss á árinu 2006 og er það mikil aukning frá árinu 2005. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum Landlæknisemb- ættisins. Sýkingin greinist oftast í aldurs- hópnum 20–24 ára og eru karlmenn í meirihluta. Langflestir sem greinast eru frá höfuðborgarsvæðinu, en 26 eru með skráða búsetu þar, þrír á Akranesi, einn frá Suðurlandi og einn frá Austurlandi. Fram kemur að svo virðist sem meirihluti smitaðra hafi smitast á Ís- landi og er það nýmæli miðað við fyrri ár þegar nánast allt lekanda- smit átti uppruna sinn erlendis. Helstu einkenni lekanda eru sviði og útferð frá þvagrás og kynfærum, en konur eru oftar einkennalausar af sýkingunni en karlar. Lekandasýk- ing getur valdið alvarlegum sýking- um og borist út í blóðið. Auk þess er ófrjósemi þekktur fylgikvilli sýking- arinnar, einkum hjá konum. Það er því mikilvægt að hafa samband við lækni þegar grunur er um sýkingu. Tilfellum lekanda fjölgar BYGGÐARÁÐ Norðurþings sam- þykkti á fundi á fimmtudag fyr- irliggjandi drög að samkomulagi við Fjarðaflug ehf. um að taka að sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsavíkurflugvelli og hefja flug til Húsavíkur. Var bæjarstjóra falið að undirrita samkomulag við Fjarða- flug. Fjarðaflug ehf. er nýtt á flug- markaðnum en félagið fékk flug- rekstrarleyfi í lok síðasta árs og hefur síðan þá verið í leiguflugi. Steindór Jónsson, flugrekstarstjóri hjá Fjarðaflugi, segir að málið sé enn á undirbúningsstigi og við- ræður standi yfir við flugmála- yfirvöld og bæjarstjórn. Verið væri að kanna ýmsa möguleika í stöð- unni. Fyrirhugað að hefja flug 64,6% kjósenda segjast vera hlynnt því að ákvarðanir um sveitarstjórn- armál eða landsmál séu teknar með almennri íbúakosningu. Mestur er stuðningurinn meðal ungs fólks, en um 79% svarenda á aldrinum 18–34 ára lýsa yfir stuðningi við tillögu um íbúakosningu. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Um- ræður um slíkar íbúakosningar hafa verið talsvert miklar að undanförnu í kjölfar atkvæðagreiðslu í Hafnar- firði um hvort heimila ætti deili- skipulag í bænum sem fæli í sér stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Könnunin var gerð 3.–9. apríl. Úr- takið var 940 manns á aldrinum 18– 75 ára. Svarhlutfall var 61,7%. Konur eru mun hlynntari íbúa- kosningu en karlar eða 72% á móti 57,7%. Sömuleiðis eru yngri kjós- endur hlynntir íbúakosningu en þeir sem eldri eru. Í hópi kjósenda á aldr- inum 18–34 er um 79% stuðningur við íbúakosningu. Í hópi þeirra sem eru 55–75 ára eru 55,6% hlynnt íbúa- kosningu. Það er líka greinilegur munur milli flokka. Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokkanna styðja mjög eindregið íbúakosningar, 82,6% meðal Samfylkingar og 92,8% meðal stuðningsmanna VG. Íbúa- kosningar njóta hins vegar mun minna fylgis meðal stjórnarflokk- anna. 50% stuðningsmanna Fram- sóknarflokks eru á móti íbúakosn- ingu, en 41,7% styðja slíka kosningu. Afstaða kjósenda Sjálfstæðisflokks er alveg tvískipt. 43,2% lýsa yfir stuðningi við hugmyndina og sama hlutfall lýsir andstöðu við hana. 79% ungs fólks styðja tillögu um íbúakosningar      ''(' )'(') *'())  '(*) + ( )     ,!  -!  !   !     !     !     ! "      #    ./ 01 .2 &$30 , ,          ,,     ,      ,             ,       ,       ,       ♦♦♦ ORKU- og veitufyrirtæki greiddu samtals um 2,3 milljarða króna til landeigenda og veiðirétthafa á árun- um 2001-2006, vegna landnota. Á sama tíma greiddu fyrirtækin rúman milljarð króna vegna sér- stakra verkefna á eigin vegum á sviði umhverfismála, svo sem vegna land- bætingar, göngustígagerðar og hreinsunarverkefna. Þetta kemur fram á vef Samorku en samtökin óskuðu eftir því við orku- og veitufyrirtæki landsins, að þau tækju saman þessar upplýsing- ar. Jafnframt kemur fram, að fyr- irtækin hafi að auki greitt á sama tíma yfir 500 milljónir króna í styrki til annarra aðila vegna rannsókna og vísinda, sem meðal annars tengdust umhverfismálum. „Umhverfismálin skipa stóran sess í rekstri orku- og veitufyrir- tækja, hvort sem um er að ræða virkjanir vegna nýtingar endurnýj- anlegra orkulinda eða framkvæmda vegna vatnsveitna og fráveitna,“ segir á vef Samorku. Greiddu 2,3 milljarða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.